Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 1. apríl 2025

Brottfallin reglugerð felld brott 5. nóv. 2021
Sýnir breytingar gerðar 29. okt. 2021 af rg.nr. 1215/2021

1100/2021

Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19.

I. KAFLI Almenn ákvæði.

1. gr. Gildissvið og markmið.

Reglugerð þessi gildir um alla þá einstaklinga sem sóttvarnalæknir skyldar í sóttkví eða einangrun á grundvelli sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, vegna SARS-CoV-2 veirunnar hvort sem það leiðir af sóttvarnalögum eða reglugerð þessari eða ákvörðun sem beint er sérstaklega að viðkomandi. Reglugerð þessi gildir jafnframt um sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19.

2. gr. Skilgreiningar.

Einangrun: Aðskilnaður einstaklinga sem eru smitaðir eða bera með sér sýkingar, og skapa því hættu fyrir lýðheilsu, frá öðrum á þann hátt sem kemur í veg fyrir útbreiðslu sýkingar.

Ferðamaður: Einstaklingur á ferð milli landa. Hugtakið nær þannig til allra einstaklinga sem eru á ferð milli landa, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki.

Ferðamenn með tengsl við Ísland: Íslenskir ríkisborgarar, einstaklingar búsettir á Íslandi, með dvalar- eða atvinnuleyfi á Íslandi, þ. á m. umsækjendur um slíkt leyfi og aðstandendur þeirra. Einnig einstaklingar með langtímavegabréfsáritun á Íslandi, umsækjendur um alþjóðlega vernd og einstaklingar sem koma til landsins vegna vinnu eða náms sem mun standa lengur en sjö daga og aðstandendur þeirra.

Ónæmisaðgerð: Skipulögð aðgerð sem örvar ónæmiskerfið til að halda smitsjúkdómi í skefjum í samfélaginu, svo sem með bólusetningu eða gjöf mótefna.

Smitrakning: Þegar rakin eru smit á milli einstaklinga með nákvæmu samtali við þá sem eru smitaðir til að komast að því hvar viðkomandi smitaðist og hverja hann gæti hafa smitað, og önnur upplýsingaöflun í því skyni að finna þá sem kunna að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Sóttkví: Takmörkun á athafnafrelsi og/eða aðskilnaður einstaklinga sem grunur leikur á að hafi verið útsettir fyrir smiti, en eru ekki veikir, frá öðrum á þann hátt sem kemur í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu sýkingar.

Sóttvarnahús: Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.

II. KAFLI Einangrun og sóttkví.

3. gr. Skylda til að sæta einangrun.

Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem sóttvarnalæknir eða umdæmislæknir sóttvarna á hverjum stað tilgreina, svo sem sóttvarnahúsi, sbr. 6. gr. Í þeim tilvikum sem grunur er um að jákvætt PCR-próf sýni eldra smit getur einstaklingur gengist undir mótefnamælingu á blóðsýni. Leiði mat á mótefnamælingu að viðkomandi sé ekki talinn smitandi þarf hann ekki að sæta einangrun.

Læknir má aflétta einangrun vegna COVID-19 þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga. HeimiltÞó er heimilt styttaaflétta einangrun íeftir 10sjö daga hjá almennteinkennalausum hraustumfullbólusettum einstaklingumeinstakling og einkennalausu barni fæddu 2009 og síðar. Eftir tíu daga er lækni jafnframt heimilt að aflétta einangrun fullbólusetts einstaklings eða barns sem fætt er 2009 og síðar, ef einkenni eru einkennalausirí rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klst. fyrir afléttingu, sem og einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Að öðru leyti fer um afléttingu einangrunar eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2.

Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta. Ákvæði 5. gr. á einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Þannig má einstaklingur í einangrun t.a.m. hvorki fara í gönguferðir né nota leigubíla.

Einstaklingur sem er smitaður skal vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 2 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun.

Nánari fyrirmæli um einangrun er að finna í leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2. Enn fremur getur sóttvarnalæknir mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til.

4. gr. Skylda til að fara í sóttkví eða viðhafa smitgát.

Allir þeir sem grunur leikur á að hafi umgengist einstakling með COVID-19 skulu fara í sóttkví í 75 daga frá því að þeir umgengust síðast smitaðan einstakling sem þeir losna úr með neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi. Dveljist öðrumeinstaklingur kostií sóttkví án þess að viðhafa fullan aðskilnað við einstakling í einangrun skal sóttkví þó aldrei aflétt fyrr en degi eftir afléttingu einangrunar þess einstaklings sem henni sætti í kjölfar neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi þess sem sætir sóttkví. Þá skal einstaklingur sem gengst ekki undir PCR-próf til afléttingar á sóttkví sæta sóttkvíhenni í 14 daga ífrá staðútsetningu þessfyrir að gangast undir PCR-prófsmiti.

Einstaklingi í sóttkví á heimili þar sem einstaklingur í einangrun dvelur er heimilt að ljúka sóttkví með PCR-sýnatöku einum sólarhring eftir að einangrun lýkur.

Leiði smitrakning í ljós að útsetning einstaklings hafi verið minni háttar er einstaklingi heimilt að viðhafa smitgát, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis og ákvörðun smitrakningateymis, í stað sóttkvíar. Í því felst skylda til að fara í hraðpróf á fyrsta degi smitgátar og á fjórða degi. Sé niðurstaða prófanna neikvæð er einstaklingi ekki lengur skylt að viðhafa smitgát. Ef niðurstaða í hraðprófi er jákvæð er einstaklingi skylt að fara að reglum um sóttkví og gangast undir PCR-próf tafarlaust.

