Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 9. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 1. mars 2012 – 28. des. 2012 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 1. mars 2012 af rg.nr. 199/2012

830/2011

Reglugerð um ökuskírteini.

I. KAFLI Almenn ákvæði.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerðin gildir um ökuskírteini sem er staðfesting þess að handhafinn hafi ökuréttindi í tilteknum flokki eða flokkum, um form og útgáfu ökuskírteinis, skilyrði til að öðlast það og hvernig afturköllun ökuréttinda fer fram. Ökuréttindaflokkar eru skilgreindir með tilliti til ökutækja sem reglugerðin tekur til, vélknúins ökutækis og eftirvagns/tengitækis .

Reglugerðin gildir einnig um notkun erlends ökuskírteinis hér á landi.

Reglugerðin gildir ennfremur um ökunám og ökupróf, nám og löggildingu ökukennara, svo og viðurkenningu prófdómara, ökuskóla og ökugerðis.

2. gr. Almennt.

Enginn má stjórna bifreið, bifhjóli eða öðru vélknúnu ökutæki sem tilgreint er í 6. gr. reglugerðar þessarar nema hann hafi gilt ökuskírteini sem veitir réttindi fyrir ökuréttindaflokk, eftir atvikum, einn eða fleiri. Sýslumaður annast útgáfu ökuskírteinis í umboði ríkislögreglustjóra.

Ökuskírteini skal vera af EES-gerð. Enginn má hafa ökuskírteini nema frá einu ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu.

Veita má ökuskírteini þeim sem:

  1. uppfyllir lágmarksskilyrði reglugerðar þessarar um andlegt og líkamlegt heilbrigði til að geta stjórnað ökutæki örugglega,
  2. uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar um nám og hefur sannað með prófi að hann hafi næga aksturshæfni og þekkingu á umferðarlöggjöf og á ökutæki og meðferð þess til að geta stjórnað því örugglega,
  3. uppfyllir aldursskilyrði reglugerðar þessarar,
  4. hefur fasta búsetu hér á landi sem þó tekur ekki til:

    1. útgáfu fullnaðarskírteinis,
    2. endurnýjunar ökuskírteinis,
    3. útgáfu samrits,
    4. útgáfu alþjóðlegs ökuskírteinis,
    5. útgáfu akstursheimildar til bráðabirgða.

3. gr. Umsókn um ökuskírteini.

Umsókn um ökuskírteini má afhenda sýslumanni óháð því hvar á landinu umsækjandi býr og skal umsækjandi við móttökuafhendingu skírteinisinsumsóknar. rita nafn sitt í þar til gerðan reit á kennispjaldi sem ljósmynd af umsækjanda skal fest við.

Gögn varðandi umsókn um ökuskírteini:

  1. Umsókn um ökuskírteini skal fylgja:

    1. ljósmynd af umsækjanda (enda sé slík ljósmynd ekki til í safni ökuskírteinaskrár):

      1. sem líkist honum vel að mati sýslumanns,
      2. sem tekin er af umsækjanda beint að framan og sýnir höfuð (án höfuðfats) og herðar,
      3. þar sem lýsing andlits er jöfn,
      4. þar sem augum er beint að myndavél,
      5. þar sem gleraugu eru ekki skyggð eða það glampar á þau,
      6. sem er á ljósmyndapappír, 35x45 mm að stærð,
      7. þar sem mynd af höfði er 30 - 36 mm á hæð,
    2. læknisvottorð en þó nægir skrifleg yfirlýsing umsækjanda um heilbrigði þegar sótt er um ökuskírteini fyrir AM-, A1-, A2-, A-, B-, BE- og T-flokk nema sýslumaður telji þörf á læknisvottorði eða umsækjandi sé orðinn 65 ára,
    3. skrifleg yfirlýsing um að umsækjandi hafi fasta búsetu hér á landi eða fullnægi að öðru leyti skilyrðum um búsetu en sýslumaður getur þó krafist þess að umsækjandi:

      1. sanni að hann hafi fasta búsetu hér á landi,
      2. leggi fram dvalarleyfi, hafi hann hvorki íslenskt né annað norrænt ríkisfang nema hann megi dvelja löglega í landinu án leyfis,
    4. skrifleg yfirlýsing um að umsækjandi, þegar umsókn er lögð fram, hafi ekki:

      1. undir höndum ökuskírteini, gefið út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu,
      2. sætt takmörkun, annarri en skv. 21. gr., sviptingu eða afturköllun ökuréttinda í ríki, sbr. i-lið.
  2. Staðfesting þess að umsækjandi hafi sótt nám í ökugerði í samræmi við 11. gr.
  3. Staðfesting skal liggja fyrir um að umsækjandi um fullnaðarskírteini hafi farið í akstursmat, sbr. 20. gr.
  4. Nú er sótt um ökuskírteini eftir að ökuréttindi umsækjanda hafa verið afturkölluð með akstursbanni skv. 106. gr. a. umferðarlaga. Skal þá fylgja umsókn um ökuskírteini staðfesting þess að umsækjandi hafi sótt nám skv. 13. gr. reglugerðarinnar. Sama gildir, hafi umsækjandi verið sviptur ökuréttindum á gildistíma fyrsta bráðabirgðaskírteinis skv. 3. mgr. 53. gr. umferðarlaga.
  5. Þegar sótt er um ökuskírteini fyrir C1-, C-, D1- eða D-flokk þarf að liggja fyrir að umsækjandi hafi fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  6. Umsókn um endurnýjun ökuskírteinis til farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir C1,- C-, D1- og D-flokk skal fylgja staðfesting þess að umsækjandi hafi sótt endurmenntunarnám skv. 14. gr.

