Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 7. jan. 2026

Reglugerð með breytingum síðast breytt 12. des. 2025

1270/2025

Reglugerð um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla samkvæmt 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

1. gr. Ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla.

Ráðstöfun afla tilgreindur í tonnum sem dreginn er frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða er sem hér segir:

Tegund Skel- og rækjubætur Byggðakvóti til fiskiskipa Byggðakvóti Byggðastofnunar Frístundaveiðar Línuívilnun Nýliðun vegna grásleppu
Tonn Þorskígildistonn Tonn Tonn Þorskígildistonn Tonn Tonn Tonn
Þorskur 517 435 1.070 3.365 2.827 75 400 0
Ýsa 199 118 2.500 1.292 770 0 800 0
Ufsi 153 78 1.300 993 509 0 0 0
Steinbítur 24 9 200 157 58 0 145 0
Gullkarfi 93 50 500 605 327 0 30 0
Keila 18 4 100 114 28 0 30 0
Langa 13 5 100 85 34 0 30 0
Grásleppa 0 0 0 0 0 0 0 35

2. gr. Sérstök úthlutun til skel- og rækjubáta.

Við útreikning uppbóta vegna rækjubáta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla rækjuvertíðanna 1996/1997-2005/2006 að frádregnum afla í rækju fiskveiðiársins 2024/2025 á viðkomandi svæði að teknu tilliti til heildarráðstöfunar skel- og rækjubóta skv. 1. gr.

Við útreikning uppbóta vegna skelbáta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðafla áranna 1998 til 2007 að teknu tilliti til heildarráðstöfunar skel- og rækjubóta skv. 1. gr.

Úthluta skal uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2025. Verðmætastuðull er 0,52 miðað við þorskígildi fyrir rækju og 0,32 miðað við þorskígildi fyrir hörpudisk. Uppbæturnar í þorskígildistonnum skulu skiptast á tegundir tilgreindar í 1. gr. að grásleppu undanskilinni samkvæmt eftirfarandi töflu:

Úthlutun/bátar Þorskígildistonn
1. Úthlutun til rækjubáta: 370
Frá Arnarfirði 42
Í Ísafjarðardjúpi 124
Við Húnaflóa 50
Við Skagafjörð 51
Á Skjálfanda 23
Við Öxarfjörð 67
Á Eldeyjarsvæði 8
Í Norðurfjörðum Breiðafjarðar 5
2. Úthlutun til skelbáta: 330
Frá Arnarfirði 2
Við Húnaflóa 11
Við Breiðafjörð 308
Við Hvalfjörð 8
Samtals: 700

3. gr. Ráðstöfun og nýting línuívilnunar.

Línuívilnun skal skiptast þannig innan fiskveiðiársins:

Tegundir/
tímabil
September - nóvember Desember - febrúar Mars - maí Júní - ágúst Samtals
Þorskur 128 149 93 30 400
Ýsa 351 250 89 110 800
Steinbítur 12 13 100 20 145
Gullkarfi 5 5 9 11 30
Keila 8 5 8 9 30
Langa 16 12 14 12 54

Fiskistofa fylgist með línuafla og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að viðmiðunarafla hvers tímabils verði náð. Ráðuneytið felur Fiskistofu að tilkynna síðan frá hvaða degi tiltekinn afli reiknast að fullu til aflamarks. Náist ekki að veiða viðmiðunarafla einhvers tímabils bætast ónýttar heimildir við viðmiðunarafla næsta tímabils á eftir fyrir viðkomandi ráðstöfun.

4. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi er sett skv. 6. gr., 8. gr., 10. gr., 10. gr. a, og 11. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 929/2025, um um aflaheimildir samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2025/2026.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.