Um jákvæða niðurstöðu PCR-prófs fer eftir 3. gr.

5. gr. Skyldur einstaklinga sem sæta sóttkví.

Þeim sem gert hefur verið að sæta sóttkví samkvæmt reglugerð þessari er skylt að halda sig heima við eða á þeim stað þar sem þeir eru í sóttkví. Einstaklingur í heimasóttkví skal aðskilja sig frá öðrum utan dvalarstaðar.

Í sóttkví felst eftirfarandi:

  1. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Einstaklingur má þó fara í gönguferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum.
  2. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu eða á þeim stað þar sem hann er í sóttkví meðan sóttkví stendur yfir.
  3. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur en honum er heimilt að nota leigubíl.
  4. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru.
  5. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. verslanir eða lyfjabúðir.
  6. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, hótela og öðrum sambærilegum rýmum, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út.

Dvalarstaður í heimasóttkví skal að öðru leyti uppfylla skilyrði sem fram koma í leiðbeiningum sóttvarnalæknis um húsnæði í sóttkví, sbr. fylgiskjal 3.

Sóttvarnalæknir gefur út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví, sbr. fylgiskjal 1. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig sóttkví skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til.

6. gr. Sóttvarnahús.

Einstaklingur, hvort sem hann er ferðamaður eða ekki, sem gert er að sæta einangrun og á ekki samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, sem uppfyllir skilyrði 3. og 5. gr. og leiðbeiningar sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2, skal dvelja í einangrun í sóttvarnahúsi og lúta þeim reglum sem um það gilda í þeim tilgangi að aðskilja sig frá öðrum til að koma í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu COVID-19.

Þeim sem greinast í sýnatöku skv. 3. gr. með afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi er skylt að dvelja í sóttvarnahúsi.

Sóttvarnalæknir getur í undantekningartilvikum ákveðið að einstaklingur sem sætir sóttkví skuli dveljast í sóttvarnahúsi, svo sem ef viðkomandi hefur engin tök á því að einangra sig í húsnæði á eigin vegum eða verða sér úti um annan samastað í þeim tilgangi, sbr. fylgiskjöl 1 og 3, eða sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví.

Ákvörðun sóttvarnalæknis um dvöl í sóttvarnahúsi og synjun um undanþágu er ekki kæranleg til ráðherra, heldur skal hún borin undir dóm, sbr. 11. mgr. 14. gr. sóttvarnalaga. Synji sóttvarnalæknir beiðni um undanþágu skal taka fram í synjuninni að viðkomandi geti óskað þess að ákvörðunin verði borin undir dóm, sbr. 15. gr. sóttvarnalaga. Um málsmeðferð fer að öðru leyti eftir 14. og 15. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

Einangrun eða sóttkví í sóttvarnahúsi felst í eftirfarandi:

  1. Einstaklingur, þ.m.t. ferðamaður, skal ekki fara út úr sóttvarnahúsi nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þó er einstaklingi heimilt að stunda útiveru í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum. Fullorðnum skal að lágmarki boðin útivera einu sinni yfir daginn í tvo daga af þeim fimm sem þeir sæta sóttkví í sóttvarnahúsi. Miða skal við að útivera sé ekki lengri en klukkustund. Þurfi þeir að dvelja lengur skal bjóða útiveru á hverjum degi frá sjötta degi. Óska skal leyfis til útiveru til rekstraraðila sóttvarnahúss sem annast skipulag útiveru fyrir alla þá sem dveljast í sóttvarnahúsi.
  2. Einstaklingur, þ.m.t. ferðamaður, má ekki taka á móti gestum í sóttvarnahúsi.
  3. Einstaklingur, þ.m.t. ferðamaður, má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum sóttvarnahúss, svo sem stigagöngum eða sameiginlegum útisvæðum.
  4. Sérstakt tillit skal tekið til barna sem dvelja í sóttvarnahúsi, svo sem vegna útiveru og aðbúnaðar. Þrátt fyrir a-lið skal bjóða börnum og þeim sem dveljast með þeim útiveru daglega.

III. KAFLI Sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands.

7. gr. Skyldur ferðamanns með tengsl við Ísland.

Fyrir komuna til Íslands er ferðamanni, sem hefur tengsl við Ísland, skylt að forskrá sig með því að fylla út rafrænt eyðublað þar sem koma fram meðal annars samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið, hvar hann hyggst dvelja í sóttkví á Íslandi, brottfarardagur frá Íslandi ef við á og upplýsingar um heilsufar. Þeim sem flytja farþega til Íslands er skylt að vekja athygli ferðamanns á skyldu til forskráningar með hæfilegum fyrirvara.

Við komu til landsins skal ferðamaður, með tengsl við Ísland, sem hefur dvalið meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði skilgreindu af sóttvarnalækni sem áhættusvæði, framvísa einu af eftirfarandi vottorðum:

  1. viðurkenndu vottorði um bólusetningu, sbr. a-c-lið 1. mgr. 9. gr.,
  2. viðurkenndu vottorði sem staðfestir jákvæða niðurstöður úr PCR-prófi sem er eldra en 14 daga gamalt, sbr. d-lið 1. mgr. 9. gr., eða
  3. viðurkenndu vottorði sem staðfestir mótefni með mótefnaprófi, sbr. e-lið 1. mgr. 9. gr.

Jafnframt skal ferðamaður með tengsl við Ísland gangast undir mótefnavakapróf (antigen-hraðpróf) eða PCR-próf á næstu tveimur dögum frá komu til landsins. Undanþeginn þessari skyldu er sá sem framvísar vottorði skv. b-lið 2. mgr. sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu.