Umferðarstofa setur, að höfðu samráði við landlækni, reglur um hvernig skuli meta hvort umsækjandi um ökuskírteini fullnægi skilyrðum í III. viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Heimilislæknir umsækjanda gefur út læknisvottorð. Gefi annar læknir vottorðið út, skal umsækjandi upplýsa hvers vegna. Læknisvottorð skal ritað á eyðublað sem gert er eftir fyrirmælum landlæknis og má við umsókn ekki vera eldra en þriggja mánaða og við útgáfu ökuskírteinis ekki eldra en 18 mánaða.

4. gr. Könnun sýslumanns.

Sýslumaður byggir á heilbrigðisyfirlýsingu eða læknisvottorði við könnun þess hvort umsækjandi fullnægi heilbrigðisskilyrðum. Sýslumaður getur þó krafist þess að frá lækni eða öðrum sérfræðingi verði fengin yfirlýsing eða ítarlegri upplýsingar, svo og að umsækjandi að öðru leyti taki þátt í læknisfræðilegri rannsókn til að skorið verði úr um hvort gefa megi út ökuskírteini eða það skuli skilyrt á einhvern hátt. Í því sambandi getur sýslumaður krafist þess að umsækjandi þreyti próf í aksturshæfni skv. 15. gr. Umsækjandi ber kostnað af læknisfræðilegri rannsókn, gagnaöflun og prófi samkvæmt þessari grein.

Auk könnunar á heilbrigðisskilyrðum kannar sýslumaður, ef ástæða þykir til, reglusemi og áreiðanleika umsækjanda. Hann aflar og annarra þeirra upplýsinga sem þörf er á, m.a. upplýsinga úr viðeigandi skrám lögreglu og ákæruvalds.

Sýslumaður getur neitað umsækjanda um ökuskírteini, ef hann er háður notkun ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi efna eða er ekki nægilega reglusamur. Bera má slíka ákvörðun sýslumanns undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a. almennra hegningarlaga.

Sýslumaður getur synjað umsækjanda um réttindi til að mega stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga við um hagi hans.

5. gr. Námsheimild - Prófheimild.

Þegar sýslumaður hefur kannað gögn og upplýsingar sem umsókn um ökuskírteini fylgja, tekur hann ákvörðun um hvort veita skuli umsækjanda ökuskírteini eða eftir atvikum:

  1. námsheimild til að hefja ökunám og þreyta ökupróf að því loknu,
  2. prófheimild til að þreyta ökupróf.

Sé ökuskírteini ekki gefið út innan tveggja ára frá útgáfu námsheimildar, þarf umsækjandi að hefja nám að nýju að fenginni nýrri námsheimild.

Gefa má út námsheimild áður en umsækjandi fullnægir aldursskilyrðum skv. 6. gr. fyrir:

  1. B-flokk tólf mánuðum fyrr,
  2. AM-, A1-, A2-, A-, BE- og T-flokk þremur mánuðum fyrr,
  3. C-, C1-, D- og D1-flokk sex mánuðum fyrr enda hafi umsækjandi fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

Til að fá námsheimild fyrir BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk þarf umsækjandi að hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk og ökuskírteini fyrir C1-, C-, D1- eða D-flokk eftir því sem við á.

6. gr. Ökuréttindaflokkar.

Með ökuskírteini er veitt leyfi til að stjórna vélknúnu ökutæki í ökuréttindaflokki, einum eða fleiri, sem tilgreindur er á skírteininu. Ökuréttindaflokkar eru skilgreindir í þessari grein í samræmi við tilskipun nr. 2006/126/EB um ökuskírteini.

Flokkun ökutækja (Le-flokkar) er í samræmi við flokkun ökutækja í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, sbr. tilskipun nr. 2002/24/EB (varðandi bifhjól) og tilskipun nr. 70/156/EBE (varðandi bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki sem einkum eru ætluð til fólks- og vöruflutninga).

Ökuskírteini má gefa út frá þeim lágmarksaldri sem er tilgreindur fyrir hvern ökuréttindaflokk.

Sá fyrirvari er gerður varðandi tengingu eftirvagns/tengitækis við ökutæki skv. þessari grein að leyfileg þyngd eftirvagns/tengitækis geti verið takmörkuð skv. skráningarskírteini viðkomandi ökutækis.

Ökuréttindaflokkar eru:

  1. AM-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki) sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.:

      1. á tveimur hjólum,
      2. á þremur hjólum.

    Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára.

  2. A1-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifhjóli:

      1. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, (L3e-flokkur eða L4e-flokkur) með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg,
      2. á þremur hjólum (L5e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 15 kW,
    2. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli í AM-flokki.

