Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 15. apríl 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 17. jan. 2024
Sýnir breytingar gerðar 14. júní 2023 – 17. jan. 2024 af rg.nr. 577/2023 og 1712/2023

835/2015

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon.

1. gr. Almenn ákvæði.

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja:

  1. ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
  2. ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
  3. ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á.

Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

2. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1.  Sameiginleg afstaða ráðsins 2006/625/SSUÖ frá 15. september 2006 um bann við sölu eða afhendingu vopna og tengdra hergagna og við því að veita rekstrareiningum eða einstaklingum í Líbanon tengda þjónustu, í samræmi við ákvæði ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1701 (2006), fylgiskjal 1.
 1.2  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/2686 frá 27. nóvember 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.2.
 2.  Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1412/2006 frá 25. september 2006 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Líbanon, fylgiskjal 2.
2.1 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 5552023/20102694 frá 2427. júnínóvember 20102023 um breytingu á reglugerðtilteknum (EB)reglugerðum nr. 1412/2006ráðsins um tilteknarþvingunaraðgerðir þvingunaraðgerðirí því skyniþvíbæta ervið varðarákvæðum Líbanonum undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 32.1.
3.  Sameiginleg afstaða ráðsins 2005/888/SSUÖ frá 12. desember 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, fylgiskjal 4.
4.  Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 305/2006 frá 21. febrúar 2006 um að leggja á tilteknar þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum sem eru grunaðir um aðild að morðinu á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, fylgiskjal 5.
  4.1  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 4.1.

Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

3. gr. Aðlögun.

Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:

  1. ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
  2. ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
  3. tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
  4. tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
  5. tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
  6. vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir

4. gr. Tilkynning.

Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.

5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

6. gr. Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.

7. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon nr. 120/2009.

 Utanríkisráðuneytinu, 9. júlí 2015. 

 Gunnar Bragi Sveinsson. 

 Stefán Haukur Jóhannesson. 

 Fylgiskjal 4.1.
 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2023/338
 frá 14. febrúar 2023
 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar
 þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2664 (2022) sem vísar til fyrri ályktana um að leggja á refsiaðgerðir til að bregðast við ógnum við frið og öryggi á alþjóðavettvangi og leggur áherslu á að ráðstafanir sem aðildarríki SÞ grípa til í því skyni að framkvæma refsiaðgerðir fari að skuldbindingum þeirra samkvæmt alþjóðalögum og að þeim sé ekki ætlað að hafa neikvæð mannúðaráhrif á óbreytta borgara eða á mannúðaraðstoð eða þau sem veita hana.
 2) Þar sem það lýsir sig reiðubúið til að endurskoða, leiðrétta og slíta, ef við á, refsiaðgerðum, sem taka tillit til þess hvernig aðstæður á jörðu niðri þróast og þess að nauðsynlegt er að lágmarka óráðgerð neikvæð áhrif á mannúðarmál, ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í 1. mgr. ályktunar nr. 2664 (2022) að útvegun,
 vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af öryggisráðinu eða
 framkvæmdanefndum um þvingunaraðgerðir. Í þessari ákvörðun er 1. mgr. ályktunar nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“. Undanþága af mannúðarástæðum á við um tiltekna aðila eins og sett er fram í þeirri ályktun.
 3) Í ályktun nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því markisem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
 4) Í ályktun nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir tilgreinda einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakönnunar.
 5) Nauðsynlegt er að breyta ákvörðunum ráðsins 2010/231/SSUÖ(
 1), 2013/798/SSUÖ(2), 2014/932/SSUÖ(3), (SSUÖ) 2022/2319(4) og sameiginlegum afstöðum ráðsins 2003/495/SSUÖ(5) og 2005/888/SSUÖ(6) til samræmis við það.
 6) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda í framkvæmd tilteknum aðgerðum í ákvörðun þessari.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Eftirfarandi málsgrein bætist við í 2. gr. sameiginlegrar afstöðu 2005/888/SSUÖ:
 „5. Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur
 starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og nefndin ákvarðar.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 14. febrúar 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 E. SVANTESSON