Barn fætt 2005 og síðar er undanþegið skyldum skv. 1.-3. mgr. Sama á við tengifarþega sem fara ekki út fyrir landamærastöð og flugáhöfn í vinnuferð sem hefur dvalist utan Íslands í 48 klukkustundir eða skemur.

Þeim sem ekki geta framvísað vottorði skv. 2. mgr. er skylt að fara í PCR-sýnatöku á landamærastöð eða annars staðar þar sem sóttvarnalæknir ákveður við komuna til landsins og síðan í sóttkví þangað til niðurstöður liggja fyrir úr annarri PCR-sýnatöku sem skylt er að undirgangast og framkvæma skal 5 dögum eftir komu til landsins.

Sóttvarnalæknir skal reglulega endurmeta hvaða lönd og svæði teljist áhættusvæði, svo sem með hliðsjón af skilgreiningum alþjóðastofnana.

8. gr. Skyldur ferðamanns sem hefur ekki tengsl við Ísland.

Fyrir komuna til Íslands er ferðamanni, sem hefur ekki tengsl við Ísland, skylt að forskrá sig með því að fylla út rafrænt eyðublað þar sem koma fram meðal annars samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið, hvar hann hyggst dvelja í sóttkví á Íslandi, brottfarardagur frá Íslandi ef við á og upplýsingar um heilsufar. Þeim sem flytja farþega til Íslands er skylt að vekja athygli ferðamanns á skyldu til forskráningar með hæfilegum fyrirvara.

Við komuna til landsins skal ferðamaður, sem hefur ekki tengsl við Ísland, framvísa eftirfarandi vottorðum:

  1. viðurkenndu vottorði um bólusetningu, vottorði um jákvæða niðurstöðu PCR-prófs sem er eldra en 14 daga gamalt eða mótefnavottorði,
  2. neikvæðu COVID-19 prófi, annaðhvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðpróf) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt við byrðingu erlendis. Undanþeginn þessari skyldu er sá sem framvísar vottorði skv. d-lið 1. mgr. 9. gr. sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu.

Barn fætt 2005 og síðar er undanþegið skyldum skv. 1.-2. mgr. Sama á við tengifarþega sem fara ekki út fyrir landamærastöð.

Þeim sem ekki geta framvísað vottorði skv. a-lið 2. mgr. er skylt að fara í PCR-sýnatöku á landamærastöð eða annars staðar þar sem sóttvarnalæknir ákveður við komuna til landsins og síðan í sóttkví þangað til niðurstöður liggja fyrir úr annarri PCR-sýnatöku sem skylt er að undirgangast og framkvæma skal 5 dögum eftir komu til landsins.

9. gr. Vottorð.

Eftirfarandi vottorð teljast viðurkennd vottorð:

  1. alþjóðabólusetningarskírteinið gefið út í samræmi við alþjóðaheilbrigðisreglugerð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,
  2. bólusetningarvottorð sem staðfestir bólusetningu með bóluefni sem Lyfjastofnun Evrópu hefur mælst til að fái markaðsleyfi eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur viðurkennt og sem uppfyllir leiðbeiningar sóttvarnalæknis um vottorð, svo sem um mat á vottorðum við landamæri og efni og form vottorða, t.a.m. um tungumál og hvaða upplýsingar vottorð skal innihalda, svo sem nafn, fæðingardag, hvar og hvenær bólusetning fór fram, framleiðandi bóluefnis og upplýsingar um aðila ábyrgan fyrir útgáfu vottorðs,
  3. stafrænt evrópskt vottorð, og vottorð sem eru talin jafngild þeim, gefin út á grundvelli reglugerðar nr. 777/2021, um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir,
  4. vottorð sem staðfestir jákvæða niðurstöður úr PCR-prófi sem er eldra en 14 daga gamalt,
  5. vottorð sem staðfestir mótefni með mótefnaprófi sem framkvæmt er með ELISA-aðferð eða sambærilegri aðferð samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis.

Bólusetningarvottorð skv. 1. mgr. telst þó aðeins viðurkennt ef 14 dagar hafa liðið frá seinni bólusetningu eða 14 dagar hafa liðið frá bólusetningu ef eingöngu er framkvæmd ein bólusetning samkvæmt markaðsleyfi bóluefnisins.

Sóttvarnalækni er heimilt að gefa út nánari leiðbeiningar um vottorð, þ.m.t. neikvæð COVID-próf, svo sem um mat á vottorðum við landamæri og efni og form vottorða, t.a.m. um tungumál og hvaða upplýsingar vottorð skal innihalda, svo sem nafn, fæðingardag, hvar og hvenær sýnataka fór fram, heiti rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs, dagsetningu vottorðs, upplýsingar um aðila ábyrgan fyrir útgáfu vottorðs, tegund prófs og niðurstöðu rannsóknar.

Sóttvarnalækni er heimilt að leyfa rafræna skoðun og staðfestingu á gildi vottorða fyrir brottför, svo sem í samráði við flugrekendur.

IV. KAFLI Ýmis ákvæði.

10. gr. Sýnataka.

Sýnataka skal skipulögð af sóttvarnalækni.

Lífsýni sem tekin eru samkvæmt þessari reglugerð skulu einungis rannsökuð m.t.t. SARS-CoV-2 veirunnar. Lífsýnum skal eytt að lokinni greiningu.

11. gr. Gjaldtaka.

Sýnataka og dvöl í sóttvarnahúsi samkvæmt reglugerð þessari er gjaldfrjáls.

