Prentað þann 22. des. 2024
1242/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "Útlendingastofnun" í tvígang í 1. mgr. kemur: Vinnumálastofnun.
- 2. mgr. orðast svo: Þjónusta fellur niður eigi síðar en átta vikum frá birtingu ákvörðunar um að veita einstaklingi vernd. Þrátt fyrir 1. málsl. fellur þjónusta niður þremur dögum eftir að einstaklingi, sem veitt hefur verið vernd, býðst annað húsnæði á vegum opinbers aðila.
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi: Þjónusta fellur niður þremur dögum eftir að umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmda, sbr. 35. gr. laga um útlendinga.
-
Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr., sem verður 4. mgr.:
- Í stað orðsins "Útlendingastofnun" í tvígang kemur: Vinnumálastofnun.
- Á eftir orðunum "samkvæmt ákvæðinu, sem" kemur: samþykkt hefur annað húsnæði, sbr. 2. mgr., eða sem.
- Í stað orðsins "Útlendingastofnun" síðara sinni í 4. mgr., sem verður 5. mgr., kemur: Vinnumálastofnun.
2. gr.
Í stað orðsins "Útlendingastofnun" í 24. gr., 25. gr., 26. gr., 27. gr., 28. gr., 29. gr. og 30. gr. í hvaða beygingarmynd sem er kemur í réttri beygingarmynd: Vinnumálastofnun.
3. gr.
Á eftir orðunum "mæta í viðtöl og birtingar" í 1. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar kemur: hjá Útlendingastofnun.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 9. mgr. 33. gr. og 11. tölul. 1. mgr. 120. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 15. nóvember 2022.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.