Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 21. des. 2021 – 1. jan. 2022 Sjá lokaútgáfu
Sýnir breytingar gerðar 21. des. 2021 af rg.nr. 1469/2021

1163/2021

Reglugerð um loðnuveiðar grænlenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands fiskveiðiárið 2021/2022.

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til loðnuveiða grænlenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, á tímabilinu frá og með 15. október 2021 til og með 30. apríl 2022. Óheimilt er að stunda veiðar með öðrum veiðarfærum en nót. Grænlenskum skipum er þó heimilt að stunda loðnuveiðar með flotvörpu innan svæðis sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 67°11´N - 014°30´V
  2. 68°00´N - 014°30´V
  3. 68°00´N - 008°30´V
  4. 65°15´N - 008°30´V
  5. 65°15´N - 011°20´V
  6. 66°05´N - 011°30´V
  7. 66°15´N - 012°00´V
  8. 66°12´N - 012°22´V
  9. 66°40´N - 012°40´V
  10. 66°47´N - 013°00´V
  11. 66°52´N - 013°08´V
  12. 67°11´N - 014°30´V

Veiðarfæri, sem eru annarrar gerðar en leyfi miðast við, skulu geymd í sérstakri veiðarfærageymslu.

2. gr.

Aðeins þeim skipum sem fengið hafa sérstakt leyfi frá Fiskistofu er heimilt að stunda loðnuveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Skip, sem óska eftir leyfi til loðnuveiða skulu sækja um það til Fiskistofu. Í umsókninni komi fram upplýsingar um nafn skips, skráningarnúmer, kallmerki, stærð í BT, burðargetu og upplýsingar um fjarskiptatæki og netfang. Enn fremur skulu umsókninni fylgja upplýsingar um dælubúnað til flutnings afla og hvar mögulegt er að dæla honum úr skipinu. Þessum upplýsingum skal annaðhvort skilað með leyfisumsókn eða í tölvupósti til fiskistofa@fiskistofa.is merkt "vacuum". Skip sem afsala sér veiðileyfi skulu tilkynna það Fiskistofu og komi sömu upplýsingar fram og í umsókninni.

3. gr.

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða samtals 66.791 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Verði heildarafli skv. 1. mgr. aukinn, er grænlenskum skipum þó einungis heimilt að veiða 35.000 tonn eftir 15. febrúar sunnan við 64°30´N. Þremur tilgreindum grænlenskum skipum er heimilt að vinna, að hámarki 6.500 tonn samtals af afla um borð meðan skipið er í fiskveiðilandhelgi Íslands. Óheimilt er að hefja vinnslu um borð fyrr en tilkynning berst frá grænlenskum yfirvöldum til Fiskistofu og eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar um viðkomandi skip.

Grænlensk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari. Þau skulu einnig hlíta sömu reglum og eiga við um íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.

4. gr.

Grænlenskum skipum er heimilt að landa afla sínum í íslenskum höfnum og gilda um vigtun afla sömu reglur og gilda fyrir íslensk skip. Óheimilt er að umskipa afla í fiskveiðilandhelgi Íslands.

5. gr.

Verði aðgangur grænlenskra skipa að fiskveiðilandhelgi Íslands takmarkaður, vegna nauðsynlegs skipulags á veiðum, er óheimilt að hefja veiðar í fiskveiðilandhelginni nema fyrir liggi staðfesting frá Landhelgisgæslu Íslands um að fjöldi skipa sé innan tilskilinna marka.

Ef fjöldi skipa er takmarkaður skv. 1. mgr. skulu ekki vera fleiri loðnuveiðiskip í fiskveiðilandhelgi Íslands hverju sinni en þau sem hafa hlotið staðfestingu frá Landhelgisgæslunni, sbr. þó 12. gr.

6. gr.

Um siglingu skips, á leið til veiðisvæðis áður en veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands hefjast og á leið út úr fiskveiðilandhelgi Íslands, gilda ákvæði reglugerðar um eftirlitsstaði erlendra skipa vegna veiða og siglinga í íslenskri fiskveiðilögsögu nr. 1133/2013, þar sem fram kemur staðsetning athugunarstaðanna.