Komi ferðamaður á landamærastöð þegar er ekki unnt að taka sýni og hann er ekki á áætlunarferð, getur hann þó óskað eftir sýnatöku með útkalli. Þeim sem sinnir slíku útkalli er þó heimilt að taka gjald sem nemur 60.000 kr. fyrir útkallið. Gjaldið myndar ekki afsláttarstofn skv. 4. gr. reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sbr. jafnframt 29. gr. laga nr. 112/2008.

12. gr. Undanþágur.

Sóttvarnalæknir getur veitt undanþágu frá sóttkví að öllu leyti eða hluta til vegna mjög sérstakra aðstæðna enda sé tryggt að það komi ekki niður á smitvörnum.

Sóttvarnalæknir getur veitt undanþágu frá sóttkví skv. 4. gr. vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast, svo sem á sviði raforku, fjarskipta, samgangna, sorphirðu, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga eða slökkviliða. Hið sama á við vegna kerfislega og efnahagslega mikilvægrar starfsemi, svo sem til að tryggja fæðuöryggi, dreifingu nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.

Sóttvarnalæknir getur veitt ferðamanni undanþágu frá sóttkví að hluta, sé hann kominn hingað til lands vegna nauðsynlegs vinnutengds verkefnis.

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá sóttkví skv. 4. gr. ef staðfest er að einstaklingur hafi sýkst af SARS-CoV-2 veirunni.

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá sýnatöku og/eða framvísun vottorðs um neikvætt PCR-próf skv. 4. gr. til einstaklinga sem fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis um vinnuferðir erlendis. Slíka undanþágu er einungis heimilt að veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, starfsfólki sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu og starfsfólki lögreglu vegna nauðsynlegra ferða starfs síns vegna.

Í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál er sóttvarnalækni heimilt, vegna brýnna erindagjörða, að ákveða sérstakt fyrirkomulag um sóttkví, einangrun og sýnatöku fyrir einstaklinga og sendinefndir sem koma til landsins á vegum íslenskra stjórnvalda, starfsmenn sendiskrifstofa og aðra fulltrúa erlendra ríkja, starfsmenn alþjóðastofnana og einstaklinga í boði þeirra sem þurfa að koma til landsins vegna starfsemi þessara stofnana, meðlimi herliðs og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð og almannavörnum og fjölskyldur allra framangreindra aðila.

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum í 4. gr., að hluta eða að öllu leyti, svo sem framvísun neikvæðs PCR-prófs, gagnvart flugáhöfnum sem dvelja hér á landi í takmarkaðan tíma, enda sé tryggt að það komi ekki niður á smitvörnum.

Þeir sem sýna fram á, með hæfilegum fyrirvara, að sýnataka sé ekki framkvæmanleg vegna læknisfræðilegra ástæðna eru undanþegnir sýnatöku skv. 4. gr. og framvísun neikvæðs PCR-prófs samkvæmt sama ákvæði. Þess í stað skulu þeir sæta 14 daga sóttkví frá komu til landsins, eftir atvikum í sóttvarnahúsi, sbr. 5. gr.

13. gr. Eftirlit.

Sóttvarnalæknir fer með eftirlit samkvæmt reglugerð þessari og í samræmi við sóttvarnalög nr. 19/1997, með síðari breytingum, þ.m.t. eftirlit með að einstaklingur, meðal annars ferðamaður, haldi sóttkví eða einangrun og að húsnæði uppfylli skilyrði reglugerðar þessarar. Sóttvarnalæknir getur óskað eftir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra annist tiltekna þætti við skipulagningu eftirlits samkvæmt heimildum í lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, öðrum en þeim er lýtur að stjórnvaldsákvörðunum sóttvarnalæknis eða mati á því hvort skilyrði sóttvarnalaga og reglugerðar þessarar um einangrun og sóttkví séu uppfyllt.

Umfang eftirlits sóttvarnalæknis um hvort einangrun og sóttkví sé viðhaldið skal taka mið af sóttvarnalögum nr. 19/1997, með síðari breytingum, og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Sóttvarnalækni er heimilt að fela öðrum eftirlitshlutverk sitt, svo sem með verktöku. Eftirlit með einstaklingum, þ.m.t. ferðamönnum, sem sæta sóttkví og einangrun skal að jafnaði fara fram með samtali og eftir atvikum með því að fara á vettvang þar sem sóttkví eða einangrun fer fram í því skyni að tryggja að sá sem sóttkví sætir aðskilji sig með fullnægjandi hætti frá öðrum. Með samþykki þess sem er í sóttkví eða einangrun er eftirlitsaðila heimilt að kynna sér aðstæður þess sem sætir sóttkví eða einangrun, m.a. húsnæði. Vakni grunur um brot skal lögreglu gert viðvart.

Ef sóttvarnalæknir telur að framkomnar upplýsingar eða gögn sem einstaklingur leggur fram vegna eftirlits með sóttkví eða einangrun bendi til þess að skilyrði sóttkvíar eða einangrunar séu ekki uppfyllt, eða ef viðkomandi neitar að veita fullnægjandi upplýsingar þar um, er sóttvarnalækni heimilt að taka ákvörðun um að einstaklingur, þ.m.t. ferðamaður, sæti sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi.

