Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 2. okt. 2021

975/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um próf til viðurkenningar bókara, nr. 649/2019.

1. gr.

3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Gjald skv. 2. mgr. er aðeins endurkræft ef próf verður ekki haldið eða ef próftaka er ekki unnt að taka próf sökum mikillar röskunar á framkvæmd prófa.

2. gr.

1. og 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Prófnefnd tekur ákvörðun um prófsefni og tilhögun prófa, t.d. hvort próf eru skrifleg staðbundin próf eða rafræn. Prófið skiptist í þrjá hluta; tvo fræðilega hluta og eitt raunhæft verkefni.

3. gr.

3. málsl. 5. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Prófnefnd ákveður tilhögun og framkvæmd prófsýninga, t.d. hvort prófsýning verður staðbundin eða rafræn.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 43. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. október 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.