Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 2. apríl 2025

Stofnreglugerð

1453/2024

Reglugerð um fjárhæðir greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Fjárhæðir greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra í fæðingarorlofi eftir 1. apríl 2024 vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023:

  1. Hámarksgreiðsla skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 700.000 kr. á mánuði.
  2. Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 152.025 kr. á mánuði.
  3. Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 210.695 kr. á mánuði.

2. gr.

Fjárhæðir fæðingarstyrks samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023:

  1. Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 91.937 kr. á mánuði.
  2. Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 210.695 kr. á mánuði.

3. gr.

Fjárhæðir greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra í fæðingarorlofi eftir 1. apríl 2024 vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024:

  1. Hámarksgreiðsla skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 700.000 kr. á mánuði.
  2. Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 160.538 kr. á mánuði.
  3. Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 222.494 kr. á mánuði.

4. gr.

Fjárhæðir fæðingarstyrks samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024:

  1. Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 97.085 kr. á mánuði.
  2. Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 222.494 kr. á mánuði.

5. gr.

Fjárhæðir greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2025:

  1. Hámarksgreiðsla skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 800.000 kr. á mánuði.
  2. Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 167.441 kr. á mánuði.
  3. Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna skal nema 232.061 kr. á mánuði.

6. gr.

Fjárhæðir fæðingarstyrks samkvæmt lögum nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, skulu vera sem hér segir til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2025.

  1. Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 101.260 kr. á mánuði.
  2. Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna skal nema 232.061 kr. á mánuði.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 54. gr. laga nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, öðlast gildi 1. janúar 2025. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1465/2023 um fjárhæðir greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

Bjarni Benediktsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.