Fara beint í efnið
Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Jafnlaunastefna

Stefna þessi er sett í samræmi við kröfur í ÍST 85:2012 (jafnlaunastaðall) og lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefnan gildir fyrir alla dómstóla sem heyra undir dómstólasýsluna, þ.e. Hæstarétt Íslands, Landsrétt og alla héraðsdómstóla. 

Stefnan er unnin af samstarfshópi við innleiðingu á ÍST 85:2012 hjá dómstólum og er endurskoðuð með reglubundnum hætti. 

Stefnan nær til starfsmanna dómstólanna og dómstólasýslunnar sem eru ekki með lögákveðin launakjör.

Markmiðið með stefnunni er að tryggja öllum konum og körlum jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þess ber að gæta við launaákvarðanir að starfsfólki sé ekki mismunað í launum vegna ómálefnalegra ástæðna. 

Dómstólar skuldbinda sig til að fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni sem tengjast þeirri meginreglu að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Sett hafa verið jafnlaunamarkmið, jafnlaunakerfi skjalfest fyrir þá dómstóla er falla undir 3. mgr. 19. gr. laga nr. 10/2008 hvað varðar launakjör þeirra starfsmanna sem ekki lúta lögákveðnum launakjörum og þannig tryggt stöðugar umbætur, nauðsynlegt eftirlit og viðbrögð ef upp koma frávik við launaákvarðanir.

Æðstu stjórnendur viðkomandi dómstólarýna jafnlaunakerfið með reglubundnum hætti, þar sem farið er yfir árangur, markmið rýnd og gerðar breytingar ef þörf er á. 

Þannig samþykkt í stjórn dómstólasýslunnar 1. nóvember 2019.