Prentað þann 22. des. 2024
973/2022
Reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta á fiskveiðiárinu 2022/2023.
1. gr.
Þar sem takmarkaðar rækjuveiðar voru stundaðar í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði og engar rækjuveiðar voru stundaðar á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og Norðurfjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2021/2022, og á Eldeyjarsvæði almanaksárið 2022, skal á fiskveiðiárinu 2022/2023 úthluta aflamarki sem nemur samtals 834 þorskígildistonnum til báta, sem hafa hlutdeild í rækju á áðurgreindum svæðum.
Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla rækjuvertíðanna 1996/1997 - 2005/2006 að frádregnum rækjuafla fiskveiðiársins 2021/2022 á viðkomandi svæði að teknu tilliti til heildarráðstöfunar til skel- og rækjubáta sem tilgreind er í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2022/2023. Verðmætastuðullinn fyrir rækju er 0,52, miðað við þorskígildi og koma 137 þorskígildistonn í hlut báta frá Arnarfirði, 317 þorskígildistonn í hlut báta í Ísafjarðardjúpi, 128 þorskígildistonn í hlut báta við Húnaflóa, 132 þorskígildistonn í hlut báta við Skagafjörð, 61 þorskígildistonn í hlut báta á Skjálfanda, 174 þorskígildistonn í hlut báta við Öxarfjörð, 20 þorskígildistonn í hlut báta á Eldeyjarsvæði og 12 þorskígildistonn í hlut báts í Norðurfjörðum Breiðafjarðar.
2. gr.
Þar sem takmarkaðar hörpudisksveiðar voru stundaðar í Breiðafirði á fiskveiðárinu 2021/2022 skal á fiskveiðiárinu 2022/2023 úthluta aflamarki sem samtals nemur 981 þorskígildistonnum til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski í Arnarfirði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði.
Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frámeðalafla áranna 1998 til 2007 að teknu tilliti til heildarráðstöfunar til skel- og rækjubáta sem tilgreind er í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2022/2023. Verðmætastuðullinn fyrir hörpudisk er 0,32, miðað við þorskígildi, og koma 6 þorskígildistonn í hlut báta frá Arnarfirði, 29 þorskígildistonn í hlut báta við Húnaflóa, 778 þorskígildistonn í hlut báta við Breiðafjörð og 21 þorskígildistonn í hlut báta við Hvalfjörð.
3. gr.
Úthluta skal uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2022. Uppbæturnar skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu og löngu samkvæmt eftirfarandi töflu:
Tegundir | Tonn upp úr sjó | Þorskígildistonn |
Þorskur | 1.400 | 1.176 |
Ýsa | 290 | 245 |
Ufsi | 453 | 229 |
Steinbítur | 51 | 27 |
Gullkarfi | 199 | 123 |
Keila | 8 | 2 |
Langa | 26 | 12 |
Samtals: | 2.427 | 1.815 |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett, skv. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, til að öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 2022. Jafnframt fellur reglugerð nr. 922/2021, um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta úr gildi frá 1. september 2022.
Matvælaráðuneytinu, 26. ágúst 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.