Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 9. apríl 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 30. nóv. 2017
Sýnir breytingar gerðar 30. nóv. 2017 af rg.nr. 1032/2017

1170/2013

Reglugerð um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil erlendra fiskiskipa í efnahagslögsögu Íslands.

1. gr.

Reglugerð þessi nær til erlendra fiskiskipa sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skv. viðauka 1.

2. gr.

Erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skulu búin fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til eftirlitsstöðvar fánaríkis skipsins. Eftirlitsstöð fánaríkisins fylgist með skýrslugjöf eigin skipa sem eru á veiðum í íslenskri efnahagslögsögu og framsendir upplýsingar til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands, hér eftir nefnd eftirlitsstöð Íslands, samkvæmt ákvæðum í fjareftirlitssamningi milli Íslands og viðkomandi fánaríkis.

Tilkynningarnar skulu vera á stöðluðu formi samkvæmt viðauka 2.

3. gr.

Skipstjórar erlendra fiskiskipa sem reglugerð þessi nær til skulu tryggja að fjarskiptabúnaður skipsins (VMS-kerfið (Vessel Monitoring System)) virki með eðlilegum hætti áður en haldið er til veiða í íslenskri efnahagslögsögu. Að öðrum kosti er skipstjóra óheimilt að hefja veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu.

4. gr. Tilkynning um komu á svæði (COE1).

Erlend fiskiskip sem hafa tilskilin leyfi og hyggjast veiða í íslenskri efnahagslögsögu skulu tilkynna eftirlitsstöð Íslands um siglingu skipsins inn í íslenska lögsögu með minnst 2ja klukkustunda og mest 12 klukkustunda fyrirvara áður en komið er inn í íslenska efnahagslögsögu.

Í tilkynningu um komu á svæði (COE) skulu koma fram þær upplýsingar sem tilgreinir í viðaukum 2.1 og 2.2, í þeirri röð sem þar er tilgreind og skal tilkynning innihalda nákvæmar upplýsingar um þann afla sem er um borð í skipinu þegar skipið fer yfir í íslenska efnahagslögsögu.

Heimilt er að afturkalla tilkynningu um komu á svæði (COE) áður en siglt er inn fyrir mörk íslenskrar efnahagslögsögu. Heimilt er að leiðrétta upplýsingar um afla um borð áður en siglt er inn fyrir mörk íslenskrar efnahagslögsögu.
__________
1 Catch on Entry report.

5. gr. Tilkynning um afla og athafnir (DCA2).

Tilkynning um afla og athafnir (DCA) tiltekur nákvæmar upplýsingar um afla og athafnir erlendra fiskiskipa í íslenskri efnahagslögsögu.

Erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skulu daglega eða oftar, eftir að tilkynning um upphaf veiða eða tilkynning um brottför úr höfn berst, senda afla- og athafnatilkynningu (DCA). Tilkynningin skal send í síðasta lagi klukkan 23.59 UTC (Coordinated Universal Time). Tilkynningin skal innihalda upplýsingar um afla sem veiddur er á tímabilinu frá kl. 00.00 - 23.59 UTC. Hefjist ný fiskveiðiathöfn innan sama sólarhrings og fiskveiðiathöfn lauk sem þegar hefur verið send afla- og athafnatilkynning vegna, skal senda aðra afla- og athafnatilkynningu vegna þeirrar fiskveiðiathafnar fyrir klukkan 23.59 UTC. Tilkynningu um afla og athafnir skal senda einu sinni á sólarhring þótt engar fiskveiðiathafnir hafi átt sér stað frá síðustu tilkynningu um afla og athafnir (DCA).

Auk þess sem að framan greinir skal ávallt senda tilkynningu um afla og athafnir (DCA) áður en:

  1. Tilkynning um lok veiða er send (COX3).
  2. Tilkynning um komu í athugunarstað er send (CON4).
  3. Landhelgisgæslan framkvæmir skoðun um borð. Hafi fiskiskipi borist boð frá Landhelgisgæslunni um skoðun skal þessi tilkynning send áður en skoðun fer fram.
  4. Tilkynning um komu til hafnar er send (POR5).

