Prentað þann 14. nóv. 2024
1345/2023
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 935/2018 um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun.
1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1442 frá 31. júlí 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna stórra brennsluvera, sem vísað er til í tl. 1fq, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2017, þann 15. desember 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87 frá 17. desember 2020, bls. 11-92.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2117 frá 21. nóvember 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna framleiðslu á lífrænum íðefnum í miklu magni, sem vísað er til í tl. 1fr, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2018, þann 23. mars 2018. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87 frá 17. desember 2020, bls. 128-177.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1147 frá 10. ágúst 2018 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna úrgangsmeðhöndlunar, sem vísað er til í tl. 1fs, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2019, þann 8. febrúar 2019. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 1-53.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1135 frá 10. ágúst 2018 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, sem vísað er til í tl. 1ft, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2019, þann 29. mars 2019. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60 frá 16. september 2021, bls. 1-8.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1442 frá 31. júlí 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna stórra brennsluvera.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2117 frá 21. nóvember 2017 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna framleiðslu á lífrænum íðefnum í miklu magni.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1147 frá 10. ágúst 2018 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna úrgangsmeðhöndlunar.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1135 frá 10. ágúst 2018 um að ákvarða gerð, framsetningu og tíðni upplýsinga sem aðildarríki skulu gera aðgengilegar að því er varðar skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. nóvember 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.