Prentað þann 26. des. 2024
1069/2019
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum.
1. gr.
L-liður 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
2. gr.
Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 3. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Efni mats á umhverfisáhrifum.
Í mati á umhverfisáhrifum skal greina, lýsa og meta, með tilliti til framkvæmdar, bein og óbein umtalsverð áhrif á eftirfarandi umhverfisþætti:
- íbúa og heilbrigði manna,
- líffræðilega fjölbreytni með sérstakri áherslu á tegundir og búsvæði sem njóta verndar,
- land, landslag, víðerni, jarðmyndanir, jarðveg, vatn, loft og loftslag,
- efnisleg verðmæti, menningarminjar,
- næmi framkvæmdarinnar fyrir hættu á stórslysum og náttúruhamförum,
- samspil þeirra þátta sem taldir eru upp í a-e-lið.
3. gr.
Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:
- í stað orðanna "umfangi hennar" í a-lið kemur: eiginleikum allrar framkvæmdarinnar og niðurrifi mannvirkja, ef við á, umfangi.
- Á eftir orðunum "og landnotkun" í d-lið kemur: með sérstöku tilliti til þess hversu viðkvæmt svæðið er.
- Við bætast þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:
-
- lýsing á þáttum í umhverfinu sem líklegt er að verði fyrir verulegum áhrifum af framkvæmdinni,
-
lýsing á öllum líklegum umtalsverðum áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið, miðað við fyrirliggjandi vitneskju, sem stafa af:
- losun úrgangs og annarri áætlaðri losun,
- nýtingu náttúruauðlinda, sérstaklega jarðvegi, landi, vatni og líffræðilegri fjölbreytni,
- upplýsingar um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir, eftir því sem við á.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðunum "2. viðauka." í 2. mgr. kemur: og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim. Skipulagsstofnun skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 11. gr., og ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.
- Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
Ef Skipulagsstofnun ákveður að framkvæmd sé ekki matsskyld er henni heimilt að setja fram ábendingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum framkvæmdaraðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og framkomnum umsögnum.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglugerðarinnar:
- 2. og 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Við ákvörðun um matsskyldu skal Skipulagsstofnun fara eftir viðmiðum í 2. viðauka og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim. Skipulagsstofnun skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 11. gr., og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
Ef Skipulagsstofnun ákveður að framkvæmd sé ekki matsskyld er henni heimilt að setja fram ábendingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum framkvæmdaraðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og framkomnum umsögnum.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:
- 2. og 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Við ákvörðun um matsskyldu skal sveitarstjórn fara eftir viðmiðum í 2. viðauka, og rökstyðja niðurstöðu sína með hliðsjón af þeim, og leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, sbr. b-lið 5. gr. Sveitarstjórn skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram, sbr. 11. gr., og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
Ef sveitarstjórn ákveður að framkvæmd sé ekki matsskyld er henni heimilt að setja fram ábendingar um tilhögun framkvæmdarinnar. Þær skulu byggjast á upplýsingum framkvæmdaraðila um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir og framkomnum umsögnum.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu "skipulagsáætlanir" í d-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: sem í gildi eru á framkvæmdasvæði.
- Í stað orðanna "mögulega framkvæmdakosti" í e-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: aðra raunhæfa valkosti.
- Í stað orðanna "og framsetningu niðurstaðna." í c-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: framsetningu niðurstaðna og áætlun um á hvaða þætti framkvæmdar og umhverfis verði lögð áhersla.
9. gr.
2. og 3. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Framkvæmdaraðila ber að auglýsa og kynna rafrænt tillögu að matsáætlun fyrir umsagnaraðilum og almenningi áður en hann leggur tillögu sína fram til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Framkvæmdaraðili skal gefa almenningi kost á að lágmarki tveimur vikum til að koma á framfæri athugasemdum við auglýsta tillögu.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skal ákvörðunin taka mið af eðli og umfangi framkvæmdar, staðsetningu og líklegum umhverfisáhrifum hennar.
