Prentað þann 22. nóv. 2024
851/2015
Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Írak.
1. gr. Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja:
- ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
- ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
- ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á.
Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
2. gr. Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ, fylgiskjal 1. | ||
1.1 | Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/735/SSUÖ frá 13. október 2003 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 2. | ||
1.2 | Sameiginleg afstaða ráðsins 2004/553/SSUÖ frá 19. júlí 2004 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 3. | ||
1.3 | Sameiginleg afstaða ráðsins 2008/186/SSUÖ frá 3. mars 2008 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 4. | ||
1.4 | Ákvörðun ráðsins 2011/100/SSUÖ frá 14. febrúar 2011 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 5. | ||
1.5 | Ákvörðun ráðsins 2012/812/SSUÖ frá 20. desember 2012 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 6. | ||
1.6 | Ákvörðun ráðsins 2014/484/SSUÖ frá 22. júlí 2014 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak, fylgiskjal 7. | ||
1.7 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.7. | ||
2. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96, fylgiskjal 8. | ||
2.1 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1799/2003 frá 13. október 2003 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 9. | ||
2.2 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2119/2003 frá 2. desember 2003 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96, fylgiskjal 10. | ||
2.3 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 924/2004 frá 29. apríl 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 11. | ||
2.4 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 979/2004 frá 14. maí 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 12. | ||
2.5 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1086/2004 frá 9. júní 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 13. | ||
2.6 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1412/2004 frá 3. ágúst 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 14. | ||
2.7 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1087/2005 frá 8. júlí 2005 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 15. | ||
2.8 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1286/2005 frá 3. ágúst 2005 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 16. | ||
2.9 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 785/2006 frá 23. maí 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 17. | ||
2.10 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 195/2008 frá 3. mars 2008 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 18. | ||
2.11 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 131/2011 frá 14. febrúar 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak, fylgiskjal 19. | ||
2.12 | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 88/2012 frá 1. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak, fylgiskjal 20. | ||
2.13 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 85/2013 frá 31. janúar 2013 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 21. | ||
2.14 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 791/2014 frá 22. júlí 2014 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak, fylgiskjal 22. | ||
2.15 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.15. | ||
3. | Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3541/92 frá 7. desember 1992 um bann við því að uppfylla íraskar kröfur vegna samninga og viðskipta sem ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og tengdar ályktanir taka til, fylgiskjal 23. |
Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
3. gr. Aðlögun.
Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:
- ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
- ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
- tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
- tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
- tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
- vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir.
4. gr. Tilkynning.
Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.
5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.
6. gr. Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Írak nr. 141/2009, ásamt síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 301/2010 um breyting á reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Írak nr. 141/2009.
Utanríkisráðuneytinu, 9. júlí 2015.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
SAMEIGINLEG AFSTAÐA RÁÐSINS 2003/495/SSUÖ
frá 7. júlí 2003
um Írak og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 15. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 22. maí 2003 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1483 (2003) um niðurfellingu
allra banna vegna viðskipta við Írak og veitingar fjármagns og efnahagslegs auðs til Íraks sem sett voru
með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og síðari ályktunum þar að lútandi, þ.m.t. ályktun nr. 778
(1992), að undanskildum bönnum í tengslum við sölu eða afhendingu á vopnum og skyldum búnaði til
Íraks, þó ekki á vopnum og skyldum búnaði sem Bandaríki Ameríku og Hið sameinaða konungsríki StóraBretlands og Norður-Írlands þurfa á að halda sem hernámsríki undir sameiginlegri stjórn (hér á eftir nefnt
„stjórnvaldið“), og um nýjar ráðstafanir sem gera skal. - Ráðið fagnar þeirri ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að aflétta refsiaðgerðum gegn Írak.
- Ráðið fagnar þeirri skuldbindingu öryggisráðsins og stjórnvaldsins í ályktun nr. 1483 (2003) að hjálpa til
við enduruppbyggingu Íraks og að aðstoða írösku þjóðina við að koma á alþjóðlega viðurkenndri
ríkisstjórn sem styðst við fulltrúalýðræði. - Því ber að fella niður sameiginlega afstöðu ráðsins 96/741/SSUÖ (1) og 2002/599/SSUÖ (2).
- Aðgerða er þörf af hálfu Evrópubandalagsins til að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
SAMÞYKKT SAMEIGINLEGA AFSTÖÐU ÞESSA:
1. gr.
Áfram verður bönnuð sala eða afhending á vopnum og skyldum búnaði til Íraks, þó ekki á vopnum og skyldum
búnaði sem stjórnvaldið þarfnast til að þjóna markmiðum ályktunar ráðsins nr. 1483 (2003) og öðrum tengdum
ályktunum öryggisráðsins.
2. gr.
Allir fjármunir eða aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður:
a) í eigu fyrri ríkisstjórnar Íraks, ríkisstofnana eða -félaga eða sérstofnana sem eru utan Íraks frá og með 22. maí 2003, eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi, eða b) sem hafa verið flutt frá Írak eða Saddam Hussein eða aðrir háttsettir embættismenn í fyrrverandi einræðisstjórn Íraks og nánustu aðstandendur þeirra, þ.m.t. rekstrareiningar sem eru beint eða óbeint í eigu eða undir yfirráðum þeirra eða einstaklinga, sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra, hafa náð undir sig, eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi, skulu fryst án tafar og, nema þessir fjármunir, aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður séu sem slík andlag undanfarandi dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs eða dóms, skulu aðildarríkin þegar í stað sjá til þess að þau verði yfirfærð í Þróunarsjóð Íraks samkvæmt skilyrðunum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðsins nr. 1483 (2003).
3. gr.
Allar viðeigandi ráðstafanir verða gerðar til að auðvelda örugg skil til íraskra safna á menningareignum Íraka og öðrum fornleifafræðilegum, sögulegum og menningartengdum munum með fágætt vísindalegt og trúarlegt gildi sem fluttir voru ólöglega frá Þjóðarsafni Íraks, Þjóðarbókasafninu og öðrum stöðum í Írak frá því ályktun öryggisráðsins 661 (1990) var samþykkt, m.a. með því að leggja bann við viðskiptum með eða flutning á þess háttar hlutum og hlutum sem rökstuddur grunur leikur á um að hafi verið fjarlægðir með ólögmætum hætti.
4. gr.
Allan söluhagnað af allri útfluttri jarðolíu, jarðolíuafurðum og jarðgasi frá Írak skal, frá 22. maí 2003, leggja inn í Þróunarsjóð Íraks samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003), uns komið hefur verið með viðhlítandi hætti á alþjóðlega viðurkenndri ríkisstjórn Íraks sem byggist á fulltrúalýðræði.
5. gr.
- Jarðolía, jarðolíuafurðir og jarðgas, sem upprunnin eru í Írak, skulu undanþegin málssókn og ekki falla undir neins konar kyrrsetningu, aðför eða fullnustu fyrr en afsal er komið í hendur upphaflegs kaupanda.
- Sérréttindi og friðhelgi, jafngild því sem Sameinuðu þjóðirnar njóta, skulu einnig eiga við:
a) um afrakstur og skuldbindingar sem stafa af sölu vara sem um getur í 1. mgr.,
b) um Þróunarsjóð Íraks,
c) um fjármuni, annað fjármagn eða efnahagslegan auð sem yfirfæra skal í Þróunarsjóð Íraks í samræmi
við 2. gr. - Sérréttindin og friðhelgin, sem um getur í a-lið 2. mgr., gilda ekki að því er varðar málssókn ef nauðsynlegt er að gera endurkröfu í þess háttar afrakstur og skuldbindingar til að standa undir bótaábyrgð vegna mats á tjóni í sambandi við umhverfisslys, þ.m.t. olíuleki, sem á sér stað eftir 22. maí 2003.
6. gr.
Sameiginleg afstaða 96/741/SSUÖ og sameiginleg afstaða 2002/599/SSUÖ eru hér með felldar úr gildi.
7. gr.
Sameiginleg afstaða þessi tekur gildi þann dag sem hún er samþykkt. Hún gildir frá og með 22. maí 2003.
Ákvæði 4. gr. skulu gilda til 31. desember 2007 nema ráðið ákveði annað í samræmi við ályktun öryggisráðs
SÞ sem lýtur að þessu í framtíðinni.
8. gr.
Sameiginleg afstaða þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 7. júlí 2003.
Fyrir hönd ráðsins
F. Frattini
forseti.
_________________________
1) Sameiginleg afstaða 96/741/SSUÖ frá 17. desember 1996 sem ráðið skilgreinir á grundvelli gr. J.2 í sáttmálanum um Evrópusambandið að því er varðar undanþágur frá viðskiptabanni gagnvart Írak (Stjtíð. EB L 337, 27.12.1996, bls. 5).
2) Sameiginleg afstaða 2002/599/SSUÖ frá 22. júlí 2002 sem viðauki við sameiginlega afstöðu 96/741/SSUÖ að því er varðar undanþágur frá viðskiptabanni gagnvart Írak (Stjtíð. EB L 194, 23.7.2002, p. 47).
SAMEIGINLEG AFSTAÐA RÁÐSINS 2003/735/SSUÖ
frá 13. október 2003
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 15. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 22. maí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1) til framkvæmdar ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003) um niðurfellingu á öllum bönnum vegna viðskipta við Írak og veitingar fjármagns og efnahagslegs auðs til Íraks sem sett voru með ályktun öryggisráðs nr. SÞ 661 (1990) og síðari ályktunum þar að lútandi, þ.m.t. ályktun nr. 778 (1992), að
undanskildum bönnum í tengslum við sölu eða afhendingu á vopnum og skyldum búnaði til Íraks, þó ekki á vopnum og skyldum búnaði sem Bandaríki Ameríku og Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands þurfa á að halda sem hernámsríki undir sameiginlegri stjórn (hér á eftir nefnt „stjórnvaldið“), og um nýjar ráðstafanir sem gera skal. - Nauðsynlegt er að skýra tiltekin ákvæði sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ.
- Aðgerða er þörf af hálfu Evrópubandalagsins til að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
SAMÞYKKT SAMEIGINLEGA AFSTÖÐU ÞESSA:
1. gr.
Í stað 2. gr. sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ komi eftirfarandi:
„2. gr.
Allir fjármunir eða aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður:
a) í eigu fyrri ríkisstjórnar Íraks, ríkisstofnana eða -félaga eða sérstofnana sem eru utan Íraks hinn 22. maí 2003, eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi, eða
b) sem hafa verið flutt frá Írak eða Saddam Hussein eða aðrir háttsettir embættismenn í fyrrverandi einræðisstjórn Íraks og nánustu aðstandendur þeirra, þ.m.t. rekstrareiningar sem eru beint eða óbeint íeigu eða undir yfirráðum þeirra eða einstaklinga, sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra, hafa náð undir sig eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi, skulu fryst án tafar og, nema þessir fjármunir, aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður séu sem slík andlag undanfarandi dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs eða dóms, og nýtast í því tilviki til að uppfylla kröfur þess háttar veðs eða dóms, skulu aðildarríkin þegar í stað sjá til þess að þau verði yfirfærð í Þróunarsjóð Íraks samkvæmt skilyrðunum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðsins nr. 1483 (2003).“
2. gr.
Sameiginleg afstaða þessi tekur gildi þann dag sem hún er samþykkt.
3. gr.
Sameiginleg afstaða þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Lúxemborg 13. október 2003.
Fyrir hönd ráðsins
F. Frattini
forseti.
______________________________
1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
SAMEIGINLEG AFSTAÐA RÁÐSINS 2004/553/SSUÖ
frá 19. júlí 2004
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 15. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 7. júlí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ (1) um Írak til framkvæmdar
ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003). - Hinn 8. júní 2004 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1546 (2004) þar sem lýst er yfir ánægju með myndun fullvalda bráðabirgðastjórnar Íraks sem tæki fulla ábyrgð og fengi full völd á stjórn Íraks frá og með 30. júní 2004, ásamt ánægju með að hernám Íraks tæki enda 30. júní, bráðabirgðavald samsteypustjórnarinnar yrði úr sögunni og Írak yrði fullvalda ríki, en lögð er áhersla á mikilvægi þess að öll ríki virði þau bönn í tengslum við sölu eða afhendingu á vopnum og tengdum hergögnum til Íraks sem
sett voru með ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990) og síðari ályktunum þar að lútandi, þ.m.t. ályktun nr. 1483 (2003), að undanskildum þeim vopnum og tengdum hergögnum sem nauðsynleg eru fyrir ríkisstjórn Íraks eða fjölþjóðaherinn, sem stofnaður var með ályktun öryggisráðsins nr. 1511 (2003), og minnt er á að aðildarríkin skuli áfram frysta og yfirfæra tiltekna fjármuni, eignir og efnahagslegan auð samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 1483 (2003) og viðhalda jafnframt þeim bönnum eða skuldbindingum ríkjanna í tengslum við hluti, sem tilgreindir eru í 8. og 12. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 687 (1991), eða starfsemi, sem lýst er í f-lið 3. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 707 (1991). - Hinn 28. júní 2004 féll úr gildi bráðabirgðavald samsteypustjórnarinnar og Írak endurheimti fullveldi sitt.
- Aðgerða er þörf af hálfu Evrópubandalagsins til að hrinda tilteknum ráðstöfunum í framkvæmd.
- Því ber að breyta sameiginlegri afstöðu ráðsins 2003/495/SSUÖ.
SAMÞYKKT SAMEIGINLEGA AFSTÖÐU ÞESSA:
1. gr.
Í stað 1. gr. sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ komi eftirfarandi:
„1. gr.
- Lagt er bann við því að ríkisborgarar aðildarríkja selji, afhendi, tilfæri eða flytji út vopn og tengd hergögn af hvaða gerð sem er, þ.m.t. vopn og skotfæri, herfarartæki og -búnaður, búnaður sem ekki er ætlaður ríkisher og varahlutir í fyrrnefnd tól og tæki, til Íraks eða að það sé gert frá yfirráðasvæðum aðildarríkja eða að skip eða loftför undir fána þeirra séu notuð í því skyni, hvort sem fyrrnefnd tæki og tól eru upprunnin á yfirráðasvæðum þeirra eður ei.
- Með fyrirvara um þau bönn eða skuldbindingar aðildarríkjanna sem tengjast hlutum, sem tilgreindir eru í 8. og 12. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 687 (1991) frá 3. apríl 1991, eða starfsemi, sem lýst er í f-lið 3. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 707 (1991) frá 15. ágúst 1991, gildir 1. mgr. þessarar greinar ekki um sölu, afhendingu, tilfærslu eða útflutning á vopnum og tengdum hergögnum sem samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 1546 (2004) eru nauðsynleg fyrir ríkisstjórn Íraks eða fjölþjóðaherinn, sem stofnaður var með ályktun öryggisráðsins nr. 1511 (2003).
- Sala, afhending, tilfærsla eða útflutningur vopna og tengdra hergagna, er um getur í 2. mgr., skal vera háð heimild sem lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum veita.“
2. gr.
Ákvæði 5. gr. sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ gilda áfram, að því undanskildu að forréttindi og
friðhelgi, sem kveðið er á um í 5. gr. (1. mgr., a-lið 2. mgr. og b-lið 2. mgr.), gilda ekki að því er varðar
endanlegan dóm um samningsbundna skyldu sem Írak hefur gengist undir eftir 30. júní 2004.
3. gr.
Sameiginleg afstaða þessi tekur gildi þann dag sem hún er samþykkt. Hún gildir frá og með 28. júní 2004. - gr.
Sameiginleg afstaða þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 19. júlí 2004.
Fyrir hönd ráðsins
P. H. Donner
forseti.
_________________________
1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72. S
SAMEIGINLEG AFSTAÐA RÁÐSINS 2008/186/SSUÖ
frá 3. mars 2008
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 15. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 7. júlí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ (1) um Írak til framkvæmdar ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003).
- Hinn 18. desember 2007 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1790 (2007), en samkvæmt henni ákvað öryggisráðið meðal annars að sérstakt fyrirkomulag viðvíkjandi ágóða af útflutningi Íraka á jarðolíu, jarðolíuafurðum og jarðgasi og viðvíkjandi friðhelgi tiltekinna eigna með tilliti til dómsmála, eins og um getur í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og nr. 1546 (2004), skuli gilda til 31. desember 2008.
- Því ber að breyta sameiginlegri afstöðu ráðsins 2003/495/SSUÖ.
- Aðgerða er þörf af hálfu Evrópubandalagsins til að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd,
SAMÞYKKT SAMEIGINLEGA AFSTÖÐU ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ:
- Í stað 4. gr. komi eftirfarandi:
„4. gr.
Allan ágóða af allri sölu útfluttrar jarðolíu, jarðolíuafurða og jarðgass frá Írak skal frá 22. maí 2003 leggja inn í Þróunarsjóð Íraks samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).“ - Eftirfarandi málsgrein bætist við 5. gr.:
„4. Þau forréttindi og sú friðhelgi er um getur í 1. mgr. og a- og b-lið 2. mgr. gilda ekki með tilliti til endanlegra dóma sem leiðir af samningsbundnum skyldum sem Írak tekst á herðar eftir 30. júní 2004.“ - Eftirfarandi komi í stað annarrar undirgreinar 7. gr.:
„Ákvæði 4. og 5. gr. gilda til 31. desember 2008.“
2. gr.
Ákvæði 2. gr. sameiginlegrar afstöðu 2004/553/SSUÖ falli úr gildi.
3. gr.
Sameiginleg afstaða þessi tekur gildi þann dag sem hún er samþykkt.
4. gr.
Sameiginleg afstaða þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 3. mars 2008.
Fyrir hönd ráðsins
J. Podobnik
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72. Sameiginleg afstaða eins og henni var síðast breytt með sameiginlegri afstöðu
2004/553/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 246, 20.7.2004, bls. 32).
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2011/100/SSUÖ
frá 14. febrúar 2011
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 7. júlí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1) til framkvæmdar ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003).
- Hinn 15. desember 2010 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 1956 (2010), en samkvæmt henni ákvað öryggisráðið meðal annars að gildistími fyrirkomulags inngreiðslna í Þróunarsjóð Íraks á söluhagnaði af útflutningi Íraka á jarðolíu, jarðolíuafurðum og jarðgasi og fyrirkomulags viðvíkjandi friðhelgi tiltekinna íraskra eigna með tilliti til málsóknar, eins og um getur í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og nr. 1546 (2004), skuli framlengdur til 30. júní 2011.
- Því ber að breyta sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ.
- Frekari aðgerða er þörf af hálfu Evrópusambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi komi í stað annarrar málsgreinar 7. gr. sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ:
„Ákvæði 4. og 5. gr. skulu gilda til 30. júní 2011.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn sem hún er samþykkt.
Gjört í Brussel 14. febrúar 2011.
Fyrir hönd ráðsins
Hoffmann R.
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2012/812/SSUÖ
frá 20. desember 2012
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 7. júlí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1) til framkvæmdar
ályktunöryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483 (2003). - Hinn 15. desember 2010 samþykkti öryggisráð SÞ ályktun nr. 1956 (2010) þar sem það ákveður að allan ágóða af Þróunarsjóði Íraks beri að yfirfæra á reikning eða reikninga þeirra skipulagsheilda ríkisstjórnar Íraks sem koma í stað Þróunarsjóðsins og að leggja beri Þróunarsjóð Íraks niður eigi síðar en 30. júní 2011.
- Því ber að breyta sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ til þess að gera kleift að yfirfæra frysta fjármuni, aðrar fjáreignir eða efnahagslegan auð til þeirra skipulagsheilda sem koma í stað Þróunarsjóðs Íraks sem ríkisstjórn Íraks kom á fót samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og 1956 (2010).
- Breyta ber því sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ:
Í stað 2. gr. komi eftirfarandi:
„2. gr.
Allir fjármunir eða aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður:
a) í eigu fyrri ríkisstjórnar Íraks, ríkisstofnana eða -félaga eða sérstofnana sem eru utan Íraks hinn 22. maí 2003, eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi eða
b) sem hafa verið flutt frá Írak eða Saddam Hussein eða aðrir háttsettir embættismenn í fyrrverandi einræðisstjórn Íraks og nánustu aðstandendur þeirra, þ.m.t. rekstrareiningar sem eru beint eða óbeint í eigu eða undir yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra, hafa náð undir sig, eins og nefndin, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins nr. 661 (1990), tilgreindi, skulu fryst án tafar og, nema þessir fjármunir, aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður séu sem slík andlag undanfarandi dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs eða dóms, og nýtast í því tilviki til að uppfylla kröfur samkvæmt þess háttar veði eða dómi, skulu aðildarríkin þegar í stað sjá til þess að þau verði yfirfærð til þeirra skipulagsheilda sem koma í stað Þróunarsjóðs Íraks sem ríkisstjórn Íraks kom á fót samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og 1956 (2010).“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 20. desember 2012.
Fyrir hönd ráðsins
E. Flourentzou
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2014/484/SSUÖ
frá 22. júlí 2014
um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Hinn 7. júlí 2003 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ (1) til framkvæmdar ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003). - Nauðsynlegt er að skýra tiltekin ákvæði sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Í sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ bætist eftirfarandi grein við:
„2. gr. a
Enga fjármuni eða efnahagslegan auð skal, með beinum eða óbeinum hætti, gera aðgengilegan þeim aðilum og rekstrareiningum, sem um getur í b-lið 2. gr., eða þeim til hagsbóta. Heimilt er að veita undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem er:
a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir einstaklinganna, sem um getur í b-lið 2. gr., og aðstandenda á framfæri þeirra, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, iðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) einungis ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna og efnahagslegs auðs eða
d) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að viðeigandi lögbært stjórnvald hafi kunngjört lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en heimildin er veitt.
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 22. júlí 2014.
Fyrir hönd ráðsins
C. Ashton
forseti.
____________________
(1) Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og
2002/599/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72).
