Prentað þann 22. nóv. 2024
577/2023
Reglugerð um breytingar á reglugerðum sem varða þvingunaraðgerðir gagnvart Sómalíu, Mið-Afríkulýðveldinu, Jemen, Haítí, Írak, Líbanon og Sýrlandi.
1. gr. Almenn ákvæði.
Með reglugerð þessari eru sett ákvæði um þvingunaraðgerðir sem varða Sómalíu, Mið-Afríkulýðveldið, Jemen, Haíti, Írak, Líbanon og Sýrland til að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.
Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða eiga við um framkvæmd reglugerðar þessarar.
2. gr. Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi reglugerðum er breytt sem hér segir:
a. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, nr. 792/2015, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
1.18 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.18. | |
2.13 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.13. | |
b. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
1.31 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.31. | |
2.30 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.30. | |
c. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Jemen, nr. 880/2015, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
1.12 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.12. | |
2.12 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.12. | |
d. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Haíti, nr. 55/2023, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
1.1 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.1. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.1. | |
e. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Írak, nr. 851/2015, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
1.7 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.7. | |
2.15 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.15. | |
f. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon, nr. 835/2015, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliður skal bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
4.1 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 4.1. | |
g. | Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland, nr. 456/2014, ásamt síðari breytingum. | |
Eftirfarandi töluliður skal bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar: | ||
14.1 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 14.1. |
3. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 26. maí 2023.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Martin Eyjólfsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.