- 4. mgr. orðast svo:
Skipulagsstofnun getur fallist á tillögu að matsáætlun með eða án skilyrða. Fari stofnunin fram á að tiltekin skilyrði verði uppfyllt í niðurstöðu sinni verða þau hluti af matsáætlun.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. orðast svo:
Frummatsskýrsla skal vera í samræmi við matsáætlun. Í henni skulu koma fram öll þau gögn og upplýsingar sem nauðsynleg eru og sanngjarnt má telja að krafist sé til þess að unnt sé að greina og meta helstu áhrif sem framkvæmd er líkleg til að hafa á umhverfið, að teknu tilliti til fyrirliggjandi þekkingar og matsaðferða. - Í stað orðsins "framkvæmd" í a-lið 1. tölul. 2. mgr. kemur: eiginleikum allrar framkvæmdarinnar þ.m.t. nauðsynlegt niðurrif, ef við á.
- D-liður 1. tölul. 2. mgr. orðast svo:
lýsing á helstu framleiðsluferlum framkvæmdarinnar, t.d. orkuþörf og orkunotkun, eðli og magni hráefna og upplýsingar um nýtingu náttúruauðlinda, svo sem vatns, lands, jarðvegs og líffræðilegrar fjölbreytni, annarra hráefna, og mannaflaþörf á framkvæmda- og rekstrartíma. - Á eftir orðinu "úrgangs" í e-lið 1. tölul. kemur: á framkvæmdar- og rekstrartíma.
-
3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Mat á umhverfisáhrifum. Þar komi meðal annars fram:
- upplýsingar um núverandi ástand umhverfisins þar sem framkvæmd er fyrirhuguð og á líklegri breytingu á umhverfinu verði ekki af framkvæmdinni miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og vísindaþekkingu,
- lýsing á því hvaða þættir framkvæmdar og starfsemi, sem henni fylgir, eru taldir geta valdið umhverfisáhrifum, svo sem stærð og gerð mannvirkja, framleiðsluferlar, magn og gerð mengunarefna, niðurrif, ef við á, og hljóðstig frá starfsemi,
- lýsing á áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið vegna losunar mengunarefna, hávaða, titrings, ljóss, hita og geislunar, ónæði, endurnýtingar úrgangs og förgunar,
- lýsing á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sem stafa af hættu fyrir heilbrigði manna, menningararfleið eða umhverfið t.d. vegna slysa eða náttúruhamfara,
- lýsing á áhrifum á efnisleg verðmæti, menningarminjar, þ.m.t. þætti er varða byggingarlist og fornleifar og landslag,
- lýsing á þeim þáttum umhverfisins, sbr. 3. gr. a, sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum af fyrirhugaðri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir og skal lýsingin ná til beinna áhrifa og óbeinna áhrifa, afleiddra áhrifa, samlegðaráhrifa, áhrifa yfir landamæri, skammtíma-, meðaltíma- og langtímaáhrifa og varanlegra og tímabundinna, jákvæðra og neikvæðra áhrifa af framkvæmdinni. Í lýsingunni skal taka tillit til viðeigandi umhverfisverndarmarkmiða á grundvelli annarrar löggjafar.