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 1210/2003
frá 7. júlí 2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak
og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 60. og 301. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak og um niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu
1996/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ (1),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í framhaldi af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og síðari viðeigandi ályktunum, einkumályktun nr. 986 (1995), lagði ráðið almennt viðskiptabann á Írak. Eins og stendur er mælt fyrir um bann þetta í reglugerð ráðsins (EB) nr. 2465/96 frá 17. desember 1996 um stöðvun efnahagslegra og fjárhagslegra samskipta Evrópubandalagsins og Íraks (2).
- Í ályktun sinni nr. 1483 (2003) frá 22. maí 2003 ákvað öryggisráð SÞ, með tilteknum undantekningum þó, að öll bönn sem tengdust viðskiptum við Írak og veitingu fjármuna eða efnahagslegs auðs til Íraks skyldu úr gildi falla.
- Í ályktuninni er kveðið á um, með undantekningu um bann við útflutningi á vopnum og tengdum hergögnum til Íraks, að almennar takmarkanir á viðskiptum skuli falla úr gildi og í stað þeirra komi sértækar takmarkanir sem gilda um ágóða af öllum útflutningi á jarðolíu, jarðolíuafurðum og jarðgasi frá Írak og um viðskipti með hluti sem tilheyra menningararfleifð Íraks með það að markmiði að greiða fyrir því að þeim hlutum verði skilað með öruggum hætti.
- Í ályktuninni kemur og fram að tilteknir fjármunir og efnahagslegur auður, einkum í eigu fyrrum forseta Íraks Saddams Husseins og háttsettra embættismanna í einræðisstjórn hans, skuli frystir, samanber þá aðila sem nefnd öryggisráðs SÞ sem komið var á fót skv. 6. mgr. ályktunar nr. 661 (1990) tilgreinir, og að slíkir fjármunir skuli síðan yfirfærðir í Þróunarsjóð Íraks.
- Til þess að gera aðildarríkjunum kleift að yfirfæra frysta fjármuni, efnahagslegan auð og ágóða af efnahagslegum auði í Þróunarsjóð Íraks, skal kveða á um að slíkir fjármunir og efnahagslegur auður skuli affrystir.
- Í ályktuninni er mælt svo fyrir um að öll jarðolía, jarðolíuafurðir og jarðgas sem Írak flytur út og greiðslur fyrir slíkar vörur skuli undanþegin málarekstri, löghaldi, kyrrsetningu og fullnustugerð af hálfu þeirra sem eiga kröfur á hendur Írak. Þessi tímabundna ráðstöfun er nauðsynleg til þess að stuðla að efnahagslegri enduruppbyggingu Íraks og endurskipulagningu skulda landsins, sem munu aftur stuðla að því að eyða þeirri ógn sem vofir yfir friði þjóða í milli og öryggi á alþjóðavísu og núverandi aðstæður í Írak skapa, alþjóðasamfélaginu og einkum Evrópubandalaginu og aðildarríkjum þess til góðs.
- Í sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ er kveðið á um breytingar á núgildandi fyrirkomulagi Bandalagsins til þess að laga það að ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).
- Ráðstafanir þessar falla undir gildissvið sáttmálans og því, einkum til þess að komast hjá röskun á samkeppni, er löggjöf á vettvangi Bandalagsins nauðsynleg til þess að hrinda viðkomandi ákvörðunum öryggisráðsins í framkvæmd að því er yfirráðasvæði Bandalagsins varðar. Yfirráðasvæði Bandalagsins telst, að því er reglugerð þessa varðar, ná yfir þau yfirráðasvæði aðildarríkjanna sem sáttmálinn gildir um, samkvæmt þeim skilmálum sem mælt er fyrir um í sáttmálanum.
- Til þess að skapa sem mesta réttarvissu innan Bandalagsins ber að birta nöfn og aðrar viðeigandi upplýsingar um þá einstaklinga, lögaðila, hópa eða rekstrareiningar sem yfirvöld Sameinuðu þjóðanna hafa tilgreint og til stendur að frysta fjármuni og efnahagslegan auð hjá; enn fremur ber að ákveða málsmeðferð innan Bandalagsins til þess að unnt sé að breyta viðkomandi listum.
- Af hagkvæmnisástæðum ber að veita framkvæmdastjórninni vald til að breyta viðaukunum við reglugerð þessa og setja fram lista yfir menningarmuni, lista yfir einstaklinga, stofnanir og rekstrareiningar, sem til stendur að frysta fjármuni og efnahagslegan auð hjá, og lista yfir lögbær stjórnvöld.
- Veita ber lögbærum stjórnvöldum aðildarríkjanna vald, þar sem nauðsyn krefur, til þess að tryggja að farið sé að ákvæðum reglugerðar þessarar.
- Framkvæmdastjórnin og aðildarríkin skulu skiptast á upplýsingum um þær ráðstafanir sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari og um annað það sem máli skiptir og þau hafa vitneskju um viðvíkjandi reglugerð þessari; þau skulu enn fremur vinna með nefndinni, sem komið var á fót með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990), einkum með því að láta henni í té upplýsingar.
- Aðildarríkin skulu mæla fyrir um reglur um viðurlög sem gilda við brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar og tryggja að þeim sé beitt. Þessi viðurlög skulu vera skilvirk, meðalhófskennd og hafa varnaðaráhrif.
- Þar eð hinar sértæku viðskiptatakmarkanir sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari koma í stað þeirra almennu viðskiptalegu ráðstafana er um getur í reglugerð (EB) nr. 2465/96 og þar eð reglugerð þessi mælir fyrir um frystingu, sem rekstraraðilar skulu hrinda í framkvæmd án tafar, er nauðsynlegt að tryggja að unnt sé að beita viðurlögum vegna brota á reglugerð þessari jafnskjótt og hún öðlast gildi.
- Til glöggvunar skal fella reglugerð (EB) nr. 2465/96 úr gildi í heild sinni.
- Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3541/92 frá 7. desember 1992 um bann við því að uppfylla íraskar kröfur vegna samninga og viðskipta sem ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og tengdar ályktanir taka til (3) skal gilda áfram.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
- „framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“ merkir nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem var
komið á fót samkvæmt ákvæðum 6. mgr. ályktunar nr. 661 (1990), - „fjármunir“ merkir hvers konar fjáreignir og ágóða, þ.m.t. en þó ekki eingöngu:
a) reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxla, póstávísanir og aðra greiðslugerninga,
b) inneignir hjá fjármálastofnunum eða öðrum rekstrareiningum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar,
c) verðbréf og skuldaskjöl, sem viðskipti eru með á almennum markaði og utan hans, þ.m.t. hlutabréf og eignarhlutir, skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, skuldaviðurkenningar, ábyrgðir, óverðtryggð skuldabréf og afleiðusamningar,
d) vexti, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem safnast upp vegna eigna eða myndast af eignum,
e) lánsviðskipti, rétt til skuldajöfnunar, tryggingar, fullnustuábyrgðir eða aðrar fjárskuldbindingar,
f) kreditbréf, farmbréf, sölusamninga,
g) skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í sjóðum eða fjármunum,
h) aðra gerninga til fjármögnunar á útflutningi. - „efnahagslegur auður“ merkir hverskyns eignir, hvort heldur sem er efnislegar eða óefnislegar, lausafé eða fasteignir, sem eru ekki fjármunir en unnt er að nota til að afla fjármuna, vöru eða þjónustu,
- „frysting fjármuna“ merkir að koma í veg fyrir hvers konar flutning, yfirfærslu, breytingu, notkun á, aðgang að eða viðskipti með fjármuni á einhvern hátt sem myndi leiða til breytinga á umfangi þeirra, fjárhæð,staðsetningu, eignarrétti, umráðum, eðli, áfangastað eða annarra breytinga sem gera myndu notkun fjármunanna mögulega, þ.m.t. eignastýring,
- „frysting efnahagslegs auðs“ merkir að koma í veg fyrir hvers konar notkun hans í því skyni að afla fjármuna, vöru eða þjónustu, þ.m.t. en þó ekki eingöngu með sölu, leigu eða veðsetningu hans,
- „Þróunarsjóður Íraks“ merkir þróunarsjóð vegna Íraks sem er í vörslu seðlabanka Íraks.
2. gr.
Allan ágóða af útflutningi jarðolíu, jarðolíuafurða og jarðgass frá Írak, sbr. lista í I. viðauka, skal, frá og með 22. maí 2003, afhenda Þróunarsjóði Íraks samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003), einkum 20. og 21. mgr., fram til þess að alþjóðlega viðurkenndri og kjörinni ríkisstjórn Íraks hefur verið komið á fót á tilhlýðilegan hátt.
3. gr.
- Lagt er bann við eftirfarandi:
a) innflutningi eða innkomu til yfirráðasvæðis Bandalagsins á,
b) útflutningi á eða brottflutningi frá yfirráðasvæði Bandalagsins á og
c) viðskiptum með íraskar menningareignir og aðra fornleifafræðilega, sögulega og menningarlega muni og muni sem eru fágætir í vísindalegu tilliti eða hafa trúarlega þýðingu, þ.m.t. muni sem taldir eru upp í II. viðauka, hafi þeir verið fjarlægðir með ólögmætum hætti frá stöðum í Írak, einkum ef:
i) munirnir eru óaðskiljanlegur hluti af annaðhvort opinberum söfnum sem eru talin upp í eignaskrám íranskra safna, skjalasafna eða í varðveisluskrám bókasafna í Írak eða í eignaskrám íraskra trúarstofnana eða
ii) rökstuddur grunur er um að munirnir hafi verið fluttir frá Írak án samþykkis lögmætra eiganda þeirra eða hafi verið fluttir brott í trássi við írösk lög og reglur. - Bönn þessi skulu ekki gilda ef sýnt þykir að annaðhvort:
a) hafi menningarmunir verið fluttir út frá Írak fyrir 6. ágúst 1990 eða
b) hafi menningarmununum verið skilað til íraskra stofnana í samræmi við það markmið að þeim sé skilað með öruggum hætti eins og fram kemur í 7. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).
4. gr.
- Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð fyrrum ríkisstjórnar Íraks eða opinberra stofnana, fyrirtækja, þ.m.t. félaga sem stofnsett eru samkvæmt einkamálarétti og opinber yfirvöld eiga meirihluta í, og embætta fyrrnefndrar ríkisstjórnar, sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur bent á og talin eru upp í III. viðauka, hafi þeir verið staðsettir utan Íraks hinn 22. maí 2003 eða eftir þann dag.
- Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð sem tilheyra, eru í eigu eða vörslu eftirtalinna einstaklinga sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur bent á og taldir eru upp í IV. viðauka:
a) Saddams Husseins fyrrum forseta,
b) háttsettra embættismanna einræðisstjórnar hans,
c) nánustu fjölskyldumeðlima þeirra eða
d) lögaðila, stofnana eða rekstrareininga sem beint eða óbeint eru í eigu eða lúta yfirráðum einstaklinga er um getur í a-, b- og c-lið eða sérhvers einstaklings eða lögaðila sem aðhefst fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. - Engir fjármunir skulu vera aðgengilegir eða til ávinnings fyrir einstaklinga, lögaðila, stofnanir eða rekstrareiningar, sem talin eru upp í III. og IV. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti.
- Enginn efnahagslegur auður skal vera aðgengilegur eða til ávinnings fyrir einstaklinga, lögaðila, stofnanir eða rekstrareiningar, sem talin eru upp í III. og IV. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti, þannig að fyrrnefndum einstaklingi, lögaðila, stofnun eða rekstrareiningu sé gert kleift að verða sér úti um fjármuni, vörur eða þjónustu.
5. gr.
- Heimilt er að greiða fjármuni inn á frysta reikninga að því tilskildu að slíkar viðbætur séu frystar.
- Samkvæmt reglugerð þessari er ekki gerð krafa um að millifærsla írasks banka, sem uppfyllir skilyrði 1. mgr. 4. gr., eða gegnum slíkan banka á fjármunum til rétthafa í Evrópubandalaginu sé fryst, ef fyrrnefnd millifærsla er greiðsla fyrir vörur og þjónustu sem viðskiptavinir fyrrnefnds banka hafa pantað. Hún takmarkar ekki gildi og not trygginga og kreditbréfa sem íraskir bankar, sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 4. gr., gefa út að beiðni viðskiptavina sinna í því skyni að greitt sé fyrir vörur og þjónustu sem fyrrnefndir viðskiptavinir, sem málið varðar, hafa pantað í Evrópubandalaginu.
6. gr.
Fjármuni, efnahagslegan auð og ávinning af efnahagslegum auði, sem eru frystir skv. 4. gr., skal einungis affrysta í þeim tilgangi að millifæra þá til Þróunarsjóðs Íraks, sem Seðlabanki Íraks varðveitir samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).
7. gr.
- Þátttaka, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi, sem miðar beint eða óbeint að því að sniðganga ákvæði 4. gr. eða að greiða fyrir viðskiptum er um getur í 2. og 3. gr., er bönnuð.
- Tilkynna skal viðkomandi lögbærum stjórnvöldum í aðildarríkjunum, sbr. lista í V. viðauka, og framkvæmdastjórninni, beint eða fyrir milligöngu téðra lögbærra stjórnvalda, um alla vitneskju þess efnis að verið sé að sniðganga ákvæði reglugerðar þessarar eða að þau hafi verið sniðgengin.
8. gr.
- Einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir skulu, samanber þó gildandi reglur um skýrslugjöf, trúnað og þagnarskyldu og ákvæði 284. gr. sáttmálans:
a) beina, án tafar, öllum upplýsingum, sem myndu greiða fyrir því að unnt sé að fara að ákvæðum reglugerðar þessarar, m.a. upplýsingum um reikninga og fjárhæðir, sem eru fryst skv. 4. gr., til lögbærra stjórnvalda aðildarríkjanna, sbr. lista í V. viðauka, þar sem þau hafa heimilisfesti eða eru staðsett, og til framkvæmdastjórnarinnar, milliliðalaust eða fyrir atbeina þessara lögbæru stjórnvalda,
b) vinna með lögbærum stjórnvöldum, sbr. lista í V. viðauka, að því að sannreyna þessar upplýsingar. - Allar upplýsingar, sem eru látnar í té eða veitt viðtaka samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, eru eingöngu ætlaðar til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka.
- Allar viðbótarupplýsingar, sem framkvæmdastjórnin veitir viðtöku beint, skulu gerðar aðgengilegar lögbærum stjórnvöldum hlutaðeigandi aðildarríkja.
9. gr.
Að frysta fjármuni og efnahagslegan auð, gert í góðri trú á þeirri forsendu að slík aðgerð sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar, skapar þeim einstaklingi, lögaðila eða rekstrareiningu sem annast framkvæmd slíkrar aðgerðar eða stjórnendum eða starfsmönnum hans eða hennar ekki ábyrgð af neinu tagi, nema sannað þyki að fjármunirnir og hinn efnahagslegi auður hafi verið frystir af gáleysi.
10. gr.
- Eftirtalið skal njóta friðhelgi að því er varðar málssóknir og ekki vera andlag löghalds, kyrrsetningar eða fullnustugerðar af neinu tagi:
a) jarðolía, jarðolíuafurðir og jarðgas upprunnið í Írak, þar til eignarréttur á slíkum vörum hefur gengið til kaupanda,
b) ágóði og skuldbindingar sem leiðir af sölu jarðolíu, jarðolíuafurða og jarðgasi, sem eru upprunnin í Írak, þ.m.t. greiðslur fyrir slíkar vörur sem lagðar eru inn í Þróunarsjóð Íraks sem Seðlabanki Íraks varðveitir,
c) fjármunir og efnahagslegur auður sem eru frystir skv. 4. gr.,
d) Þróunarsjóður Íraks sem Seðlabanki Íraks varðveitir. - Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu ágóði og skuldbindingar, sem leiðir af sölu jarðolíu, jarðolíuafurða og jarðgass sem eru upprunnin í Írak, og Þróunarsjóður Íraks ekki njóta friðhelgi gagnvart kröfum sem eru gerðar vegna ábyrgðar Íraks á tjóni í tengslum við hverskyns vistfræðilegt slys sem verður eftir 22. maí 2003.
11. gr.
Framkvæmdastjórnin skal hafa umboð til þess að:
a) breyta II. viðauka eins og nauðsyn krefur,
b) breyta eða bæta við III. og IV. viðauka á grundvelli ákvarðana sem annaðhvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tekur og
c) breyta V. viðauka á grundvelli upplýsinga sem aðildarríkin láta í té.
12. gr.
Framkvæmdastjórnin skal, samanber þó réttindi og skyldur aðildarríkjanna samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðhalda öllum nauðsynlegum tengslum við framkvæmdanefndina um þvingunaraðgerðir til þess að framkvæmd reglugerðar þessarar verði árangursrík.
13. gr.
Framkvæmdastjórnin og aðildarríkin skulu þegar í stað skiptast á tilkynningum um allar aðgerðir sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari. Þau skulu skiptast á viðeigandi upplýsingum sem þau búa yfir viðvíkjandi reglugerð þessari, einkum upplýsingum sem veitt er viðtaka skv. 8. gr. og upplýsingum viðvíkjandi brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar, vandkvæðum samfara framfylgd og upplýsingum um dóma sem innlendir dómstólar kveða upp.
14. gr.
Reglugerð þessi gildir þrátt fyrir réttindi eða skuldbindingar sem stofnuðust, áður en reglugerð þessi öðlaðist gildi, með undirritun milliríkjasamninga eða með gerð samninga eða með veittum leyfum eða heimildum.
15. gr.
- Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim sé beitt. Þau viðurlög sem kveðið er á um skulu vera skilvirk, meðalhófskennd og hafa varnaðaráhrif.
- Ef nauðsyn krefur og meðan þess er beðið að lög séu sett í þessu skyni skal, ef við á, beita þeim viðurlögum sem aðildarríkin ákveða til fullnustu 3. mgr. 7. gr. (4) reglugerðar (EB) nr. 2465/96, komi til þess að ákvæði reglugerðar þessarar séu brotin.
- Sérhvert aðildarríki er ábyrgt fyrir því að hefja málsmeðferð gegn sérhverjum einstaklingi, lögaðila, hópi eða rekstrareiningu, sem það hefur lögsögu yfir, ef einhver fyrrnefndur einstaklingur, lögaðili, hópur eða rekstrareining brýtur gegn einhverjum þeim þvingunaraðgerðum sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari.
16. gr.
Reglugerð þessi gildir:
a) á yfirráðasvæði Evrópubandalagsins, þ.m.t. í loftrými þess,
b) um borð í loftförum eða skipum sem lögsaga aðildarríkis nær til,
c) um sérhvern einstakling annars staðar sem er ríkisborgari í aðildarríki,
d) um sérhvern lögaðila, hóp eða rekstrareiningu sem er skráð eða löglega stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis,
e) um sérhvern lögaðila, hóp eða rekstrareiningu sem stundar viðskipti í Evrópubandalaginu.
17. gr.
Reglugerð (EB) nr. 2465/96 er hér með felld úr gildi.
18. gr.
- Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
- Að undanskildum ákvæðum 4. og 6. gr. skal hún gilda frá 23. maí 2003.
- Ákvæði 10. gr. gilda til 31. desember 2007.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 7. júlí 2003.
Skrá yfir vörur sem um getur í 2. gr. |
SAT-númer |
2709 00 |
2710 |
2711 |
2712 10 |
2712 20 00 |
úr 271290 |
2713 |
2714 |
2715 00 00 |
„2901 |
2902 11 00 |
2902 20 00 |
2902 30 00 |
2902 41 00 |
2902 42 00 |
2902 43 00 |
2902 44 |
2902 50 00 |
2902 60 00 |
2902 70 00 |
2905 11 00 |
3403 19 10 |
3811 21 00 |
3824 90 10 |
Fyrir hönd ráðsins,
F. Frattini
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
(2) Stjtíð. EB L 337, 27.12.1996, bls. 1. Reglugerð eins og henni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr.
208/2003 (Stjtíð. ESB L 28, 4.2.2003, bls. 26).
(3)Stjtíð. EB L 361, 10.12.1992, bls. 1.
(4) Stjtíð. EB L 361, 10.12.1992, bls. 1.
