Prentað þann 22. des. 2024
887/2018
Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi með losunarheimildir.
1. gr.
Við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr stafliður, i-liður, sem orðast svo:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/336 frá 8. mars 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 eða eftir þann dag þar sem ábyrgðarríki hvers umráðanda loftfars er tilgreint, sem vísað er til í tölulið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2018 frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 8. mars 2018, bls. 399-511.
2. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2018/336 frá 8. mars 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 um skrána yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB frá 1. janúar 2006 sem vísað er til í tölulið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2018 frá 6. júlí 2018.
3. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. september 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.