Prentað þann 4. des. 2024
1419/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 905/2021, um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
1. gr.
Í stað "22.058 kr." í 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 23.293 kr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "360.000 kr." í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 500.000 kr.
- Í stað "720.000 kr." í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
3. gr.
Í stað "1.440.000 kr." í 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 2.000.000 kr.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu "aukabúnaðar" í 1. málsl. 5. mgr. kemur: en að hámarki 66% þegar um er að ræða sérútbúna hreina rafbíla.
- Í stað "6.000.000 kr." í 2. málsl. 5. mgr. kemur: 7.400.000 kr.
- Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða sérútbúna hreina rafbíla getur fjárhæð styrks þó numið allt að 8.140.000 kr.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "1.440.000 kr." í 1. mgr. kemur: 2.000.000 kr.
- Í stað "6.000.000 kr." í 2. mgr. kemur: 7.400.000 kr.
- Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða sérútbúna hreina rafbíla getur fjárhæð styrks þó numið allt að 8.140.000 kr.
6. gr.
Á eftir 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, svohljóðandi:
Fjárhæðir uppbóta og styrkja samkvæmt reglugerð þessari skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á greiðslum almannatrygginga, sbr. 62. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, sbr. einnig 1. mgr. 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 14. gr., sbr. 10. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, sbr. 63. gr. laga um almannatryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2024.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 18. desember 2023.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.