Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 13. apríl 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 14. júní 2023
Sýnir breytingar gerðar 14. júní 2023 af rg.nr. 578/2023

900/2015

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Suður-Súdan.

1. gr. Almenn ákvæði.

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja:

  1. ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
  2. ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
  3. ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á.

Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

2. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/740 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2014/449/SSUÖ, fylgiskjal 1.
1.1. Framkvæmdarákvörðun (SSUÖ) 2015/1118 frá 9. júlí 2015 um framkvæmd ákvörðunar 2015/740 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan, fylgiskjal 2.
1.2 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1125 frá 10. ágúst 2018 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2015/740 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan, fylgiskjal 1.2.
 1.3  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.3.
 2. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 2015/735 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Suður-Súdan og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 748/2014, fylgiskjal 3.
2.1 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/1112 frá 9. júlí 2015 um framkvæmd 1. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 22. gr. reglugerðar (ESB) 2015/735 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan, fylgiskjal 4.
2.2 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1115 frá 10. ágúst 2018 um framkvæmd 1. mgr. 20. gr. reglugerðar (ESB) 2015/735 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Suður-Súdan, fylgiskjal 2.2.
2.3 Reglugerð ráðsins (ESB) 2018/1116 frá 10. ágúst 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/735 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Suður-Súdan, fylgiskjal 2.3.
  2.4  Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/720 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.4.

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

3. gr. Aðlögun.

Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:

  1. ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
  2. ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
  3. tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
  4. tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
  5. tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
  6. vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir.

4. gr. Tilkynning.

Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.

5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

6. gr. Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.

7. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan og Suður-Súdan nr. 626/2014.

 Fylgiskjal 1.3.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2023/726
 frá 31. mars 2023
 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni
 að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2664 (2022) sem vísar til fyrri ályktana um að leggja á refsiaðgerðir til að bregðast við ógnum við frið og öryggi á alþjóðavettvangi og leggur áherslu á að ráðstafanir sem aðildarríki SÞ grípa til, í því skyni að framkvæma refsiaðgerðir, fari að skuldbindingum þeirra samkvæmt alþjóðalögum og að þeim sé ekki ætlað að hafa neikvæð mannúðaráhrif á óbreytta borgara eða á mannúðaraðstoð eða þau sem veita hana.
 2) Þar sem það lýsir sig reiðubúið til að endurskoða, leiðrétta og slíta, ef við á, refsiaðgerðum, sem taka tillit til þess hvernig aðstæður á jörðu niðri þróast og þess að nauðsynlegt er að lágmarka óráðgerð neikvæð áhrif á mannúðarmál, ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022)
 að útvegun, vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af
 öryggisráðinu eða framkvæmdanefndum um þvingunaraðgerðir. Í þessari ákvörðun er 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“. Undanþága af mannúðarástæðum á við um tiltekna aðila eins og sett er fram í þeirri ályktun.
 3) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er gerð krafa um að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna gildi um refsiaðgerð 1267/1989/2253 vegna Íslamska ríkisins (Da’esh) og AlQaida-samtakanna í tvö ár frá þeim degi þegar ályktun nr. 2664 (2022) var samþykkt og því lýst yfir að
 öryggisráðið hyggist taka ákvörðun um framlengingu á beitingu ályktunar nr. 2664 (2022) fyrir þann dag þegar beiting þeirrar undanþágu myndi að öðrum kosti falla úr gildi.
 4) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því marki sem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
 5) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir tilgreinda
 einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli veitenda vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakönnunar.
 6) Ráðið telur að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) ætti einnig að gilda í tilvikum þar sem Sambandið ákveður að samþykkja viðbótaraðgerðir varðandi frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs auk þeirra sem öryggisráðið eða
 framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir ákveða.
 7) Því er nauðsynlegt að breyta ákvörðunum ráðsins 2010/413/SSUÖ(1), 2010/788/SSUÖ(2), 2014/450/SSUÖ(3), (SSUÖ) 2015/740(4), (SSUÖ) 2015/1333(5), (SSUÖ) 2016/849(6), (SSUÖ) 2016/1693(7) og (SSUÖ) 2017/1775(8).
 8) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda í framkvæmd tilteknum aðgerðum í ákvörðun þessari.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun (SSUÖ) 2015/740 er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 7. gr.:
 „7. Ákvæði 6. gr. skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur
 starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og nefndin ákvarðar.“
 2) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 8. gr.:
 „6. Ákvæði 6. gr. skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur
 starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og ráðið ákvarðar.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 31. mars 2023.
 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. ROSWALL

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/413/SSUÖ frá 26. júlí 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Íran og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2007/140/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 195, 27.7.2010, bls. 39).
 (2) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2014/450/SSUÖ frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2011/423/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 203, 11.7.2014, bls. 106).
 (4) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/740 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2014/449/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 117, 8.5.2015, bls. 52).
 (5) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333 frá 31. júlí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og niðurfellingu ákvörðunar 2011/137/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 206, 1.8.2015, bls. 34).
 (6) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/849 frá 27. maí 2016 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu og niðurfellingu ákvörðunar 2013/183/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 141, 28.5.2016, bls. 79).
 (7) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1693 frá 20. september 2016 um þvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da‘esh) og Al-Qaidasamtökunum og einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast og um niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2002/402/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 255, 21.9.2016, bls. 25).
 (8) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1775 frá 28. september 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Malí (Stjtíð. ESB L 251, 29.9.2017, bls. 23).

