Prentað þann 10. apríl 2025
885/2011
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 39/2009 um Kolvetnisrannsóknasjóð.
1. gr.
Í stað orðanna "einum fulltrúa hvers leyfishafa" í 2. málsl. 1. gr. reglugerðarinnar, kemur:
tveimur fulltrúum leyfishafa.
2. gr.
1. tölul. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
1. stofnframlög nýrra leyfishafa sem skulu nema 2,5 milljónum íslenskra króna á hvert leyfi,
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 10. gr. laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, tekur þegar gildi.
Iðnaðarráðuneytinu, 29. september 2011.
Katrín Júlíusdóttir.
Þórður Reynisson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.