Neiti einstaklingur að fara í einangrun eða sóttkví samkvæmt reglugerð þessari er sóttvarnalækni heimilt að leita aðstoðar lögregluyfirvalda til að framfylgja ákvörðun sinni um aðgerð til að varna smiti skv. 14. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum. Í þeim tilgangi er lögreglu enn fremur heimilt að kanna hvort einstaklingur er á þeim stað sem hann sætir sóttkví í samræmi við ákvæði 7. gr. Áður en gripið er til þvingunaraðgerða skal ætíð reynt að leysa mál með öðrum hætti. Þá er lögreglustjóra heimilt að vísa erlendum ríkisborgara úr landi við komu eða allt að sjö sólarhringum eftir komu, sé hann ekki búsettur hér á landi og neiti að verða við fyrirmælum samkvæmt reglugerð þessari. Ákvörðun um frávísun er kæranleg til kærunefndar útlendingamála, en kæra frestar ekki framkvæmd ákvörðunar. Að öðru leyti fer um málsmeðferð samkvæmt lögum um útlendinga.

Takist ekki samstarf við einstakling, sem gert er að sæta einangrun eða sóttkví samkvæmt reglugerð þessari eða tilkynningu frá sóttvarnalækni, skal sóttvarnalæknir taka formlega ákvörðun í málinu í samræmi við 14. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

14. gr. Viðurlög.

Ferðamaður sem framvísar ekki vottorði um neikvæða niðurstöðu hraðprófs eða PCR-prófs, en er það þó skylt skv. 2. mgr. 8. gr., skal gangast undir PCR-próf við komu á landamærastöð og sæta sóttkví þar til niðurstaða prófsins liggur fyrir.

Ef minnsti vafi leikur á um trúverðugleika vottorðs skv. 9. gr. eða vottorð telst ógilt samkvæmt nánari leiðbeiningum sóttvarnalæknis er ferðamanni skylt að fara í sýnatöku og sóttkví skv. 5. mgr. 7. gr. eða 4. mgr. 8. gr. Framvísi ferðamaður vottorði um bólusetningu þar sem 14 dagar hafa ekki liðið frá seinni bólusetningu eða 14 dagar ekki liðið ef eingöngu er framkvæmd ein bólusetning samkvæmt markaðsleyfi bólusefnisins, skal hann þó aðeins gangast undir PCR-próf við komu á landamærastöð og sæta sóttkví þar til niðurstaða prófsins liggur fyrir.

Einstaklingur sem sætir sýnatöku skv. 2. eða 3. mgr. er undanþegin skyldu til að gangast undir hraðpróf eða PCR-próf á næstu tveimur dögum frá komu til landsins, skv. 1. mgr.

Einstaklingur sem getur ekki eða vill ekki gangast undir sýnatöku skv. 2. eða 3. mgr. skal sæta sóttkví í 14 daga frá komu til landsins.

Brot gegn reglugerð þessari varða enn fremur sektum eða fangelsi skv. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 eða 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

15. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 1. október 2021. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 938/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi fellur úr gildi 6. nóvember 2021.

 Heilbrigðisráðuneytinu, 28. september 2021. 

 F. h. r.

 Ásta Valdimarsdóttir. 

 Ásthildur Knútsdóttir. 

LEIÐBEININGAR SÓTTVARNALÆKNIS

 fyrir almenning varðandi heimasóttkví.

Þeir sem koma til Íslands eftir að hafa verið á áhættusvæðum erlendis þurfa að fara í sóttkví og skulu skráforskrá sig fyrir komuna til landsins. Einstaklingar sem eru fullbólusettir eða með stað festastaðfesta fyrri sýkingu sem og börn fædd 2005 og síðar eru undanþegnirundanþegin sóttkví eftir ferðalag.ferðalag en aðrir ferðamenn þurfa að sæta sóttkví.

Þeir sem hafa verið í nánd við einstakling með COVID-19 geta þurft að sæta sóttkví skv.skv.

 ákvörðun smitrakningateymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Sjá einnig leiðbeiningar fyrir bólusetta.

Orðalagið „heimasóttkví“ er notað í þessu og öðrum skjölum sem varða reglur um sóttkví í húsnæði sem ekki telst til opinberra sóttvarnahúsa, hvort sem um er að ræða heimahús, hótel, eða aðra gistimöguleika sem teljast viðeigandi húsnæði fyrir sóttkví, sbr. fylgiskjal 3 um húsnæði í sóttkví. Þannig er orðið „heima“ og „heimili“ notað um aðstöðu sem notuð er til sóttkvíar, hvort sem einstaklingur er búsettur þar að staðaldri eða ekki.

Orðið „ferðamaður“ er notað yfir alla þá sem koma til Íslands, óháð búsetu, þjóðerni eða tilgangi ferðalags.

Fyrir þá sem þurfa að fara í sóttkví gilda sömu leiðbeiningar um heimasóttkví vegna ferða lagsferðalags og fyrir þá sem eru útsettir fyrir smiti nema að ferðamenn þurfa að dveljafara í sýnatöku við komuna. Sóttkví er aflétt með sýnatöku eftir 5 daga í sinni sóttkví, sem lýkur eftir neikvæða seinni sýnatöku en útsetning fyrir smiti krefst 7 daga sóttkvíar með sýnatöku í lok sóttkvíar. Að öðrum kosti varir sóttkví í 14 daga.

Sérstakar leiðbeiningar til viðbótar geta gilt um sóttvarnahús.

Við upphaf á sóttkví í heimahúsi skal einstaklingur kynna sér eftirfarandi ítarlegar upp lýsingarupplýsingar um smitleiðir og einkenni COVID-19 sýkingar sem finna má á vef embættis landlæknis.

Sóttkví.

• Aðilar á heimilinu sem ekki hafa verið útsettir fyrir smiti geta verið á heimilinu með einstaklingi sem er í sóttkví en gæta að smitvörnum eins og kostur er. Þeir mega stunda vinnu og skóla utan heimilis.

