Prentað þann 22. des. 2024
880/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1130/2016, um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða.
1. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Heimilt er að nota stæðiskort hér á landi sem gefið er út af stjórnvöldum erlendra ríkja, enda beri stæðiskortið táknmynd áþekka þeirri sem viðauki við reglugerð þessa kveður á um.
2. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 12. júlí 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.