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/231/SSUÖ frá 26. apríl 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Sómalíu og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2009/138/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 105, 27.4.2010, bls. 17).
 (2) Ákvörðun ráðsins 2013/798/SSUÖ frá 23. desember 2013 um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (Stjtíð. ESB L 352, 24.12.2013, bls. 51).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2014/932/SSUÖ frá 18. desember 2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Jemen (Stjtíð. ESB L 365, 19.12.2014, bls. 147).
 (4) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2319 frá 25. nóvember 2022 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins á Haítí (Stjtíð. ESB L 307, 28.11.2022, bls. 135).
 (5) Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/495/SSUÖ frá 7. júlí 2003 um Írak og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/741/SSUÖ og 2002/599/SSUÖ (Stjtíð ESB. L 169, 8.7.2003, bls. 72).
 (6) Sameiginleg afstaða ráðsins 2005/888/SSUÖ frá 12. desember 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons (Stjtíð. ESB L 327, 14.12.2005, bls. 26).

 Fylgiskjal 1.2.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2023/2686
 frá 27. nóvember 2023
 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir
 í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Í ályktunum sínum frá 20. maí 2021 „um Orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar til Evrópuþingsins og ráðsins um aðgerðir ESB í mannúðarmálum: nýjar áskoranir, sömu meginreglur“ áréttaði ráðið skuldbindingu sína um að forðast og ef það er ekki unnt, að milda eins og hægt er, hugsanleg óráðgerð, neikvæð
 áhrif þvingunaraðgerða Sambandsins á aðgerðir í mannúðarmálum á grundvelli meginreglna. Ráðið ítrekaði að þvingunaraðgerðir Sambandsins samræmist öllum skuldbindingum samkvæmt þjóðarétti, einkum alþjóðlegum mannréttindalögum, alþjóðlegum mannúðarrétti og alþjóðalögum um flóttamenn. Það lagði
 áherslu á mikilvægi þess að fylgja að fullu meginreglum um mannúð og alþjóðlegum mannúðarrétti í stefnu Sambandsins um refsiaðgerðir, m.a. með samræmdri innfellingu undanþága af mannúðarástæðum í regluverk Sambandsins um þvingunaraðgerðir þar sem við á og með því að tryggja að skilvirkur rammi sé til staðar fyrir notkun stofnana á sviði mannúðarmála á slíkum undanþágum.
 2) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) sem vísar til fyrri ályktana um að leggja á refsiaðgerðir til að bregðast við ógnum við frið og öryggi á alþjóðavettvangi og leggur áherslu á að ráðstafanir sem aðildarríki SÞ grípa til, í því skyni að framkvæma
 refsiaðgerðir, samræmist skuldbindingum þeirra samkvæmt alþjóðalögum og að þeim sé ekki ætlað að hafa neikvæð mannúðaráhrif á óbreytta borgara eða á mannúðaraðstoð eða þau sem veita hana. Í 1. mgr. ályktunar sinnar nr. 2664 (2022) ákvað öryggisráð SÞ að útvegun, vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra
 fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil, af hálfu tiltekinna aðila, og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af öryggisráðinu eða framkvæmdanefndum þess um þvingunaraðgerðir.
 3) Hinn 14. febrúar 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/338(1) sem innleiddi undanþáguna af mannúðarástæðum samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) í regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir sem kemur til framkvæmda aðgerðum sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir ákveða. Hinn 31. mars 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/726(2) sem innleiddi undanþáguna af mannúðarástæðum samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) í regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir sem kemur til framkvæmda aðgerðum sem öryggisráðið eða
 framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir ákveða, og í viðbótaraðgerðir sem ráðið ákveður.