• Heimilismenn sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma geta verið í sóttkví saman á sama stað.

• Náin umgengni þess sem er í sóttkví við annað fólk er óæskileg t.d kossar og faðmlög. Einnig getur sá einstaklingur þurft aðstoð við aðföng o.þ.h.

o Ef heimilið er í sóttkví geta vinir eða ættingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við útidyr en eiga ekki að hafa bein samskipti við aðila í sóttkví.

o Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði á svæðinu er hægt að nýta þá þjónustu á meðan sóttkví stendur. Sá sem er í sóttkví ætti að taka fram að um sóttkví sé að ræða og varning ætti að skilja eftir við útidyr.

• Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar ber honum að fara tafarlaust í PCR-próf (nota má einkabíl eða leigubíl og taka skal fram að hann sé í sóttkví) og í einangrun meðan hann bíður niðurstöðu. Heimilismenn á sama heimili þurfa að fara undir eins í sóttkví og bíða niðurstöðu PCR-prófsins. Reynist viðkomandi vera smitaður af COVID-19 (PCR prófPCRpróf er jákvætt) þurfa heimilismenn að vera áfram í sóttkví samkvæmt fyrirmælum sóttvarna læknissóttvarnalæknis. Sá smitaði er áfram í einangrun undir eftirliti COVID-19 göngudeildar.

• Sjá einnig leiðbeiningar um börn í sóttkví.sóttkví.

Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við.

• Sóttkvíarstaður þarf að vera húsnæði sem telst fullnægjandi til sóttkvíar, sbr. leiðbeiningar um húsnæði í sóttkví.sóttkví. Þetta getur verið heimili fólks en einnig leigu-/lánsíbúðir eða hótelherbergi.

• Einstaklingur í sóttkví sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þá að höfðu samráði fyrir fram við heilsugæslu/1700/112.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur (þ.m.t. áætlunarflug innanlands, strætisvagna) enen má nota leigubíla,leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíl til að komast á sóttkvíarstað eftir komuna (og aftur á landamærastöð ef það á við), til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og til að komast til og frá seinni sýnatöku. Einstaklingar í sóttkví vegna ferðalags mega nota flugrútu.

• Við komuna til landsins er heimilt að ferðast frá landamærastöð að sóttkvíarstað. Heimilt er að gista eina nótt nærri landamærastöð áður en haldið er á sóttkvíarstað. Ef dvöl á Íslandi er skemmri en sóttkvíartímabil gildir það sama við brottför, þ.e. heimilt er að ferðast að landamærastöð.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki fara til vinnu eða skóla.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf.

• Einstaklingur í sóttkví vera viðstaddur kistulagningu og jarðarför/bálförútför ef hann fylgir sérstökum leiðbeiningum þar að lútandi. Niðurstaða úr sýnatöku skal liggja fyrir eftir ferðalag erlendis. Einstaklingur í sóttkví sem dvelur á sama stað/heimili og sýktur einstaklingur með COVID-19COVID19 má ekki vera viðstaddur kistulagningu eða jarðarför/bálförútför.

• Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þ. á m. í apótek, matvöruverslun, pósthús, banka eða annað.

• Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara á veitingastaði, krár/vínveitingastaði, heilsuræktar stöðvarheilsuræktarstöðvar, sundlaugar, í leikhús, kvikmyndahús, verslanir eða aðra staði þar sem margir koma saman.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stiga göngumstigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir.

• Einstaklingur í sóttkví fara út á svalir eða í garð sem er til einkaafnota.

• Einstaklingur í sóttkví fara í gönguferðir í nærumhverfi sóttkvíarstaðar en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum og má ekki heimsækja fjölsótta staði þrátt fyrir að vera undir beru lofti. Viðmið eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn.

• Einstaklingur í sóttkví má ekki fara í skoðunarferðir og má ekki fara út að keyra nema við komuna til landsins, þegar mögulega þarf að ferðast milli landamærastöðvar og heimilis, til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og í seinni sýnatöku eftir komu til landsins.

LEIÐBEININGAR SÓTTVARNALÆKNIS

fyrir almenning varðandi einangrun í heimahúsi.

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur.

Einangrun á við sjúklinga með einkenni smitandi sjúkdóms.

Heimild sóttvarnalæknis til að grípa til slíkra ráðstafana er að finna í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.

Einangrun.

Einstaklingar sem eru með grunaðagrun um eða staðfesta COVID-19 sýkingu sem ekki þurfa á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina.

 Heilbrigðisstarfsmaður veitir ítarlegar upplýsingar um smitleiðir og einkenni COVID-19 sýkingar. Slíkar upplýsingar má líka finna á vef embættis landlæknis.landlæknis.

 Smitleið er úða-, snerti- eða dropasmit. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstak lingureinstaklingur hóstar, hnerrar eða þurrkar sér um nefið og hraustur einstaklingur andar að sér úða eða fær framan í sig dropa/úða frá þeim veika frá þeim veika eða hendur hans mengast af dropum/úða og hann ber þær svo upp að andliti sínu.

 Ef samskipti við utanaðkomandi eru óhjákvæmileg á sá sem er í einangrun að gæta vel að handhreinsun og nota andlitsgrímu. Ef gríma er ekki fáanleg má nota bréfþurrku til að halda fyrir vitin þegar hóstað er eða hnerrað, en henni á að henda í plastpoka um leið og hún hefur verið notuð og hreinsa hendur vel.

 Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, s.s. til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þá að höfðu samráði fyrir fram við COVID göngudeildCOVIDgöngudeild/heilsugæslu/1700/112. Reglulegt eftirlit lækna eða tannlækna, sjúkraþjálfun eða sérfræðingsheimsóknir sem ekki tengjast farsóttinni teljast ekki til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu á meðan einangrun stendur og ætti að afpanta slíka þjónustu og fá nýjan tíma eftir að einangrun lýkur.

o Ef þörf er fyrir læknisþjónustu meðan á einangrun stendur, hvort sem er versnandi COVID-19 sjúkdómur, önnur bráð veikindi eða slys þá er rétt að sá sem hefur samband við COVID-göngudeild/heilsugæslu/1700/112 taki fram að einangrun sé í gildi. Það auðveldar aðgerðir til að hindra dreifingu mögulegs smits en á EKKI að tefja fyrir eða hamla því að einstaklingur fái nauðsynlega hjálp.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Ef hann þarf að sækja heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er fær um að aka sjálfur eða aðrir sem eru með honum í einangrun eða í sóttkví, annars þarf að fá aðstoð við sjúkra flutningasjúkraflutninga í gegnum 1700/112.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun máekkifaraekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Hann getur þurft að fá vottorð þess efnis í heilsuvera.is eða frá COVID-göngudeildinni. Biðlað hefur verið til vinnuveitenda að sýna skilning á því að starfsmaður þarf að sæta einangrun áfram eftir að hann hefur náð sér af veikindunum.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf. T.d. vinnufundir, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbbar, kóræfingar, tónleikar o.s.frv.

oEinstaklingaro Einstaklingar í einangrun mega ekki fara á veitingastaði, heilsuræktarstöðvar, sundlaugar, í leikhús, kvikmyndahús, verslunarmiðstöðvar eða aðra staði þar sem margir koma saman.

o oEinstaklingarEinstaklingar í einangrun mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þ. á m. í apótek, matvöru verslunmatvöruverslun, pósthús, banka eða annað.

o oEinstaklingurEinstaklingur í einangrun má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan einangrun stendur yfir.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun fara út á svalir eða í garð til einkaafnota við heimilið ef heilsa leyfir. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í einangrun að fara inn aftur og huga að handhreinsun áður en hann kemur við hurðarhúna sem aðrir nota o.þ.h.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun fara í gegnum stigagang í fjölbýlishúsi á leið inn og út en má ekki dvelja þar og þarf að halda sig í a.m.k. 2 m fjarlægð frá öðrum. Betra er ef einstaklingur í einangrun notar stiga en hann/hún má nota lyftu ef þarf en skal þá vera einn/ein í lyftunni. Huga þarf vel að hreinlæti í sameignarrýmum, koma við sem fæst yfirborð og strjúka af þeim sem snert eru með sótthreinsandi efni eftir snertingu.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun fara út með heimilissorp ef heilsa leyfir og aðrir eru ekki á heimilinu til að sinna því. Viðkomandi skyldi bera grímu ef líklegt er að mæta fólki á leiðinni, s.s. í fjölbýlishúsum, eða hafa meðferðis bréfþurrku til nota við hósta og hnerra og sinna handhreinsun fyrir og eftir opnun sorprennu/ruslageymslu og gjarnan strjúka yfir handföng með sótthreinsandi efni eftir snertingu.

 Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk.

 Best er að einstaklingur sem er veikur sé einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki fara af heimilinu en ættu að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig í a.m.k. 2 m fjarlægð frá hinum sjúka. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og eykur hættu á að þeir veikist einnig og sæti einangrun.

oEfo Ef hluti heimilismanna er í einangrun þurfa aðrir heimilismenn að vera í sóttkví ef þeir hafa verið á heimilinu þegar fyrstu einkenni komu fram.

oSóttkvío Sóttkví sem fer fram á heimili þar sem einhver er í einangrun lýkur með sýnatöku eftir að einangrun hefur verið aflétt. Heimilismenn geta þá gert ráð fyrir sóttkví degi lengur en einangrun varir og fá ekki sýnatöku til að aflétta sóttkví fyrr en einangrun er lokið.

o oRéttRétt er að reyna að hafa glugga opna í sameiginlegum rýmum s.s. eldhúsi og baði.oÞrífiðbaði.

 o Þrífið vel sameiginleg rými og helstu snertifleti, s.s. handfang á kæliskáp, ljósarofa og hurðarhúna.

oEinstaklinguro Einstaklingur í einangrun ætti að sofa í sérherbergi eða að lágmarki í sérrúmi. Æskilegt er að hann hafi salerni til einkaafnota.

oMikilvægto Mikilvægt er að beita grundvallar hreinlæti til að draga úr hættu á smiti (sjá leiðbeiningar um handþvott og sýkingavarnir fyrir almenning á vef embættis landlæknis).

oBréfþurrkuro Bréfþurrkur sem einstaklingur í einangrun notar eiga að fara beint í plastpoka sem er síðan lokað og hent með öðru heimilissorpi.

oÆskilegto Æskilegt er að hafa handspritt við höndina þar sem sá veiki er.

 Einstaklingur í einangrun getur þurft að fá aðstoð við aðföng o.þ.h.

oÞegaro Þegar heimilið allt er í sóttkví eða einangrun er hugsanlegt að vinir eða ættingjar geti sinnt aðföngum og skilið eftir við útidyr.

oEfo Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði á svæðinu er hægt að nýta þá þjónustu á meðan sóttkví stendur.

oHægto Hægt er að hafa samband við Rauða krossinn varðandi aðföng eftir þörfum. Allir sem staddir eru hér á landi en þurfa að vera í einangrun í heimahúsi geta haft samband við hjálparsíma Rauða krossins í símanúmerinu 1717 eða á netspjalli á www.1717.is. Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst.

oEfo Ef sá veiki þarfnast aðhlynningar er æskilegt að einn og sami aðili sinni því hlutverki meðan veikindin standa yfir.

oForðisto Forðist beina snertingu við líkamsvessa (slím úr öndunarvegi, uppköst, hægðir o.s.frv.). 

