Prentað þann 23. des. 2024
1028/2013
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 470/2012 um veiðar á lúðu.
1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:
Lúðuafli skal seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir. Lúðuafli sætir álagningu gjalds samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Það skal nema andvirði gjaldskylds afla.
Forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið, eins og þessi kostnaður er markaður í reglugerð um kostnað vegna sölu afla á uppboðsmarkaði. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Fyrsta viðmiðunartímabil skv. 1. gr. er 3. júlí til 30. september 2013.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. nóvember 2013.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Kristján Freyr Helgason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.