Prentað þann 22. des. 2024
1408/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 255/2021 um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð.
1. gr.
2. tölul. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: rekstraraðili sjóðsins, ábyrgðaraðili sjóðsins eða raunverulegir eigendur þeirra, skulu vera eigendur hluta í sjóðnum, auk að lágmarki þriggja einkafjárfesta sem eru ótengdir, ekki í samstarfi og hver um sig hefur skráð sig fyrir stofnfé sem nemur að minnsta kosti 10% af heildarstofnfé sjóðsins,
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "innan sex vikna frá því fullbúin umsókn barst," í 2. mgr. komi: eigi síðar en sex vikum eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. þó 2. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar.
- Í stað orðanna "innan átta vikna frá því fullbúin umsókn barst" í 3. mgr. komi: eigi síðar en átta vikum eftir að umsóknarfresturinn er liðinn.
3. gr.
Í stað orðsins "ársfjórðungslega" í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar komi: tvisvar á ári.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 8. gr. laga um Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóð, nr. 65/2020, og öðlast þegar gildi.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. desember 2022.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.