7. gr.

Skip sem leyfi hafa fengið til loðnuveiða, sbr. 2. gr., skulu búin fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar um staðsetningu, stefnu og hraða með sjálfvirkum hætti á klukkustundar fresti til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslu og Fiskistofu hér eftir nefnd Eftirlitsstöðin.

8. gr.

Tilkynna skal Eftirlitsstöðinni siglingu skipsins inn í íslenska lögsögu og komutíma í athugunarstað með minnst 2 klukkustunda fyrirvara og mest 6 klukkustunda fyrirvara.

Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "komutilkynning" (COE report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, í tonnum.
Athugunarstaður sem siglt verður um, sbr. 6. gr. og fyrirhugaður komutími á staðinn.

Haldi skip til veiða úr íslenskri höfn skal það tilkynnt Eftirlitsstöðinni á sama hátt og greint er í 1. mgr.

9. gr.

Skip sem stundar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands skal á hverjum degi á tímabilinu frá kl. 00.00 til 08.00 að íslenskum tíma, senda Eftirlitsstöðinni tilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram í þessari röð:

Orðið "aflatilkynning" (CAT report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, í tonnum.
Afli síðasta sólarhrings, miðað við kl. 24.00, eða afli frá því skipið kom inn í fiskveiðilandhelgi Íslands sé um skemmri tíma að ræða.

10. gr.

Þegar skip lýkur veiðum í fiskveiðilandhelgi Íslands skal það tilkynnt Eftirlitsstöðinni. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "lokatilkynning" (COX report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, í tonnum.
Afli síðan síðasta aflatilkynning var send.

11. gr.

Áður en skip heldur út úr fiskveiðilandhelgi Íslands skal senda Eftirlitsstöðinni tilkynningu um það og komutíma í athugunarstað með minnst 2 klukkustunda fyrirvara og mest 6 klukkustunda fyrirvara. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "athugunartilkynning" (CON report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd, þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, í tonnum.
Athugunarstaður sem siglt verður um, sbr. 6. gr. og fyrirhugaður komutími á staðinn.

Landi skip afla sínum í íslenskri höfn skal tilkynna það Eftirlitsstöðinni á sama hátt og greint er frá í 1. mgr. en í stað athugunarstaðar í síðasta lið verði greint frá löndunarhöfn.

12. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. er skipum sem ekki hafa staðfestingu Landhelgisgæslunnar, sbr. 3. og 4. mgr. 5. gr. heimil óslitin sigling um fiskveiðilandhelgina, enda tilkynni þau til Landhelgisgæslunnar um komu sína í fiskveiðilandhelgina, eða brottför úr íslenskri höfn, með minnst 2 klukkustunda fyrirvara og mest 6 klukkustunda fyrirvara. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "In".
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd, þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, í tonnum.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd, þegar sigling út úr lögsögunni er áætluð.

Á 12 klukkustunda fresti skal síðan senda tilkynningu um staðsetningu skipsins til Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "Staðsetningartilkynning" (POS report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími, stefna, hraði og staðsetning í breidd og lengd, þegar tilkynning er send.

Þegar skip siglir út úr íslenskri fiskveiðilandhelgi skal það tilkynnt til Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "Out".
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd, þegar tilkynning er send.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar skip siglir út úr lögsögunni.

13. gr.

Skipstjórum grænlenskra loðnuskipa ber að auðvelda eins og unnt er eftirlit Landhelgisgæslu og Fiskistofu með veiðum, veiðarfærum og afla um borð í veiðiskipum. Telji eftirlitsaðilar að fullnægjandi eftirlit geti ekki farið fram á sjó er hlutaðeigandi skipstjórum skylt að hlíta fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem athugun getur farið fram.