Skrá yfir vörur sem um getur í 2. gr. | |
SAT-númer | Vörulýsingar |
2709 00 | Jarðolía og olía fengin úr tjörukenndum steinefnum, óhreinsuð |
2710 | Jarðolía og olía, fengin úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óhreinsuð olía, einnig blöndur, ótaldar annars staðar, sem í eru, miðað við þyngd, 70% eða meira af jarðolíu eða olíu sem fengin er úr tjörukenndum steinefnum, enda sé þessi olía grunnþáttur blandnanna |
2711 | Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni |
2712 10 | Vaselín |
2712 20 00 | Paraffínvax sem inniheldur minna en 0,75% af olíu miðað við þyngd: |
úr 271290 | „Olíuauðugt vax“, „skel vax“ |
2713 | Jarðolíukox, jarðolíubítumen og aðrar leifar úr jarðolíum eða olíum úr tjörukenndum steinefnum |
2714 | Jarðbik og asfalt, náttúrlegt; bítúmen- eða olíuleir og tjörusandur; asfaltít og asfaltsteinn |
2715 00 00 | Bítúmenblöndur að meginstofni úr náttúrlegu asfalti, náttúrlegu bítúmeni, jarðolíubítúmeni, jarðtjöru eða jarðtjörubiki (t.d. bikkenndri kvoðu,„cut backs “) |
„2901 | Raðtengd kolvatnsefni |
2902 11 00 | Sýklóhexan |
2902 20 00 | Bensen |
2902 30 00 | Tólúen |
2902 41 00 | o-xýlen |
2902 42 00 | m-xýlen |
2902 43 00 | p-Xýlen |
2902 44 | Blandaðar xýlen hverfur |
2902 50 00 | Stýren |
2902 60 00 | Etýlbensen |
2902 70 00 | Ísóprópýlbensen |
2905 11 00 | Metanól (metýlalkóhól) |
3403 19 10 | Blönduð smurefni (þ.m.t. snittolía, blönduð losunarefni fyrir bolta eða rær, blönduð ryð- eða tæringarvarnarefni og blönduð smurefni fyrir mót, sem gerð eru úr smurolíu) og efnisblöndur sem innihalda, sem meginefni, 70% eða meira af jarðolíu eða olíum sem fengnar eru úr tjörukenndum steinefnum miðað við þyngd sem eru ekki aðalinnihald |
3811 21 00 | Íblöndunarefni fyrir smurolíur sem innihalda jarðolíur eða olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum |
3824 90 10 | Jarðolíusúlfónöt, þó ekki jarðolíusúlfónöt úr alkalímálmum, ammóníum eða etanólamíð; þíófenaðar súlfónsýrur úr olíum úr tjörukenndum steinefnum og sölt þeirra |
Skrá yfir vörur sem um getur í 3. gr. | |
„úr“ SAT-númer | Vörulýsingar |
9705 00 00 9706 00 00 | 1. Fornleifarmunir sem eru meira en 100 ára gamlir sem orsakast af: – uppgreftri og fundum á landi og neðan vatns – fornleifauppgröftum – fornleifasöfn |
9705 00 00 9706 00 00 | 2. Þættir sem eru óaðskiljanlegur hluti listrænna, sögulegra eða trúarlegra minja sem teknar hafa verið í sundur, sem eru meira en hundrað ára gamlar |
9701 | 3. Myndir og málverk, önnur en þau sem falla undir 3. flokk A eða 4. flokk sem eru algerlega handunnar með hverskyns miðlum eða efni, sem eru meira en 50 ára gömul og eru ekki í eigu upprunalegs aðila |
9701 | 3A. Vatnslita-, þekjandi vatnslita- og pastellitamyndir sem eru algerlega handunnar á hverskyns efni, sem eru meira en 50 ára gamlar og eru ekki í eigu upprunalegs aðila |
6914 9701 | 4. Mósaíkmyndir gerðar úr hverskyns efnivið sem eru algerlega handunnar, aðrar en þær sem falla undir 1. og 2. flokk og teikningar í öllum miðlum, sem eru algerlega handunnar á hverskyns efni, sem eru meira en 50 ára gamlar og eru ekki í eigu upprunalegs aðila |
49. kafli 9702 00 00 8442 50 99 | 5. Frumgerðir af stungum, þrykki, silkiprentum og steinprenti með tilheyrandi plötum og upprunalegum veggspjöldum, sem eru meira en 50 ára gömul og eru ekki í eigu upprunalegs aðila |
9703 00 00 | 6. Frumgerðir af höggmyndverkum eða styttum og eftirmyndum sem gerðar eru með sama ferli og frumgerðin, sem eru meira en 50 ára gömul og eru ekki í eigu upprunalegs aðila, að undanskildum þeim sem eru í 1. flokki |
3704 3705 3706 4911 91 80 | 7. Ljósmyndir, kvikmyndir og negatífur af þeim, sem eru meira en 50 ára gamlar og eru ekki í eigu upprunalegs aðila |
9702 00 00 9706 00 00 4901 10 00 4901 99 00 4904 00 00 4905 91 00 4905 99 00 4906 00 00 | „8. Vögguprent og handrit, þ.m.t. landakort og raddsett tónlist, einstök eða í söfnum, sem er meira en 50 ára gömul og er ekki í eigu upprunalegs aðila |
9705 00 00 9706 00 00 | 9. Bækur meira en 100 ára gamlar, einstakar eða í söfnum |
9706 00 00 | 10. Prentuð landakort meira en 200 ára gömul |
3704 3705 3706 4901 4906 9705 00 00 9706 00 00 | 11. Skjalasöfn, og allir hlutar þeirra, af öllum tegundum og hverskyns miðlum sem eru meira en 50 ára gömul |
9705 00 00 9705 00 00 | a) 12. Söfn, eins og þau eru skilgreind af Evrópudómstólnum í dómi hans í máli 254/84(1 ), og sýnishorn úr dýrafræðilegum, grasafræðilegum, bergfræðilegum, líffærafræðilegum söfnum, b) Söfn, eins og þau eru skilgreind af Evrópudómstólnum í dómi hans í máli 254/84, og sýnishorn úr sögulegum, steingervingafræðilegum, þjóðfræðilegum eða myntfræðilegum söfnum og safnmunum |
9705 00 00 Kaflar 86-89 | 13. Flutningatæki meira en 75 ára gömul |
14. Allir aðrir forngripir sem ekki eru í 1. til 13. flokki | |
a) á bilinu 50 til 100 ára gamlir: | |
95. kafli | — leikföng, leikir |
7013 | — glermunir |
94. kafli | — húsgögn |
90. kafli | — ljósnema-, ljósmynda- eða kvikmyndabúnaður |
92. kafli | — hljóðfæri |
91. kafli | — klukkur og úr og hlutar þeirra |
44. kafli | — vörur úr viði |
69. kafli | — leirvara |
5805 00 00 | listvefnaður |
57. kafli | — gólfteppi |
4814 | — veggfóður |
93. kafli | — vopn |
9706 00 00 | b) meira en 100 ára gömul |
________________
(1) Safnmunir, í skilningi fyrirsagnar sameiginlegu tollaskrárinnar nr. 97.05., eru hlutir sem búa yfir nægilegum einkennum til að vera í safni, þ.e. hlutir sem eru tiltölulega sjaldgæfir, eru yfirleitt ekki notaðir í upprunalegum tilgangi, eru viðfangsefni sérstakra viðskipta utan hefðbundinnar verslunar með sambærilega hluti og eru verðmætir.
Skrá yfir opinbera aðila, fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga og lögaðila, aðila
og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem um getur í 1., 3. og 4. mgr. 4. gr.
...
Skrá yfir einstaklinga og lögaðila, aðila og rekstrareiningar sem tengjast stjórn Saddam Hussein fyrrum forseta sem um getur í 2., 3. og 4. mgr. 4. gr.
1. NAFN: Hala Saddam Hussein Al-Tikriti.
Einnig þekktur undir nafninu: Abu Ali
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 28. apríl 1937, al-Awja, nærri Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Nefndur í 1483
2. NAFN: Qysat Saddam Hussein Al-Tikriti.
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1965 eða 1966, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Annar sonur Saddams,
Hafði umsjón með sérsveitum lýðveldisvarðanna, öryggislögreglunni og lýðveldisverðinum
3. NAFN: Uday Saddam Hussein Al-Tikriti.
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1964 eða 1967, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Elsti sonur Saddams,
Foringi borgaralega vopnaliðsins Fedayeen Saddam
4. NAFN: Abid Hamid Mahmud Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nöfnunum: Abid Hamid Bid Hamid Mahmud
Abdel Hamid Mahmoud Ofursti
Abed Mahmoud Hammud
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1957, al-Awja, nærri Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ritari og aðalráðgjafi Saddams forseta
5. NAFN: Ali Hassan Al-Majid Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nafninu: Al-Kimawi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: Al-Awja, í nágreni Tikrit, Írak.
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
ráðgjafi forseta og háttsettur aðili í stjórn byltingarráðsins
6. NAFN: Izzat Ibrahim al-Duri
Einnig þekktur undir nöfnunum: Abu Brays
Abu Ahmad
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1942, al-Dur
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Varayfirhershöfðingi íraska hersins,
Vararitari, svæðisstjórn Ba'th flokksins,
Varaformaður, stjórn byltingarráðsins
7. NAFN: Hani Abd-Al-Latif Tilfah Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1962, al-Awja, nærri Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Nr. 2 í öryggislögreglunni
8. NAFN: Aziz Salih al-Numan
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1941 eða 1945, An Nasiriyah
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins,
Fyrrum ríkisstjóri Karbala og Najaf,
Fyrrum ráðherra landbúnaðar og endurbóta í landbúnaði (1986-1987)
9. NAFN: Muhammad Hamza Zubaidi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1938, Babylon, Babil
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Fyrrum forsætisráðherra
10. NAFN: Kamal Mustafa Abdallah
Einnig þekktur undir nöfnunum: Kamal Mustafa Abdallah Sultan al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1952 eða 4. May 1955, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ritari lýðveldisvarðarins,
Stjórnaði sérsveitum lýðveldisvarðarins og var yfirmaður beggja stórdeilda lýðveldisvarðarins
11. NAFN: Barzan Abd al-Ghafur Sulaiman Majid Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nafninu: Barzan Razuki Abd al-Ghafur
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1960, Salah al-Din
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður sérsveita lýðveldisvarðarins
12. NAFN: Muzahim Sa'b Hassan Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1946 eða 1949 eða 1960, Salah al-Din eða
al-Awja nærri Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Stjórnaði loftvarnaliði Írak,
Varaframkvæmdastjóri stofnunar um iðnvæðingu hersins
13. NAFN: Ibrahim Ahmad Abd al-Sattar Muhammed Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1950, Mosul
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður heraflans
14. NAFN: Saif-al-Din Fulayyih Hassan Taha Al-Rawi
Einnig þekktur undir nafninu: Ayad Futayyih Al-Rawi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1953, Ramadi
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður lýðveldisvarðarins
15. NAFN: Rafi Abd-al-Latif Tilfah Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1954, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
framkvæmdastjóri stjórnarsviðs öryggismála
16. NAFN: Tahir Jalil Habbush Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1950, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður leyniþjónustu Írak
Yfirmaður stjórnarsviðs öryggismála frá 1997 til 1999
17. NAFN: Hamid Raja Shalah Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nafninu: Hassan Al-Tikriti; Hamid Raja-Shalah Hassum Al-Tikriti,
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1950, Bayji, Salah al-Din sýslu
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður flughersins
18. NAFN: Latif Nusayyif Jasim Al-Dulaymi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: u.þ.b. 1941, ar-Rashidiyah, í úthverfi Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
varaformaður hermálaskriftofu Ba'th flokksins,
Atvinnu- og félagsmálaráðherra (1993 til 1996)
19. NAFN: Abd-al-Tawwab Mullah Huwaysh
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1957 eða 14. mars 1942, annaðhvort
Mosul eða Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Staðgengill forsætisráðherra
Varaframkvæmdastjóri stofnunar um iðnvæðingu hersins
20. NAFN: Taha Yassin Ramadan Al-Jizrawi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1938, Mosul
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Varaforseti frá 1991
21. NAFN: Rukan Razuki Abd-al-Ghafur Sulaiman Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nöfnunum: Rukan Abdal-Ghaffur Sulayman al-Majid,
Rukan Razuqi Abd al-Ghafur Al-Majid,
Rukan Abd al-Ghaffur al-Majid Al-Tikriti Abu Walid,
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1956, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður ættflokkamála á skrifstofu forseta
22. NAFN: Jamal Mustafa Abdallah Sultan Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 4. maí 1955, al-Samnah, nærri Tikrit
RÍKISFANG: Írak
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Staðgengill yfirmanns ættflokkamála á skrifstofu forseta
23. NAFN: Mizban Khadr Hadi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1938, Mandali héraði, Diyala
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Aðili að svæðisstjórn Ba'th flokksins og stjórn byltingarráðsins síðan 1991
24. NAFN: Taha Muhyi-al-Din Ma'ruf
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1924, Sulaymaniyah
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Varaformaður, stjórn byltingarráðsins
25. NAFN: Tariq Aziz
Einnig þekktur undir nafninu: Tariq Aziz
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1. júlí 1936, Mosul eða Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Staðgengill forsætisráðherra,
VEGABRÉF (júlí 1997): nr. 34409/129
26. NAFN: Walid Hamid Tawfiq Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nafninu: Walid Hamid Tawfiq Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1954, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ríkisstjóri í Basra
27. NAFN: Sultan Hashim Ahmad Al-Ta'i
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1944, Mosul
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Varnarmálaráðherra
28. NAFN: Hikmat Mizban Ibrahim al-Azzawi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1934, Diyala
RÍKISFANG: Írak
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra
29. NAFN: Mahmud Dhiyab Al-Ahmed
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1953, Bagdad eða Mosul
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Innanríkisráðherra
30. NAFN: Ayad Futayyih Khalifa Al-Rawi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1942, Rawah
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður Quds liðsaflans, 2001-2003,
Fyrrum ríkisstjóri Bagdad og Ta'min
31. NAFN: Zuhair Talib Abd-al-Sattar Al-Naqib
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: U.þ.b. 1948
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Framkvæmdastjóri leyniþjónustu hersins
32. NAFN: Amir Hamudi Hassan Al-Sa'di
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 5. apríl 1938, Bagdad
RÍKISFANG: Írak
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Vísindalegur ráðgjafi forsetans;
Meðlimur í stjórn stofnunar um iðnvæðingu hersins
Fyrrum yfirmaður, tæknistórdeild vegna sérstakra verkefna,
VEGABRÉF: ?nr. 33301/862
Gefið út 17. október 1997
rennur út: 1. október 2005
?M0003264580
Gefið út Óskráð
rennur út: Óskráð
?H0100009
Gefið út maí 2001
rennur út: Óskráð
33. NAFN: Amir Rashid Muhammad Al-Ubaidi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1939, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Olíuráðherra 1996 til 2003
Yfirmaður, stofnun um iðnvæðingu hersins, á fyrri hluta 10. áratugarins.
34. NAFN: Husam Muhammad Amin Al-Yassin
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1953 eða 1958, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Yfirmaður stjórnarsviðs eftirlitsmála
35. NAFN: Muhammad Mahdi Al-Salih
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1947 eða 1949, al-Anbar sýslu
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Viðskiptaráðherra 1987 til 2003
Yfirmaður skrifstofu forseta, frá miðjum 9. áratugnum
36. NAFN: Sab'awi Ibrahim Hassan Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1947, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ráðgjafi forsetans,
Framkvæmdastjóri öryggismála, snemma á 10. áratugnum,
Yfirmaður leyniþjónustu Írak, 1990-1991,
Hálfbróðir Saddams Hussein
37. NAFN: Watban Ibrahim Hassan Al-Tikriti
Einnig þekktur undir nafninu: Watab Ibrahim al-Hassan
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1952, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ráðgjafi forsetans,
Innanríkisráðherra snemma á 10 áratugnum,
Hálfbróðir Saddams Hussein
38. NAFN: Barzan Ibrahim Hassan Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1951, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ráðgjafi forsetans,
Fastafulltrúi hjá SÞ (Genf), 1989 til 1998,
Yfirmaður leyniþjónustu Írak, á fyrri hluta 9. áratugarins,
Hálfbróðir Saddams Hussein
39. NAFN: Huda Salih Mahdi Ammash
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1953, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Meðlimur, svæðisstjórn Ba'th flokksins,
Yfirmaður, lífefnarannsóknarstofa, stofnun um iðnvæðingu hersins, um miðjan 10. áratuginn
Fyrrum yfirmaður, Námsmanna- og æskulýðsskrifstofa Ba'th flokksins
Fyrrum yfirmaður atvinnuskrifstofu í málefnum kvenna,
40. NAFN: Abd-al-Baqi Abd-al-Karim Abdallah Al-Sa'dun
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR:
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins,
Varaforingi, suðursvæði, 1998-2000,
Fyrrum forseti þjóðþingsins
41. NAFN: Muhammad Zimam Abd-al-Razzaq Al-Sa'dun
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1942, Suq Ash-Shuyukh héraði, Dhi-Qar
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, At-Tamin,
Innanríkisráðherra, 1995 til 2001
42. NAFN: Samir Abd al-Aziz Al-Najim
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1937 eða 1938, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, austur Bagdad,
43. NAFN: Humam Abd-al-Khaliq Abd-al-Ghafur
Einnig þekktur undir nöfnunum: Humam 'Abd al-Khaliq 'Abd al-Rahman,
Humam 'Abd-al-Khaliq Rashid
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1945, Ar-Ramadi
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Ráðherra æðri menntunar og rannsókna, 1992 til 1997, 2001-2003,
Menningarráðherra 1997 til 2001
Framkvæmdastjóri og varaframkvæmdastjóri, Kjarnorkustofnun Írak, á 9. áratugnum,
VEGABRÉF: 0018061/104, gefið út 12. september 1993
44. NAFN: Yahia Abdallah Al-Ubaidi
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, al-Bashra
45. NAFN: Nayif Shindakh Thamir Ghalib
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, An-Najaf,
Þingmaður á þjóðþingi Írak,
ATHS.: Látinn 2003
46. NAFN: Saif-al-Din Al-Mashhadani
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1956, Bagdad
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Al-Muthanna
47. NAFN: Fadil Mahmud Gharib
Einnig þekktur undir nafninu: Gharib Muhammad Fazel al-Mashaikhi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1944, Dujail
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Babil,
Formaður, Samband íraskra stéttarfélaga
48. NAFN: Muhsin Khadr Al-Khafaji
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, al-Qadisyah
49. NAFN: Rashid Taan Kathim
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, al-Anbar
50. NAFN: Ugla Abid Sakr Al-Zubaisi
Einnig þekktur undir nafninu: Saqr al-Kabisi Abd Aqala
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1944, Kubaisi, al-Anbar
RÍKISFANG: Írak
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Maysan
51. NAFN: Ghazi Hammud Al-Ubaidi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1944, Bagdad
RÍKISFANG: Írak
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Wasit
52. NAFN: Adil Abdallah Mahdi
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1945, al-Dur
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Dhi-Qar,
Fyrrum formaður Ba'th flokksins í Diyala og al-Anbar
53. NAFN: Qaid Hussein Al-Awadi
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Ninawa,
Fyrrum ríkisstjóri í An-Najaf, u.þ.b. 1998 til 2002
54. NAFN: Khamis Sirhan Al-Muhammad
Einnig þekktur undir nafninu: Dr. Fnu Mnu Khamis
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Karbala
55. NAFN: Sa'd Abd-al-Majid Al-Faisal Al-Tikriti
FÆÐINGARDAGUR OG -ÁR/FÆÐINGARSTAÐUR: 1944, Tikrit
RÍKISFANG: íraskur
Grundvöllur ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1483:
Svæðisbundinn formaður Ba'th flokksins, Salah Ad-Din,
Fyrrum vararitari öryggismála, utanríkisráðuneytinu.
Skrá yfir lögbær stjórnvöld er um getur í 7. og 8. gr.
Skráin er ekki birt hér þar sem hún á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 1799/2003
frá 13. október 2003
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 60. og 301. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak (1), eins og henni var breytt með sameiginlegri afstöðu 2003/735/SSUÖ (2),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í því skyni að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003) frá 22. maí 2003 hefurráðið samþykkt reglugerð (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak (3) sem meðal annars kveður á um frystingarráðstafanir sem er beint gegn fyrrum ríkisstjórn Íraks og öðrum rekstrareiningum þess ríkis. Ráðstafanir þessar gengu í gildi hinn 9. júlí 2003.
- Endurskoðun viðkomandi texta hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að í ályktuninni sé ekki gerð krafa um að frystingarráðstafanirnar nái til fjármuna og efnahagslegs auðs ráðuneyta og annarra opinberra rekstrareininga, þ.e. fjármuna og efnahagslegs auðs sem voru ekki staðsettir utan Íraks hinn 22. maí 2003, en voru fluttir frá Írak eftir þann dag.
- Í ljósi þessa ber að endurskoða bannið við því að veita opinberum rekstrareiningum í Írak aðgang að fjármunumog efnahagslegum auði sem takmarkar rekstur fyrrnefndra rekstrareininga og hamlar endurreisn Íraks. Af þessu leiðir að útskýringar á inngreiðslum sem tengjast útflutningi og fara gegnum opinbera banka, sem taldir eru upp í viðeigandi viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003, verða óþarfar.
- Í ályktun nr. 1483 (2003) er frysting fjármuna og efnahagslegs auðs kynnt sem fyrsta stig ferlis sem leiðir til færslna þeirra yfir í Þróunarsjóð Íraks. Samkvæmt ályktuninni eru fjármunir og efnahagslegur auður, sem eru andlag veðs eða dóms sem stofnaðist eða var kveðinn upp fyrir 22. maí 2003, ennfremur undanþegnir fyrrnefndu ferli. Að viðhalda fyrrnefndum frystingarráðstöfunum er þar af leiðandi ekki við hæfi, séu viðkomandi fjármunir og efnahagslegur auður ótvírætt undanþegnir þeirri kröfu að verða yfirfærðir í fyrrnefndan sjóð.
- Athygli er vakin á að þótt frystingarkrafa sé ekki gerð hefur það engin áhrif á gildissvið almennra reglna um viðurkenningu og framfylgd gerðardómsúrskurðar og erlends dóms. Ennfremur skal ekki veita neina undanþágu vegna dóms sem fellur vegna brots á ákvæðum reglugerðar ráðsins (EB) nr. 3541/92 frá 7. desember 1992 um bann við því að uppfylla íraskar kröfur vegna samninga og viðskipta sem ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og tengdar ályktanir taka til (4).
- Þar eð breytingar þessar varða túlkun ályktunar nr. 1483 (2003) er við hæfi að þær gildi afturvirkt til gildistökudags reglugerðar (EB) nr. 1210/2003.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á reglugerð (EB) nr. 1210/2003:
1. Í stað 4. gr. komi eftirfarandi:
„4. gr.
- Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð fyrrum ríkisstjórnar Íraks eða allra opinberra stofnana, fyrirtækja, þ.m.t. félög sem stofnsett eru samkvæmt einkamálarétti og opinber yfirvöld hafa meirihluta eða ráðandi hlut í, eða embætta fyrrnefndrar ríkisstjórnar, sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur bent á og talin eru upp í III. viðauka, hafi þau verið staðsett utan Íraks hinn 22. maí 2003.
- Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð sem tilheyra, eru í eigu eða vörslu eftirtalinna einstaklinga sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur bent á og taldir eru upp í IV. viðauka:
a) Saddam Husseins fyrrum forseta,
b) háttsettra embættismanna einræðisstjórnar hans,
c) nánustu fjölskyldumeðlima þeirra eða
d) lögaðila, stofnana eða rekstrareininga sem beint eða óbeint eru í eigu eða lúta stjórn þeirra einstaklinga er um getur í a-, b- eða c-lið eða sérhvers einstaklings eða lögaðila sem aðhefst fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. - Engir fjármunir skulu vera aðgengilegir einstaklingi, lögaðila, stofnun eða rekstrareiningu, sem er á lista í IV. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti eða koma þeim til góða.