    Ökuskírteini fyrir A1-flokk má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

  3. A2-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifhjóli:

      1. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns (L3e- eða L4e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 35 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,2 kW/kg, svo og bifhjóli sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl,
    2. réttindi til að stjórna:

      1. léttu bifhjóli í AM-flokki,
      2. bifhjóli í A1-flokki.

    Ökuskírteini fyrir A2-flokk má veita þeim sem er orðinn 19 ára.

  4. A-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifhjóli:

      1. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns,
      2. á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,
    2. réttindi til að stjórna:

      1. léttu bifhjóli í AM-flokki,
      2. bifhjóli í A1- og A2-flokki.

    Ökuskírteini fyrir A-flokk má veita þeim sem er orðinn 24 ára en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

  5. B-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við:

      1. eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd eða
      2. eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
    2. réttindi til að stjórna:

      1. bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum (L6e- og L7e-flokkur),
      2. léttu bifhjóli í AM-flokki,
      3. bifhjóli á þremur hjólum í A1-, A2- eða A-flokki með þeirri takmörkun að sá sem er yngri en 21 árs má ekki stjórna slíku bifhjóli með afl yfir 15 kW,
      4. dráttarvél í T-flokki.

    Ökuskírteini fyrir B-flokk má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

  6. Farþegaflutningar í atvinnuskyni fyrir B-flokk:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki til slíkra flutninga, bundið því skilyrði að viðkomandi fullnægi kröfum um viðbótarnám og próf skv. námskrá.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk má veita þeim sem er orðinn 20 ára.

  7. BE-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir BE-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini fyrir BE-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

  8. C1-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C1-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini fyrir C1-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

  9. Vöruflutningar í atvinnuskyni fyrir C-1 flokk:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í C1-flokki til slíkra flutninga, bundið því skilyrði að viðkomandi hafi ökuskírteini fyrir C1-flokk og fullnægi skilyrðum um viðbótarnám og próf skv. námskrá.

    Ökuskírteini til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir C1-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

  10. C1E-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í:

      1. C1-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg,
      2. B-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg,
      3. réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C1E-flokk skal hafa ökuskírteini fyrir C1-flokk.

    Ökuskírteini fyrir C1E-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

  11. C-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, þar með talið til vöruflutninga í atvinnuskyni.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini fyrir C-flokk má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

  12. CE-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
    2. réttindi til að stjórna bifreið í:

      1. B- og C1-flokki sem tengja má við eftirvagn/tengitæki í BE- og C1E-flokki,
      2. D1- og D-flokki með eftirvagn/tengitæki í D1E- og DE-flokki enda hafi viðkomandi réttindi fyrir D1- og D-flokk.

    Ökuskírteini fyrir CE-flokk má veita þeim sem hefur ökuskírteini fyrir C-flokk.

    Ökuskírteini fyrir CE-flokk má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

  13. D1-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið sem er ekki lengri en 8 m og gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D1-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini fyrir D1-flokk má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

  14. Farþegaflutningar í atvinnuskyni fyrir D1-flokk:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í D1-flokki til slíkra flutninga, bundið því skilyrði að viðkomandi hafi ökuskírteini fyrir D1-flokk og fullnægi skilyrðum um viðbótarnám og próf skv. námskrá.

    Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir D1-flokk má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

  15. D1E-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,
    2. réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D1E-flokk skal hafa ökuskírteini fyrir D1-flokk.

    Ökuskírteini fyrir D1E-flokk má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

  16. D-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, þar með talið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

    Ökuskírteini fyrir D-flokk má veita þeim sem er orðinn 23 ára.

  17. DE-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,
    2. réttindi til að stjórna bifreið í B- og D1-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE- og D1E-flokki.

    Umsækjandi um ökuskírteini fyrir DE-flokk skal hafa ökuskírteini fyrir D-flokk.

    Ökuskírteini fyrir DE-flokk má veita þeim sem er orðinn 23 ára.

  18. T-flokkur:

    1. réttindi til að stjórna dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki.

    Ökuskírteini fyrir T-flokk má veita þeim sem er orðinn 16 ára.

    Ökuskírteini fyrir A1-, A2-, A- og B-flokk veitir rétt til að stjórna torfærutæki.

Ökuskírteini fyrir B-flokk veitir rétt til að stjórna vinnuvél.

Um stjórn vinnuvélar gilda sérstakar reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum, settar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.

Tafla þar sem tilgreindir eru ökuréttindaflokkar, einnig lágmarksaldur og gildistími fyrir hvern flokk, svo og lýsing á ökutæki í hverjum flokki.

