Prentað þann 11. jan. 2025
986/2022
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 741/2019 um veiðar á sæbjúgum.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Allar veiðar á sæbjúgum í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar, nema skipum sem hafa aflamark í sæbjúgum, sbr. ákvæði laga um stjórn fiskveiða.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Svæðaskipting veiða á sæbjúgum.
- 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. orðast svo: Skipum sem hafa aflamark í sæbjúgum er heimilt að veiða sæbjúgu á þeim tilteknu svæðum sem aflamarkið er bundið við (fylgiskjöl 1 og 2):
3. gr.
3. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn fellur brott og breytast greinanúmer reglugerðarinnar í samræmi við það.
4. gr.
1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar, sem verður 1. málsl. 1. mgr. 3. gr., orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er ráðherra heimilt að veita tímabundin leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum utan veiðisvæða sem skilgreind eru í 2. gr. í samræmi við 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
5. gr.
Fyrirsögn 6. gr. reglugerðarinnar, sem verður 5. gr., orðast svo: Veiðarfæri.
6. gr.
2. málsl. 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, sem verður 2. málsl. 1. mgr. 6. gr., orðast svo:
Skipstjóri skal gefa upp veiðisvæði, sbr. 2. gr. við vigtun afla á hafnarvog.
7. gr.
8. gr. reglugerðarinnar, sem verður 7. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnsýsluviðurlög.
Fiskistofu er heimilt að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á ákvæðum laga og reglugerða, sem lúta að stjórn veiða og nýtingu nytjastofna, sbr. lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
8. gr.
Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.
9. gr.
Reglugerð þessi er gefin út með stoð í 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, 8. og 30. gr. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og 8., 9., 13. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 30. ágúst 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.