- lýsing á líklegum áhrifum framkvæmdarinnar á loftslag, t.d. eðli og magn losunar eða bindingar gróðurhúsalofttegunda og áhrif sem tengjast aðlögun loftslagsbreytinga auk næmi framkvæmdarinnar fyrir loftslagsbreytingum,
- lýsing á líklegum umhverfisáhrifum framkvæmdar og áhrifum starfsemi, sem henni fylgir, á umhverfið vegna nýtingar náttúruauðlinda með tilliti til sjálfbærni þeirra, einkum lands, t.d. umfang landnotkunar eða landþörf, jarðvegs t.d. lífrænt efni, rof, þjöppun og lokun jarðvegs, vatns t.d. vatnsformfræðilegar breytingar, magn og gæði og líffræðilegrar fjölbreytni m.a. vistgerðir og vistkerfi,
- samanburður á umhverfisáhrifum þeirra raunhæfu valkosta sem framkvæmdaraðili hefur kannað, t.d. í tengslum við hönnun framkvæmdarinnar, tækni, staðsetningu, stærð og umfang, og sem tengjast fyrirhugaðri framkvæmd og sérstökum eiginleikum hennar auk rökstuðnings fyrir aðalvalkosti framkvæmdaraðila að teknu tilliti til samanburðar umhverfisáhrifa,
- lýsing á áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið vegna samlegðaráhrifa hennar með öðrum núverandi og fyrirhuguðum framkvæmdum að teknu tilliti til umhverfisvandamála á áhrifasvæði framkvæmdarinnar eða til nýtingar náttúruauðlinda,
- lýsing á fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og ef það á við fyrirkomulagi vöktunar á framkvæmda- og rekstrartíma og tillaga að vöktunaráætlun,
- lýsing á þeirri aðferðarfræði sem beitt hefur verið til að segja fyrir um áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið,
- lýsing á líklegum áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið vegna þeirrar tækni og efna sem notuð eru,
- lýsing á skaðlegum áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið sem leiðir af næmi framkvæmdarinnar fyrir stórslysum og náttúruhamförum. Heimilt er að nota viðeigandi upplýsingar sem liggja fyrir og eru fengnar með áhættumati sem farið hefur fram á grundvelli reglugerðar um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna eða viðeigandi mats sem farið hefur fram á grundvelli annarra laga. Í lýsingu skulu koma fram upplýsingar um þær ráðstafanir sem eru fyrirhugaðrar til að koma í veg fyrir eða draga úr umtalsverðum umhverfisáhrifum slíkra atburða.
- lýsing á aðferðum eða gögnum sem notaðar eru til að greina og meta áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið þ.m.t. upplýsingar um erfiðleika eins og tæknilega annmarka eða skort á þekkingu sem framkvæmdaraðili kann að hafa staðið frammi fyrir við söfnun upplýsinga og helstu óvissuþætti við umhverfismat framkvæmdarinnar,
- flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi umhverfisáhrifa á grundvelli leiðbeininga sem Skipulagsstofnun gefur út.
- 5. tölul. 2. mgr. orðast svo: Stutt samantekt um frummatsskýrslu og niðurstöður hennar á skýru og auðskiljanlegu máli.
- Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, 6. tölul., sem verður svohljóðandi: Skrá yfir þær heimildir sem upplýsingar í skýrslunni byggja á.
12. gr.
Á eftir orðinu "frummatsskýrslu" í 21. gr. reglugerðarinnar kemur: sbr. 20. gr.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. orðast svo:
Telji Skipulagsstofnun frummatsskýrslu vera í samræmi við matsáætlun og ákvæði 20. gr. kynnir stofnunin hina fyrirhuguðu framkvæmd og frummatsskýrslu á vef stofnunarinnar og með auglýsingu í Lögbirtingablaði, dagblaði sem gefið er út á landsvísu, og eftir því sem við á, í fjölmiðli sem ætla má að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. - Í stað orðanna "hjá Skipulagsstofnun í sex vikur eftir að Skipulagsstofnun hefur kynnt hana" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: á vef Skipulagsstofnunar í sex vikur frá birtingu auglýsingar.
14. gr.
Á eftir orðunum "niðurstöðum þess" í 3. málsl. 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur: ásamt tengdum leyfisveitingum, ef við á.
15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. orðast svo:
Við ákvörðun um útgáfu leyfis til framkvæmdar skv. flokki A í 1. viðauka skal leyfisveitandi kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar til grundvallar. - Í stað 3. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Leyfisveitandi skal taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er grein fyrir samræmi milli leyfis og niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og rökstyðja sérstaklega ef í leyfinu er vikið frá niðurstöðu álitsins.
Leyfisveitandi skal í greinargerðinni einnig taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga þegar tilefni er til ef um það er fjallað í áliti Skipulagsstofnunar.
Leyfisveitandi skal birta opinberlega með auglýsingu ákvörðun sína um útgáfu leyfis innan tveggja vikna frá afgreiðslu þess. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar greinargerð um afgreiðslu leyfis er aðgengileg og tilgreina kæruheimild og kærufrest þegar við á.