Nr. Flokkur Ökutæki

Aldur

ár

Gildistími
Bráðabirgða-
skírteini - ár
Fullnaðar-
skírteini - ár
1 AM létt bifhjól 15 Til fullra
70 ára aldurs.
2 A1 bifhjól: (a) 2 hjól, afl ≤ 11 kW, slagrými ≤ 125 sm³ og hlutfall afls/þunga ≤ 0,1 kW/kg og (b) ≥ 3 hjól, afl ≤ 15 kW 17 3
3 A2 bifhjóli: 2 hjól, afl ≥ 35 kW og hlutfall afls/þunga ≤ 0,2 kW/kg og ekki leitt af bifhjóli með ≥ tvöfalt afl 19 3
4 A bifhjól 241) 3
5 B bifreið, leyfð heildarþyngd ≤ 3.500 kg, gerð fyrir ≤ 8 farþega auk ökumanns 17 3
6 B farþegaflutningar í atvinnuskyni með bifreið í B-flokki 20 5
7 BE bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki 18 Til fullra
70 ára aldurs.
8 C1 bifreið, leyfð heildarþyngd > 3.500 kg og ≤ 7.500 kg 18 5
9 C1 vöruflutningar í atvinnuskyni með bifreið í C1-flokki 18 5
10 C1E bifreið í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki 18 5
11 C bifreið, leyfð heildarþyngd > 3.500 kg, gerð fyrir ≤ 8 farþega auk ökumanns 21 5
12 CE bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki 21 5
13 D1 bifreið, ekki lengri en 8 m, gerð fyrir 16 farþega og færri auk ökumanns 21 5
14 D1 farþegaflutningar í atvinnuskyni með bifreið í D1-flokki 21 5
15 D1E bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki 21 5
16 D bifreið gerð fyrir > 8 farþega auk ökumanns 23 5
17 DE bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki 23 5
18 T dráttarvél 16 Til fullra
70 ára aldurs.

1) en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

7. gr. Gildi eldri ökuréttinda.

Fullnaðarskírteini, sem gefið var út til tíu ára fyrir 1. mars 1988 og var þá í gildi, heldur gildi sínu þar til skírteinishafi er orðinn 70 ára.

  1. Ökuréttindi til aksturs bifreiðar.

    1. Ökuskírteini, útgefið fyrir 1. janúar 1997 sem veitir rétt til að stjórna bifreið, veitir einnig rétt til að stjórna fólksbifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
    2. Ökuskírteini, útgefið frá og með 1. júlí 1958 og fyrir 1. júní 1993 sem veitir rétt til að stjórna bifreið, veitir einnig rétt til að stjórna bifreið í C-flokki fyrir allt að 5.000 kg farm.
    3. Ökuskírteini, útgefið frá og með 12. apríl 1960 og fyrir 1. mars 1988 sem veitir rétt til að stjórna bifreið, veitir einnig rétt til að stjórna bifreið í D1-flokki. Ökuskírteini, útgefið fyrir gildistöku reglugerðar þessarar sem veitir rétt til að stjórna bifreið í D1-flokki, veitir rétt til að stjórna bifreið í D1-flokki þó hún sé lengri en 8 m. (Sjá 13. tölulið 5. mgr. 6. gr.).
    4. Ökuskírteini, útgefið fyrir 12. apríl 1960 sem veitir rétt til að stjórna bifreið, veitir einnig rétt til að stjórna bifreið í D1- og D-flokki.
    5. Ökuskírteini, útgefið fyrir 1. júlí 1958 sem veitir rétt til að stjórna bifreið, veitir einnig rétt til að stjórna ökutæki í A1-, A2-, A-, B-, C1- og C-flokki.
  2. Ökuréttindi til aksturs bifreiðar í atvinnuskyni.

    1. Ökuskírteini, útgefið fyrir 12. apríl 1960 sem veitir rétt til að stjórna leigubifreið til mannflutninga, veitir einnig rétt til að stjórna bifreið í B-, D1- og D-flokki til farþegaflutninga í atvinnuskyni.
    2. Ökuskírteini, útgefið frá og með 12. apríl 1960 og fyrir 1. mars 1988 sem veitir rétt til að stjórna leigubifreið til mannflutninga, veitir einnig rétt til að stjórna bifreið í B- og D1-flokki til farþegaflutninga í atvinnuskyni.
  3. Tafla hér að neðan sýnir yfirlit um gildi eldri ökuréttinda, sbr. 1. - 7. tölulið:

    Ökuskírteini til að stjórna bifreið gildir einnig fyrir flokk merktan "já" ef það er útgefið fyrir: B BE AM T C1 C1E C CE D1 D1E D DE A1 A2 A
    1. 01.01.1997 1) 1)
    2. 01.06.1993 2) 2)
    3. 01.03.1988 2) 2)
    4. 12.04.1960 2) 2)
    5. 01.07.1958

    1) fólksbifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
    2) bifreið fyrir allt að 5.000 kg farm.

    Ökuskírteini til að stjórna leigubifreið til mannflutninga gildir einnig fyrir flokk merktan "já" ef það er útgefið fyrir:

    B

    farþegaflutningar í atvinnuskyni

    D1

    farþegaflutningar í atvinnuskyni

    D

    farþegaflutningar í atvinnuskyni

    6. 01.03.1988
    7. 12.04.1960
  4. Ökuréttindi til aksturs bifhjóls.

    Ökuskírteini, útgefið fyrir gildistöku reglugerðar þessarar sem veitir rétt til að stjórna bifhjóli í A1- og A-flokki, veitir rétt til að stjórna bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum í þeim flokkum.

