Prentað þann 22. des. 2024
890/2020
Reglugerð um veiðisvæði hörpudisks.
1. gr. Veiðisvæði.
Reglugerð þessi tekur til hörpudisksveiða íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Veiðisvæði hörpudisks eru sjö. Aðeins skipum sem hafa aflamark í hörpudiski, á viðkomandi svæði, er heimilt að stunda hörpudisksveiðar á því svæði.
Veiðisvæði hörpudisks eru þessi:
- Hvalfjörður.
-
Breiðafjörður (veiðisvæði í Breiðafirði eru sýnd á korti í fylgiskjali):
-
Breiðasund innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°03,60´N - 22°43,50´V
- 65°07,10´N - 22°43,50´V
- 65°07,10´N - 22°31,50´V
- 65°03,60´N - 22°31,50´V
-
Hvammsfjörður innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°04,00´N - 22°21,00´V
- 65°07,00´N - 22°21,00´V
- 65°07,00´N - 22°12,00´V
- 65°04,00´N - 22°12,00´V
-
- Patreksfjarðarflói.
- Arnarfjörður.
- Ísafjarðardjúp.
- Húnaflói.
- Skagafjörður.
2. gr. Stjórn veiðanna.
Fiskistofa annast eftirlit með veiðunum og skal tryggja að afli á hverju veiðisvæði eða hluta veiðisvæða sé ekki skaðlega mikill og veiðarnar í samræmi við varúðarsjónarmið. Veiðar teljast skaðlegar ef afli fer fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir hvert veiðisvæði eða hluta veiðisvæðis.
3. gr. Viðurlög.
Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
4. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi reglugerð nr. 461/2017, um veiðisvæði hörpudisks.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.