Prentað þann 23. des. 2024
897/2012
Reglugerð um losunarheimildir og einingar sem viðurkenndar eru í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi mælir fyrir um hvaða losunarheimildir og einingar rekstraraðilum og flugrekendum sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir skv. lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál er heimilt að nota til að efna skyldur laganna um skil á losunarheimildum.
2. gr. Skilgreiningar.
- Alþjóðleg eining: Eining sem hefur verið gefin út í samræmi við ákvæði 6. eða 12. gr. Kyoto-bókunarinnar við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna vegna þátttöku í verkefnum sem leiða til skerðingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
- Eining: Heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Ein eining jafngildir heimild til losunar á einu tonni af koldíoxíðsígildi á tilteknu tímabili.
- Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál eða, ef aðilinn er óþekktur eða ekki tilgreindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins.
- Losunarheimild: Heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Ein losunarheimild jafngildir heimild til losunar á einu tonni af koldíoxíðsígildi á tilteknu tímabili.
- Rekstraraðili: Aðili sem starfrækir eða stjórnar starfsstöð eða ber fjárhagslega ábyrgð á tæknilegri virkni starfsstöðvar þar sem fram fer starfsemi sem getið er í I. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
- Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir: Kerfi sem starfrækt er á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt tilskipun 2003/87/EB, með síðari breytingum, sbr. samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
- Viðskiptatímabil: Tímabil, mælt í almanaksárum, sem notað er sem viðmiðun við ákvörðun á heildarfjölda losunarheimilda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
3. gr. Notkun losunarheimilda sem gefnar hafa verið út í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Rekstraraðilum og flugrekendum er heimilt að nota losunarheimildir sem gefnar hafa verið út í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á grundvelli ákvæða tilskipunar 2003/87/EB, með síðari breytingum, til að efna skyldu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál um skil losunarheimilda.
Þrátt fyrir 1. mgr. mega rekstraraðilar ekki nota losunarheimildir sem gefnar hafa verið út til flugstarfsemi skv. 3. gr. e tilskipunar 2003/87/EB, með síðari breytingum, til að efna skyldu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál um skil losunarheimilda.
4. gr. Gildi losunarheimilda sem gefnar hafa verið út í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Losunarheimildir sem gefnar hafa verið út á grundvelli ákvæða tilskipunar 2003/87/EB, með síðari breytingum, á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 gilda eingöngu til að efna skyldu um skil losunarheimilda vegna losunar sem verður á því viðskiptatímabili. Fjórum mánuðum eftir upphaf hvers viðskiptatímabils skal Umhverfisstofnun ógilda allar losunarheimildir frá fyrra viðskiptatímabili sem ekki hefur verið skilað inn eða hafa verið ógiltar í samræmi við reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir.
Umhverfisstofnun skal gefa út nýjar losunarheimildir til aðila í stað þeirra sem ógiltar eru skv. 2. mgr.
5. gr. Alþjóðlegar einingar.
Rekstraraðilum er heimilt að nota alþjóðlegar einingar upp að marki sem jafngildir 4,5% af vottaðri losun frá starfsstöð á tímabilinu 2013 til 2020 til að uppfylla skyldu sína skv. 9. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál um skil losunarheimilda vegna viðkomandi starfsstöðvar, sbr. þó 6. gr. reglugerðar þessarar.
Á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2012 er flugrekendum heimilt að nota alþjóðlegar einingar upp að marki sem jafngildir 15% af fjölda losunarheimilda sem þeim er skylt að standa skil á skv. 17. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Ef flugrekandi hefur ekki fullnýtt heimild sína skv. 2. mgr. er honum heimilt að óska þess að Umhverfisstofnun gefi út losunarheimildir sem gildar eru í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir frá árinu 2013 í stað þeirra alþjóðlegu eininga sem hann hefði getað nýtt til að efna skyldur sínar um skil losunarheimilda. Umhverfisstofnun er skylt að verða við ósk aðila ef skilyrði eins af eftirfarandi stafliðum eru uppfyllt:
- Einingarnar voru gefnar út vegna skerðingar á losun gróðurhúsalofttegunda sem átti sér stað fyrir 31. desember 2012 í tengslum við verkefni sem uppfyllir skilyrði til að hafa verið viðurkennt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. Heimild skv. þessum staflið gildir til 31. mars 2015.