- Enginn efnahagslegur auður skal vera aðgengilegur einstaklingi, lögaðila, stofnun eða rekstrareiningu, sem er á lista í IV. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti, eða koma þeim til góða þannig að fyrrnefndum einstaklingi, lögaðila, stofnun eða rekstrareiningu sé gert kleift að verða sér úti um fjármuni, vörur eða þjónustu.“
2. Í 5. gr. falli 2. mgr. brott.
3. Í stað 6. gr. komi eftirfarandi:
„6. gr.
- Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. geta lögbær stjórnvöld aðildarríkjanna, sbr. upptalningu í V. viðauka, heimilað að frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að öllum eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) fyrrnefndir fjármunirnir eða efnahagslegur auður er andlag dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs sem stofnaðist fyrir 22. maí 2003 eða andlag dómsuppkvaðningar eða úrskurðar stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms fyrir þann dag,
b) fyrrnefndir fjármunir eða efnahagslegur auður verður eingöngu notaður til að uppfylla kröfur sem fyrrnefnt veð tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt fyrrnefndum dómi eða úrskurði, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila sem eiga slíkar kröfur kveða á um,
c) uppfylling viðkomandi kröfu er ekki brot á ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 3541/92 og d) viðurkenning veðsins eða dómsins eða úrskurðarins stríðir ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki. - Í öllum öðrum tilvikum skal einungis affrysta fjármuni, efnahagslegan auð og ágóða af efnahagslegum auði, sem eru frystir skv. 4. gr., í því skyni að færa þá yfir í Þróunarsjóð Íraks, sem Seðlabanki
Íraks varðveitir, samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
nr. 1483 (2003).“
4. Í stað yfirskriftar V. viðauka komi eftirfarandi:
„Skrá yfir lögbær stjórnvöld er um getur í 6., 7. og 8. gr.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún gildir frá og með 9. júlí 2003.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Lúxemborg 13. október 2003.
Fyrir hönd ráðsins,
F. Frattini
forseti.
_____________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
(2) Stjtíð. ESB L 264, 15.10.2003, bls. 40.
(3) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6.
(4) Stjtíð. EB L 361, 10.12.1992, bls. 1.
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2119/2003
frá 2. desember 2003
um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak
og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), eins og henni var breytt með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1799/2003 (2), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, opinberir aðilar, fyrirtæki, stofnanir og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 21. nóvember 2003 ákvað framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir, sem komið var á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990), að breyta listanum yfir einstaklinga, lögaðila, opinbera aðila, fyrirtæki, stofnanir og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um. Því ber að breyta III. viðauka til samræmis við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um
skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 komi viðaukinn við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 2. desember 2003.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Christopher Patten
framkvæmdastjóri.
____________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6.
(2) Stjtíð. ESB L 264, 15.10.2003, bls. 12.
Listi yfir opinbera aðila, fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga, lögaðila, aðila og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks er um getur í 4. gr.
- Central Bank of Iraq, Rashid Street, Bagdad, Írak. Aðrar upplýsingar: fyrrum stjórnandi var Dr. Issam El Moulla HWEISH, skrifstofur í Mosul og Bashra.
- Iraq Re-insurance Company, Al Khalani Square, Bagdad, Írak.
- Rasheed Bank (einnig þekktur sem a) Al-Rashid Bank, b) Al Rashid Bank, c) Al-Rasheed Bank), pósthólf
7177, Haifa Street, Bagdad, Írak, eða Al Masarif Stræti, Bagdad, Írak. - Rafidain Bank (einnig þekkur sem Al-Rafidain Bank), Rashid Street, Bagdad, Írak. Aðrar upplýsingar:
skrifstofur í Írak, Breska konungsríkinu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Jemen, Súdan og
Egyptalandi. - Iraqi Airways Company (einnig þekkt sem a) Iraq Airways Company, b) Iraqi Airways, c) Iraq Airways,
d) IAC, e) I.A.C.)“
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 924/2004
frá 29. apríl 2004
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á
efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), eins og
henni var breytt með reglugerð ráðsins (EB) nr. 2204/2003 (2), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, stofnanir og rekstrareiningar sem tengjast einræðisstjórn Saddams Husseins fyrrum forseta og frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Þann 7. apríl 2004 ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir að breyta listanum yfir þá einstaklinga sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um, þ.e. Saddam Hussein og aðra háttsetta embættismenn fyrrum einræðisstjórnar Íraks, nánustu aðstandendur þeirra og rekstrareiningar í eigu eða sem lúta yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. Því ber að breyta IV. viðauka til samræmis við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 29. apríl 2004.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Christopher PATTEN
framkvæmdastjóri.
___________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6.
(2) Stjtíð. ESB L 264, 15.10.2003, bls. 12.
IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
Bæta skal við eftirfarandi einstaklingum:
1. Sajida Khayrallah Tilfah. Fæðingardagur og -ár: 1937. Fæðingarstaður: Al-Awja, í nágreni Tikrit, Írak.
Ríkisfang: írösk. Aðrar upplýsingar: Opinberlega viðurkennd eiginkona Saddams Husseins og móðir
fimm barna hans, þar á meðal Qusay Saddam Hussein og Uday Saddam Hussein.
2. Raghad Saddam Hussein Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 1967. Fæðingarstaður: Írak. Ríkisfang: írösk.
Heimilisfang: Amman, Jórdaníu. Aðrar upplýsingar: dóttir Sajida Khayrallah Tilfah og Saddam Hussein.
3. Rana Saddam Hussein Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 1969. Fæðingarstaður: Írak. Ríkisfang: írösk.
Heimilisfang: Amman, Jórdaníu. Aðrar upplýsingar: dóttir Sajida Khayrallah Tilfah og Saddam Hussein.
4. Hala Saddam Hussein Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 1972. Fæðingarstaður: Írak. Ríkisfang: írösk.
Aðrar upplýsingar: dóttir Sajida Khayrallah Tilfah og Saddam Hussein.
5. Samira Shahbandar (falskt nafn Chadian) fæðingardagur og -ár: 1946. Fæðingarstaður: Bagdad, Írak.
Ríkisfang: írösk. Aðrar upplýsingar: Önnur eiginkona Saddams Husseins og móðir þriðja sonar hans.
6. Ali Saddam Hussein Al-Tikriti (falskt nafn Hassan). Fæðingardagur og -ár: 1980 eða 1983. Fæðingarstaður: Írak Ríkisfang: íraskur. Aðrar upplýsingar: sonur Samira Shahbandar og Saddam Hussein.
7. Mohammad Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fæðingardagur og -ár: 2. nóvember 1972. Ríkisfang:
íraskur. Heimilisfang: Genf, Sviss. Aðrar upplýsingar: barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
8. Saja Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 1. janúar 1978. Ríkisfang: írösk.
Heimilisfang: Genf, Sviss. Barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
9. Ali Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 18. apríl 1981. Ríkisfang: íraskur.
Heimilisfang: Genf, Sviss. Aðrar upplýsingar: barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
10. Noor Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 2. nóvember 1983. Ríkisfang: íraskur.
Heimilisfang: Genf, Sviss. Aðrar upplýsingar: barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
11. Khawla Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 3. desember 1986. Ríkisfang: íraskur.
Heimilisfang: Genf, Sviss. Aðrar upplýsingar: barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
12. Thoraya Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti. Fæðingardagur og -ár: 19. desember 1980 eða 19. janúar 1980.
Ríkisfang: íraskur. Heimilisfang: Írak. Aðrar upplýsingar: barn Barzan Ibrahim Hasan Al-Tikriti.
13. Jawhar Majid Al-Duri. fæðingardagur og -ár: u.þ.b. 1942, Al-Dur, Írak. Ríkisfang: írösk. Heimilisfang:
Írak. Aðrar upplýsingar: eiginkona Izzat Ibrahim Al-Duri.
14. Sundus Abd Al-Ghafur. Fæðingardagur og -ár: u.þ.b. 1967, Kirkuk, Írak. Ríkisfang: írösk. Heimilisfang:
Írak. Aðrar upplýsingar: eiginkona Izzat Ibrahim Al-Duri.
15. Nidal Al-Rabi'i. Fæðingardagur og -ár: u.þ.b. 1965. Fæðingarstaður: Al-Dur, Írak. Ríkisfang: írösk.
Heimilisfang: Írak. Aðrar upplýsingar: eiginkona Izzat Ibrahim Al-Duri.
16. Intissar Al-Ubaydi. Fæðingardagur og -ár: u.þ.b. 1974. Ríkisfang: írösk. Heimilisfang: Írak. Aðrar upplýsingar: eiginkona Izzat Ibrahim Al-Duri.
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 979/2004
frá 14. maí 2004
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á
efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, opinberir aðilar, fyrirtæki, opinberar stofnanir og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 26. apríl 2004, ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs SÞ um þvingunaraðgerðir að breyta skránni um einstaklinga, lögaðila, opinbera aðila, fyrirtæki, stofnanir og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um. Því ber að breyta III. viðauka til samræmis við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 14. maí 2004.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Christopher Patten
framkvæmdastjóri.
____________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 924/2004
(Stjtíð. ESB L 163, 30.4.2004, bls. 100).
III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
1. Eftirfarandi opinberum aðilum, fyrirtækjum, stofnunum, lögaðilum, aðilum og rekstrareiningum er bætt við:
1. AGRICULTURAL NATIONAL ESTABLISHMENT IN ABU-GREIB. Heimilisfang: Baghdad
International Airport, General Street, Bagdad, Írak.
2. AL-ARABI TRADING COMPANY. Heimilisföng: a) Hai Babil, Lane 11, District 929, Bagdad, Írak; b)
Hai Al-Wahda, Lane 15, Area 902, Office 10, Bagdad, Írak, c) pósthólf 2337 Alwiyah, Bagdad, Írak.
3. AL-BASHAIR TRADING COMPANY, LTD (einnig þekkt sem a) AL-BASHAER TRADING
COMPANY, LTD, b) AL-BASHIR TRADING COMPANY, LTD, c) AL-BASHA'IR TRADING
COMPANY, LTD, d) AL-BASHAAIR TRADING COMPANY, LTD, e) AL-BUSHAIR TRADING
COMPANY, LTD). Heimilisfang: Sadoon stræti, Al-Ani byggingunni, fyrstu hæð, Bagdad, Írak
4. AL HASSAKA SPINNING PROJECT. Heimilisfang: pósthólf 46, Al Hassaka Al Azizeh, Írak.
5. AL-HILAL INDUSTRIAL COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 2237, Alwiyah, Al-Za'Faraniya, Bagdad,
Írak.
6. AL-HUDA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS TOURISM (einnig þekkt sem a) AL-HUDA FOR
RELIGIOUS TOURISM COMPANY, b) AL-HODA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS
TOURISM, c) AL-HODA FOR RELIGIOUS TOURISM COMPANY). Heimilisfang: Írak
7. AL WASEL AND BABEL GENERAL TRADING LLC. Heimilisföng: a) Ibrahim Saeed Lootahbyggingunni, Al Ramool stræti, pósthólf 10631, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, b) 638,
Rashidiya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, c) Lootah-byggingunni, Airport vegi, nærri
flugklúbbnum, Rashidya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, d) Einbýlishús á Harasiyah
svæðinu, Bagdad, Írak.
8. AMANAT AL-ASIMA. Heimilisfang: pósthólf 11151, Masarif, nærri Baghdad Muhafadha, Al-Kishia,
Bagdad, Írak.
9. ANIMAL HEALTH DEPARTMENT. Heimilisfang: pósthólf 22055, Al-Shaikh Omar stræti, Bagdad,
Írak.
10. ARAB IRAQI COMPANY FOR LIVESTOCK DEVELOPMENT. Heimilisfang: pósthólf 29041,
Bagdad, Írak.
11. ARAB WOOD MANUFACTURING COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 293, Ninevah, Ninevah, Írak.
12. ATH THAWRA HOUSE FOR PRESS AND PUBLISHING. Heimilisfang: pósthólf 2009, Uqba Bin
Nafia torgi, Bagdad, Írak.
13. AUTOMOBILE STATE ENTERPRISE. Heimilisfang: Near Andulus Square, frá Nidal stræti, pósthólf
3270, Bagdad, Írak.
14. AVIATRANS ANSTALT (einnig þekkt sem AVIATRANS ESTABLISHMENT). Heimilisfang: Ruggell,
Liechtenstein.
15. BABYLON PROJECT. Heimilisfang: Hashmiya héraði, Babylon, Írak.
16. BAGHDAD MUNICIPALITY. Heimilisfang: Khulafa Street, Khulafa Square, Bagdad, Írak.
17. BAGHDAD STOCK EXCHANGE. Heimilisfang: Near Andulus Square, Al Nidhal stræti, pósthólf
5157, Bagdad, Írak.
18. CENTRAL PETROLEUM ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 5271, Khulafa stræti, Khuilani torgi,
Bagdad, Írak.
19. CHEMICAL, PETROCHEMICAL, MECHANICAL AND METALURICAL TRAINING CENTRE.
Heimilisfang: pósthólf 274, Ashar, Basra, Írak.
20. DIRECTORATE-GENERAL OF BAGHDAD ELECTRICITY DISTRIBUTION. Heimilisfang: pósthólf
24042, Al-Jumhuriya stræti, byggingu 66, Bagdad, Írak.
21. DIRECTORATE-GENERAL OF CONTRACTS AND PURCHASING. Heimilisfang: pósthólf 552,
Bagdad, Írak.
22. DIRECTORATE-GENERAL OF GENERATION AND TRANSMISSION OF ELECTRICITY.
Heimilisfang: pósthólf 1058, Al-Masbah, bygging 4/356, Bagdad, Írak.
23. DIRECTORATE GENERAL OF GEOLOGICAL SURVEY AND MINERAL INVESTIGATION.
Heimilisfang: pósthólf 986, Alwiya, Al Sadoon Park Area, Bagdad, Írak.
24. DIRECTORATE-GENERAL OF GOVERNORATE ELECTRICITY DISTRIBUTION. Heimilisfang:
pósthólf, 20107, New Baghdad Aqaba Bin Nafii Square, Bagdad, Írak.
25. DIRECTORATE-GENERAL OF MEDICAL SUPPLIES (einnig þekkt sem DIRECTORATEGENERAL OF MEDICAL APPLIANCES). Heimilisföng: a) pósthólf 17041, Bagdad, Írak, b) pósthólf
17014, Al-Hurriya, Bagdad, Írak.
26. DIRECTORATE-GENERAL OF MINOR PROJECTS AND RURAL ELECTRIFICATION.
Heimilisfang: pósthólf 788, Al-Karradah Al-Sharkiya, Arasat Al-Hindiya no. 81, Building No 137/327,
Bagdad, Írak.
27. DIRECTORATE OF TRAINING CENTRE FOR IRON AND STEEL. Heimilisfang: pósthólf 421,
Basrah Khor Al-Zubair, Basra, Írak.
28. DIRECTORATE OF TRANSFORMERS PROJECT. Heimilisfang: pósthólf 21, Baquba, Diala, Írak.
29. DIWANIYA STATE COTTON TEXTILE COMPANY (einnig þekkt sem DIWANIYA COTTON
STATE COMPANY). Heimilisföng: a) pósthólf 79, Diwaniya, Qadisiya, Írak, (b) pósthólf 15,
Diwnaniyah, Írak.
30. ELECTRONIC INDUSTRIAL COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 11359, Za'afaraniya, Bagdad, Írak.
31. FACTORY OF MANUFACTURING SPARE PARTS FOR AGRICULTURAL MACHINERY.
Heimilisfang: Karh - Otaefia, nærri stálbrúnni, Bagdad, Írak.
32. FINE TEXTILE STATE COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 2, Hilla, Írak.
33. GENERAL AGRICULTURAL ESTABLISHMENT IN DALMAG. Heimilisfang: Ahrar, Kut, Írak.
34. GENERAL AGRICULTURAL ORGANISATION IN KHALIS. Heimilisfang: pósthólf 564, Al-Khalis,
Diala Muhafadha, Al-Khalis, Írak.
35. GENERAL ESTABLISHMENT FOR AGRICULTURAL ORGANISATIONS. Heimilisfang: pósthólf
21015, Battawin, Bagdad, Írak.
36. GENERAL ESTABLISHMENT FOR BAKERIES AND OVENS (einnig þekkt sem GENERAL
ESTABLISHMENT OF BAKERIES AND OVENS). Heimilisföng: a) Al Nidhal Street, nærri Saddoun
Park, pósthólf 109, Bagdad, Írak, b) Milla, Írak, c) Basra, Írak, d) Kerbala, Írak, e) Diwaniya, Írak, f)
Najaf, Írak, g) Mosul, Írak, h) Arbil, Írak, i) Kirkuk, Írak, j) Nasiriya, Írak, j) Samawa, Írak, k) Baquba,
Írak, m) Amara, Írak, n) Sulaimaniya, Írak, o) Dohuk, Írak.
37. GENERAL ESTABLISHMENT FOR DESIGNS AND RESEARCH. Heimilisfang: pósthólf 6061,
Aamiriya, 7 Nisan, Aamiriya, Írak.
38. GENERAL ESTABLISHMENT FOR FLOUR MILLS (einnig þekkt sem STATE ENTERPRISE OF
FLOUR MILLS). Heimilisföng: a) pósthólf 170, inngangur að Hurriyah City, Bagdad, Írak, b) 17011,
inngangur að Huriah City, Bagdad, Írak.
39. GENERAL ESTABLISHMENT FOR GRAIN TRADING (einnig þekkt sem a) GRAIN BOARD OF
IRAQ, b) STATE ORGANISATION OF GRAIN). Heimilisföng: a) pósthólf 329, Bab Al MouadhamMidan, Bagdad, Írak, b) pósthólf 2261, Allque, Irkheta, Karada Al-Shakira, Bagdad, Írak.
40. GENERAL ESTABLISHMENT FOR HOSPITALITY AFFAIRS. Heimilisfang: pósthólf 240, Hay AlWihda, Al-Wathik Square, Bagdad, Írak.
41. GENERAL ESTABLISHMENT FOR MAIN OUT PALL DRAIN. Heimilisfang: pósthólf 113,
Nassiriyah, Írak.
42. GENERAL ESTABLISHMENT FOR STATE FARMS. Heimilisfang: pósthólf 21035, General Ramadi
Street, inngangur að Agaruf Street, Bagdad, Írak.
43. GENERAL ESTABLISHMENT FOR THARTHAR PROJECT. Heimilisfang: pósthólf 21, Fallouja,
Írak.
44. GENERAL ESTABLISHMENT FOR TRANSPORT OF GENERAL CARGO (einnig þekkt sem STATE
ENTERPRISE FOR GENERAL CARGO TRANSPORT). Heimilisföng: a) A H Al Baghdadi Building,
Jumhouriya St., nærri Khullani Square, pósthólf 5745, Bagdad, Írak, b) pósthólf 5745, Al Jumhurya,
bygging nr. 33, Bagdad, Írak.
45. GENERAL ESTABLISHMENT FOR TRAVEL AND TOURIST SERVICES. Heimilisfang: pósthólf
10028, Karrada, nr. 19, Hay Al-Wadha, Mahala (904), Bagdad, Írak.
46. GENERAL ESTABLISHMENT FOR WOOLLEN TEXTILE (einnig þekkt sem WOOLLEN TEXTILE
STATE COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 9114, Khadhumiya, Bagdad, Írak.
47. GENERAL ORGANISATION FOR AGRICULTURAL PRODUCE TRADING. Heimilisfang: pósthólf
1033, Al-Tahreer Square, South Gate, Bagdad, Írak.
48. IDLEB COMPANY FOR SPINNING. Heimilisfang: pósthólf 9, Idleb, Írak.
49. IDRISI CENTRE FOR ENGINEERING CONSULTANCY (ICEC). Heimilisfang: Museum Square,
Karkh, pósthólf 14077, Bagdad, Írak.
50 .INDUSTRIAL COMPLEX – DIALA. Heimilisfang: pósthólf 7, Baquba, Diala, Írak.
51. INDUSTRIAL COMPLEX IN BAQUBA. Heimilisfang: Khan Al Pasha Building, Samawal Street,
pósthólf 5819, Bagdad, Írak.
52. IRAQI BICYCLES & METAL TUBINGS COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 1176 Al-Mahmoudya,
Al-Mamoudya, Bagdad, Írak.
53. IRAQI BROADCASTING AND TELEVISION ESTABLISHMENT. Heimilisfang: Broadcasting & TV
Building, Salihiya, Karkh, Bagdad, Írak.
54. IRAQI CEMENT STATE ENTERPRISE. Heimilisfang: Muaskar Al Rashid Street, pósthólf 2050,
Alwiyah, Bagdad, Írak.
55. IRAQI COMPANY FOR CARTON MANUFACTURIES. Heimilisfang: pósthólf 29029, Za'Faraniya,
Bagdad, Írak.
56. IRAQI FAIRS ADMINISTRATION. Heimilisfang: Baghdad International Fair, Al Mansour, pósthólf
6188, Bagdad, Írak.
57. IRAQI LIFE INSURANCE COMPANY. Heimilisföng: a) Aqaba Bin Nafie Square, pósthólf 989,
Bagdad, Írak, b) pósthólf 989, Karradah Al Sharkiya, Bagdad, Írak.
58. IRAQI NATIONAL OIL COMPANY (INOC), þar með talinn dótturfyrirtæki þess og hlutdeildarfélög:
CENTRAL PETROLEUM ESTABLISHMENT; NORTHERN PETROLEUM ORGANISATION;
SOUTHERN PETROLEUM ORGANISATION; STATE ESTABLISHMENT FOR EXPLORATION
OF OIL AND GAS; GAS AND STATE ESTABLISHMENT OF OIL TANKERS. Heimilisföng: (a)
Jumhuriya Street, Khullani Square, pósthólf 476, Bagdad, Írak, b) pósthólf 1, Kirkuk, Írak, c) pósthólf
240, Basra, Írak.
