Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 12. okt. 2024
Sýnir breytingar gerðar 12. okt. 2024 af rg.nr. 1130/2024

1209/2021

Reglugerð um .eu höfuðlénið.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að taka í notkun landskóðann .eu og tryggja að íslenskum aðilum sé kleift að fá úthlutað lénum með endingunni .eu.

2. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins og ráðsins (EB), samkvæmt ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka EES-samningsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 frá 19. mars 2019 um að taka í notkun höfuðlénið .eu og hlutverk þess og um breytingu og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 733/2002 sem og niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2004, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50, dagsett 23. júlí 2020, á bls. 180, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2020 frá 12. júní 2020.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1083 frá 14. maí 2020 um viðbót við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 með því að ákvarða hæfis- og valviðmiðanir og aðferð við tilnefningu skráningarstofu höfuðléna .eu, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28, dagsett 15. apríl 2021, á bls. 145, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2021 frá 19. mars 2021.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/857 frá 17. júní 2020 um meginreglurnar sem eiga að vera hluti af samningnum milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og skráningarstofu höfuðlénsins .eu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28, dagsett 15. apríl 2021, á bls. 150, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2021 frá 19. mars 2021.
  4.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1862 frá 4. október 2022 um að taka saman skrár yfir lénsheiti, sem tekin hafa verið frá og lokað fyrir, undir höfuðléninu .eu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, dagsett 21. mars 2024, á bls. 403, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2024 frá 2. febrúar 2024.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 17. gr. laga um íslensk landshöfuðlén nr. 54/2021, og öðlast þegar gildi.

Reglugerð nr. 50/2014, með síðari breytingum, fellur úr gildi 13. október 2022.

 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 13. október 2021. 

 F. h. r.

 Birgir Rafn Þráinsson. 

 Vera Sveinbjörnsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.