Upplýsingar samkvæmt blokk B í tilkynningunni skulu gefnar fyrir hverja fiskveiðiathöfn og skulu skráðar jafnóðum og hverri fiskveiðiathöfn lýkur. Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina fiskveiðiathöfn á sama tíma. Fiskveiðiaathöfn hefst þegar veiðarfæri hefur verið lagt í sjó og lýkur þegar veiðarfæri hefur að öllu leyti verið tekið um borð í veiðiskip á ný. Skipum sem stunda línu- og netaveiðar er heimilt að skrá upplýsingar samkvæmt blokk B í skeytið daglega (24 klst.).

Tilkynning um afla og athafnir (DCA) skal innihalda upplýsingar sem kveðið er á um í viðaukum 2.1 og 2.3, í þeirri röð sem þar greinir.

Heimilt er að leiðrétta tilkynningu um afla og athafnir (DCA) til kl. 12.00 UTC daginn eftir að tilkynningin var send. Ekki er heimilt að leiðrétta tilkynningu um afla og athafnir (DCA) eftir að tilkynning um lok veiða (COX) eða tilkynning um komu til hafnar (POR) hefur verið send.
__________
2 Detailed catch and activity report.
3 Catch on Exit report.
4 Control point/area report.
5 Port report.

6. gr. Tilkynning um komu til hafnar (POR).

Tilkynning um komu til hafnar þýðir að skipið hefur hætt veiðum og heldur til hafnar strandríkis. Erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skulu tilkynna um komu til hafnar með minnst einnarfjögurra klukkustundarklukkustunda fyrirvara. Þessa tilkynningu skal senda hvort sem landa á afla eða ekki.

Tilkynning um komu til hafnar (POR) skal innihalda upplýsingar sem kveðið er á um í viðaukum 2.1 og 2.4, í þeirri röð sem þar greinir.

Ef fiskiskip heldur úr höfn í þeim tilgangi að yfirgefa íslenska efnahagslögsögu án fyrirætlunar um fiskveiðar, er frekari tilkynninga ekki krafist.

Tilkynningu um komu til hafnar má ekki leiðrétta. Tilkynningu um komu til hafnar má afturkalla áður en komið er til hafnar.

7. gr. Tilkynning um brottför úr höfn (DEP6).

Við brottför úr íslenskri höfn með þá fyrirætlan að stunda veiðar í íslenskri efnahagslögsögu skulu erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu tilkynna brottför úr höfn áður eða í síðasta lagi 2 klst. eftir brottför úr höfn og áður en veiðar hefjast.

Tilkynning um brottför úr höfn (DEP) skal innihalda upplýsingar sem kveðið er á um í viðaukum 2.1 og 2.5, í þeirri röð sem þar greinir.

Tilkynningu um brottför úr höfn má ekki leiðrétta. Tilkynningu um brottför úr höfn má afturkalla áður en fiskveiðathöfn hefst.
__________
6 Departure report.

8. gr. Tilkynning um lok veiða (COX).

Tilkynning um lok veiða (COX) þýðir að skip hefur hætt veiðum og hyggst yfirgefa íslenska efnahagslögsögu. Erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skulu tilkynna um lok veiða áður en siglt er út úr íslenskri efnahagslögsögu. Tilkynningu um lok veiða (COX) skal senda að hámarki 8 klst. og að lágmarki 2 klst. áður en siglt er úr íslenskri efnahagslögsögu. Tilkynningu um lok veiða (COX) skal ávallt senda áður en tilkynning um siglingu í gegnum athugunarstað (CON) er send.

Tilkynning um lok veiða (COX) skal innihalda upplýsingar sem kveðið er á um í viðaukum 2.1 og 2.6, í þeirri röð sem þar greinir.

Heimilt er að afturkalla tilkynningu um lok veiða (COX) áður en siglt er út fyrir mörk íslenskrar efnahagslögsögu. Óheimilt er að leiðrétta tilkynningu um lok veiða (COX).

