Prentað þann 2. apríl 2025
1490/2024
Reglugerð um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2025 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.
1. gr.
Fjárhæðir greiðslna samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009. skulu vera sem hér segir fyrir árið 2025:
- Hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna skv. 1. málsl. 3. mgr. 10. gr. skal nema 1.007.951 kr. á mánuði.
- Lágmarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna skv. 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. skal nema 261.539 kr. á mánuði.
- Fjárhæð greiðslna til líffæragjafa í námi skv. 1. mgr. 15. gr. skal nema 261.539 kr. á mánuði.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 18. gr., sbr. 8. mgr. 10. gr. og 3. mgr. 15. gr., laga um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009, öðlast gildi 1. janúar 2025. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1413/2023, um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2024 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.