Prentað þann 3. des. 2024
1406/2023
Reglugerð um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2023 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.
1. gr. Jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða.
Stuðla skal að því að mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða verði jöfnuð eins og nánar greinir í reglugerð þessari. Ríkissjóður veitir árlegu fjárframlagi til lífeyrissjóða til þess að ná því markmiði samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 113/1990, um tryggingagjald.
Í samræmi við VI. kafla laga nr. 113/1990, skal fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2023 nema 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga nr. 113/1990. Framlagið skal byggjast á upplýsingum ríkisreiknings um áætlaðan gjaldstofn tryggingagjalds næstliðins árs.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið annast úthlutun og greiðslu framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða samkvæmt reglugerð þessari.
2. gr. Skipting framlagsins milli lífeyrissjóða.
Framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal skipt milli lífeyrissjóða með eftirfarandi hætti:
- Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í heildarörorkulífeyrisgreiðslum allra lífeyrissjóða á næstliðnu ári.
- Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í skuldbindingum lífeyrissjóða til greiðslu örorku-lífeyris umfram 10% af heildarlífeyrisskuldbindingum sjóðanna í framtíðinni vegna væntanlegra iðgjalda miðað við tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða við lok næstliðins árs. Nú hefur lífeyrissjóður nýtt heimild samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, til þess að ákveða lágmark tryggingaverndar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyrisréttinda í séreign og skal þá verðmæti iðgjaldsgreiðslna vegna réttinda sem aflað er í séreign talið til skuldbindinga sjóðsins í framtíðinni þegar fundin er hlutdeild sjóðsins skv. 1. málsl.
- Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.
3. gr. Úthlutun fjárframlags árið 2023.
Samkvæmt 19. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, skal fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2023 renna til lífeyrissjóða sem hafa starfsleyfi frá fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áætlaður gjaldstofn tryggingagjalds árið 2022 nemur samkvæmt ríkisreikningi 2022 samtals kr. 2.033.023.665.533 og er áætlað fjárframlag ársins 2022 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða því með vísan til 1. gr. samtals kr. 6.607.326.913 og skiptist það milli lífeyrissjóða sem hér segir:
Lífeyrissjóður | Fjárhæð kr. | Hlutfall |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 39.875.218 | 0,604% |
Birta lífeyrissjóður | 227.457.229 | 3,443% |
Eftirlaunasjóður FÍA | 11.067.273 | 0,168% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L060EsRb | 1.090.209 | 0,017% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L050EsH | 4.129.579 | 0,063% |
Festa lífeyrissjóður | 829.748.114 | 12,558% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 124.382.929 | 1,883% |
Gildi lífeyrissjóður | 2.610.653.973 | 39,512% |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 61.018.664 | 0,924% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L140LsA | 1.651.832 | 0,025% |
Lífeyrissjóður bankamanna-aldur | 27.982.029 | 0,424% |
Lífeyrissjóður bankamanna-hlutfall | 11.959.262 | 0,181% |
Lífeyrissjóður bænda | 19.524.651 | 0,296% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L510LsN | 429.476 | 0,007% |
Lífeyrissjóður Rangæinga | 47.044.168 | 0,712% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar | 4.096.543 | 0,062% |
Lífeyrissjóður starfsm. Búnaðarbanka Íslands hf. | 3.634.030 | 0,055% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L600LsH | 891.989 | 0,014% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L400LK | 3.634.030 | 0,055% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 28.048.103 | 0,425% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-A | 432.284.363 | 6,543% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-B | 135.945.751 | 2,058% |
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-A | 301.426.254 | 4,562% |
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-V | 122.962.354 | 1,861% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L700LsV | 3.006.334 | 0,046% |
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands | 2.411.674 | 0,037% |
Lífsverk lífeyrissjóður | 18.203.186 | 0,276% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 553.727.032 | 8,381% |
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja | 119.493.507 | 1,809% |
Stapi lífeyrissjóður | 757.067.518 | 11,458% |
SL lífeyrissjóður | 102.479.640 | 1,551% |
Samtals | 6.607.326.913 | 100,000% |
Við greiðslu fjárframlags ársins 2024, í október 2024, skal endurreikna, og leiðrétta ef þörf er á, fjárframlag ársins 2023 á grundvelli endurskoðaðra upplýsinga um gjaldstofn tryggingagjalds ársins 2022.
4. gr. Leiðrétting fjárframlags ársins 2022.
Endurskoðaður gjaldstofn tryggingagjalds vegna ársins 2021 er kr. 1.700.465.151.023. Mismunur áætlaðs gjaldstofns tryggingagjalds ársins 2021 skv. 3. gr. reglugerðar nr. 1407/2022, um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2022 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, og endurskoðaðs gjaldstofns tryggingagjalds vegna ársins 2021 er kr. 54.593.447.325 til hækkunar. Fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2022 nam 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds, sbr. lög nr. 177/2006, um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Leiðrétting fjárframlags ársins 2022, frá því sem það var ákvarðað með reglugerð nr. 1407/2022, nemur því samtals kr. 177.428.703 til hækkunar. Áætlað fjárframlag ársins 2023 eins og það er ákvarðað skv. 3. gr. hækkar þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í eftirfarandi töflu:
Lífeyrissjóður | Fjárhæð kr. | Hlutfall |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 1.039.732 | 0,586% |
Birta lífeyrissjóður | 6.105.322 | 3,441% |
Eftirlaunasjóður FÍA | 292.757 | 0,165% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L060EsRb | 42.583 | 0,024% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L050EsH | 113.554 | 0,064% |
Festa lífeyrissjóður | 22.416.342 | 12,634% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 4.014.324 | 2,263% |
Gildi lífeyrissjóður | 71.448.766 | 40,269% |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 1.369.750 | 0,772% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L140LsA | 70.084 | 0,040% |
Lífeyrissjóður bankamanna-aldur | 769.153 | 0,434% |
Lífeyrissjóður bankamanna-hlutfall | 442.685 | 0,250% |
Lífeyrissjóður bænda | 504.785 | 0,285% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L510LsN | 12.420 | 0,007% |
Lífeyrissjóður Rangæinga | 1.131.108 | 0,638% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar | 102.022 | 0,058% |
Lífeyrissjóður starfsm. Búnaðarbanka Íslands hf. | 172.106 | 0,097% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L600LsH | 34.599 | 0,020% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L400LK | 113.554 | 0,064% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 793.106 | 0,447% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-A | 11.500.041 | 6,482% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-B | 4.275.145 | 2,410% |
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-A | 8.321.406 | 4,690% |
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-V | 3.167.102 | 1,785% |
Brú lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga-B L700LsV | 73.633 | 0,042% |
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands | 63.874 | 0,036% |
Lífsverk lífeyrissjóður | 402.763 | 0,227% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 14.732.792 | 8,304% |
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja | 3.485.587 | 1,965% |
Stapi lífeyrissjóður | 18.826.960 | 10,611% |
SL lífeyrissjóður | 1.590.648 | 0,897% |
Samtals | 177.428.703 | 100,000% |
5. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 22. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, og öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 1407/2022 sama efnis.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. desember 2023.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Anna V. Ólafsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.