Prentað þann 24. nóv. 2024
1061/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 477/2020.
1. gr.
1. málsliður 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Litið skal á faglega menntun og hæfi sem veitir handhafa áunnin réttindi þó svo hann uppfylli ekki þær kröfur sem settar eru í gildandi lögum, eða stjórnsýslufyrirmælum, aðildarríkis fyrir því að fá aðild að, eða stunda starfsgrein, sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi samkvæmt sömu skilyrðum og segir í 1. mgr. þessarar greinar.
2. gr.
Á eftir 28. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 28. gr. a, sem orðist svo ásamt fyrirsögn:
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/983 frá 24. júní 2015 um málsmeðferð við útgáfu evrópska fagskírteinisins og beitingu viðvörunarkerfisins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB.
Jafnframt er innleidd með reglugerð þessari framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/907 frá 14. mars 2019 um að koma á fót sameiginlegu námsprófi fyrir skíðakennara skv. 49. gr. b í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
3. gr.
2. málsl. 1. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 9. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010, öðlast þegar gildi.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. september 2023.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.