Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Stofnreglugerð

929/2025

Reglugerð um aflaheimildir samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2025/2026.

1. gr. Aflaheimildir Byggðastofnunar.

Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar aflaheimildir, sem ráðherra ákvarðar samkvæmt heimild í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi, sbr. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Aflaheimildir Byggðastofnunar á fiskveiðiárinu 2025/2026 skiptast á eftirgreindar botnfisktegundir í hlutfalli við leyfðan heildarafla af eftirfarandi tegundum:

Tegundir Tonn upp úr sjó Þorskígildistonn
Þorskur 3.115 2.617
Ýsa 1.196 717
Ufsi 919 473
Steinbítur 146 60
Gullkarfi 560 303
Keila 106 28
Langa 78 32
Samtals: 6.120 4.230

2. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi er sett skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 29. ágúst 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Aðalsteinn Þorsteinsson.

B deild - Útgáfudagur: 29. ágúst 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.