 Fylgiskjal 2.4.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2023/720
 frá 31. mars 2023
 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni
 að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr., með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Evrópusambandið getur beint þvingunaraðgerðum, þ.m.t. frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, gegn tilgreindum einstaklingum eða lögaðilum, rekstrareiningum og stofnunum. Reglugerðir ráðsins koma þessum aðgerðum til framkvæmda.
 2) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2664 (2022). Með 1. mgr. þeirrar ályktunar er innleidd undanþága frá refsiaðgerðum í formi frystingar eigna, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir beita vegna mannúðaraðstoðar og annarrar starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks,sem gildir um tiltekna aðila. Í þessari reglugerð er 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“.
 3) Hinn 31. mars 2023 var ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726(1) samþykkt til að koma ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) til framkvæmda í lögum Sambandsins.
 4) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því marki sem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1.
 mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
 5) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir einstaklinga eða rekstrareiningar sem eru á skrá samkvæmt viðkomandi reglugerð, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli veitenda vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakannana.
 6) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er gerð krafa um að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna gildi um refsiaðgerð 1267/1989/2253 vegna Íslamska ríkisins (Da’esh) og AlQaida-samtakanna í tvö ár frá þeim degi þegar ályktun nr. 2664 (2022) var samþykkt og því lýst yfir að
 öryggisráðið hyggist taka ákvörðun um framlengingu á beitingu ályktunar nr. 2664 (2022) fyrir þann dag þegar beiting þeirrar undanþágu myndi að öðrum kosti falla úr gildi.
 7) Ráðið telur að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) ætti einnig að gilda í tilvikum þar sem Sambandið ákveður að samþykkja viðbótaraðgerðir varðandi frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, auk þeirra sem öryggisráðið eða
 framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir ákveða.
 8) Breytingarnar falla undir gildissvið sáttmálans og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til að hrinda þeim í framkvæmd, einkum til að tryggt sé að þeim sé beitt með samræmdum hætti í öllum aðildarríkjunum.
 9) Því ætti að breyta reglugerðum ráðsins (EB) nr. 881/2002(2), (EB) nr. 1183/2005(3), (ESB) nr. 267/2012(4), (ESB) nr. 747/2014(5), (ESB) 2015/735(6), (ESB) 2016/1686(7), ESB) 2016/44(8), (ESB) 2017/1509(9) og (ESB) 2017/1770(10) til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Reglugerð (ESB) nr. 2015/735 er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 5. gr.:
 „4. Ákvæði 1., 2. og 3. mgr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákvarðar að því er varðar I. viðauka og ráðið að því er varðar II. viðauka.“
 2) Í stað 15. gr. kemur eftirfarandi:
 „15. gr.
 Lagt er bann við því að taka þátt, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því eða hefur þau áhrif að þær aðgerðir er um getur í 2. gr. og 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. eru sniðgengnar.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 31. mars 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. ROSWALL

 (1) Stjtíð. ESB L 94, 3.4.2023, bls. 48.
 (2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 frá 27. maí 2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar, takmarkandi ráðstafanir sem beint er að tilteknum einstaklingum og aðilum sem tengjast Íslamska ríkinu (Da'esh) og Al-Qaida-samtökunum (Stjtíð. EB L 139, 29.5.2002, bls. 9).
 (3) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
 (4) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 267/2012 frá 23. mars 2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 961/2010 (Stjtíð. ESB L 88, 24.3.2012, bls. 1).
 (5) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 747/2014 frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 131/2004 og (EB) nr. 1184/2005 (Stjtíð. ESB L 203, 11.7.2014, bls. 1).
 (6) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/735 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Suður-Súdan og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 748/2014 (Stjtíð. ESB L 117, 8.5.2015, bls. 13).
 (7) Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/1686 frá 20. september 2016 um viðbótarþvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da'esh) og AlQaida-samtökunum og einstaklingum og lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem þeim tengjast (Stjtíð. ESB L 255, 21.9.2016, bls. 1).
 (8) Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/44 frá 18. janúar 2016 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 204/2011 (Stjtíð. ESB L 12, 19.1.2016, bls. 1).
 (9) Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1509 frá 30. ágúst 2017 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 329/2007 (Stjtíð. ESB L 224, 31.8.2017, bls. 1).
 (10) Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1770 frá 28. september 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Malí (Stjtíð. ESB L 251,29.9.2017, bls. 1).

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.