  5. Um réttindi vegna eftirvagns/tengitækis.

    1. Ökuskírteini, útgefið fyrir 15. ágúst 1997 sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-, C1-, C-, D1- eða D-flokki, veitir einnig rétt fyrir BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk, eftir því sem við á.
    2. Ökuskírteini, útgefið frá og með 15. ágúst 1997 og fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki, (BE-flokkur) má stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er þyngri en 3.500 kg. (Sjá 7. tölulið 5. mgr. 6. gr.).

8. gr. Ökutæki sem notað er við kennslu og verklegt próf.

  1. Almennt.

    Með þeim undantekningum, sem í 2. og 3. mgr. greinir, skal ökutæki, sem notað er við kennslu og verklegt próf, fullnægja kröfum reglugerðar um gerð og búnað ökutækja og jafnan vera þrifalegt og í lagi. Það skal viðurkennt af faggiltri skoðunarstofu, vera skráð sem slíkt og skal uppfylla skilyrði IV. viðauka.

    Dráttarvél og létt bifhjól þarf ekki að viðurkenna og skrá til ökukennslu eða verklegs prófs og eru undanþegin kröfum 2. töluliðar IV. viðauka um búnað.

    Ökutæki, sem notað er til kennslu í ökugerði, þarf ekki að viðurkenna og skrá en skal fullnægja reglum um gerð og búnað ökutækja. Umferðarstofu er þó heimilt að veita undanþágu frá þeim reglum. Eigi má nota slíkt ökutæki utan ökugerðis.

    Ökutæki sem notað er við verklegt próf skal vera beinskipt nema þegar takmarka þarf ökuréttindi við sjálfskipt ökutæki samkvæmt 2. töluliðB-lið þessarar greinar. Beinskipt ökutæki er bifreið sem búin er fetli fyrir tengsli eða bifhjól sem búið er handfangi á stýri fyrir tengsli. Sjálfskipt bifreið eða bifhjól er ökutæki sem ekki hefur slíkan búnað.

    Ef verklegt próf er tekið á sjálfskipt ökutæki, skal það gefið til kynna með tákntölu í ökuskírteini. Þess þarf þó ekki ef notuð er sjálfskipt bifreið við verklegt próf í BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokki, við próf til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-, D1- og D-flokk og til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir C1- og C-flokk enda hafi umsækjandi ökuskírteini fyrir þá flokka.

  2. Ökuréttindi takmörkuð við sérbúið ökutæki.

    Nú þarf að takmarka ökuréttindi umsækjanda samkvæmt 21. gr. vegna fötlunar eða af öðrum heilsufarsástæðum við ökutæki af sérstakri gerð eða með sérstökum búnaði. Skal þá verklega prófið tekið á slíku ökutæki. Áskilja má að ökutækið við verklega prófið skuli búið sérstökum hemlabúnaði, sbr. IV. viðauka.

  3. Notkun bifreiðar, sem sérstaklega er búin fyrir hreyfihamlaðan ökumann.

    Bifreið, sem sérstaklega er búin fyrir hreyfihamlaðan ökumann, má eigandi/umráðamaður nota við æfingaakstur með ökukennara og við verklegt próf að fengnu samþykki Umferðarstofu.

    Um hemla og spegla gildir hið sama og fyrir B-flokk. Ef bifreiðin er með handstýrðum hemlabúnaði til að nota með hægri hendi fellur brott áskilnaður um hemlafetil við sæti ökukennara ef einnig er unnt án erfiðleika að nota handstýrða hemlabúnaðinn úr sæti ökukennarans.

II. KAFLI Ökunám.

9. gr. Almennt.

Við upphaf náms skal ökukennari eða eftir atvikum ökuskóli ganga úr skugga um að námsheimild hafi verið veitt, sbr. 5. gr.

Varði umsókn um ökuskírteini ökuréttindaflokk sem umsækjandi hefur ekki áður haft ökuskírteini fyrir, skal umsækjandi til undirbúnings ökuprófi:

  1. sækja verklegt nám hjá ökukennara sem hefur löggildingu fyrir þann réttindaflokk,
  2. sækja bóklegt nám sem að jafnaði skal fara fram í ökuskóla sem hefur starfsleyfi.

Áður en bóklegt nám hefst fyrir B-flokk, skal umsækjandi hafa lokið a.m.k. einni kennslustund í æfingaakstri hjá ökukennara.

Nám fyrir BE-flokk skal fara fram hjá ökukennara sem hefur löggildingu fyrir C1E-, CE-, D1E- eða DE-flokk.

Nám skal fara fram í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir. Ákveða má í námskrá að tiltekinn hluti náms sé fjarnám.

Í námskrá skal kveðið á um skipulag náms og þá aksturshæfni og þekkingu sem umsækjandi þarf að búa yfir til að öðlast ökuskírteini. Leitast skal við að flétta saman bóklegt og verklegt nám.

10. gr. Fjöldi kennslustunda.