16. gr.
1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Leyfisveitandi eða aðrir sem falið er með lögum eftirlit með framkvæmdum hafa eftirlit með því að matsskyldri framkvæmd sé hagað í samræmi við leyfi og að framfylgt sé ákvæðum leyfisins um mótvægisaðgerðir og vöktun framkvæmda. Skal eftirlitið og hversu lengi það varir vera í hlutfalli við eðli, staðsetningu og stærð framkvæmdarinnar og áhrif hennar á umhverfið. Að öðru leyti fer um eftirlitið samkvæmt hlutaðeigandi lögum.
17. gr.
Í stað orðanna "nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun" í 33. gr. reglugerðarinnar kemur: nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
18. gr.
35. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skipulagsstofnun og sveitarstjórn, þar sem það á við, er í samráði við framkvæmdaraðila heimilt í undantekningartilvikum í viðamiklum málum að víkja frá frestum þeim sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari. Á það við í viðamiklum málum, svo sem vegna eðlis, staðsetningar eða stærðar framkvæmdar. Skal þá framkvæmdaraðila tilkynnt skriflega um ástæðu framlengingar og fyrirhugaða tímasetningu ákvörðunar.
Skipulagsstofnun er heimilt, í samráði við framkvæmdaraðila, að lengja kynningartíma frummatsskýrslu skv. 23. gr. í viðamiklum málum.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "og umfangs framkvæmdar" í i. lið 1. tölul. kemur: hönnunar og umfangs framkvæmdarinnar í heild.
- Í stað orðsins "sammögnunaráhrifa" í ii. lið 1. tölul. kemur: samlegðar.
- Við iii. lið í 1. tölul. bætist: einkum lands, jarðvegs og vatns, og líffræðilegrar fjölbreytni.
- VI. liður 1. tölul. orðast svo: hættu á stórslysum og/eða náttúruhamförum sem varða framkvæmdina, þ.m.t. af völdum loftslagsbreytinga, samkvæmt vísindalegri þekkingu.
- Við 1. tölul. bætist nýr liður sem orðast svo: hættu fyrir heilbrigði manna, t.d. vegna vatns- eða loftmengunar.
- Í stað orðanna "gæða og getu til endurnýjunar náttúruauðlinda" í ii. lið 2. tölul. kemur: aðgengileika og gæða náttúruauðlinda, þ.m.t. jarðvegs, lands, vatns og líffræðilegrar fjölbreytni, á svæðinu ofan og neðan jarðar, og getu þeirra til endurnýjunar.
- A-liður iii. liðar 2. tölul. orðast svo: náttúruminja í A-, B- og C- hluta náttúruminjaskrár, svæða sem falla undir ákvæði 61. gr. laga um náttúruvernd og landsvæða í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar samkvæmt lögum nr. 48/2011,
- Við a-lið iv. liðar 2. tölul. bætist: ár- og vatnsbakka og ármynna.
- Á undan orðinu "strandsvæða" í b-lið iv. liðar 2. tölul. kemur: haf- og.
- Í stað orðsins "Eiginleikar" í 1. málsl. 3. tölul. kemur: Gerð og eiginleikar.
- Í stað orðanna "þ.e. þess svæðis og fjölda fólks sem ætla má að verði fyrir áhrifum" í i. lið 3. tölul. kemur: t.d. með tilliti til stærðar svæðis eða fjölda fólks sem verður líklega fyrir áhrifum.
- Í stað orðsins "stærðar" í ii. lið 3. tölul. kemur: eðlis, styrks.
- IV. liður 3. tölul. orðast svo: væntanlegs upphafs, tímalengdar, tíðni og afturkræfi áhrifa.
- V. liður 3. tölul. orðast svo: samlegðaráhrifa með áhrifum annarra framkvæmda.
- Við 3. tölul. bætist nýr liður sem orðast svo: möguleika á að draga úr áhrifum.
20. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/52/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið.
21. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 20. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. nóvember 2019.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.