9. gr. Tilkynning um siglingu í gegnum athugunarstað (CON).

Skip skulu, á leið til veiðisvæðis áður en veiðar í efnahagslögsögu Íslands hefjast og á leið af veiðisvæði út úr efnahagslögsögu Íslands, sigla um einn af ákvörðuðum athugunarstöðum.

Um athugunarstaði, sbr. 1. mgr., vísast til reglugerðar nr. 1133/2013, um eftirlitsstaði erlendra skipa vegna veiða og siglinga í íslenskri fiskveiðilögsögu, þar sem fram kemur staðsetning (hnit) athugunarstaðanna og tímafrestir tilkynninga.

Tilkynning um siglingu í gegnum athugunarstað (CON) skal innihalda upplýsingar sem kveðið er á um í viðaukum 2.1 og 2.7, í þeirri röð sem þar greinir.

Tilkynning um siglingu í gegnum athugunarstað (CON) skal send með minnst 2 klst. og mest 6 klst. fyrirvara áður en komið er að athugunarstað. Landhelgisgæsla Íslands getur krafið skip um að bíða allt að 6 klst. í athugunarstað ef framkvæma á skoðun.

Heimilt er að afturkalla tilkynningu um siglingu í gegnum athugunarstað (CON) áður en komið er í athugunarstað. Óheimilt er að leiðrétta tilkynningu um siglingu í gegnum athugunarstað (CON).

10. gr. Umskipun á afla (TRA7).

Óheimilt er að umskipa afla, hvort sem er ferskum, frosnum eða frekar unnum í íslenskri efnahagslögsögu. Þó er heimilt að umskipa afla á skilgreindum svæðum innan tilgreindra hafna í samræmi við reglur NEAFC.
__________
7 Transhipment report.

11. gr. Staðfesting á móttöku tilkynninga.

Móttaka rafrænna tilkynninga sem sendar eru skv. ákvæðum þessarar reglugerðar til eftirlitsstöðvar Íslands verða sjálfvirkt staðfestar með staðfestingarskeyti (RET8). Ef tilkynning hefur borist eftirlitsstöð Íslands án vandkvæða mun staðfestingarskeytið sem sent er til fiskskipsins hafa stöðuna "samþykkt" (ACK9). Ef sending tilkynningarinnar er ekki staðfest með staðfestingarskeyti eða staðfestingarskeytið er með stöðuna "ekki samþykkt" (NAK10) ber fiskiskipi að senda tilkynninguna aftur í gegnum eftirlitsstöð fánaríkis. Rafrænar tilkynningar sendar skv. þessari reglugerð teljast ekki mótteknar fyrr en fiskiskipi hefur borist staðfestingarskeyti frá eftirlitsstöð Íslands með stöðuna "samþykkt" (ACK).

Staðfestingarskeyti skal innihalda þær upplýsingar sem kveðið er á um í viðauka 3, í þeirri röð sem þar greinir.
__________
8 Return.
9 Acknowledgment.
10 Not Acknowledged.

12. gr. Leiðréttingar og afturkallanir á tilkynningum.

Aðeins er hægt að leiðrétta eða afturkalla tilkynningar sem hafa verið samþykktar og hafa stöðuna ACK.

Gerð er krafa um nákvæmni skráninga og skulu tilkynningar skipstjóra ávallt vera í samræmi við afladagbók skipsins.

13. gr. Bilun í búnaði til sjálfvirkra sendinga.

Ef búnaður til sjálfvirkra sendinga skv. 2. gr. bilar meðan á veiðiferð stendur þannig að ekki reynist unnt að uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar skal eftirlitsstöð Íslands gerð grein fyrir vandanum og þeim ráðstöfunum sem gripið verður til vegna hans. Eftirlitsstöð fánaríkis fiskiskips skal sjá um að senda tilkynningar skipsins til eftirlitsstöðvar Íslands með öðrum tiltækum leiðum.

14. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

15. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. desember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.

Reglugerð þessi nær til eftirfarandi erlendra fiskiskipa:

 1.

  1. Norskra fiskiskipa skv.samkvæmt samningi milli Íslands og Noregs frá 10. júní 2013 um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil (Agreed Record of Conclusions of Fisheries consultations between Norway and Iceland on Electronic Exchange of catch and activity data).

  2.  Færeyskra fiskiskipa samkvæmt samningi milli Íslands og Færeyja frá 1. júní 2016 um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil (Agreed record of Conclusions of Fisheries Consultations between Iceland and the Faroe Islands on electronic Exchange of catch and activity data).

Upplýsingar sem senda skal og uppsetning þeirra í skeytum milli eftirlitsstöðva.

Upplýsingar sem setja skal í tilkynningu.

Upplýsingar sem senda skal Kóði

Krafa/

Valfrjálst

Skýringar
Upplýsingar sem eftirlitsstöð fánaríkis sendir með tilkynningunni
Sendandi FR K Alpha-3 ISO landstákn viðkomandi sendanda
Númer tilkynningar RN K Einkvæmt númer tilkynningar
Dagsetning útsendingar RD K

Dagsetning útsendingar frá eftirlitsstöð fánaríkis, ár,

mánuður, dagur (YYYYMMDD)

Tímasetning sendingar RT K

Nákvæm tímasetning (UTC) útsendingar frá

eftirlitsstöð fánaríkis, klukkustund, mánuður

(HHMM)

Númer síðustu tilkynningar, sem send var RX K[1] Ef um leiðréttingu eða ógildingu á tilkynningu er að ræða skal nota númer (RN)-tilkynningar sem verið er að breyta
Sérmerking eftirlitsstöðvar fánaríkis FM K[2] Sérmerking eftirlitsstöðvar fánaríkis eins og henni er lýst í viðauka 6
Upplýsingar sem skipstjóri sendir til eftirlitsstöðva
Móttakandi tilkynningar AD K Tákn eftirlitsstöðvar sem á að fá tilkynningu, ISL
Kallmerki skips RC K Alþjóðlegt kallmerki fyrir viðkomandi skip
Dagsetning sendingar DA K

Dagsetning (UTC) sendingar frá skipinu

(YYYYMMDD)

Tímasetning sendingar

(klst.)

TI K

Nákvæm tímasetning (UTC) sendingar frá skipinu

(HHMM)

Nafn skipstjóra MA K Nafn skipstjóra
Raðnúmer tilkynningar SQ K[3] Raðnúmer tilkynningar frá skipi á hverju almanaksári
Tegund tilkynningar TM K Tegund tilkynningar með 3 stafa kóda

[1] Aðeins krafist ef um leiðréttingu eða ógildingu á fyrra skeyti er að ræða. Takmarkanir á leiðréttingum og ógildingum koma fram í lið10. 13gr. í samkomulagi Íslands og Færeyja og 12. gr. í samkomulagi Íslands og Noregs.

[2] Aðeins krafist ef skýrslan hefur verið send í pósti eða búin til af eftirlitsstöð fánaríkis.

[3] Aðeins krafist ef tilkynningin er send af skipstjóra skipsins.

Tilkynning um afla og athafnir (DCA).

Með möguleikum á því að skýra frá einstaka veiðiathöfnum.

Uppsetning á tilkynningum sem sendar eru milli eftirlitsstöðva.

Upplýsingar sem senda skal: Kóði

Krafa/

Valfrjálst

Skýringar
Upplýsingar skv. viðauka 2.1 sem senda skal með tilkynningunni
Upplýsingar sem skipstjóri sendir til eftirlitstöðva
Tegund tilkynningar TM K Skilgreining á tilkynningu: „DCA“
Eftirfarandi atriði eru sértæk fyrir þessa tegund af tilkynningum og eru fyllt út af skipstjóra og send til eftirlitsstöðva
Blokk A Þessi hluti inniheldur aðeins upplýsingar fyrir starfsemi eins dags
Lýsing á athöfnum AC K

Athafnir fiskiskips í samræmi við kóða í viðauka 4. REL skal nota þegar fiski er dælt úr veiðarfæri annars skips. SET skal notað af skipum sem veiða í lagnet eða línu þegar þau eru að setja út veiðarfærin.