Eftirfarandi tafla sýnir lágmarksfjölda kennslustunda í bóklegu og verklegu námi:

  1. bóklegu námi fyrir tiltekna réttindaflokka,
  2. bóklegu námi fyrir hvern flokk og hve margar stundir má fella niður vegna fyrra náms í öðrum flokki,
  3. verklegu námi fyrir hvern flokk og hve margar stundir má fella niður vegna fyrra náms í öðrum flokki.
1. Bóklegt nám
fyrir tiltekna flokka
2. Bóklegt nám fyrir hvern flokk 3. Verklegt nám fyrir hvern flokk
Fækkun vegna fyrra náms Fækkun vegna fyrra náms
Flokkur Stundir Stundir Flokkur Stundir Stundir Flokkur Stundir
AM 12 8
A1 12 AM/B -12 5
A2 24 AM/A1/B -12 11 A1 -5
A 24 AM/A1/B
A2
-12
-24
11 A1
A2

-5

-11

B 25 AM/A2/A -12 17 A1/A2/A -5
B1) 52 16 C12)/D11)
D1)
-16
-16
3
C1/D1 10 6
C12)/D11) 26 C1/D1
B1)
-10
-16
8 C1/D1 -6
C2) 32 D1)
C1/D1
-32
-10
12 D -4
D1) 48 B1)
C2)
C1/D1
C12)/D11)
-16
-32
-10
-26
12 C2) -4
BE 4 4
C1E/D1E 4 BE -4 4 BE -3
CE/DE 4 7 C1E -3
T 12 AM/A1/A2/A -12 5

1) farþegaflutningar í atvinnuskyni.
2) vöruflutningar í atvinnuskyni.

Hver kennslustund skal vera 45 mínútur. Hæfilegt hlé skal vera á milli kennslustunda.

11. gr. Verklegt nám.

Í verklegu námi æfir umsækjandi sig í akstri bifreiðar eða bifhjóls undir stjórn ökukennara sem jafnframt kennir og leiðbeinir umsækjanda. Skal akstur fara fram við mismunandi akstursskilyrði, svo sem mismikinn umferðarþunga þannig að reyni á sem flesta þætti sem upp geta komið í umferðinni á vegum í þéttbýli og utan þess. Í verklegu námi skal einnig fara fram kennsla varðandi búnað ökutækis og meðferð þess.

Kennsluakstur má ekki fara fram á vegi þar sem umferð er mikil fyrr en umsækjandi hefur náð þeirri aksturshæfni að ekki stafi hætta af.

Ekki mega í senn fleiri en þrír nemendur æfa í almennri umferð akstur á bifhjóli eða á léttu bifhjóli svo tryggt sé að ökukennari geti fylgst með akstri þeirra allra.

Verklegt nám fyrir B-flokk skal að hluta fara fram í ökugerði, fyrst og fremst í því augnamiði að umsækjandi læri að meta hættuleg akstursskilyrði þannig að hann þekki hættuna og geti forðast hana. Námið skal fara fram áður en umsækjandi lýkur ökuprófi.

12. gr. Æfingaakstur með leiðbeinanda.

Að fengnu leyfi sýslumanns má umsækjandi um ökuskírteini í ökunámi til réttinda fyrir B-flokk æfa akstur með leiðbeinanda á bifreið í B-flokki enda liggi fyrir staðfesting ökukennara og ökuskóla á því að umsækjandinn hafi nægilega þekkingu og þjálfun til slíks æfingaaksturs. Æfingaakstur með leiðbeinanda kemur ekki í stað æfingaaksturs með ökukennara heldur sem viðbótaræfing. Í æfingaakstri telst leiðbeinandi vera stjórnandi bifreiðar.

Skilyrði leyfis er að leiðbeinandi sé orðinn 24 ára, hafi í a.m.k. fimm ár haft gilt ökuskírteini fyrir B-flokk og hafi ekki á síðustu tólf mánuðum verið án ökuskírteinis vegna sviptingar ökuréttar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti. Leyfið má gefa út til allt að 15 mánaða. Sýslumaður getur afturkallað leyfið, fylgi leiðbeinandi ekki reglum um æfingaakstur eða fullnægi ekki lengur skilyrðum leyfis.

Leiðbeinandi skal hafa leyfið meðferðis við æfingaakstur. Honum er óheimilt að taka endurgjald fyrir að leiðbeina umsækjanda.

Umferðarstofa gefur út leiðbeiningar um æfingaakstur og skal ökukennari veita leiðbeinanda aðstoð við skipulagningu akstursins og gefa leiðbeinanda kost á að fylgjast með a.m.k. einni kennslustund í akstri.

Umferðarstofa setur reglur um hvernig auðkenna skuli bifreið sem notuð er til æfingaaksturs með leiðbeinanda. Um æfingaakstur gilda að öðru leyti reglur um æfingaakstur með ökukennara eftir því sem við á.

III. KAFLI Nám eftir akstursbann eða sviptingu ökuréttar - Endurmenntun.

13. gr. Nám eftir akstursbann eða sviptingu ökuréttar.

Nám eftir akstursbann eða sviptingu ökuréttar þess sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, skal fara fram í ökuskóla og í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir.

Námið skal vera 12 bóklegar og 2 verklegar kennslustundir. Fjöldi þátttakenda á námskeiði skal að jafnaði vera 6 - 12. Að námskeiði loknu fær hver þátttakandi vottorð um þátttöku.

14. gr. Endurmenntun bílstjóra.