59. IRAQI NEWS AGENCY. Heimilisfang: 28 Nissan Complex, Al Salihiya, Bagdad, Írak.
60. IRAQI OIL TANKERS COMPANY (einnig þekkt sem IRAQI OIL TANKERS ENTERPRISE).
Heimilisfang: pósthólf 37, Basra, Írak.
61. IRAQI REFRESHMENT COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 2339, Alwiyah, Za'Faraniya, Industrial
Area, Bagdad, Írak.
62. IRAQI STATE ENTERPRISE FOR FOODSTUFFS TRADING, heimilisfang: pósthólf 548, Bagdad,
Írak.
63. IRAQI STATE EXPORT ORGANISATION. Heimilisfang: pósthólf 5670, Sadoon Street, Bagdad, Írak.
64. IRAQI STATE IMPORT ORGANISATION (einnig þekkt sem IRAQI STATE ORGANISATION OF
IMPORTS). Heimilisfang: pósthólf 5642, Al Masbah, Hay Babile Area, 29 Street 16 Building no. 5,
Bagdad, Írak.
65. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: Al Nawab Street, Khadhumiya, pósthólf 9106, Bagdad, Írak.
66. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisföng: a) Karrada Al Sharkiya, Nadhimiya, pósthólf 10026, Bagdad, Írak, b)
pósthólf 10026, Jumhuriya Street, Khallani Square, Bagdad, Írak.
67. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 17, Al Masbah, Bagdad, Írak.
68. KUT COTTON TEXTILE STATE COMPANY (einnig þekkt sem a) TRAINING CENTRE FOR
TEXTILE INDUSTRIES/KUT, b) KUT INDUSTRIAL COMPANY). Heimilisföng: a) pósthólf 25, Kut,
Írak, Kut Opp, Al-Zahra Town, Írak, b) pósthólf 5613, South Gate, Kut, Írak.
69. LIGHT INDUSTRIES COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 164 Baghdad, Za'Afaraniya, Bagdad, Írak.
70. LOGARCHEO S.A. (einnig þekkt sem LOGARCHEO AG). Heimilisfang: Chemin du Carmel, 1661 Le
Paquier-Montbarry, Sviss. Aðrar upplýsingar: Sambandsnúmer: CH-2 17-0-431-423-3 (Sviss).
71. MAYSAN SUGAR STATE ENTERPRISE. Heimilisföng: a) pósthólf 9, Amara, Maysan, Írak, b)
pósthólf 3028, Maysan, Írak.
72. MECHANICAL TRAINING CENTRE/NASSIRIYA. Heimilisfang: pósthólf 65, Nassiriyah, Nassiriyah,
Írak.
73. MEDICAL CITY ESTABLISHMENT. Heimilisfang: Bagdad, Írak.
74. MIDCO FINANCIAL, S.A. (einnig þekkt sem MIDCO FINANCE, S.A.). Aðrar upplýsingar:
Sambandsnúmer CH-660-0-469-982-0 (Sviss).
75. MINISTRY OF OIL (IRAQ). Heimilisfang: pósthólf 6178, Bagdad, Írak.
76. MINISTRY OF YOUTH, DIRECTORATE-GENERAL OF PLANNING AND FOLLOW UP, IMPORT
SECTION. Heimilisfang: pósthólf 19055, Palestine Street, nærri Al-Shaab leikvanginum, Bagdad, Írak.
77. MISHRAQ SULPHUR STATE ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 54, Al Ishraq-Ninawa, Mosul,
Írak.
78. MODERN PAINT INDUSTRIES COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 2436, Alwiyah, Bagdad, Írak.
79. MONTANA MANAGEMENT, INC Heimilisfang: Panama.
80. MOSUL BUILDING MATERIALS STATE COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 13, Bagdad, Írak.
81. MOSUL STATE COMPANY FOR TEXTILE. Heimilisfang: pósthólf 18, Mosul, Írak.
82. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 42, Gizlany Street, Mosul, Írak.
83. NAHRAWAN AGRICULTURAL ESTABLISHMENT. Heimilisfang: pósthólf 20195, New Baghdad,
Nahrawan, Bagdad, Írak.
84. NASSIRITYAH THERMAL POWER STATION. Heimilisfang: pósthólf 31, Nassiriyah, Írak.
85. NATIONAL CENTRE FOR ENGINEERING AND ARCHITECTURAL CONSULTANCY.
Heimilisfang: Rashid Street, pósthólf 11387, Bagdad, Írak.
86. NATIONAL CHEMICAL AND PLASTIC COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 2302, Alwiya/Baghdad
Za'afaraniya, Bagdad, Írak.
87. NATIONAL COMPANY FOR FOOD INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 3210 Baghdad,
Za'Afaraniya, Bagdad, Írak.
88. NATIONAL COMPUTER CENTRE. Heimilisfang: pósthólf 3267, Saadoun Nafoora Square, Bagdad,
Írak.
89. NATIONAL ENTERPRISE FOR EQUIPMENT MARKETING AND MAINTENANCE. Heimilisfang:
pósthólf 12014 Baghdad, Za'Afaraniya, Bagdad, Írak.
90. NATIONAL HOUSE FOR PUBLISHING, DISTRIBUTING AND ADVERTISING. Heimilisfang: Al
Jamhuria Street, Bagdad, Írak.
91. NATIONAL INSURANCE COMPANY [IRAQ]. Heimilisföng: a) Khullani Street, pósthólf 248,
Bagdad, Írak, b) Aman Building, Khullani Square, Bagdad, Írak.
92. NATIONAL STATE COMPANY FOR TEXTILE. Heimilisfang: pósthólf 5664, Khadhumia, Bagdad,
Írak.
93. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 6, Arbil, Írak.
94. NENAWA GENERAL STATE ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 13, Mosul, Írak.
95. NEW CONSTRUCTION MATERIALS INDUSTRIES COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 5603
Baghdad, Tahreer Square, Bagdad, Írak.
96. NORTH REFINERIES COMPANY. Heimilisfang: Baiji, Írak.
97. NORTHERN CEMENT PUBLIC ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 1, Sulaimaniya, Írak.
98. NORTHERN CEMENT STATE ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 1, Sulaimaniyah, Írak.
99. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisföng: a) Saddoun St., Bagdad, Írak, b) pósthólf 5982, Al-Masbah, Bagdad, Írak.
100. RAFIDAIN STATE ORGANISATION FOR IRRIGATION PROJECTS. Heimilisfang: a) pósthólf
14186, Baghdad-Bab-Al-Mu'adham, nærri Engineering College, Bagdad, Írak.
101. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 11230, Hindiya, Babýlon, Írak.
102. READY MADE CLOTHES CO. SA Heimilisfang: pósthólf 5769, Baghdad, Masbah - Arasat AlHindiya, Bagdad, Írak.
103. SARCHINAR STATE CEMENT ENTERPRISE. Heimilisfang: pósthólf 1, Sarchina, Sulaimaniya, Írak.
104. SOUTH REFINERIES COMPANY. Heimilisfang: Basra, Írak.
105. SOUTHERN CEMENT ENTERPRISE (einnig þekkt sem SOUTHERN CEMENT STATE
ENTERPRISE). Heimilisfang: pósthólf 5, Bagdad, Írak.
106. SPECIALISED INSTITUTE FOR ENGINEERING INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 5798, South
Gate, Al-Jumhuriyah St., Building No. 192, Bagdad, Írak.
107. STATE AGRICULTURAL ESTABLISHMENT IN ISHAQI. Heimilisfang: Dujail - Salah Eldin, Írak.
108. STATE AGRICULTURAL ESTABLISHMENT IN MUSSAYIB. Heimilisfang: Mussayib Establishment, Babýlon, Írak.
109. STATE BATTERY MANUFACTURING ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem STATE BATTERY
MANUFACTURING ENTERPRISE). Heimilisfang: pósthólf 190, Al-Waziriyah, Safi El-Din, Al-Hilli
St., Bagdad, Írak.
110. STATE COMPANY FOR DRUGS AND MEDICAL APPLIANCES (einnig þekkt sem a) GENERAL
ESTABLISHMENT FOR DRUGS & MEDICAL APPLICANCES, b) KIMADIA), heimilisfang:
Mansour City, pósthólf 6138, Bagdad, Írak.
111. STATE COMPANY FOR ELECTRICAL INDUSTRIES (einnig þekkt sem a) STATE ENTERPRISE
FOR ELECTRICAL INDUSTRIES, b) STATE ENTERPRISE FOR ELECTRICAL
INDUSTRIES/ELECTRICAL LAMPS, c) STATE ENTERPRISE FOR GENERATION AND
TRANSMISSION OF ELECTRICITY). Heimilisföng: a) pósthólf 1118, Waziria, Bagdad, Írak, b)
pósthólf 9145, Al-Kadhmiyah, Al-Taji, Bagdad, Írak; c) 4/356 Al Masbah Building, pósthólf 1098,
Bagdad, Írak.
112. STATE COMPANY FOR FAIRS AND COMMERCIAL SERVICES. Heimilisfang: Baghdad Al Nidal
Street, pósthólf -5760, Bagdad, Írak.
113. STATE COMPANY FOR MACHINERY (einnig þekkt sem GENERAL ESTABLISHMENT FOR
MACHINERY AND IMPLEMENT REPAIR). Heimilisföng: a) Sara Camp, pósthólf 2218, Bagdad,
Írak, b) pósthólf 12050, Al-Doura, Bagdad, Írak.
114. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisföng: a) Ministry of Oil Complex, Port Said St., pósthólf 198, Bagdad, Írak, b) pósthólf
198, Sadoon St., Bagdad, Írak.
115. STATE COMPANY FOR PLASTIC BAGS INDUSTRIES IN TIKRIT. Heimilisfang: pósthólf 12,
Muhafadha Salah Aldin, Tikrit, Írak.
116. STATE CONTRACTING BUILDINGS COMPANY (einnig þekkt sem STATE COMPANY FOR
BUILDING CONTRACTS). Heimilisfang: pósthólf 19036, Al Nahda Area, Bagdad, Írak.
117. STATE CONTRACTING INDUSTRIAL PROJECTS COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 5784,
Bagdad, Írak.
118. STATE CONTRACTING BUILDINGS COMPANY (einnig þekkt sem STATE COMPANY FOR
BUILDING CONTRACTS). Heimilisfang: pósthólf Box 22072, Al-Nahtha, nærri Sharki Baghdad
Station, Bagdad, Írak.
119. STATE CONTRACTING WATER AND SEWAGE PROJECTS COMPANY (einnig þekkt sem a)
STATE ORGANISATION FOR WATER AND SEWAGE, b) GENERAL ESTABLISHMENT FOR
WATER AND SEWAGE PROJECTS, c) GENERAL ESTABLISHMENT FOR IMPLEMENTING
WATER AND SEWERAGE PROJECTS, d) GENERAL ESTABLISHMENT FOR OPERATION
WATER AND SEWERAGE PROJECTS). Heimilisföng: a) Street No. 52, Alwiya, pósthólf 5738,
Bagdad, Írak, b) pósthólf 1011, Basil Square, Bagdad, Írak; c) pósthólf 1011, Al Wathba Square, Bagdad,
Írak.
120. STATE ENGINEERING COMPANY FOR INDUSTRIAL DESIGN AND CONSTRUCTION.
Heimilisfang: Nidhal St., pósthólf 5614, Bagdad, Írak.
121. STATE ENTERPRISE FOR ALUMINUM SEMI PRODUCTS. Heimilisfang: pósthólf 38, Nassiriyah,
Írak.
122. STATE ENTERPRISE FOR ASBESTOS AND PLASTIC (einnig þekkt sem ASBESTOS AND
PLASTIC INDUSTRIES STATE ENTERPRISE). Heimilisfang: Zaafarania, Muasker Al-Rasheed,
pósthólf 2418, Bagdad, Írak.
123. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisfang: pósthólf 138, Iskandariya-Babýlon, Írak.
124. STATE ENTERPRISE FOR BRICKS INDUSTRIES. Heimilisföng: a) Khalid Bin Walid Street, Bagdad,
Írak, b) pósthólf 3007, St. 52, The Unity Square, Bagdad, Írak.
125. STATE ENTERPRISE FOR ASBESTOS AND PLASTIC (einnig þekkt sem ASBESTOS AND
PLASTIC INDUSTRIES STATE ENTERPRISE). Heimilisfang: pósthólf 44, Nassiriyah, Írak.
126. STATE ENTERPRISE FOR CONCRETE INDUSTRIES. Heimilisfang: Abu Ghraib, pósthólf 6188,
Bagdad, Írak.
127. STATE ENTERPRISE FOR ALUMINUM SEMI PRODUCTS. Heimilisfang: pósthólf 11183, Bagdad,
Írak.
128. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisföng: a) pósthólf 5689, Sara Khatoon Camp, Bagdad, Írak, b) pósthólf 2108, AlZa'afaraniya, Bagdad, Írak.
129. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisfang: pósthólf 271, Samara, Írak.
130. STATE ENTERPRISE FOR FERTILISER INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 74, Basra, Írak
131. STATE ENTERPRISE FOR GLASS AND CERAMIC INDUSTRIES. Heimilisfang: Ramadi, Al Anbar,
Írak.
132. STATE ENTERPRISE FOR GYPSUM INDUSTRIES. Heimilisföng: a) Nidhal Street, pósthólf 3176,
Bagdad, Írak, b) pósthólf 3176, Sa'doon St., Bagdad, Írak.
133. GENERAL ESTABLISHMENT FOR WOOLLEN TEXTILE (einnig þekkt sem WOOLLEN TEXTILE
STATE COMPANY). Heimilisfang: Al Nasir Square, Arbil, Írak.
134. STATE ENTERPRISE FOR IRON AND STEEL INDUSTRIES. Heimilisföng: a) Khor Al Zubair,
pósthólf 309, Basra, Írak, b) 438, Basrah Khor Al-Zubair, Basra, Írak.
135. STATE ENTERPRISE FOR IRRIGATION PROJECTS. Heimilisfang: Karantina, nærri Sarafiya Bridge,
Bagdad, Írak.
136. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisfang: Karrada Al Sharkiya, Hurriya Square, pósthólf 3079, Bagdad, Írak.
137. STATE ENTERPRISE FOR LIGHTWEIGHT CONCRETE AND SAND LIME BRICKS
INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 416, Bashrah, Kerbala, Írak.
138. STATE ENTERPRISE FOR MARKETING EQUIPMENT AND MAINTENANCE. Heimilisfang:
Daura, pósthólf 12014, Bagdad, Írak.
139. STATE ENTERPRISE FOR MECHANICAL INDUSTRIES. Heimilisföng: a) pósthólf 5763,
Iskandariya, Írak; b) pósthólf 367, Iskandariyah-Babylon sýslu, Írak.
140. STATE ENTERPRISE FOR PETROCHEMICAL INDUSTRIES. Heimilisfang: a) Khor Al Zubair,
pósthólf 933, Basra, Írak.
141. STATE ENTERPRISE FOR PHOSPHATES. Heimilisföng: a) pósthólf 5954, East Gate, Sadoon St.,
Bagdad, Írak, b) pósthólf 5954, South Gate, Al-Kaim, Anbar, Bagdad, Írak.
142. STATE ENTERPRISE FOR PULP AND PAPER INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 248, Hartha
District, Basra, Írak.
143. STATE ENTERPRISE FOR RAW BUILDING MATERIALS. Heimilisfang: pósthólf 5890, Alwiya,
nærri Unknown Soldier, Saadoun Street, Bagdad, Írak.
144. STATE ENTERPRISE FOR RUBBER INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 71, Diwnaniyah, Írak.
145. STATE ENTERPRISE FOR SALTS. Heimilisfang: pósthólf 2330, Alwiya, Unknown Soldier, Saadoun
Street, Bagdad, Írak.
146. STATE ENTERPRISE FOR SHOPPING CENTRES. Heimilisföng: a) pósthólf 3095, Al Wahda District,
Khalid Bin Al Waleed St., Bagdad, Írak, b) pósthólf 3095, Andalus Square, Baghdad, Írak.
147. STATE ENTERPRISE FOR TEXTILE AND SPINNING PRODUCTS IMPORTING AND
DISTRIBUTION (einnig þekkt sem STATE ORGANISATION FOR TEXTILE INDUSTRIES).
Heimilisföng: a) Al Zawria Building, Al Hindiya, pósthólf 5856, Bagdad, Írak, b) pósthólf 5817, AlNidhal St., Bagdad, Írak.
148. STATE ENTERPRISE FOR VEGETABLE OILS. Heimilisfang: pósthólf 2379, Karradah Al Sharkiya,
Bagdad, Írak.
149. STATE ENTERPRISE FOR WOOD INDUSTRIES. Heimilisföng: a) Abu Sukhair, pósthólf 20, Najaf,
Írak, b) Manadhira, Al-Najaf, Írak.
150. STATE ESTABLISHMENT OF AGRICULTURE IN DUJAILA / DUJAILA AGROINDUSTRIAL
COMPLEX. Heimilisfang: pósthólf Aioroba, K 29 Oroba, Kut, Írak.
151. STATE ESTABLISHMENT FOR AGRICULTURAL MARKETING. Heimilisfang: Eastern Karrda,
Bagdad, Írak.
152. STATE ESTABLISHMENT FOR HOUSING IMPLEMENTATION OF SOUTHERN AREA.
Heimilisfang: pósthólf 16, Misan, Írak.
153. STATE ESTABLISHMENT FOR IRAQI STORES. Heimilisfang: pósthólf 26, Rashid Street, Bagdad,
Írak.
154. STATE ESTABLISHMENT FOR OIL REFINING AND GAS PROCESSING. Heimilisfang: pósthólf
3069, Sa'doon St., Bagdad, Írak.
155. STATE ESTABLISHMENT FOR OIL TRAINING. Heimilisfang: pósthólf 6073, Al-Mansoor, Bagdad,
Írak.
156. STATE ESTABLISHMENT FOR PREFABRICATED BUILDINGS. Heimilisfang: pósthólf 9129,
Taji/Kadimiya, Bagdad, Írak.
157. STATE ESTABLISHMENT FOR SLAUGHTERING HOUSES. Heimilisfang: Dora, Bagdad, Írak.
158. STATE ESTABLISHMENT FOR THE MANAGEMENT OF TOURIST UTILITIES. Heimilisfang:
pósthólf 1113, Khalid Ibn Al-Waleed St., Bagdad, Írak.
159. STATE ESTABLISHMENT OF HADITHA DAM. Heimilisfang: Haklanya, Haditha, Írak.
160. STATE ESTABLISHMENT OF HEMREEN DAM. Heimilisfang: 6 Mukdadiya, Mukdadiya, Írak.
161. STATE ESTABLISHMENT OF HOUSING IMPLEMENTATION. Heimilisfang: pósthólf 7021, Karadt
Mariam, Bagdad, Írak.
162. STATE ESTABLISHMENT OF HOUSING IMPLEMENTATION IN RURAL AREAS. Heimilisfang:
pósthólf 7041, Uqba Bin Nafia Square, Bagdad, Írak.
163. STATE ESTABLISHMENT OF HOUSING IMPLEMENTATION OF NORTHERN AREA.
Heimilisfang: pósthólf 265, Majzarah, Kirkuk, Írak.
164. STATE ESTABLISHMENT OF MOSUL DAM. Heimilisfang: Ninewa Governorate, Mosul, Írak.
165. STATE ESTABLISHMENT OF SMALL DAMS AND REGULATORS. Heimilisfang: Sinak, Bagdad,
Írak.
166. STATE OIL MARKETING ORGANISATION. Heimilisfang: pósthólf 5118, Khanat Al-Jaysh, Bagdad,
Írak.
167. STATE ORGANISATION FOR AGRICULTURAL MARKETING. Heimilisfang: Karkh, Nisoor
Square, Bagdad, Írak.
168. STATE ORGANISATION FOR AGRICULTURAL MECHANISATION AND AGRICULTURAL
SUPPLIES (einnig þekkt sem (a) STATE ORGANISATION FOR AGRICULTURAL
MECHANISATION, (b) STATE ESTABLISHMENT FOR AGRICULTURAL MECHANISATION, (c)
CENTRE FOR AGRICULTURAL MECHANISATION, (d) STATE ESTABLISHMENT FOR
AGRICULTURAL SUPPLIES). Heimilisföng: a) pósthólf 26028, Waziriya, opp Al Bakr University,
Bagdad, Írak, b) pósthólf 96101, Abu Nuvas St., Bagdad, Írak, c) pósthólf 26061, Al Wazeria, Bagdad,
Írak, Swaira-Hafria, Wasst Muhafadha, Írak, d) pósthólf 1045, Waziriyah, Bagdad, Írak.
169. STATE ORGANISATION FOR ANIMAL PRODUCTION. Heimilisfang: Zafaraniya Area, nærri Post
Office, Bagdad, Írak, pósthólf 3073, Karadde Charkieya/Erkhaita, Bagdad, Írak.
170. STATE ORGANISATION FOR BUILDINGS (einnig þekkt sem a) STATE ORGANISATION OF
BUILDING, b) DESIGN AND STUDIES SECTION, c) GENERAL ESTABLISHMENT OF
BUILDINGS FOR CENTRAL REGION, d) GENERAL ESTABLISHMENT OF BUILDINGS FOR
NORTHERN REGION, e) GENERAL ESTABLISHMENT OF BUILDINGS FOR SOUTHERN
REGION). Heimilisföng: a) Museum Square, Karkh, Bagdad, Írak, b) Mosul, left side, near Al Hurya
Bridge, pósthólf 368, Bagdad, Írak, c) Karkh, Karadat Mariam, Bagdad, Írak, d) Maysan, Írak.
171. STATE ORGANISATION FOR CHEMICAL INDUSTRIES. Heimilisfang: Jumhiriya St., Khullani
Square, pósthólf 5424, Bagdad, Írak.
172. STATE ORGANISATION FOR CONSTRUCTION INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 2101,
Masbeh Square, Bagdad, Írak.
