Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 14. nóv. 2024

Stofnreglugerð Reglugerð án breytinga, sjá breytingasögu.
Sýnir breytingar gerðar 8. des. 2023 af rg.nr. 1345/2023

935/2018

Reglugerð um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að því að almennar kröfur til atvinnurekstrar sem getur haft í för með sér mengun tryggi samþættar mengunarvarnir og hátt umhverfisverndarstig og að þær byggist á bestu aðgengilegu tækni.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um kröfur um bestu aðgengilegu tækni í starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og fellur undir lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.

3. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerðinni merkja orð og orðasambönd eftirfarandi:

Besta aðgengilega tækni (BAT) er áhrifaríkasta og þróaðasta stigið í framþróun starfsemi og tengdra rekstraraðferða sem gefur til kynna að nota megi tiltekna tækni sem hagkvæman grunn fyrir viðmiðunarmörk fyrir losun og önnur skilyrði fyrir starfsleyfi til að koma í veg fyrir eða, þar sem því verður ekki við komið, draga úr losun og áhrifum á umhverfið í heild:

  1. "tækni": sú tækni og þær aðferðir sem eru notaðar við hönnun, smíði, viðhald, rekstur og lokun stöðvar,
  2. "aðgengileg tækni": tækni sem hefur verið þróuð í þeim mæli að hægt sé að nota hana á hlutaðeigandi sviði iðnaðar, við skilyrði sem eru efnahagslega og tæknilega hagkvæm, að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings, óháð því hvort þessi tækni er notuð eða þróuð í hlutaðeigandi aðildarríki, að því tilskildu að rekstraraðilinn eigi tök á að nýta sér hana með góðu móti,
  3. "besta tækni": sú tækni sem er árangursríkust við að ná víðtækri almennri vernd umhverfisins í heild.

4. gr. Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

5. gr. Gildistaka tiltekinna EES-gerða.

Eftirtaldar EES-gerðir sem vísað er til í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/115/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða landsbundnar umbreytingaráætlanir sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði sem vísað er til í tl. 1fa, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5 frá 28. janúar 2016, bls. 943-956.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/119/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða leiðbeiningar um söfnun upplýsinga og gerð tilvísunarskjala um bestu, fáanlegu tækni og um gæðatryggingu þeirra sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði 2012/119/ESB sem vísað er til í tl. 1fb, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 170-208.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/134/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á gleri sem vísað er til í tl. 1fc, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 1739-1800.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/135/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á járni og stáli sem vísað er til í tl. 1fd, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 567-602.
  5. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/249/ESB frá 7. maí 2012 um ákvörðun á ræsingar- og stöðvunartímabilum að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði sem vísað er til í tl. 1fe, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 17. nóvember 2016, bls. 35-38.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/795/ESB frá 12. desember 2012 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði sem vísað er til í tl. 1ff, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 31. mars 2016, bls. 8-16.
  7. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/84/ESB frá 11. febrúar 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna sútunar á húðum og skinnum sem vísað er til í tl. 1fg, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 603-619.
  8. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/163/ESB frá 26. mars 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði sem vísað er til í tl. 1fh, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 620-664.
  9. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/732/ESB frá 9. desember 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna klóralkalíframleiðslu sem vísað er til í tl. 1fi, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 15. október 2015, bls. 1954-1968.
  10. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/687/ESB frá 26. september 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa sem vísað er til í tl. 1fj, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 5-55.
  11. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 9. október 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna hreinsunar á jarðolíu og gasi sem vísað er til í tl. 1fk, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 18. ágúst 2016, bls. 151-195.
  12. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/768/ESB frá 30. október 2014 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar samþætta mengunarvarnatækni sem notuð er í jarðolíu- og gashreinsunarstöðvum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB sem vísað er til í tl. 1fl, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015, þann 25. september 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 31. mars 2016, bls. 17-20.
  13. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2119 frá 20. nóvember 2015 um að fastsetja niðurstöður um bestu fáanlegu tækni (BAT) samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB vegna framleiðslu á þiljum að meginhluta úr viði sem vísað er til í tl. 1fm, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016, þann 29. apríl 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 391-411.
  14. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1032 frá 13. júní 2016 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna iðnaðar með járnlausan málm, sem vísað er til í tl. 1fn, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017, þann 13. júní 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 558-632.
  15. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/902 frá 30. maí 2016 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, varðandi sameiginlega hreinsun á skólpi og úrgangslofti og stjórnunarkerfi í íðefnageiranum, sem vísað er til í tl. 1fp, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2017, þann 22. september 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 20. desember 2018, bls. 1-20.
  16. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/302 frá 15. febrúar 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna þéttbærs eldis alifugla eða svína, sem vísað er til í tl. 1fo, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2017, þann 7. júlí 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 56-104.
  17.  Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1442 frá 31. júlí 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna stórra brennsluvera, sem vísað er til í tl. 1fq, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2017, þann 15. desember 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87 frá 17. desember 2020, bls. 11-92.
  18.  Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2117 frá 21. nóvember 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna framleiðslu á lífrænum íðefnum í miklu magni, sem vísað er til í tl. 1fr, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2018, þann 23. mars 2018. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87 frá 17. desember 2020, bls. 128-177.
  19.  Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1147 frá 10. ágúst 2018 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna úrgangsmeðhöndlunar, sem vísað er til í tl. 1fs, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2019, þann 8. febrúar 2019. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 1-53.
  20.  Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1135 frá 10. ágúst 2018 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, sem vísað er til í tl. 1ft, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2019, þann 29. mars 2019. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60 frá 16. september 2021, bls. 1-8.

6. gr. Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/115/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða landsbundnar umbreytingaráætlanir sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/119/ESB frá 10. febrúar 2012 um setningu reglna sem varða leiðbeiningar um söfnun upplýsinga og gerð tilvísunarskjala um bestu, fáanlegu tækni og um gæðatryggingu þeirra sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði 2012/119/ESB.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/134/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á gleri.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/135/ESB frá 28. febrúar 2012 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á járni og stáli.
  5. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/249/ESB frá 7. maí 2012 um ákvörðun á ræsingar- og stöðvunartímabilum að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/795/ESB frá 12. desember 2012 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði.
  7. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/84/ESB frá 11. febrúar 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna sútunar á húðum og skinnum.
  8. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/163/ESB frá 26. mars 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á sementi, kalki og magnesíumoxíði.
  9. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/732/ESB frá 9. desember 2013 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna klóralkalíframleiðslu.
  10. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/687/ESB frá 26. september 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna framleiðslu á pappírsdeigi, pappír og pappa.
  11. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/738/ESB frá 9. október 2014 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna hreinsunar á jarðolíu og gasi.
  12. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/768/ESB frá 30. október 2014 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar samþætta mengunarvarnatækni sem notuð er í jarðolíu- og gashreinsunarstöðvum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB.
  13. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2119 frá 20. nóvember 2015 um að fastsetja niðurstöður um bestu fáanlegu tækni (BAT) samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB vegna framleiðslu á þiljum að meginhluta úr viði.
  14. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1032 frá 13. júní 2016 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna iðnaðar með járnlausan málm.

7. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.