Nám fyrir þann, sem uppfylla þarf skilyrði 3. mgr. 19. gr. um endurmenntun, skal fara fram í ökuskóla sem hefur starfsleyfi. Umferðarstofa getur þó ákveðið að hluti endurmenntunar fari fram hjá öðrum en ökuskóla.

Fjöldi kennslustunda skal vera samtals 35 stundir í 7 stunda lotum.

Námið skal fara fram í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir.

IV. KAFLI Ökupróf.

15. gr. Almennt.

Prófdómari skal ganga úr skugga um eftir því sem við á:

  1. að fyrir liggi námsheimild eða prófheimild skv. 5. gr.,
  2. að umsækjandi uppfylli aldursskilyrði reglugerðar þessarar til að mega þreyta ökupróf,
  3. að fyrir liggi skriflegt vottorð ökukennara og ökuskóla um að umsækjandi hafi fengið bóklega og verklega kennslu í samræmi við námskrá fyrir þann réttindaflokk sem próf varðar. Hafi fleiri en einn ökuskóli eða ökukennari annast kennslu umsækjanda, skal sá sem síðast kenndi honum gefa út vottorðið.

Ökupróf skal vera bóklegt próf og verklegt próf og skal kanna þekkingu og aksturshæfni í samræmi við markmið námskrár.

Í bóklegu prófi er könnuð þekking á umferðarlöggjöf og þekking á öðru sem tilgreint er í námskrá og varðar umferð og umhverfi hennar.

Í verklegu prófi er könnuð aksturshæfni og þekking á ökutæki og meðferð þess.

Próf fyrir A2-flokk skal eingöngu vera verklegt, hafi umsækjandi ökuskírteini fyrir A1-flokk. Sama á við um próf fyrir A-flokk, hafi umsækjandi ökuskírteini fyrir A2-flokk.

Umferðarstofa annast ökupróf en getur falið öðrum að leggja þau fyrir.

Umferðarstofa gefur út handbók um ökupróf. Þar skal því lýst hvernig próf skuli framkvæmd og dæmd. Þar skulu einnig vera leiðbeiningar fyrir prófdómara.

Ökupróf skal fara fram samkvæmt námskrá, handbók um ökupróf og próflýsingu Umferðarstofu. Árangur umsækjanda í prófi (bóklegu og verklegu) skal metinn til stiga.

16. gr. Tilhögun prófs.

Áður en umsækjandi þreytir próf, skal hann framvísa viðurkenndum persónuskilríkjum með ljósmynd af sér.

Niðurstöðu prófs skal kynna umsækjanda um leið og prófið hefur verið dæmt. Honum skal jafnframt gerð grein fyrir hvað var vel gert og hvað mátti betur fara.

Standist umsækjandi ekki próf, má hann ekki þreyta próf að nýju innan viku. Standi sérstaklega á, má stytta þann tíma.

Tali og skilji umsækjandi hvorki íslensku né erlent tungumál sem próf fer fram á, skal hafa löggiltan túlk við bóklegt og verklegt próf eða túlk sem Umferðarstofa samþykkir. Umsækjandi ber kostnað af túlkun. Starfandi ökukennari má ekki vera túlkur.

Verklegt próf til farþegaflutninga í atvinnuskyni skal fara fram á íslensku.

Nú á umsækjandi erfitt með að þreyta próf svo sem vegna lesblindu, heyrnar- eða málleysis. Er þá prófdómara eða öðrum, sem prófdómari kveður til, heimilt að aðstoða umsækjanda við að skilja spurningar og að svara þeim. Starfandi ökukennari má ekki koma fram sem aðstoðarmaður.

17. gr. Bóklegt próf.

Spurningar á bóklegu prófi skulu vera skýrar og hlutlægar svo sem kostur er. Spyrja skal annars vegar um almenn atriði svo sem varðandi umferðarlöggjöf, viðurkennda aksturshætti, ökutækið, mannlega þætti, öryggisbúnað og viðbrögð á slysstað en hins vegar um það sem lýtur sérstaklega að þeim ökuréttindaflokki sem prófið varðar.

Bóklegt próf má ekki fara fram fyrr en tveimur mánuðum áður en umsækjandi fullnægir aldursskilyrði til að öðlast ökuréttindi í viðkomandi flokki.

18. gr. Verklegt próf.

  1. Almennt.

    Verklegt próf má fara fram allt að tveimur vikum áður en umsækjandi fullnægir aldursskilyrði til að öðlast ökuréttindi í viðkomandi flokki.

    Umsækjandi skal hafa staðist verklegt próf áður en sex mánuðir eru liðnir frá því hann stóðst bóklegt próf. Bóklegt próf fyrir tiltekna flokka, sbr. 1. tölulið 10. gr., heldur þó gildi sínu í 12 mánuði.

    Umsækjandi skal leggja til ökutækið sem notað er í prófi og skal það fullnægja kröfum 8. gr. varðandi ökutæki sem notað er við kennslu og verklegt próf. Auk þess skal hann við verklegt próf á bifhjól/létt bifhjól leggja til fjarskiptatæki og bifreið með ökumanni fyrir prófdómara.

