Prentað þann 2. nóv. 2024
848/2023
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna, nr. 221/2012.
1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skráningarskyldir sjúkdómar eru:
adenóveirusýking
afbrigðilegar berklasýkingar
barkakýlisbólga
berkjubólga
berkjulungnabólga
bráður niðurgangur
clostridium difficile sýking
efri loftvegasýking
enteróveirusýking
eyrnabólga
flatlús
hálsbólga
heilabólga (encephalitis/meningoencephalitis)
heilahimnubólga af völdum sýkla
heilahimnubólga af óþekktum toga
höfuðlús
kláðamaur
kynfæravörtur (condyloma genitalis)
lungnabólga
Lyme sjúkdómur (borreliosis)
matareitrun af völdum sýkla eða eiturefna þeirra
metapneumóveirusýking
njálgur
nóróveirusýking (calicíveirusýking)
parainflúensa
psittacosis
skarlatssótt
skútabólga
speldisbólga (epiglottitis)
sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla
þvagrásarbólga af óþekktri orsök
2. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Tilkynningarskyldir sjúkdómar eru:
alnæmi (AIDS)
bandormslirfusýki (cysticercosis)
barnaveiki (diphteria)
beinbrunasótt (dengue)
berklar
blæðandi veiruhitasóttir
bólusótt
bótúlismi
bráð sjúkdómseinkenni af völdum eiturefna og geislavirkra efna, sem geta ógnað almannaheill
Candida auris sýking
Creutzfeldt Jacob veiki og afbrigði hennar
enteróhemórrhagísk E. coli sýking
gulusótt
Haemophilus influenzae sýking, ífarandi
hettusótt
hérasótt (tularemia)
HIV-sýking
holdsveiki
huldusótt (Q-fever)
kampýlóbaktersýking
kíghósti
klamýdíusýking (Chlamydia trachomatis, þ.m.t. LGV/klamydíueitlafár)
kólera og kólerulíkar sýkingar (vibriosis og líkir sýkingavaldar)
kórónuveirur SARS-CoV, MERS
legíónellusýking
lekandi (gonorrhea)
lifrarbólga A (bráð)
lifrarbólga B (bráð, viðvarandi)
lifrarbólga C
lifrarbólga D og E
listeríusýking
Lyssaveirusýking (hundaæði)
lömunarveiki (mænusótt, polio)
meningókokkasjúkdómur, ífarandi
miltisbrandur (anthrax)
mislingar
mítilborin heilabólga (tick-borne viral encephalitis)
MPX veirusýking (apabóla)
óvæntir atburðir sem ógnað geta heilsu manna (óvænt aukning sjúkdómstilvika eða dauðsfalla) og eru bráð ógn
við lýðheilsu
pneumokokkasýking, ífarandi
rauðir hundar (einnig meðfæddir)
salmonellusýking
sárasótt (einnig meðfædd eða nýburasýking)
shígellusýking
stífkrampi (tetanus)
streptókokkasýking, ífarandi (Streptococcus pyogenes)
sullaveiki
svarti dauði
sýkingar tengdar heilbrigðisþjónustu
taugasjúkdómur vegna borrelia burgdorferi (lyme neuroborreliosis)
toxóplasmasýking, meðfædd
tríkínusýking
zíkaveirusýking, áunnin eða meðfædd
öldusótt (brucellosis)
Tilkynningarskyldir sjúkdómar sem nægjanlegt er að rannsóknarstofur tilkynna til sóttvarnalæknis:
breiðvirkir betalaktamasamyndandi sýklar (BBL)
Chikungunya veirusýking
giardíasýking
inflúensa
kórónuveira SARS-CoV-2
launsporasýking (cryptósporidium sýking)
malaría
meticillín ónæmur Staphylococcus aureus (MÓSA)
RS veirusýking
taugaveiki/taugaveikibróðir
vancómýcín ónæmir enterókokkar (VRE)
vesturnílarveirusótt
Tilkynningarskyldir sjúkdómar sem nægjanlegt er að tilkynna ef sjúklingur er lagður inn á sjúkrahús:
hlaupabóla
ristill (herpes zoster)
rótaveirusýking
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 3. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 21. júlí 2023.
Willum Þór Þórsson.
Guðlín Steinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.