Fara beint í efnið
Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Stefna dómstólasýslunnar um öryggi í húsnæði dómstóla

Það er stefna dómstólasýslunnar að dómarar, annað starfsfólk dómstólanna og öll sem eiga erindi til dómstóla geti treyst því að þau njóti þar öryggis.

Markmið stefnunnar er að stuðla að öruggu vinnuumhverfi og réttlátri og opinberri málsmeðferð við öruggar aðstæður. Í þeim tilgangi eru í stefnunni skilgreindar aðgerðir til að
lágmarka hættu í eða við húsnæði dómstóla af ofbeldi, árásum, uppþotum, innbrotum og öðrum athöfnum eða ástandi sem geta ógnað öryggi fólks eða raskað starfsemi
dómstóla.