Ekki þarf að fylla út B-hluta ef athöfnin er ANC, DRI, STE eða SET

Skip í samstarfi PA K[1] Kallmerki skips sem stundar (tvíbura)veiðar með tilkynnanda
Blokk B Þennan hluta skal fylla út fyrir hverja veiðiathöfn
Dagsetning athafnar BD K Dagsetning þegar veiðiathöfn hefst (YYYYMMDD) í UTC

Tímasetning athafnar

(klst.)

BT K

Nákvæm tímasetning þegar veiði hefst (HHMM) í

UTC

Breiddargráða við upphaf veiði LT K Staðsetning skips við sendingu tilkynningar í breiddargráðum samkvæmt hnitakerfi (WGS84)
Lengdargráða við upphaf veiði LG K Staðsetning skips við sendingu tilkynningar í lengdargráðum samkvæmt hnitakerfi (WGS84)
Upphafssvæði ZO K Svæði skilgreint með breiddar- og lengdargráðum (LT/LG) (ISO-3 landskóði fyrir Ísland, Færeyjar og Noreg í samræmi við viðaukasamkomulag 7þjóðanna)
Skilgreining á veiðarfæri GS K[2]

1 = veitt með einni flot- eða botnvörpu

2 = veitt með tveimur flot- eða botnvörpum

3 = veitt með þremur eða fleiri flot- eða botnvörpum

Veiðarfæri GE K FAO veiðarfærakóði
Veiðarfæri vandamál GP K[3]

1 = engin veiði

2 = sprungið veiðarfæri

3 = rifið veiðarfæri

4 = rifinn poki

5 = týnd veiðarfæri

6 = önnur vandamál

Blokk B Þennan hluta skal fylla út fyrir hverja veiðiathöfn
Breiddargráða við lok veiði XT K Staðsetning skips við sendingu tilkynningar í breiddargráðum samkvæmt hnitakerfi (WGS84)
Lengdargráða við lok veiði XG K Staðsetning skips við sendingu tilkynningar í lengdargráðum samkvæmt hnitakerfi(WGS84)
Lengd veiðiathafnar DU K Lengd veiðiathafnar í mínútum
Dælt frá veiðarfæri skips TF K[4] Kallmerki þess fiskiskips, sem dælt er frá
Umfang veiða FO K[5]

Heildarfjöldi öngla

Heildarlengd lagneta

Undirflokkur SS K[6]

Kóði fiskstofns samkvæmt skilgreiningu í viðauka

(Appendix) 2.5

3.0
(til dæmis NOR01 eða ISL01)

Aflamagn í veiðathöfn eftir tegundum, lífþyngd (óslægt) CA K[7]

Magn allra fisktegunda í veiðiathöfn flokkað niður í tegundir og þyngd.

Nota skal FAO tegundakóda (SN)

Lífþyngd (afli upp úr sjó) í kílógrömmum (WT)


[1] Aðeins krafist ef veitt er með öðru skipi

[2] Aðeins krafist ef veitt er með vörpu

[3] Aðeins krafist ef um er að ræða veiðarfæravandamál.

[4] Aðeins krafist ef dælt er úr veiðarfæri annars fiskiskips.

[5] Aðeins krafist fyrir línuveiðar eða lagnet.

[6] Aðeins krafist ef skilgreind veiðistarfsemi AC er FIS og veiðin (CA) inniheldur stofna sem skráðir eru í viðauka 3.

[7] Aðeins krafist ef eitthvað hefur veiðst (skráð veiði).

Athugasemdir ritstjóra

 3. gr. : þar sem vísað er í neðanmálsgrein 11 í viðauka 2.1, er í raun neðanmálsgrein 1 í viðauka 2.1.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.