173. STATE ORGANISATION FOR ELECTRICITY (einnig þekkt sem a) STATE ORGANISATION OF
ELECTRICITY, SOUTHERN ELECTRICAL REGION, b) STATE ORGANISATION OF
ELECTRICITY / DEPARTMENT OF COMPUTING AND STATISTICS). Heimilisföng: a) Off
Jumhuriya St/Building 166, Nafoora Square, pósthólf 5796, Bagdad, Írak, b) pósthólf 230, Basra, Írak, c)
pósthólf 14171, Al Jumhurya, Building No. 9, Bagdad, Írak.
174. STATE ORGANISATION FOR ENGINEERING INDUSTRIES. Heimilisföng: a) Ministry of Industry
Building, Al Nidal St., pósthólf 5614, Bagdad, Írak, b) pósthólf 3093, Tayaran Square, Bagdad, Írak.
175. STATE ORGANISATION FOR FISHERIES (einnig þekkt sem a) STATE FISHERIES
ORGANISATION, b) STATE ENTERPRISE FOR SEA FISHERIES, c) STATE ENTERPRISE FOR
INLAND FISHERIES). Heimilisföng: a) pósthólf 3296, near Aqaba Bin Nafa Square, Bagdad, Írak, b)
pósthólf 260, Basra, Írak.
176. STATE ORGANISATION FOR FOOD INDUSTRIES. Heimilisfang: pósthólf 2301, Alwiya, Camp
Sarah Khatoon, Bagdad, Írak.
177. STATE ORGANISATION FOR INDUSTRIAL DEVELOPMENT. Heimilisfang: Khullani Square,
Khulafa St., Bagdad, Írak.
178. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisföng: a) Northgate, Karanteena, pósthólf 148, Bagdad, Írak; b) Al-Muadham, near
Engineering College, pósthólf 14186, Bagdad, Írak.
179. STATE ORGANISATION FOR LAND RECLAMATION (einnig þekkt sem a) GENERAL
ESTABLISHMENT FOR PLANTATION AND DEVELOPMENT OF THE RECLAIMED LANDS, b)
GENERAL ESTABLISHMENT FOR EXECUTION OF LAND RECLAMATION CONTRACTS, c)
GENERAL ESTABLISHMENT FOR LAND RECLAMATION OF CENTRAL AND NORTHERN
AREAS, d) GENERAL ESTABLISHMENT FOR LAND RECLAMATION OF SOUTHERN AREAS).
Heimilisföng: a) Amiriya, Abu Gharib, pósthólf 6161, Bagdad, Írak, b) pósthólf 6061, Aamrlya 7, Nisan,
Írak, c) pósthólf 609, Al-Sadoon St., Bagdad, Írak, d) pósthólf 27, Wasit Province, Kut, Írak.
180. STATE ORGANISATION FOR MINERALS. Heimilisfang: pósthólf 2330, Sadoon Street, Bagdad, Írak.
181. STATE ORGANISATION FOR OIL PRODUCTS AND GAS DISTRIBUTION (einnig þekkt sem
STATE ORGANISATION FOR DISTRIBUTION OF OIL PRODUCTS AND GAS). Heimilisfang:
Khayam Cinema St., Southgate, pósthólf 302, Bagdad, Írak.
182. STATE ORGANISATION FOR ROADS AND BRIDGES (einnig þekkt sem a) STATE
ESTABLISHMENT OF BRIDGES CONSTRUCTION, b) STATE ESTABLISHMENT FOR MIDDLE
AREA (ROADS), c) STATE ESTABLISHMENT OF CONSTRUCTION OF ROADS (SOUTHERN
AREA), d) STATE ESTABLISHMENT OF CONSTRUCTION OF ROADS (NORTHERN AREA), e)
STATE ESTABLISHMENT OF CONSTRUCTION OF ROADS (MIDDLE AREA AROUND
ELPHURATE), f) STATE ESTABLISHMENT OF EXPRESSWAY ROADS). Heimilisföng: a)
Karradat Mariam, Karkh, pósthólf 917, Bagdad, Írak, b) Nassiryah, Írak, c) Kirkuk, Írak, d) Hilla, Írak, e)
Yousufia, Írak.
183. STATE ORGANISATION FOR TECHNICAL INDUSTRIES. Heimilisfang: Khullani St., Bagdad, Írak.
184. STATE ORGANISATION FOR TOURISM. Heimilisföng: a) pósthólf 2387, Alwiyah, Saadoon St.,
Karrada Al Basra, Bagdad, Írak, b) Al-Masbah, near Al Fatih Square, Bagdad, Írak.
185. STATE ORGANISATION OF HOUSING. Heimilisfang: pósthólf 5824, Jumhuriya Street, Bagdad, Írak.
186. STATE SEWING COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 14007, Waziriyah, Bagdad, Írak.
187. STATE STEEL PIPES COMPANY. Heimilisfang: pósthólf 352, Um Qasr, Basra, Írak.
188. STATE TRADE ORGANISATION FOR CAPITAL GOODS, D. Heimilisföng: a) Al Ljtimai Building,
Jumhuriya St. (Al Khullani Square), pósthólf 5948, Bagdad, Írak, b) 235/306 Husam Aldin St., near AlFateh Square, Bagdad, Írak.
189. STATE TRADE ORGANISATION FOR CONSUMER GOODS. Heimilisföng: a) Al Masbah Area,
Aqaba Ibn Nafaa Square, Bagdad, Írak, b) pósthólf 322, Al-Masbah, Bagdad, Írak.
190. STATE TRADING COMPANY FOR CONSTRUCTION MATERIALS. Heimilisföng: a) pósthólf 602-
5720, Bagdad, Írak, b) Al-Karradah Al Sharkiya, pósthólf 5720, Bagdad, Írak.
191. STATE TRADING ENTERPRISE FOR EQUIPMENT AND HAND TOOLS. Heimilisföng: a) Khalid
Al Bin Al Waleed St., pósthólf 414, Bagdad, Írak, b) Camp Sarah, New Baghdad St., Bagdad, Írak.
192. STATE TRADING ENTERPRISE FOR MACHINERY. Heimilisfang: pósthólf 2218, Camp Sarah,
Bagdad, Írak.
193. RAFIDAIN COMPANY FOR BUILDING DAMS (einnig þekkt sem STATE ORGANIZATION FOR
DAMS). Heimilisfang: Saadoun St., pósthólf 3164, Bagdad, Írak.
194. STEEL AND TIMBER STATE ENTERPRISE (einnig þekkt sem STATE TRADING ENTERPRISE
FOR STEEL AND TIMBER). Heimilisfang: Arasat Al Hindya St., Salman Daoud Al Haydar Building,
pósthólf 602, Bagdad, Írak.
195. IRAQI TEXTILE STATE ESTABLISHMENT (einnig þekkt sem IRAQI STATE TEXTILE
COMPANY). Heimilisfang: pósthólf 5, Sulaimaniyah, Írak.
196. TAJI INDUSTRIAL COMPLEX. Heimilisfang: pósthólf 526, Baghdad/Alwyiyah Kadhmiyah/Taji,
Bagdad, Írak.
197. VOCATIONAL TRAINING CENTRE FOR ENGINEERING AND METALLIC INDUSTRIES (einnig
þekkt sem VOCATIONAL TRAINING CENTRE FOR ENGINEERING). Heimilisfang: IskandariyaBabil, Írak.
198. WOOLLEN INDUSTRIES FACTORY OF ARBIL (einnig þekkt sem WOOLLEN TEXTILE STATE
COMPANY IN ARBIL). Heimilisfang: pósthólf 101, Arbil, Írak.
199. WOOLLEN INDUSTRIES FACTORY OF ARBIL (einnig þekkt sem WOOLLEN TEXTILE STATE
COMPANY IN ARBIL). Heimilisfang: pósthólf 108, Nassiriyah, Írak.
2. Bæta skal við eftirfarandi einstaklingum:
1. Hikmat Jarjes Bahnam (falskt nafn Hikmat Gargees). Heimilisfang: Bagdad, Írak. Nr. vegabréfs 035667
(íraskt).
2. Tarik Nasser S. Al Obaidi (fölsk nöfn a) Tarik al'Ubaydi, b) Tariq al'Ubaydi). Heimilisfang: Bagdad,
Írak. nr. vegabréfs 212331 (íraskt).
3. Khalaf M. M. Al-Dulaymi (falskt nafn Khalaf Al Dulaimi). Fæðingardagur og -ár: 25. janúar 1932. Nr.
vegabréfs H0044232 (íraskt).
4. Adnan S. Hasan Ahmed (fölsk nöfn a) Hasan Ahmed S. Adnan, b) Ahmed Sultan). Heimilisfang:
Amman, Jórdaníu.
5. Munir Al Qubaysi (fölsk nöfn a) Munir Al-Kubaysi, b) Muneer Al-Kubaisi, c) Munir Mamduh Awad, d)
Munir A. Awad). Heimilisfang: Sýrland. Ríkisfang: íraskur.
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1086/2004
frá 9. júní 2004
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og
fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir lögaðilar, opinberir aðilar, fyrirtæki, stofnanir og rekstrareiningar fyrrum ríkisstjórnar Íraks sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, stofnanir eða rekstrareiningar sem tengjast einræðisstjórn Saddams Husseins fyrrum forseta og frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 2. júní 2004 ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir að breyta listanum yfir þá einstaklinga sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um, þ.e. Saddam Hussein og aðra háttsetta embættismenn fyrrum einræðisstjórnar Íraks, nánustu aðstandendur þeirra og rekstrareiningar í eigu eða sem lúta yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. Því ber að breyta IV. viðauka til samræmis við það.
- Nauðsynlegt er að færa fimm færslur úr III. viðauka í IV. viðauka og breyta tveimur þeirra.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
- III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt í samræmi við I. viðauka við reglugerð þessa.
- IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt í samræmi við II. viðauka við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 9. júní 2004.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Christopher Patten
framkvæmdastjóri.
________________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 924/2004
(Stjtíð. ESB L 163, 30.4.2004, bls. 100).
I. VIÐAUKI
III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
Eftirfarandi einstaklingar skulu fjarlægðir af skránni:
1) Hikmat Jarjes Bahnam (einnig þekktur undir nafninu Hikmat Gargees). Heimilisfang: Bagdad, Írak. Nr.
vegabréfs 035667 (íraskt).
2) Tarik Nasser S. Al Obaidi (fölsk nöfn a) Tarik al'Ubaydi, b) Tariq al'Ubaydi). Heimilisfang: Bagdad, Írak.
Nr. vegabréfs 212331 (íraskt).
3) Khalaf M. M. Al-Dulaymi (einnig þekktur undir nafninu Khalaf Al Dulaimi). Fæðingardagur og -ár: 25.
janúar 1932. Nr. vegabréfs H0044232 (íraskt).
4) Adnan S. Hasan Ahmed (fölsk nöfn a) Hasan Ahmed S. Adnan, b) Ahmed Sultan). Heimilisfang: Amman,
Jórdaníu.
5) Munir Al Qubaysi (fölsk nöfn a) Munir Al-Kubaysi, b) Muneer Al-Kubaisi, c) Munir Mamduh Awad, d)
Munir A. Awad). Heimilisfang: Sýrland. Ríkisfang: íraskur.
II. VIÐAUKI
IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
1. Bæta skal við eftirfarandi einstaklingum:
1) Asil Sami Mohammad Madhi Tabrah (einnig þekktur undir nafninu Asil Tabra). Fæðingardagur og -ár: 6.
júní 1964. Fæðingarstaður: Írak. Ríkisfang: íraskur.
2) Adib Shaban Al-Ani (fölsk nöfn a) Dr. Adib Sha’ban, b) Adib Shaban). Fæðingardagur og -ár: 1952.
Ríkisfang: íraskur.
3) Dr. Sahir Berhan (fölsk nöfn a) Dr. Sahir Barhan, b) Saher Burhan Al-Deen, c) Sahir Burhan). Fæðingardagur og -ár: 1967. Heimilisfang: a) Bagdad, Írak, b) Sameinuðu arabísku furstadæmin. Ríkisfang:
íraskur.
4) Maki Mustafa Hamudat (fölsk nöfn a) Maki Hamudat, b) Mackie Hmodat, c) General Maki Al-Hamadat,
d) Macki Hamoudat Mustafa). Fæðingardagur og -ár: u.þ.b. 1934. Heimilisfang: Mosul, Írak. Ríkisfang:
íraskur.
5) Roodi Slewa (fölsk nöfn a) Rudi Slaiwah, b) Rudi Untaywan Slaywah, c) Rudi Saliwa). Ríkisfang: íraskur.
Nr. 851 9. júlí 2015
6) Nabil Victor Karam. Fæðingardagur og -ár: 1954. Heimilisföng: a) C/o Trading and Transport Services,
Al-Razi Medical Complex, Jabal Al-Hussein, Amman, Jórdaníu, b) C/o Alfa Company Limited for
International Trading and Marketing, pósthólf 9196606, Amman, Jórdaníu. Ríkisfang: líbanskur.
7) Hikmat Jarjes Bahnam (einnig þekktur undir nafninu Hikmat Gargees). Heimilisfang: Bagdad, Írak. Nr.
vegabréfs 035667 (íraskt).
8) Tarik Nasser S. Al Obaidi (fölsk nöfn a) Tarik al'Ubaydi, b) Tariq al'Ubaydi). Fæðingardagur og -ár:
1945. Fæðingarstaður: Bagdad, Írak. Heimilisfang: Bagdad, Írak. Nr. vegabréfs 212331 (íraskt).
9) Khalaf M. M. Al-Dulaymi (einnig þekktur undir nafninu Khalaf Al Dulaimi). Fæðingardagur og -ár: 25.
janúar 1932. Nr. vegabréfs H0044232 (íraskt).
10) Adnan S. Hasan Ahmed (fölsk nöfn a) Hasan Ahmed S. Adnan, b) Ahmed Sultan). Heimilisfang: Amman,
Jórdaníu.
11) Munir Al Qubaysi (fölsk nöfn a) Munir Al-Kubaysi, b) Muneer Al-Kubaisi, c) Munir Awad, d) Munir A.
Awad). Fæðingardagur og -ár: 1966. Fæðingarstaður: Heet, Írak. Heimilisfang: Sýrland. Ríkisfang:
íraskur.
2. Bæta skal við eftirfarandi lögaðilum, stofnunum eða rekstrareiningum:
1) ALFA COMPANY LIMITED FOR INTERNATIONAL TRADING AND MARKETING (einnig þekkt
sem a) ALFA TRADING COMPANY, b) ALFA INVESTMENT AND INTERNATIONAL TRADING).
Heimilisfang: pósthólf 910606, Amman, Jórdaníu.
2) TRADING AND TRANSPORT SERVICES COMPANY, LTD. Heimilisföng: a) Al-Razi Medical
Complex, Jabal Al-Hussein, Amman, Jórdaníu, b) pósthólf 212953, Amman, Jórdaníu, c) pósthólf
910606, Amman, Jórdaníu
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 1412/2004
frá 3. ágúst 2004
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 60. og 301. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu ráðsins 2004/553/SSUÖ frá 19. júlí 2004 um breytingu á sameiginlegri
afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og reglugerð (EB) nr. 1210/2003 (2) er tilteknum íröskum fjármunum og vörum veitt ákveðin friðhelgi frá málsókn og fullnusturáðstöfunum sem skal gilda fram til 31. desember 2007.
- Ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1546 (2004) kveður á um að friðhelgi, sem gildir um útflutning Íraks á jarðolíu og Þróunarsjóð Íraks, gildi ekki um endanlega dóma sem rekja má til samningsbundinna skuldbindinga sem Írak stofnar til eftir 30. júní 2004.
- Hinn 28. júní 2004 fór bráðabirgðasamsteypustjórnin frá völdum og Írak varð aftur fullvalda ríki.
- Með sameiginlegri afstöðu 2004/495/SSUÖ er samsvarandi ákvæðum sameiginlegrar afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak breytt til samræmis við ályktun nr. 1546 (2004).
- Breyta ber reglugerð (EB) nr. 1210/2003 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi málsgrein bætist við 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 1210/2003:
„3. Ákvæði a-, b- og d-liðar 1. mgr. gilda ekki um málarekstur er varðar samningsbundnar skuldbindingar sem Írak hefur stofnað til, þ.m.t. einkum bráðabirgðaríkisstjórnin, Seðlabanki Íraks og Þróunarsjóður Íraks, eftir 30. júní 2004, né um nokkra endanlega dóma sem rekja má til slíkra samningsbundinna skuldbindinga.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 3. ágúst 2004.
Fyrir hönd ráðsins,
B. Bot
forseti.
______________________
(1) Stjtíð. ESB L 246, 20.7.2004, bls. 32.
(2) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr.
1086/2004 (Stjtíð. ESB L 207, 10.6.2004, bls. 10).
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1087/2005
frá 8. júlí 2005
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á
efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), einkum
b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, stofnanir eða rekstrareiningar sem tengjast einræðisstjórn Saddams Husseins fyrrum forseta og frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 22. júní 2005 ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir að breyta listanum yfir þá einstaklinga sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um, þ.e. Saddam Hussein og aðra háttsetta embættismenn fyrrum einræðisstjórnar Íraks, nánustu aðstandendur þeirra og rekstrareiningar í eigu eða sem lúta yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. Því ber að breyta IV. viðauka til samræmis við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Ákvæðum IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í viðaukanum við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 8. júlí 2005.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Eneko Landáburu
sviðsstjóri samskipta við ríki utan ESB
___________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1566/2004
(Stjtíð. ESB L 285, 4.9.2004, bls. 6).
VIÐAUKI
Ákvæðum IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
Bæta skal við eftirfarandi einstaklingi:
„Muhammad Yunis Ahmad (einnig þekktur undir nöfnunum a) Muhammad Yunis Al-Ahmed, b) Muhammad
Yunis Ahmed, c) Muhammad Yunis Ahmad Al-Badrani, d) Muhammad Yunis Ahmed Al-Moali).
Heimilisföng: a) Al-Dawar stræti, Bludan, Sýrlandi, b) Damaskus, Sýrlandi, c) Mosul, Írak, d) Wadi Al-Hawi,
Írak, e) Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, f) Al-Hasaka, Sýrlandi. Fæðingardagur og -ár: 1949.
Fæðingarstaður: Al-Mowall, Mosul, Írak. Ríkisfang: íraskur.“
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1286/2005
frá 3. ágúst 2005
um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og
fjárhagslegum tengslum við Írak og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (1), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, stofnanir og rekstrareiningar sem tengjast einræðisstjórn Saddams Husseins fyrrum forseta og frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 27. júlí 2005 ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir að breyta listanum yfir þá einstaklinga sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um, þ.e. Saddam Hussein og aðra háttsetta embættismenn fyrrum einræðisstjórnar Íraks, nánustu aðstandendur þeirra og rekstrareiningar í eigu eða sem lúta yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. Því ber að breyta IV. viðauka til samræmis við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í viðaukanum við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 3. ágúst 2005.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Eneko Landáburu
sviðsstjóri samskipta við ríki utan ESB
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr.
1087/2005 (Stjtíð. ESB L 177, 9.7.2005, bls. 32).
VIÐAUKI
Ákvæðum IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
Bæta skal við eftirfarandi einstaklingum:
1. Yasir Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Yassir Sabawi Ibrahim Hasan
Al-Tikriti, b) Yasser Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, c) Yasir Sab’awi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, d)
Yasir Sabawi Ibrahim Hassan Al-Tikriti, e) Ali Thafir Abdallah). Fæðingardagur og -ár: a) 15.5. 1968 b)
1970. Fæðingarstaður: a) Al-Owja, Írak, b) Bagdad, Írak. Ríkisfang: íraskur Heimilisföng: a) Mosul, Írak,
b) Az Zabadani, Sýrlandi. Nr. vegabréfs: íraskt vegabréf nr. 284158 (rennur út 21.8.2005; nafn: Ali Thafir
Abdallah, fæðingardagur og -ár: 1970 fæðingarstaður, Bagdad, Írak). Aðrar upplýsingar: sonur Sabawi
Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fyrrum ráðgjafa Saddam Husseins forseta.
2. Omar Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Umar Sabawi Ibrahim Hasan
Al-Tikriti, b) Omar Sab’awi Ibrahim Hasan Al-Tikriti c) Omar Sabawi Ibrahim Hassan Al-Tikriti, d)
Umar Ahmad Ali Al-Alusi). Fæðingardagur og -ár: a) u.þ.b. 1970, b) 1970. Fæðingarstaður: Bagdad,
Írak. Ríkisfang: íraskur. Heimilisföng: a) Damaskus, Sýrlandi, b) Al-Shahid stræti, Al-Mahata hverfinu,
Az Zabadani, Sýrlandi, c) Jemen. Nr. vegabréfs: íraskt vegabréf nr. 284158 (rennur út 21.8.2005; nafn:
Umar Ahmad Ali Al-Alusi, fæðingardagur og -ár: 1970, fæðingarstaður: Bagdad, Írak). Aðrar
upplýsingar: sonur Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fyrrum ráðgjafa Saddam Husseins forseta.
3. Ayman Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Aiman Sabawi Ibrahim
Hasan Al-Tikriti, b) Ayman Sab’awi Ibrahim Hasan Al-Tikriti c) Ayman Sabawi Ibrahim Hassan AlTikriti, d) Qais Muhammad Salman). Fæðingardagur og -ár: 21.10.1971. Fæðingarstaður: a) Bagdad, Írak,
b) Al-Owja, Írak. Ríkisfang: íraskur. Heimilisföng: a) Bludan, Sýrlandi, b) Mutanabi svæðinu, Al
Monsur, Bagdad, Írak. Aðrar upplýsingar: sonur Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fyrrum ráðgjafa
Saddam Husseins forseta.
4. Ayman Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Aiman Sabawi Ibrahim
Hasan Al-Tikriti, b) Ayman Sab’awi Ibrahim Hasan Al-Tikriti c) Ayman Sabawi Ibrahim Hassan AlTikriti, d) Qais Muhammad Salman). Fæðingardagur og -ár: a) 25.10. 1983 b) 1977. Fæðingarstaður:
Bagdad, Írak. Ríkisfang: íraskur. Heimilisföng: a) Al-Shahid stræti, Al-Mahata hverfinu, Az Zabadani,
Sýrlandi, b) Fuad Dawod býlinu, Az Zabadani, Damaskus, Sýrlandi, c) Írak. Nr. vegabréfs: íraskt
vegabréf nr. 284173 (rennur út 21.8.2005; nafn: Muhammad Da’ud Salman, fæðingardagur og -ár: 1977,
fæðingarstaður: Bagdad, Írak). Aðrar upplýsingar: sonur Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fyrrum
ráðgjafa Saddam Husseins forseta.