 4) Til að efla samræmi og samkvæmni milli regluverka Sambandsins um þvingunaraðgerðir og við þau regluverk sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir samþykkja, og til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks,
 telur ráðið að taka ætti upp í tiltekin regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir undanþágu frá frystingu fjármuna tilgreindra einstaklinga og lögaðila og frá takmörkunum á því að gera fjármuni eða efnahagslegan auð aðgengilegan þeim, í þágu aðila sem um getur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022), samtaka
 og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e. Humanitarian Partnership Certificate), samtaka og fagstofnana sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki eða sérstofnana aðildarríkja. Enn fremur telur ráðið að innleiða ætti undanþágufyrirkomulag eða breyta fyrirliggjandi undanþágufyrirkomulagi fyrir þau samtök og þá aðila sem taka þátt í mannúðarstarfi en geta ekki nýttsér undanþáguna. Ráðið telur einnig að innleiða ætti endurskoðunarákvæði í tengslum við þessar undanþágur. Auk þesstelur ráðið að innleiða ætti endurskoðunarákvæði í tengslum við gildandi ákvæði um undanþágur af mannúðarástæðum í tiltekin önnur regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir.
 5) Því er nauðsynlegt að breyta ákvörðunum ráðsins 2010/638/SSUÖ(3), 2011/72/SSUÖ(4), 2011/101/SSUÖ(5), 2011/173/SSUÖ(6), 2012/642/SSUÖ(7), 2013/184/SSUÖ(8), 2014/145/SSUÖ(9), (SSUÖ) 2015/1763(10), (SSUÖ) 2017/2074(11), (SSUÖ) 2019/797(12), (SSUÖ) 2019/1720(13), (SSUÖ) 2021/1277(14), (SSUÖ) 2023/891(15) og (SSUÖ) 2023/1532(16).
 6) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda í framkvæmd tilteknum aðgerðum í ákvörðun þessari.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun (SSUÖ) 2021/1277 er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 2. gr.:
 „7. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þ.m.t. áætlana þeirra, sjóða og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi SÞ og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum SÞ um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum SÞ vegna flóttafólks, öðrum áköllum SÞ eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum samhæfir,
 e) samtaka og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e.Humanitarian Partnership Certificate) eða sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki í samræmi við landsbundna málsmeðferð,
 f) sérstofnana aðildarríkjanna eða
 g) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til f-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum.“
 2) Í stað 3. gr. kemur eftirfarandi:
 „3. gr.
 1. Með fyrirvara um 7. mgr. 2. gr. og þrátt fyrir 1. og 2. mgr. 2. gr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir
 að hafa gengið úr skugga um að þessir fjármunir eða efnahagslegur auður sé nauðsynlegur til að tryggja megi tímanlega mannúðaraðstoð eða til að styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks.
 2. Ef ekki liggur fyrir neikvæð ákvörðun, beiðni um upplýsingar eða tilkynning um viðbótartíma frá viðkomandi lögbæru stjórnvaldi innan fimm virkra daga frá viðtökudegi beiðni um heimild samkvæmt þessari grein skal líta svo á að heimildin hafi verið veitt.
 3. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er samkvæmt þessari grein innan fjögurra vikna frá því að hún er veitt.“
 3) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 9. gr.:
 „Undantekningarnar sem um getur í 7. mgr. 2. gr. og í 3. gr. að því er varðar 1. og 2. mgr. 2. gr. skal endurskoða með reglulegu millibili og a.m.k. á 12 mánaða fresti, eða að brýnni beiðni aðildarríkis, æðsta fulltrúans eða framkvæmdastjórnarinnar í kjölfar grundvallarbreytingar á aðstæðum.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 27. nóvember 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 Y. DÍAZ PÉREZ