- Einingarnar voru gefnar út vegna skerðingar á losun gróðurhúsalofttegunda sem átti sér stað eftir 1. janúar 2013 í tengslum við verkefni sem skráð var fyrir 31. desember 2012 og uppfyllir skilyrði til að hafa verið viðurkennt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2012.
- Einingarnar voru gefnar út vegna skerðingar á losun gróðurhúsalofttegunda sem átti sér stað eftir 1. janúar 2013 í tengslum við verkefni sem hófst eftir 1. janúar 2013 í ríki sem telst meðal minnst þróuðu aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Heimild skv. þessum tölulið gildir eingöngu um einingar sem gefnar eru út í samræmi við 12. gr. Kyoto-bókunarinnar í tengslum við verkefni sem uppfyllir skilyrði til að hafa verið viðurkennt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2012.
Á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 er flugrekendum heimilt að nota alþjóðlegar einingar upp að marki sem jafngildir 1,5% af vottaðri losun frá flugstarfsemi sinni á tímabilinu 2013 til 2020 til að uppfylla skyldu sína skv. 17. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál um skil losunarheimilda, sbr. þó 6. gr. reglugerðar þessarar.
6. gr. Takmarkanir á notkun og vörslu alþjóðlegra eininga.
Frá 1. janúar 2013Óheimilt er rekstraraðilum og flugrekendum óheimilt að nota alþjóðlegareftirtaldar tegundir alþjóðlegra eininga til að efna skyldu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, um skil losunarheimilda:
- Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum í tengslum við eyðingu tríflúormetans (HFC-23) og díköfnunarefnisoxíðs (N2O) frá framleiðslu á adipínsýru.
til - Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum á sviði kjarnorkuframleiðslu.
- Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum á sviði landnotkunar, breyttrar landnotkunar eða skógræktar.
- Alþjóðlegar einingar ef útgáfa þeirra brýtur í bága við 11. gr. b tilskipunar 2003/87/EB, með síðari breytingum.
Óheimilt er að efnageyma skyldualþjóðlegar lagaeiningar nrsem getið er í 1. 70/2012mgr. umá loftslagsmálvörslureikningum umsem skiltilheyra losunarheimildaviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
7. gr. Innleiðing EES-gerða.
Eftirfarandi EES-gerðgerðir skalskulu öðlast gildi hér á landi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 550/2011 frá 7. júní 2011 um ákvörðun á tilteknum takmörkunum sem gilda um notkun alþjóðlegra inneigna vegna verkefna varðandi iðnaðargastegundir samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21ale, III. kafla
,XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2011, frá 26. júlí 2012, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, 2012/EES/59/45, bls. 853-855. - Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1123/2013 frá 8. nóvember 2013 um að ákvarða alþjóðleg réttindi til inneignar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EB, sem vísað er til í tölul. 21alh, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/2014, frá 4. apríl 2014 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, 2014/EES/23/56, bls. 1042-1043.
Reglugerðin er einnig sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins og um breytingu á tilskipun ráðsins 96/61/EB, sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, frá 27. október 2007.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/101/EB frá 19. nóvember 2008 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins taki til flugstarfsemi, sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2011 frá 1. apríl 2011.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/29/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að bæta og víkka út kerfi bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla
,XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2011, frá 26. júlí 2012.
8. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Hlutfallstölurnar sem getið er í 1. og 4. mgr. 5. gr. verða endurskoðaðar á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 ef samþykktur verður nýr alþjóðlegur samningur um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. október 2012.
Svandís Svavarsdóttir.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.