5. Bashar Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Bashar Sab’awi Ibrahim
Hasan Al-Tikriti, b) Bashir Sab’awi Ibrahim Al-Hasan Al-Tikriti, c) Bashir Sabawi Ibrahim Al-Hassan
Al-Tikriti, d) Bashar Sabawi Ibrahim Hasan Al-Bayjat, e) Ali Zafir „Abdullah“). Fæðingardagur og -ár:
17.7. 1970. Fæðingarstaður: Bagdad, Írak. Ríkisfang: íraskur. Heimilisföng: a) Fuad Dawod býlinu, Az
Zabadani, Damaskus, Sýrlandi, b) Beirút, Líbanon. Aðrar upplýsingar: sonur Sabawi Ibrahim Hasan AlTikriti, fyrrum ráðgjafa Saddam Husseins forseta.
6. Sa’d Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti (einnig þekktur undir nöfnunum a) Sa’ad Sabawi Ibrahim Hasan
Al-Tikriti, b) Sa’d Sab’awi Hasan Al-Tikriti). Fæðingardagur og -ár: 19.9. 1988. Ríkisfang: íraskur.
Heimilisföng: a) Al-Shahid stræti, Al-Mahata hverfinu, Az Zabadani, Sýrlandi, b) Jemen. Aðrar
upplýsingar: sonur Sabawi Ibrahim Hasan Al-Tikriti, fyrrum ráðgjafa Saddam Husseins forseta.
REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 785/2006
frá 23. maí 2006
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á
efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak (1), einkum b-lið 11. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, stofnanir og rekstrareiningar sem tengjast einræðisstjórn Saddams Husseins fyrrum forseta og frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
- Hinn 12. maí 2006 ákvað framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir að breyta listanum yfir þá einstaklinga sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs gildir um, þ.e. Saddam Hussein og aðra háttsetta embættismenn fyrrum einræðisstjórnar Íraks, nánustu aðstandendur þeirra og rekstrareiningar í eigu eða sem lúta yfirráðum þeirra eða einstaklinga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra. Því ber að breyta IV. viðauka til samræmis við það.
- Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 eru nöfn tiltekinna lögaðila, stofnana eða rekstrareininga sem var bætt á listann með reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (EB) nr. 979/2004 (2). Til að tryggja samræmi við listann, sem framkvæmdanefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir gerði, ber nú að færa þessi nöfn í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
- III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í I. viðauka við reglugerð þessa.
- Ákvæðum IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í II. viðauka við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 23. maí 2006.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar
Eneko Landáburu
sviðsstjóri samskipta við ríki utan ESB
_______________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð (EB) nr. 1450/2005 (Stjtíð. ESB L 230,
7.9.2005, bls. 7).
(2) Stjtíð. ESB L 180, 15.5.2004. bls. 9.
I. VIÐAUKI
Eftirfarandi lögaðilar, stofnanir eða rekstrareiningar skulu fjarlægðar af skránni í III. viðauka við reglugerð
(EB) nr. 1210/2003.
1. AL-ARABI TRADING COMPANY. Heimilisföng: a) Hai Babil, Lane 11, District 929, Bagdad, Írak, b)
Hai Al-Wahda, Lane 15, District 902, Bagdad, Írak, c) pósthólf 2237, Alwiyah, Bagdad, Írak.
Nr. 851 9. júlí 2015
2. AL-BASHAIR TRADING COMPANY, LTD (einnig þekkt sem a) AL-BASHAER TRADING
COMPANY, LTD, b) AL-BASHIR TRADING COMPANY, LTD, c) AL-BASHA'IR TRADING
COMPANY, LTD, d) AL-BASHAAIR TRADING COMPANY, LTD, e) AL-BUSHAIR TRADING
COMPANY, LTD). Heimilisfang: Sadoon St, Al-Ani Building, fyrstu hæð, Bagdad, Írak.
3. AL-HUDA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS TOURISM (einnig þekkt sem a) AL-HUDA FOR
RELIGIOUS TOURISM COMPANY, b) AL-HODA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS
TOURISM, c) AL-HODA FOR RELIGIOUS TOURISM COMPANY). Heimilisfang: Írak.
4. AL WASEL AND BABEL GENERAL TRADING LLC. Heimilisföng: a) Ibrahim Saeed Lootah
Building, Al Ramool Street, pósthólf 10631, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, b) 638,
Rashidiya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, c) Lootah Building, Airport Road, nærri Aviation
Club, Rashidya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, d) Einbýlishús á Harasiyah svæðinu,
Bagdad, Írak.
5. AVIATRANS ANSTALT (einnig þekkt sem AVIATRANS ESTABLISHMENT). Heimilisfang: Ruggell,
Liechtenstein.
6. LOGARCHEO S.A. (einnig þekkt sem LOGARCHEO AG). Heimilisfang: Chemin du Carmel, 1661 Le
Paquier-Montbarry, Sviss. Aðrar upplýsingar: Sambandsnúmer: CH-2 17-0-431-423-3 (Sviss).
7. MIDCO FINANCIAL, S.A. (einnig þekkt sem MIDCO FINANCE, S.A.). Aðrar upplýsingar:
Sambandsnúmer: CH-660-0-469-982-0 (Sviss).
8. MONTANA MANAGEMENT, INC Heimilisfang: Panama.
II. VIÐAUKI
Eftirfarandi lögaðilum, stofnunum eða rekstrareiningum skal bætt við IV. viðauka við reglugerð (EB) nr.
1210/2003:
1. AL-ARABI TRADING COMPANY. Heimilisföng: a) Hai Babil, Lane 11, District 929, Bagdad, Írak, b)
Hai Al-Wahda, Lane 15, Area 902, skrifstofa 10, Bagdad, Írak, c) pósthólf 2237, Alwiyah, Bagdad, Írak.
2. AL-BASHAIR TRADING COMPANY, LTD (einnig þekkt sem a) AL-BASHAER TRADING
COMPANY, LTD, b) AL-BASHIR TRADING COMPANY, LTD, c) AL-BASHA'IR TRADING
COMPANY, LTD, d) AL-BASHAAIR TRADING COMPANY, LTD, e) AL-BUSHAIR TRADING
COMPANY, LTD). Heimilisfang: Sadoon stræti, Al-Ani byggingunni, fyrstu hæð, Bagdad, Írak.
3. AL-HUDA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS TOURISM (einnig þekkt sem a) AL-HUDA FOR
RELIGIOUS TOURISM COMPANY, b) AL-HODA STATE COMPANY FOR RELIGIOUS
TOURISM, c) AL-HODA FOR RELIGIOUS TOURISM COMPANY). Heimilisfang: Írak.
4. AL WASEL AND BABEL GENERAL TRADING LLC. Heimilisföng: a) Ibrahim Saeed Lootah
Building, Al Ramool Street, pósthólf 10631, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, b) 638,
Rashidiya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, c) Lootah Building, Airport Road, nærri Aviation
Club, Rashidya, Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, d) Einbýlishús á Harasiyah svæðinu,
Bagdad, Írak.
5. AVIATRANS ANSTALT (einnig þekkt sem AVIATRANS ESTABLISHMENT). Heimilisfang: Ruggell,
Liechtenstein.
6. LOGARCHEO S.A. (einnig þekkt sem LOGARCHEO AG). Heimilisfang: Chemin du Carmel, 1661 Le
Paquier-Montbarry, Sviss. Aðrar upplýsingar: Sambandsnúmer: CH-2 17-0-431-423-3 (Sviss).
7. MIDCO FINANCIAL, S.A. (einnig þekkt sem MIDCO FINANCE, S.A.). Aðrar upplýsingar: Sambandsnúmer: CH-660-0-469-982-0 (Sviss).
8. MONTANA MANAGEMENT, INC Heimilisfang: Panama.
9. TECHNOLOGY AND DEVELOPMENT GROUP LIMITED (einnig þekkt sem TDG Ltd.).
Skráningarnúmer fyrirtækis: 02150590 (Breska konungsríkinu). Skráð heimilisfang skrifstofu: 53/64
Chancery Lane, London WC2A 1QU, Breska konungsríkinu. Aðrar upplýsingar: síðustu þekktu
stjórnendur: Hana Paul JON, Adnan Talib Hashim AL-AMIRI, Dr. Safa Hadi Jawad AL-HABOBI.
10. T.M.G. ENGINEERING LIMITED (einnig þekkt sem TMG Ltd.). Skráningarnúmer fyrirtækis: 02142819
Breska konungsríkinu. Skráð heimilisfang skrifstofu: 53/64 Chancery Lane, London WC2A 1QU, Breska
konungsríkinu. Aðrar upplýsingar: síðustu þekktu stjórnendur: Hana Paul JON, Adnan Talib Hashim ALAMIRI, Dr. Safa Hadi Jawad AL-HABOBI.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 195/2008
frá 3. mars 2008
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 60. og 301. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu ráðsins 2008/186/SSUÖ frá 3. mars 2008 um breytingu á sameiginlegri
afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003) voru, með ákvæðum 2. gr. reglugerðar ráðsins nr. 1210/2003 (2) gerðar sérstakar ráðstafanir viðvíkjandi greiðslum fyrir jarðolíu, jarðolíuafurðir og jarðgas, sem flutt er út frá Írak, en með 10. gr. fyrrnefndrar reglugerðar voru gerðar sérstakar ráðstafanir vegna friðhelgi tiltekinna íraskra eigna gagnvart málsókn. Hinar sérstöku ráðstafanir viðvíkjandi greiðslum skulu gilda áfram, en hinar sérstöku ráðstafanir vegna friðhelgi giltu til 31. desember 2007.
- Í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1790 (2007) og sameiginlegri afstöðu 2008/186/SSUÖ er kveðið á um að báðar þessar sérstöku ráðstafanir skuli gilda til 31. desember 2008. Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 1210/2003 til samræmis við það.
- Þá er og við hæfi að laga reglugerð (EB) nr. 1210/2003 að þróun undanfarið á sviði refsiaðgerða, með tilliti til þess að bera kennsl á lögbær stjórnvöld, benda á hverjir beri ábyrgð á brotum og hverjir fari með dómsvald. Að því er reglugerð þessa varðar telst yfirráðasvæði Evrópubandalagsins vera þau yfirráðasvæði aðildarríkjanna sem sáttmálinn tekur til, samkvæmt þeim skilyrðum sem sáttmálinn mælir fyrir um.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær aðgerðir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á reglugerð (EB) nr. 1210/2003:
- Eftirfarandi komi í stað 2. gr.:
„2. gr.
Allan ágóða af útflutningi jarðolíu, jarðolíuafurða og jarðgass frá Írak, sbr. lista í I. viðauka, skal, frá og með 22. maí 2003, afhenda Þróunarsjóði Íraks samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003), einkum 20. og 21. mgr.“ - Eftirfarandi grein bætist við:
„4. gr. a
Það bann sem sett er fram í 3. og 4. mgr. 4. gr. skal ekki gefa tilefni til þess að viðkomandi einstaklingar, lögaðilar eða rekstrareiningar verði dregnar til ábyrgðar af neinu tagi, ef þessir aðilar vissu ekki, og höfðu enga réttmæta ástæðu til að ætla, að aðgerðir þeirra myndu fara í bága við fyrrnefnt bann.“ - Eftirfarandi komi í stað 6. gr.:
„6. gr.
1. Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. geta lögbær stjórnvöld, sem tilgreind eru á vefsetrunum í V. viðauka, heimilað að fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að öllum eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) fyrrnefndir fjármunirnir eða efnahagslegur auður sé andlag dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs sem stofnaðist fyrir 22. maí 2003 eða andlag dómsuppkvaðningar eða úrskurðar stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms fyrir þann dag,
b) fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði eingöngu notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnt veð tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt fyrrnefndum dómi eða úrskurði, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila sem eiga slíkar kröfur kveða á um,
c) uppfylling viðkomandi kröfu sé ekki brot á ákvæðum reglugerðar (EBE) nr. 3541/92 og
d) viðurkenning veðsins eða dómsins eða úrskurðarins stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki.
2. Í öllum öðrum tilvikum skal einungis affrysta fjármuni, efnahagslegan auð og ágóða af efnahagslegum auði, sem eru frystir skv. 4. gr., í því skyni að færa þá yfir í Þróunarsjóð Íraks, sem Seðlabanki Íraks varðveitir, samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).“ - Eftirfarandi komi í stað 7. gr.
„7. gr.
1. Þátttaka, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi, sem miðar beint eða óbeint að því að sniðganga ákvæði 4. gr. eða að greiða fyrir viðskiptum er um getur í 3. og 4. gr., er bönnuð.
2. Tilkynna skal viðkomandi lögbærum stjórnvöldum sem tilgreind eru á vefsetrunum í V. viðauka og framkvæmdastjórninni, beint eða fyrir milligöngu téðra lögbærra stjórnvalda, um alla vitneskju þess efnis að verið sé að sniðganga ákvæði reglugerðar þessarar eða að þau hafi verið sniðgengin.“ - Eftirfarandi komi í stað 8. gr.:
„8. gr.
1. Einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir skulu, samanber þó gildandi reglur um skýrslugjöf, trúnað og þagnarskyldu og ákvæði 284. gr. sáttmálans:
a) miðla, án tafar, öllum upplýsingum, sem myndu greiða fyrir því að unnt sé að fara að ákvæðum reglugerðar þessarar, m.a. upplýsingum um reikninga og fjárhæðir sem eru fryst skv. 4. gr., til lögbærra stjórnvalda, sem tilgreind eru á vefsetrunum í V. viðauka, í því aðildarríki þar sem þau hafa heimilisfesti eða eru staðsett og, beint eða fyrir milligöngu téðra lögbærra stjórnvalda, til
framkvæmdastjórnarinnar,
b) vinna með lögbærum stjórnvöldum, sem tilgreind eru á vefsetrunum í V. viðauka, að því að sannprófa þessar upplýsingar.
2. Allar upplýsingar, sem eru látnar í té eða veitt viðtaka samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, eru eingöngu ætlaðar til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka. - Eftirfarandi grein bætist við:
15. gr. a
1. Aðildarríkin skulu tilnefna þau lögbæru stjórnvöld er um getur í 6., 7. og 8. gr. reglugerðar þessarar og
auðkenna þau á eða gegnum þau vefsetur sem skráð eru í V. viðauka.
2. Aðildarríki skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um lögbær stjórnvöld sín fyrir 15. mars 2008 og
skulutilkynna henni um allar síðari breytingar.“
7. Eftirfarandi komi í stað 16. gr.:
„16. gr.
Reglugerð þessi gildir:
a) á yfirráðasvæði Bandalagsins, þ.m.t. í loftrými þess,
b) um borð í loftförum eða skipum sem lögsaga aðildarríkis nær til,
c) um sérhvern einstakling, innan eða utan yfirráðasvæðis Evrópubandalagsins, sem er ríkisborgari í aðildarríki,
d) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem er skráð eða er löglega stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis og
e) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, að því er varðar viðskipti sem fara fram, að öllu leyti eða að hluta til, innan Evrópubandalagsins.“
8. Eftirfarandi komi í stað 3. mgr. 18. gr.:
3. Ákvæði 2. og 10. gr. gilda til 31. desember 2008.“
9. Í stað V. viðauka komi textinn sem er birtur í viðaukanum við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 3. mars 2008.
Fyrir hönd ráðsins,
J. PODOBNIK
forseti.
________________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð (EB) nr. 1450/2005 (Stjtíð. ESB L 230,
7.9.2005, bls. 7).
(2) Stjtíð. ESB L 180, 15.5.2004, bls. 9.
VIÐAUKI
„V. VIÐAUKI
Vefsetur með upplýsingum um þau lögbæru stjórnvöld sem um getur í 6., 7. og 8. gr. og heimilisfang
fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna
Viðaukinn er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 131/2011
frá 14. febrúar 2011
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003
um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 1. mgr. 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2011/100/SSUÖ um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um
Írak (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórninni,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003) var með 2. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjármálalegum tengslum við Írak (2) komið á sérstöku fyrirkomulagi að því er varðar greiðslur fyrir jarðolíu, jarðolíuafurðir og jarðgas, sem flutt er út frá Írak, og skv. 10. gr. þeirrar reglugerðar var komið á sérstöku fyrirkomulagi um friðhelgi tiltekinna íraskra eigna gagnvart málsókn. Þessu sérstaka fyrirkomulagi var beitt fram til 31. desember 2010.
- Ályktun öryggisráðsins nr. 1956 (2010) kvað á um að framlengja bæri fyrrnefnt, sérstakt fyrirkomulag fram til 30. júní 2011 og að það skyldi ekki gilda lengur eftir þann dag. Nú ber, í samræmi við ákvörðun ráðsins 2011/100/SSUÖ, að breyta reglugerð (EB) nr. 1210/2003 í samræmi við það.
- Reglugerð þessi skal öðlast gildi án tafar til þess að tryggt sé að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um skili árangri.
SAMÞYKKT REGLUGERÐÞESSA:
1. gr.
Í stað 3. mgr. 18. gr. reglugerðar (EB) nr. 1210/2003 komi eftirfarandi:
„3. Ákvæði 2. og 10. gr. gilda fram til 30. júní 2011.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 14. febrúar 2011.
Fyrir hönd ráðsins,
Hoffmann R
forseti.
_________
(1) Stjtíð. ESB L 41, 15.2.2011, bls. 9.
(2) Stjtíð. ESB L 169, 18.7.2003, bls. 6.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 88/2012
frá 1. febrúar 2012
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir
á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
Ákvæðum IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í I. viðauka við
reglugerð þessa.
Ákvæðum V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er hér með breytt eins og fram kemur í II. viðauka við
reglugerð þessa. (Efnisútdráttur).
I. VIÐAUKI
Eftirfarandi einstaklingar, stofnanir eða rekstrareiningar skulu fjarlægðir úr IV. viðauka við reglugerð (EB) nr.
1210/2003.
(1) Nabil Victor Karam. Date of birth: 1954. Addresses: (a) C/o Trading and Transport Services, Al-Razi
Medical Complex, Jabal Al-Hussein, Amman, Jordan, (b) C/o Alfa Company Limited for International
Trading and Marketing, P.O. Box 910606, Amman 11191, Jordan. Nationality: Lebanese.
(2) Hikmat Jarjes Bahnam (alias Hikmat Gargees). Address: Baghdad, Iraq. Passport No 035667 (Iraqi).
(3) Tarik Nasser S. Al Obaidi (alias (a) Tarik al'Ubaydi, (b) Tariq al'Ubaydi). Date of birth: 1945. Place of
birth: Baghdad, Iraq. Address: Baghdad, Iraq. Passport No 212331 (Iraqi).
- II. VIÐAUKI
Ákvæðum V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
(1) The website address for information on the competent authority under the heading ‘GREECE’ shall be
replaced with: ‘http://www1.mfa.gr/en/foreign-policy/global-issues/international-sanctions.html’
(2) The website address for information on the competent authority under the heading ‘HUNGARY’ shall be
replaced with: ‘http://www.kormany.hu/download/5/35/50000/ENSZBT
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 85/2013
frá 31. janúar 2013
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar,
sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2012/812/SSUÖ frá 20. desember 2012 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórninni, og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak (2), og í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1483 (2003), eru fjármunir og efnahagslegur auður Saddams Husseins og annarra háttsettra embættismanna fyrrum einræðisstjórnar Íraks frystir sérstaklega.
- Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1210/2003, og í samræmi við 23. mgr. ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003), er aðildarríkjunum heimilt að affrysta fyrrnefnda fjármuni og efnahagslegan auð til þess að unnt sé að yfirfæra þá til Þróunarsjóðs Íraks.
- Hinn 15. desember 2010 samþykkti öryggisráð SÞ ályktun nr. 1956 (2010) þar sem það ákveður, skv. 5. mgr., að allan ágóða af Þróunarsjóði Íraks beri að yfirfæra á reikning eða reikninga þeirra skipulagsheilda ríkisstjórnar Íraks sem koma í stað Þróunarsjóðsins og að leggja beri Þróunarsjóð Íraks niður eigi síðar en 30. júní 2011.
- Við hæfi er að breyta reglugerð (EB) nr. 1210/2003 til þess að gera kleift að yfirfæra frysta fjármuni, aðrar fjáreignir eða efnahagslegan auð til þeirra skipulagsheilda sem koma í stað Þróunarsjóðs Íraks sem ríkisstjórn Íraks kom á fót samkvæmt skilyrðum sem sett eru fram í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og nr. 1956 (2010).
- Þá er við hæfi að uppfæra reglugerð (EB) nr. 1210/2003 með nýjustu upplýsingum sem aðildarríkin hafa lagt fram um deili á lögbærum stjórnvöldum og um heimilisfang vegna tilkynninga til framkvæmdastjórnarinnar.
- Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 1210/2003 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á reglugerð (EB) nr. 1210/2003:
- Eftirfarandi komi í stað 2. mgr. 6. gr.:
„2. Í öllum öðrum tilvikum skal einungis affrysta fjármuni, efnahagslegan auð og ágóða af efnahagslegum auði, sem eru frystir skv. 4. gr., í því skyni að yfirfæra þá til þeirra skipulagsheilda sem koma í stað Þróunarsjóðs Íraks sem ríkisstjórn Íraks kom á fót samkvæmt skilyrðum sem sett eru fram í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og nr. 1956 (2010).“ - Í stað V. viðauka komi textinn í viðaukanum við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 31. janúar 2013.
Fyrir hönd ráðsins
C. Ashton
forseti.
__________
(1) Stjtíð. ESB L 352, 21.12.2012, bls. 54.
