Opnunarskýrslur
Skýrslur um opnun útboða (opnunarskýrslur fela ekki í sér niðurstöðu).
Útboðsnúmer: 24-0033 A
Dagsetning opnunar: 30.6.2025
Tilboð bárust frá:
6212050720, Gröfuþjónustan Brinks ehf
Gröfuþjónusta Brinks ehf. bauð heildartilboðsfjárhæð 59.619.577 með virðisauka.
Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum því á c liður 65. gr. OIL ekki við í þessu útboði.
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir þakka fyrir þátttökuna
Upplýsingar um kæruheimild
Samkvæmt 85. gr. OIL eiga bjóðendur rétt á að fá rökstuðning fyrir höfnun á tilboðum sínum, sendi þeir um það skriflega beiðni (bréf eða tölvupóstur) til FSRE innan 14 daga frá því að bjóðanda var tilkynnt ákvörðun. FSRE munu svara beiðninni eigi síðar en 15 dögum eftir að hún berst.
Í XI. kafla laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) er fjallað um kærunefnd útboðsmála. Þar kemur fram í 1. mgr. 106 gr.: Kæra skal borin skriflega undir kærunefnd útboðsmála innan 20 daga frá því að kærandi vissi um eða mátti vita um þá ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem hann telur brjóta gegn réttindum sínum. Kröfu um óvirkni samnings er þó heimilt að bera undir nefndina innan 30 daga frá framangreindu tímamarki. Þó verður krafa um óvirkni samnings ekki höfð uppi þegar sex mánuðir eru liðnir frá gerð hans. Nánari ákvæði um fresti eru í 106. gr. Fyrir hverja kæru skal kærandi greiða kærugjald að fjárhæð 210.000 kr. Í kæru skulu koma fram upplýsingar um kæranda, þann aðila sem kæra beinist að (varnaraðila) og ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem er kærð.
Í kæru skulu koma fram kröfur kæranda ásamt stuttri lýsingu málsatvika og málsástæðna og rökstuðningur. Kröfugerð kæranda skal lúta að úrræðum nefndarinnar samkvæmt lögum þessum. Kærandi skal tilkynna kaupanda um kæru eins skjótt og mögulegt er. Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) eru birt á heimasíðu Alþingis.
Hér er að finna nánari upplýsingar um kærunefnd útboðsmála og frekari leiðbeiningar um kæruheimildir hér.
Netfang kærunefndar útboðsmála er knu@yfirskattanefnd.is og símanúmer nefndarinnar er +354 575 8700.
Dagsetning opnunar: 22.5.2025
Tilboð bárust frá:
6901071040, E. Sigurðsson ehf
6711170850, SF Smiðir ehf
Heildartilboðsfjárhæð m.vsk.
SF Smiðir ehf 338.558.775 kr.
E. Sigurðsson 462.343.888 kr.
Kostnaðaráætlun nam 250 milljónir m.vsk.
Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum því á c liður 65. gr. OIL ekki við í þessu útboði.
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir þakka fyrir þátttökuna.
Opnunarskýrsla felur ekki í sér niðurstöðu útboðs. Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum.
Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlega reiknivillu og að ekki er búið að meta gildi tilboða. Komi í ljós að fjárhæðir í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.