 (1) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 47, 15.2.2023, bls. 50).
 (2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 94, 3.4.2023, bls. 48).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2010/638/SSUÖ frá 25. október 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Gíneu (Stjtíð. ESB L 280, 26.10.2010, bls. 10).
 (4) Ákvörðun ráðsins 2011/72/SSUÖ frá 31. janúar 2011 um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum með tilliti til ástandsins í Túnis (Stjtíð. ESB L 28, 2.2.2011, bls. 62).
 (5) Ákvörðun ráðsins 2011/101/SSUÖ frá 15. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Zimbabwe (Stjtíð. ESB L 42, 16.2.2011, bls. 6).
 (6) Ákvörðun ráðsins 2011/173/SSUÖ frá 21. mars 2011 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Bosníu og Hersegóvínu (Stjtíð. ESB L 76, 22.3.2011, bls. 68).
 (7) Ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ frá 15. október 2012 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Belarús og þátttöku Belarús í árásum Rússa gegn Úkraínu (Stjtíð. ESB L 285, 17.10.2012, bls. 1).
 (8) Ákvörðun ráðsins 2013/184/SSUÖ frá 22. apríl 2013 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Myanmar/Burma og niðurfellingu ákvörðunar 2010/232/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 111, 23.4.2013, bls. 75).
 (9) Ákvörðun ráðsins 2014/145/SSUÖ frá 17. mars 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu (Stjtíð. ESB L 78, 17.3.2014, bls. 16).
 (10) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1763 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Búrúndí (Stjtíð. ESB L 257,2.10.2015, bls. 37).
 (11) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/2074 frá 13. nóvember 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela (Stjtíð. ESB L 295, 14.11.2017, bls. 60).
 (12) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/797 frá 17. maí 2019 um þvingunaraðgerðir gegn netárásum sem ógna Sambandinu eða aðildarríkjum þess (Stjtíð. ESB L 129 I, 17.5.2019, bls. 13).
 (13) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/1720 frá 14. október 2019 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Níkaragva (Stjtíð. ESB L 262, 15.10.2019, bls. 58).
 (14) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1277 frá 30. júlí 2021 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbanon (Stjtíð. ESB L 277 I, 2.8.2021, bls. 16).
 (15) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/891 frá 28. apríl 2023 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika í Lýðveldinu Moldóvu (Stjtíð. ESB L 114, 2.5.2023, bls. 15).
 (16) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/1532 frá 20. júlí 2023 um þvingunaraðgerðir í ljósi hernaðarstuðnings Írans við árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu (Stjtíð. ESB L 186, 25.7.2023, bls. 20).

 Fylgiskjal 2.1.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2023/2694
 frá 27. nóvember 2023
 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir
 í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Sambandið getur beint þvingunaraðgerðum, þ.m.t. frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, gegn tilgreindum einstaklingum eða lögaðilum, rekstrareiningum og stofnunum. Reglugerðir ráðsins koma slíkum aðgerðum til framkvæmda.
 2) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2664 (2022). Í 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) kemur fram að útvegun, vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi
 tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil, af hálfu tiltekinna aðila, og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af öryggisráðinu eða framkvæmdanefndum þess um þvingunaraðgerðir.
 3) Hinn 14. febrúar 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/338(1) og reglugerð (ESB) 2023/331(2) sem innleiddi undanþáguna af mannúðarástæðum samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) í regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir sem kemur til framkvæmda aðgerðum sem öryggisráðið og framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir ákveða. Hinn 31. mars 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/726(3) og reglugerð (ESB) 2023/720(4) sem innleiddi undanþáguna af mannúðarástæðum samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) í regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir sem kemur til framkvæmda aðgerðum, sem öryggisráðið og framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir ákveða, og í viðbótaraðgerðir sem ráðið ákveður.
 4) Til að efla samræmi og samkvæmni milli regluverka Sambandsins um þvingunaraðgerðir og við þau regluverk, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunarráðstafanir samþykkja, og til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks, telur ráðið að taka ætti upp í tiltekin regluverk Sambandsins um þvingunarráðstafanir undanþágu frá frystingu fjármuna tilgreindra einstaklinga og lögaðila og frá takmörkunum á því að gera fjármuni eða efnahagslegan auð aðgengilegan þeim, í þágu aðila sem um getur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022), samtaka og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e. Humanitarian Partnership Certificate), samtaka og fagstofnana sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki eða sérstofnana aðildarríkja. Enn fremur telur ráðið að innleiða ætti undanþágufyrirkomulag eða breyta fyrirliggjandi undanþágufyrirkomulagi fyrir þau samtök og þá aðila sem taka þátt í mannúðarstarfi en geta ekki nýtt sér undanþáguna.
 5) Hinn 27. nóvember 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/2686(5) um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins til að koma inn ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum.
 6) Breytingarnar falla undir gildissvið sáttmálans og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til að hrinda þeim í framkvæmd, einkum til að tryggt sé að þeim sé beitt með samræmdum hætti í öllum aðildarríkjunum.
 7) Því ætti að breyta reglugerðum ráðsins (EB) nr. 314/2004(6), (ESB) nr. 1284/2009(7), (ESB) nr. 101/2011(8), (ESB) nr. 401/2013(9), (ESB) 2015/1755(10), (ESB) 2017/2063(11), (ESB) 2019/796(12), (ESB) 2019/1716(13) og (ESB) 2021/1275(14) til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Í stað 4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2021/1275 kemur eftirfarandi:
 „4. gr.
 1. Ákvæði 1. og 2. mgr. 2. gr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þ.m.t. áætlana þeirra, sjóða og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi SÞ og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum SÞ um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum SÞ vegna flóttafólks, öðrum áköllum SÞ eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum samhæfir,
 e) samtaka og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e. Humanitarian Partnership Certificate) eða sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki í samræmi við landsbundna málsmeðferð,
 f) sérstofnana aðildarríkjanna eða
 g) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til f-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum.
 2. Með fyrirvara um 1. mgr. og þrátt fyrir 1. og 2. mgr. 2. gr. geta lögbær stjórnvöld heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr
 skugga um að þessir fjármunir eða efnahagslegur auður sé nauðsynlegur til að tryggja megi tímanlega mannúðaraðstoð eða til að styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks.
 3. Ef ekki liggur fyrir neikvæð ákvörðun, beiðni um upplýsingar eða tilkynning um viðbótartíma frá viðkomandi lögbæru stjórnvaldi innan fimm virkra daga frá viðtökudegi beiðni um heimild skv. 2. mgr. skal líta svo á að heimildin hafi verið veitt.
 4. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er skv. 2. og 3. mgr. innan fjögurra vikna frá því að hún er veitt.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 27. nóvember 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 Y. DÍAZ PÉREZ

