Fara beint í efnið

Prentað þann 19. jan. 2022

Breytingareglugerð

830/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Útlendingi sem dvaldi hér á landi fyrir 20. mars 2020 í samræmi við 8. gr. reglugerðarinnar og 1. mgr. 49. gr. laga um útlendinga en hefur ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar er að lokinni skráningu hjá Útlendingastofnun, heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til 10. nóvember 2020. Skráning skal hafa farið fram fyrir 10. september 2020 og með beiðni um skráningu þarf að leggja fram afrit af vegabréfi og vegabréfsáritun þegar það á við.

Ákvæði 1. mgr. kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun þeirra sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 eða frávísun eða brottvísun á öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendingalaga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 49. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 25. ágúst 2020.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.