Fiskistofu er heimilt að setja eftirlitsmenn um borð í grænlensk loðnuveiðiskip. Skal útgerð skipsins sjá eftirlitsmönnum fyrir fæði og aðstöðu meðan þeir eru um borð við eftirlit og enn fremur greiða allan kostað af veru þeirra um borð í skipinu.

Fiskiskipum sem leyfi hafa fengið skv. 2. gr. til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, er skylt að halda afladagbækur um veiðarnar. Í afladagbók, sem skal vera innbundin með númeruðum síðum og í tvíriti, skal skipstjóri skrá eftirfarandi upplýsingar: nafn skips, veiðisvæði, veiðitíma og afla í hverju togi eða kasti. Staðfestar aflatölur hvers mánaðar og afrit af afladagbókunum skal senda Fiskistofu eigi síðar en 14 dögum eftir hver mánaðamót eða eftir að veiðum skips lýkur.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og veiðieftirlits Fiskistofu skulu hafa aðgang að eftirtöldum gögnum sé þess óskað:

Afladagbók.
Skipsdagbók.
Mælibréfi.
Teikningum af skipi, þ.m.t. dælubúnaði.
Veiðileyfi frá Fiskistofu eða afriti af því.
Upplýsingum úr siglingatölvum og staðsetningartækjum skips.
Öðrum gögnum sem skipt geta máli við rannsókn meintra fiskveiðibrota.

Um borð í hverju skipi skulu vera teikningar af lestum þess þar sem fram kemur heildarrúmmál hverrar lestar. Þá skulu teikningar eða gögn sýna hvert rúmmál lestanna er miðað við 10 sentimetra millibil frá ákveðnum og merktum viðmiðunarstað.

14. gr.

Skipum ber að fylgja banni ráðuneytisins við veiðum vegna verndunarsjónarmiða og skyndilokunum Fiskistofu, sbr. 8.-11. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

15. gr.

Heimilt er að veita undanþágu frá ákvæðum 6. gr. og 8.-11. gr. hafi aðilar gert samkomulag þar um.

16. gr.

Tilkynningar skv. 7.-11. gr. skal senda á íslensku eða ensku, og skulu tímasetningar vera miðaðar við íslenskan tíma, UTC.

Skip sem hafa veiðileyfi skv. reglugerð þessari skulu að öðru leyti fylgja ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

17. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Jafnframt getur Fiskistofa svipt skip leyfi til loðnuveiða innan fiskveiðilandhelginnar brjóti útgerð eða áhöfn skips eða aðrir sem í þágu útgerðar starfa gegn reglugerð þessari.

18. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 22/2021 um loðnuveiðar grænlenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands fiskveiðiárið 2020/2021.

 Ákvæði til bráðabirgða.

Atvinnuvega-Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar er heimilt til og nýsköpunarráðuneytinu,með 1231. októberdesember 2021.2021 að stunda veiðar á loðnu með flotvörpu á svæði sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:

Kristján67°11´ ÞórN Júlíusson- 14°30´ V
sjávarútvegs67°20´ N - 18°00´ V
 68°00´ N - 18°00´ V
 68°00´ N - 14°30´ V

 Jafnframt er þeim skipstjórum sem hyggjast stunda veiðar á fyrrgreindu svæði gert skylt að tilkynna það Fiskistofu eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiða. Séu veiðar áætlaðar á sunnudegi eða mánudegi, skal tilkynna um veiðarnar fyrir hádegi á föstudegi. Skipstjóra er skylt að taka um borð eftirlitsmann samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu, og landbúnaðarráðherraskal við það miðað að Fiskistofa sendi útgerð eða skipstjóra tilkynningu þar að lútandi 12 tímum fyrir upphaf veiða. Að jafnaði skal eftirlitsmaður tekinn um borð í höfn á Húsavík og skilað til hafnar á Húsavík.

ÁslaugÚtgerð Eirviðkomandi Hólmgeirsdóttir.skips skal greiða allan kostnað er hlýst af veru eftirlitsmanns Fiskistofu um borð í skipinu.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.