 (1) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/338 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins og sameiginlegum afstöðum að því er varðar þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 47, 15.2.2023, bls. 50).
 (2) Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/331 frá 14. febrúar 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 47, 15.2.2023, bls. 1).
 (3) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 94, 3.4.2023, bls. 48).
 (4) Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/720 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L 94, 3.4.2023, bls. 1).
 (5) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/2686 frá 27. nóvember 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum (Stjtíð. ESB L, 2023/2686, 28.11.2023, ELI: http://data.europa.eu/eli/dec/2023/2686/oj).
 (6) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 314/2004 frá 19. febrúar 2004 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Zimbabwe (Stjtíð. EB L 55, 24.2.2004, bls. 1).
 (7) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1284/2009 frá 22. desember 2009 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Gíneu (Stjtíð. ESB L 346, 23.12.2009, bls. 26).
 (8) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 101/2011 frá 4. febrúar 2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis (Stjtíð. ESB L 31, 5.2.2011, bls. 1).
 (9) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 401/2013 frá 2. maí 2013 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Myanmar/Burma og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 194/2008 (Stjtíð. ESB L 121, 3.5.2013, bls. 1).
 (10) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1755 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Búrúndí (Stjtíð. ESB L 257,2.10.2015, bls. 1).
 (11) Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/2063 frá 13. nóvember 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela (Stjtíð. ESB L295, 14.11.2017, bls. 21).
 (12) Reglugerð ráðsins (ESB) 2019/796 frá 17. maí 2019 um þvingunaraðgerðir gegn netárásum sem ógna Sambandinu eðaaðildarríkjum þess (Stjtíð. ESB L 129 I, 17.5.2019, bls. 1).
 (13) Reglugerð ráðsins (ESB) 2019/1716 frá 14. október 2019 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Níkaragva (Stjtíð. ESB L 262, 15.10.2019, bls. 1).
 (14) Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/1275 frá 30. júlí 2021 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbanon (Stjtíð. ESB L 277 I, 2.8.2021, bls. 1).

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.