Uppfærsla á tölvukerfi Blóðbankans (ProSang)
14. maí 2024
Uppfærsla á tölvukerfi Blóðbankans (ProSang)
Undanfarið hefur farið fram vinna í Blóðbankanum og stafrænni framþróun að uppfærslu á tölvukerfi Blóðbankans (ProSang).
Áætlað er að nýja útgáfan fari í loftið næsta miðvikudag 15.maí um klukkan 18:00.
Notendur InterInfo (upplýsingar um sjúkling og rafræn innskráning blóðhlutagjafar) og rafrænna svara í Heilsugátt, eiga ekki að verða varir þessa uppfærslu. Þegar nýja uppfærslan fer í gang þá opnast betur útfærðar myndir í InterInfo og í rafrænum svörum í Heilsugátt. Rafræn blóðhlutapöntun virkar með sama hætti og áður.
Þessi nýja uppfærsla byggir meira á rafrænum samskiptum en nú er og opnar leið að þróun rafrænnar beiðna um rannsóknir í Blóðbankanum sem ekki er í boði í núverandi útgáfu. Við hvetjum starfsmenn deilda til að nota rafræna blóðhlutabeiðni í meiri mæli en nú er.
Komi upp tölvu tengd vandræði við notkun þessara möguleika þá vinsamlega hafið samband við 1550.
Ef vandræði sem tengjast afgreiðslu blóðhluta koma upp, þá vinsamlega hafið samband við 5507 / 5514, afgreiðsla Blóðbankans.