(2) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 791/2014
frá 22. júlí 2014
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1210/2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir
á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak og niðurfellingu
sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 (2) var þvingunaraðgerðum beint gegn Írak, í samræmi við sameiginlega afstöðu 2003/495/SSUÖ og ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003).
- Sameina ætti 3. og 4. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1210/2003, sem kveða á um að engir fjármunir eða efnahagslegur auður skuli gerður aðgengilegur einstaklingi, lögaðila, stofnun eða rekstrareiningu, sem er á lista í IV. viðauka við þá reglugerð, með beinum eða óbeinum hætti eða koma þeim til góða þannig að fyrrnefndum aðila, stofnun eða rekstrareiningu sé gert kleift að verða sér úti um fjármuni, vörur eða þjónustu.
- Hinn 22. júlí 2014 samþykkti ráðið ákvörðun 2014/484/SSUÖ (3) um bann við því að fjármunir eða efnahagslegur auður sé gerður aðgengilegur, með beinum eða óbeinum hætti, þannig að aðilar og rekstrareiningar sem eru á lista hafi hag af. Kveðið er um sérstakar undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem eru:
a) nauðsynlegir til að uppfylla grunnþarfir,
b) einungis ætlaðir til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaðir til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir vörslu eða umsýslu frystra fjármuna og efnahagslegs auðs eða
d)nauðsynlegir vegna óvenjulegra útgjalda. - Þá er við hæfi að uppfæra reglugerð (EB) nr. 1210/2003 með nýjustu upplýsingum sem aðildarríkin hafa lagt fram um deili á lögbærum stjórnvöldum.
- Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1210/2003 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
- Ákvæðum 4. gr. er breytt sem hér segir:
a) Í stað 3. mgr. komi eftirfarandi:
„3. Engir fjármunir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur einstaklingum eða lögaðilum, stofnunum eða rekstrareiningum, sem tilgreindar eru í IV. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti, eða koma þeim til góða.“
b) Ákvæði 4. mgr. falli brott. - Í stað 4. gr. a komi eftirfarandi:
„4. gr. a
Bannið, sem sett er fram í 3. mgr. 4. gr., skapar viðkomandi einstaklingum, lögaðilum eða rekstrareiningum ekki ábyrgð af neinu tagi, ef þessir aðilar vissu ekki, og höfðu enga réttmæta ástæðu til að ætla,
að aðgerðir þeirra myndu fara í bága við það bann.“ - Í stað 5. gr. komi eftirfarandi:
„5. gr.
1. Ákvæði 4. gr. koma ekki í veg fyrir að fjármála- eða lánastofnanir, sem taka við fjármunum sem
þriðju aðilar yfirfæra inn á reikninga aðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem eru á skrá, færi þá sem
tekjur inn á frysta reikninga, að því tilskildu að það viðbótarfé sem þannig er innfært sé einnig fryst.
Hlutaðeigandi fjármála- eða lánastofnun skal tilkynna viðkomandi lögbærum stjórnvöldum um þess háttar
viðskipti án tafar.
2. Þrátt fyrir ákvæði 3.mgr. 4. gr. geta lögbær stjórnvöld, sbr. vefsetrin er um getur í V. viðauka,
heimilað að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim
skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að viðkomandi fjármunir eða
efnahagslegur auður sé:
a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir þeirra einstaklinga eða lögaðila, rekstrareininga eða
stofnana sem taldar eru upp í IV. viðauka og aðstandenda á framfæri einstaklinganna, þ.m.t.
greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) einungis ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna
lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu
frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs eða
d) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að viðeigandi lögbært stjórnvald hafi
kunngjört lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar
fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en heimildin er veitt.
3. Hlutaðeigandi aðildarríki skulu tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um
sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari grein.“
4) Í stað V. viðauka komi textinn í viðaukanum við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 22. júlí 2014.
Fyrir hönd ráðsins,
C. ASHTON
forseti.
_______________________________
(1) Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 72.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum
tengslum við Írak og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6).
(3) Ákvörðun ráðsins 2014/484/SSUÖ frá 22. júlí 2014 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ um Írak (Stjtíð. ESB
L 217, 23.7.2014, bls. 5).
VIÐAUKI
„V. VIÐAUKI
Vefsetur með upplýsingum um þau lögbæru stjórnvöld sem um getur í 5., 6., 7. og 8. gr.
og heimilisfang fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Viðaukinn er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EBE) nr. 3541/1992
frá 7. desember 1992
um bann við því að uppfylla íraskar kröfur vegna samninga og viðskipta
sem ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og tengdar ályktanir taka til
RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
- samkvæmt reglugerðum (EBE) nr. 2340/90 (1) og (EBE) nr. 3155/90 (2), hefur Evrópubandalagið gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir viðskipti milli Bandalagsins og Íraks,
- öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun 687 (1991) frá 3. apríl 1991 sem í 29. mgr. hennar fjallar um kröfur Íraks í tengslum við samninga og viðskipti sem ráðstafanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum, höfðu áhrif á,
- Evrópubandalagið og aðildarríki þess, sem komu saman til að efna til samvinnu á sviði stjórnmála, eru einhuga um að Írak verði að hlíta að fullu ákvæðum 29. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 687 (1991) og telja, þegar ákvörðun er tekin um hvort draga eigi úr eða aflétta ráðstöfunum gegn Írak, samkvæmt 21. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 687, að taka verði sérstakt tillit til hverskyns vanrækslu Íraks að hlíta 29. mgr. þeirrar ályktunar,
- vegna viðskiptabannsins gegn Írak eiga rekstraraðilar í Evrópubandalaginu og þriðju löndum á hættu að kröfur verði gerðar á hendur þeim af hálfu Íraka,
- nauðsynlegt er að vernda rekstraraðila til frambúðar gegn fyrrnefndum kröfum og að koma í veg fyrir að Írak fái greiddar bætur vegna neikvæðra áhrifa viðskiptabannsins,
- Evrópubandalagið og aðildarríki þess, sem komu saman til að efna til samvinnu á sviði stjórnmála, hafa samþykkt að grípa til lagagernings Evrópubandalagsins í því skyni að tryggja að 29. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 687 (1991) verði beitt með samræmdum hætti alls staðar í Evrópubandalaginu,
- samræmd beiting af þeim toga er nauðsynleg til þess að markmiðum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu verði náð, einkum í því skyni að koma í veg fyrir röskun á samkeppni,
- samkvæmt sáttmálanum er ekki gert ráð fyrir öðrum heimildum, vegna samþykktar reglugerðar þessarar, en þeim er um getur í 235. gr., með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 235. gr., með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins (3)
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
- „samningur eða viðskipti“ merkir hverskyns viðskipti, óháð því hvaða lög gilda um þau, hvort sem um ræðir einn eða fleiri samninga eða ámóta skuldbindingar sem sömu eða mismunandi aðilar ganga frá sín á milli; í þessu sambandi felst í hugtakinu „samningur“ skuldabréf, fjárhagsleg trygging og skaðleysisbætur eða lán, hvort sem þau eru óháð að lögum eður ei og tengd ákvæði sem verða til vegna viðskiptanna eða í tengslum við þau,
- „krafa“ merkir hverskyns kröfu, hvort sem staðið er fast á henni í dómsmáli eða ekki, sem er gerð fyrir eða eftir þann dag þegar reglugerð þessi öðlast gildi og er samkvæmt eða tengist samningi eða viðskiptum og felur einkum í sér:
a) kröfu vegna framkvæmdar á hverskyns skyldum sem stofnast samkvæmt eða í tengslum við samning eða viðskipti,
b) kröfu um hverskyns framlengingu eða greiðslu skuldabréfs, fjárhagslegar tryggingar eða skaðleysisbóta,
c) bótakröfu að því er varðar samning eða viðskipti,
d) gagnkröfu,
e) kröfu um viðurkenningu eða fullnustu, m.a. exequatur, dóms, úrskurðar gerðardóms eða jafngildrar ákvörðunar, óháð því hvar hann eða hún er kveðinn upp eða tekin, - „ráðstafanir sem ákveðnar eru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdar ályktanir“ merkir ráðstafanir öryggisráðs SÞ eða ráðstafanir sem Evrópubandalögin eða ríki, lönd eða alþjóðastofnanir innleiða í samræmi við, eins og krafist er vegna eða í tengslum við framkvæmd viðkomandi ákvarðana öryggisráðs SÞ eða hverskyns aðgerðir, þ.m.t. hernaðaraðgerðir, sem öryggisráð SÞ heimilar í tengslum við innrás eða hernám Íraks í Kúveit,
- „einstaklingur eða stofnun í Írak“ merkir:
a) íraska ríkið eða opinber yfirvöld í Írak,
b) sérhvern einstakling í, eða sem er búsettur í, Írak,
c) sérhverja stofnun sem hefur skráða skrifstofu eða höfuðstöðvar í Írak,
d) sérhverja stofnun sem er undir beinum eða óbeinum yfirráðum eins eða fleiri ofangreindra einstaklinga eða stofnana.
Með fyrirvara um ákvæði 2. gr. telst framkvæmd samnings eða viðskipta einnig hafa orðið fyrir áhrifum ráðstafana, sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum, sé tilvist kröfunnar eða efni hennar bein eða óbein afleiðing fyrrnefndra ráðstafana.
2. gr.
- Lagt er bann við því að uppfylla eða gera nokkrar ráðstafanir til að uppfylla kröfu sem gerð er af hálfu:
a) einstaklings eða stofnunar í Írak eða einstaklings eða stofnunar sem starfar á vegum einstaklings eða stofnunar í Írak,
b) einstaklings eða stofnunar sem starfar, beint eða óbeint, á vegum eða í þágu eins eða fleiri einstaklinga eða stofnana í Írak,
c) einstaklings eða stofnunar sem nýtir sér framsal eða réttindi, eða gerir kröfu með öðrum hætti, í nafni eins eða fleiri einstaklinga eða stofnana í Írak,
d) annars einstaklings eða stofnunar er um getur í 29. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 687 (1991),
e) einstaklings eða stofnunar sem gerir kröfu sem leiðir af eða er í tengslum við greiðslu skuldabréfs, fjárhagslegrar tryggingar eða skaðleysisbóta til eins eða fleiri ofangreindra einstaklinga eða stofnana, samkvæmt eða í tengslum við samning eða viðskipti sem varð, beint eða óbeint, að fullu eða að hluta, fyrir áhrifum af þeim ráðstöfunum sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum. - Bann þetta gildir innan Evrópubandalagsins og um alla ríkisborgara aðildarríkis og sérhverja stofnun með réttarstöðu lögaðila eða sem er lögformlega stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis.
3. gr.
Ákvæði 2. gr. gilda ekki, með fyrirvara um þær ráðstafanir sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdra ályktana, um:
a) kröfur sem tengjast samningum eða viðskiptum, að undanskildum skuldabréfum, fjárhagslegum tryggingum eða skaðleysisbótum, geti þeir einstaklingar eða stofnanir er um getur í fyrrnefndri grein sannað fyrir dómstóli í aðildarríki að viðkomandi aðilar hafi samþykkt téða kröfu áður en þær ráðstafanir sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum voru samþykktar og að þær ráðstafanir hafi engin áhrif haft á tilvist kröfunnar eða efni hennar,
b) kröfur um greiðslu samkvæmt tryggingasamningi, að því er varðar atburð sem varð fyrir gildistöku þeirra ráðstafana er um getur í 2. gr. eða samkvæmt tryggingasamningi, sé viðkomandi trygging lögboðin samkvæmt lögum aðildarríkis,
c) kröfur um útborgun fjárhæða sem greiddar hafa verið inn á reikning sem greiðslur út af eru hindraðar
með þeim ráðstöfunum er um getur í 2. gr., að því tilskildu að fyrrnefnd útborgun varði ekki fjárhæðir sem eru greiddar sem trygging vegna þeirra samninga er um getur í téðri grein,
d) kröfur sem varða ráðningarsamninga sem falla undir lög aðildarríkis,
e) kröfur um greiðslu fyrir vörur sem þeir einstaklingar eða stofnanir er um getur í 2. gr. sanna fyrir dómstóli í aðildarríki að hafi verið fluttar út áður en þær ráðstafanir sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum voru samþykktar og að þær ráðstafanir hafi engin áhrif haft á tilvist kröfunnar eða efni hennar,
f) kröfur um fjárhæðir sem þeir einstaklingar eða stofnanir er um getur í 2. gr. sanna fyrir dómstóli í aðildarríki að séu gjaldfallanar af lánum teknum áður en þær ráðstafanir sem ákveðnar voru með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 661 (1990) og tengdum ályktunum voru samþykktar ogað þær ráðstafanir hafi engin áhrif haft á tilvist kröfunnar eða efni hennar, að því tilskildu að krafan feli ekki í sér fjárhæð, í formi vaxta, bóta eða annars, sem ígildi jöfnunargreiðslu vegna þeirrar staðreyndar að framkvæmdin fór, vegna fyrrnefndra ráðstafana, ekki fram í samræmi við skilmála viðkomandi samnings eða viðskipta.
4. gr.
Þegar mál er til meðferðar vegna fullnægingar kröfu skal sönnunarbyrði vegna þeirrar fullyrðingar að eigi sé bannað skv. ákvæðum 2. gr. að efna kröfuna hvíla á þeim einstaklingi sem leitar eftir því að kröfunni verði fullnægt.
5. gr.
Sérhvert aðildarríki skal setja viðurlög sem ber að beita ef ákvæði reglugerðar þessarar eru brotin.
6. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 7. desember 1992.
Fyrir hönd ráðsins,
D. Hurd
forseti.
_____________________________
(1) Stjtíð. EB L 213, 9. 8. 1990. bls. 1. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð (EBE) nr. 1194/91 (Stjtíð. EB L 115, 8. 5.
1991, bls. 37).
(2) Stjtíð. EB L 304, 1. 11. 1990. bls. 1. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð (EBE) nr. 1194/91 (Stjtíð. EB L 115, 8. 5.
1991, bls. 37).
(3) Áliti var skilað 19. nóvember 1992 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins).
Fylgiskjal 2.15.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2023/331
frá 14. febrúar 2023
um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni
að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Evrópusambandið getur beint þvingunaraðgerðum, þ.m.t. frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, gegn tilgreindum einstaklingum eða lögaðilum, rekstrareiningum og stofnunum. Reglugerðir ráðsins koma slíkum aðgerðum til framkvæmda.
2) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna („öryggisráðið“) ályktun nr. 2664 (2022). Með 1. mgr. þeirrar ályktunar er innleidd undanþága frá refsiaðgerðum í formi frystingar eigna, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefnd þess um þvingunaraðgerðir beitir, vegna mannúðaraðstoðar og
annarrar starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks, sem gildir um tiltekna aðila. Í þessari reglugerð er 1. mgr. ályktunar nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“.
3) Hinn 14. febrúar 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/338(1) til að koma ályktun nr. 2664 (2022) til framkvæmda í lögum Sambandsins.
4) Í ályktun nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því markisem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
5) Í ályktun nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir einstaklinga eða rekstrareiningar sem eru á skrá samkvæmt viðkomandi reglugerð, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakannana.
6) Breytingarnar falla undir gildissvið sáttmálans og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til að hrinda þeim í framkvæmd, einkum til að tryggt sé að þeim sé beitt með samræmdum hætti í öllum aðildarríkjunum.
7) Breyta ætti reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1210/2003(2), (EB) nr. 305/2006(3), (ESB) nr. 356/2010(4), (ESB) nr. 224/2014(5), (ESB) nr. 1352/2014(6) og (ESB) 2022/2309(7) til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 er breytt sem hér segir:
1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 4. gr.:
„4. Ákvæði 1., 2. og 3. mgr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
b) alþjóðastofnana,
c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða
Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
f) annarra viðeigandi aðila eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákvarðar.“
2) Í stað 7. gr. kemur eftirfarandi:
„7. gr.
1. Þátttaka, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi, sem miðar að því eða hefur þau áhrif, beint eða óbeint, að sniðganga ákvæði 1.–3. mgr. 4. gr. eða að greiða fyrir viðskiptum er um getur í 2. og 3. gr., er bönnuð.
2. Tilkynna skal lögbærum stjórnvöldum aðildarríkjanna, sem eru á skrá í V. viðauka, og framkvæmdastjórninni, beint eða fyrir milligöngu téðra lögbærra stjórnvalda, um alla vitneskju þess efnis að verið sé að sniðganga ákvæði reglugerðar þessarar eða að þau hafi verið sniðgengin.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 14. febrúar 2023.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
E. SVANTESSON
(1) Stjtíð. ESB L 47, 15.2.2023, bls. 50.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1210/2003 frá 7. júlí 2003 um tilteknar, sértækar takmarkanir á efnahagslegum og fjárhagslegum tengslum við Írak og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2465/96 (Stjtíð. ESB L 169, 8.7.2003, bls. 6).
(3) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 305/2006 frá 21. febrúar 2006 um að leggja á tilteknar þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum sem eru grunaðir um aðild að morðinu á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons (Stjtíð. ESB L 51, 22.2.2006, bls. 1).
(4) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 356/2010 frá 26. apríl 2010 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er að tilteknum einstaklingum eða lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum í ljósi ástandsins í Sómalíu (Stjtíð. ESB L 105, 27.4.2010, bls. 1).
(5) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 224/2014 frá 10. mars 2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu (Stjtíð. ESB L 70, 11.3.2014, bls. 1).
(6) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1352/2014 frá 18. desember 2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Jemen (Stjtíð. ESB L 365, 19.12.2014, bls. 60).
(7) Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/2309 frá 25. nóvember 2022 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins á Haítí (Stjtíð. ESB L 307, 28.11.2022, bls. 17).
Fylgiskjal 1.7.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2023/338
frá 14. febrúar 2023
um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar
þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2664 (2022) sem vísar til fyrri ályktana um að leggja á refsiaðgerðir til að bregðast við ógnum við frið og öryggi á alþjóðavettvangi og leggur áherslu á að ráðstafanir sem aðildarríki SÞ grípa til í því skyni að framkvæma refsiaðgerðir fari að skuldbindingum þeirra samkvæmt alþjóðalögum og að þeim sé ekki ætlað að hafa neikvæð mannúðaráhrif á óbreytta borgara eða á mannúðaraðstoð eða þau sem veita hana.
2) Þar sem það lýsir sig reiðubúið til að endurskoða, leiðrétta og slíta, ef við á, refsiaðgerðum, sem taka tillit til þess hvernig aðstæður á jörðu niðri þróast og þess að nauðsynlegt er að lágmarka óráðgerð neikvæð áhrif á mannúðarmál, ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í 1. mgr. ályktunar nr. 2664 (2022) að útvegun,
vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af öryggisráðinu eða
framkvæmdanefndum um þvingunaraðgerðir. Í þessari ákvörðun er 1. mgr. ályktunar nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“. Undanþága af mannúðarástæðum á við um tiltekna aðila eins og sett er fram í þeirri ályktun.
3) Í ályktun nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því markisem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
4) Í ályktun nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir tilgreinda einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakönnunar.
5) Nauðsynlegt er að breyta ákvörðunum ráðsins 2010/231/SSUÖ(1), 2013/798/SSUÖ(2), 2014/932/SSUÖ(3), (SSUÖ) 2022/2319(4) og sameiginlegum afstöðum ráðsins 2003/495/SSUÖ(5) og 2005/888/SSUÖ(6) til samræmis við það.
6) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda í framkvæmd tilteknum aðgerðum í ákvörðun þessari.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á sameiginlegri afstöðu 2003/495/SSUÖ:
1) Í stað 2. gr. kemur eftirfarandi:
„2. gr.
Allir fjármunir eða aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður:
a) í eigu fyrri ríkisstjórnar Íraks, ríkisstofnana eða -félaga eða sérstofnana sem eru utan Íraks hinn 22. maí 2003, eins og nefnd öryggisráðsins, sem stofnuð var samkvæmt ályktun öryggisráðsins 1518 (2003) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“), tilgreindi, eða
b) sem hafa verið fluttir frá Írak eða Saddam Hussein eða aðrir háttsettir embættismenn í fyrrverandi einræðisstjórn Íraks og nánustu aðstandendur þeirra, þ.m.t. rekstrareiningar sem eru beint eða óbeint í eigu eða undir yfirráðum þeirra eða aðila sem koma fram fyrir þeirra hönd eða samkvæmt fyrirmælum þeirra, hafa náð undir sig, eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi, skulu frystir án tafar og, nema þessir fjármunir, aðrar fjáreignir og efnahagslegur auður séu sem slík andlag undanfarandi veðs eða niðurstöðu dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms, og nýtast í því tilviki til að uppfylla kröfur samkvæmt þess háttar veði eða dómi, skulu aðildarríkin þegar í stað sjá til þess að þau verði yfirfærð til þeirra skipulagsheilda sem koma í stað Þróunarsjóð Íraks sem ríkisstjórn Íraks kom á fót samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 1483 (2003) og 1956 (2010).“
2) Eftirfarandi grein bætist við:
„2. gr. b
Ákvæði 2. gr. og 2. gr. a skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur
starfsemi er framkvæmd af hálfu:
a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
b) alþjóðastofnana,
c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
f) annarra viðeigandi aðila eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákvarðar.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 14. febrúar 2023.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
E. SVANTESSON
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/231/SSUÖ frá 26. apríl 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Sómalíu og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2009/138/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 105, 27.4.2010, bls. 17).
(2) Ákvörðun ráðsins 2013/798/SSUÖ frá 23. desember 2013 um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (Stjtíð. ESB L 352, 24.12.2013, bls. 51).
(3) Ákvörðun ráðsins 2014/932/SSUÖ frá 18. desember 2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Jemen (Stjtíð. ESB L 365, 19.12.2014, bls. 147).
(4) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2319 frá 25. nóvember 2022 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins á Haítí (Stjtíð. ESB L 307, 28.11.2022, bls. 135).
(5) Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ (Stjtíð ESB. L 169, 8.7.2003, bls. 72).
(6) Sameiginleg afstaða ráðsins 2005/888/SSUÖ frá 12. desember 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons (Stjtíð. ESB L 327, 14.12.2005, bls. 26).
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.