Prentað þann 28. des. 2024
1002/2011
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun.
1. gr.
Við 13. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo:
Öll vöktun forgangsefna í yfirborðsvatni, í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns, skal vera í samræmi við staðal IST EN ISO/IEC - 17025 eða aðra þá staðla sem tilgreindir eru í III. viðauka, 1.3.6.
2. gr.
Eftir 3. mgr. 14. gr. bætist við ný mgr. sem orðast svo:
Öll vöktun forgangsefna í grunnvatni, í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns, skal vera í samræmi við staðal IST EN ISO/IEC - 17025 eða aðra þá staðla sem tilgreindir eru í III. viðauka, 1.3.6.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í d-lið 29. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/90/EB frá 31. júlí 2009 um tæknilegar skilgreiningar á efnagreiningum og vöktun á vatni, með tilvísun til tilskipunar ráðsins 2000/60/EB.
4. gr.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 26. október 2011.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.