Hafið einnota hanska við höndina til að nota ef snerta þarf slíkt.

oÞvoiðo Þvoið hendur eða notið handspritt eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans.

 Tengiliður heilbrigðisþjónustunnar, hjúkrunarfræðingur eða læknir COVID -göngudeildar LSH eða heilsugæslunnar á viðkomandi svæði, verður í sambandi við viðkomandi daglega á meðan einangrun stendur yfir.

o oEinstaklingurEinstaklingur mælir líkamshita sinn daglega og skráir.

oEfo Ef viðkomandi einstaklingur hefur versnandi einkenni ber honum að hafa samband sím leiðissímleiðis við tengilið sinn hjá COVID -göngudeild/heilsugæslunni eða í síma Læknavaktar innarLæknavaktarinnar 1700 og fylgja frekari fyrirmælum.

oEfo Ef einstaklingur í einangrun verður fyrir bráðum veikindum og talin er þörf á sjúkrabíl til flutnings á sjúkrahús skal upplýsa starfsmann hjá 112 um grunaða/staðfesta kórónuveiru sýkingukórónuveirusýkingu.

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Starfsfólk COVID-göngudeildar Landspítala annast útskriftarsímtöl fyrir einstaklinga sem útskrifast úr einangrun. Þeir þurfa að uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni:

Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar BÆÐI eftirfarandi skilyrði eru upp fylltuppfyllt:

•141. dagarBólusettir erufæddir liðnir2009 fráog greiningusíðar.

a. Einkennalaus:

 Einangrun í 7 daga.

 b. Með einkenni:

 Einangrun í 14 daga en í 10 daga ef hitalaus síðustu 48 klst. og önnur einkenni batnandi.

 OG2. Óbólusettir fæddir 2008 og fyrr.

•sjúklingura. hefurMeð veriðeða einkennalausán í a.m.k 7 dagaeinkenna:

ÞáEinangrun í 14 daga en í 10 daga ef einkennalaus allan tímann eða ef hitalaus síðustu 48 klst. og önnur einkenni batnandi.

 Allir allir þau tilmæli að huga sérstaklega vel að handþvotti og hreinlæti í tvær vikur eftir að einangrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga svo sem eldra fólk og einstaklinga í áhættuhópum fyrir alvarlegri veikindum í a.m.k. 2 vikur. Heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili, dagdvalir og aðrar sambærilegar stofnanir þar sem viðkvæmir einstaklingar eru skulu setja sér verklag um endurkomu stafsmanna eftir COVID-19 veikindi. Í tilfellum þar sem vafi leikur á að ofantöldumskilyrðum skilyrðumum einkennaleysi sé fullnægt, getur þurft að endurtaka sýnatöku til veirugreiningar eða gera mótefnamælingu til að skera úr um það. Ef endurtekin neikvæð veirupróf eða mælanleg mótefni liggja fyrir þá þarf ekki að forðast umgengni við viðkvæma.

Sérstök tilvik:

Almennt hraustir, einstaklingar með engin eða væg einkenni á meðan einangrun stendur geta útskrifast úr einangrun ef komnir eru a.m.k. 10 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni og þeir hafa verið án einkenna í a.m.k. 3 daga. Fyrirmæli um sérstaka varúð gilda í 2 vikur eftir útskrift úr einangrun, sbr. að ofan. Þetta á við um bæði bólusetta og óbólusetta einstaklinga. 

 •Einkennalausir einstaklingar: Krafist er að einstaklingur hafi verið alveg hitalaus, og alveg laus við einkenni eins og slappleika/veikindatilfinningu, hósta, mæði, nefrennsli.

 Sambýlisfólk í sóttkví og einangrun saman: Aflétta má sóttkví sambýlismanna þess sem var í einangrun þegar einangrun lýkur skv. ákvörðun læknis COVID-göngudeildar. Sóttkví lýkur þá með sýnatöku eftir að einangrun hefur verið aflétt. Heimilismenn geta gert ráð fyrir sóttkví einum degi lengur en einangrun varir. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn, sem ekki eru alveg aðskilin frá hinum einangraða.

 Sambýlisfólk allt í einangrun saman: Þegar fyrsta einstaklingnum í hópnum batnar, er hægt að leysa hann úr einangrun (sbr. að ofan) þrátt fyrir að aðrir verði áfram í einangrun. Mikil vægtMikilvægt er að sá útskrifaði þrífi sig vel áður en hann fer út af heimilinu. Eins þarf að passa að fatnaður og aðrir hlutir sem fara með honum út af heimilinu séu ómengaðir og hafi ekki verið handfjatlaðir af þeim sem eru enn í einangrunhreinir. 

Mikilvægt er að allir heimilismenn þrífi sig og heimili vel þegar einangrun allra er aflétt. Sambýlisfólk á við alla á sama heimili, einnig börn.

• Heilbrigðisstarfsfólk: Sömu reglur gilda og um aðra, þarf þó að huga að verkefnum viðkomandi þegar hann snýr aftur til starfa (viðkvæmir hópar). Læknir og yfirmaður meta hvert tilfelli fyrir sig.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.