    Að loknu verklegu prófi tilkynnir prófdómari sýslumanni um niðurstöðu prófs. Komist prófdómari að því að andlegri eða líkamlegri hreysti umsækjanda sé í einhverju áfátt, skal prófdómari geta þess í tilkynningunni til sýslumanns, hvort sem próftaki hefur staðist próf eða ekki.

  2. Þekking á ökutæki og meðferð þess.

    Prófdómari skal kanna:

    1. þekkingu umsækjanda á ökutæki og meðferð þess, m.a. hvort umsækjandi hafi næga þekkingu á nauðsynlegu viðhaldi ökutækis til þess að geta komið í veg fyrir ótímabært slit eða bilun með tilliti til öryggis í akstri, aukinnar mengunar af völdum ökutækis eða hærri rekstrarkostnaðar þess,
    2. hvort umsækjandi getur útskýrt og sýnt hvernig ganga megi úr skugga um að öryggisbúnaður ökutækis sé í lagi.
  3. Aksturshæfni.

    Aksturshæfni skal prófuð við akstursskilyrði þar sem verulega reynir á aksturshæfni umsækjanda á vegum í þéttbýli og utan þess og við mismikinn umferðarþunga. Próf má að hluta fara fram á sérstöku svæði. Gera skal mismunandi kröfur eftir réttindaflokkum.

    Prófdómari skal, ef því verður við komið, sitja við hlið umsækjanda en annars þar sem hann getur fylgst vel með akstri umsækjanda og umferðinni.

    Prófdómari skal:

    1. meta hvort umsækjandi sýni að hann hafi næga aksturshæfni og hafi tileinkað sér vistakstur,
    2. fylgjast með hvort umsækjandi þekkir og virðir umferðarreglur,
    3. fylgjast með hvernig umsækjandi hagar undirbúningi aksturs og hvernig hann gengur frá ökutæki að akstri loknum,
    4. fylgjast með hvernig umsækjandi notar stjórntæki og öryggisbúnað,
    5. í tæka tíð gefa umsækjanda skýrar ábendingar og fyrirmæli svo hann hafi ráðrúm til að fara eftir þeim,
    6. ekki skipta sér af akstri umsækjanda nema hætta sé á ferðum.

    Prófdómari má ekki gefa umsækjanda fyrirmæli sem leiða kunna til brots á umferðarreglum.

    Við mat á villum í prófi í aksturshæfni skal prófdómari nota viðmiðunarkvarða sem Umferðarstofa setur þar sem lýst er villum og vægi þeirra.

V. KAFLI Útgáfa ökuskírteinis.

19. gr. Almennt.

Sýslumaður annast endanlega könnun á því hvort skilyrðum til útgáfu ökuskírteinis er fullnægt og kveður nánar á um útgáfu þess.

Endurnýja má ökuskírteini að loknum gildistíma þess enda fullnægi umsækjandi enn skilyrðum til að fá ökuskírteini útgefið. Sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis, þegar liðin eru meira en tvö ár frá því að gildistími ökuskírteinisins rann út, skal þreyta próf í aksturshæfni skv. 15. gr.

Sá skal hafa sótt endurmenntunarnámskeið sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis frá og með 10. september 20122013 fyrir D1- og D-flokk til farþegaflutninga í atvinnuskyni og fyrir C1- og C-flokk til vöruflutninga í atvinnuskyni. Hafi umsækjandi ekki sótt endurmenntunarnámskeið, má endurnýja ökuskírteini hans án réttinda til aksturs í atvinnuskyni.

Á bakhlið ökuskírteinis skal í 10. dálk skrá hvenær gildistími í réttindaflokki hefst og í 11. dálk dagsetningu hvenær gildistíma lýkur. Sjá nánar I. viðauka.

20. gr. Fullnaðarskírteini í stað bráðabirgðaskírteinis.

Þeim sem sækir um ökuskírteini í fyrsta sinn (byrjandi) fyrir A1-, A2-, A- eða B-flokk, skal, að fullnægðum settum skilyrðum, veitt bráðabirgðaskírteini til þriggja ára.

Veita má umsækjanda fullnaðarskírteini hafi hann:

  1. haft bráðabirgðaskírteini samfellt í eitt ár, farið í akstursmat og fengið að því loknu staðfestingu ökukennara þar að lútandi,
  2. ekki á síðustu 12 mánuðum fengið punkt í punktakerfi vegna umferðarlagabrots eða á sama tíma verið án ökuréttinda vegna akstursbanns eða sviptingar./DIV>

Uppfylli byrjandi ekki skilyrði 2. töluliðar 2. mgr., má endurnýja bráðabirgðaskírteini að loknum gildistíma þess. Uppfylli hann hins vegar skilyrði 2. töluliðar 2. mgr. og fari í akstursmat, sbr. 1. tölulið 2. mgr., má gefa út fullnaðarskírteini.

Umsækjandi um ökuskírteini fyrir BE-, C1-, C-, D1- og D-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.

21. gr. Takmörkun ökuréttinda.

Gefa má út ökuskírteini til styttri tíma en gildir skv. 22. gr. Einnig má takmarka ökuréttindi við ökutæki af sérstakri gerð eða með sérstökum búnaði, ef nauðsyn krefur, fyrir líkamlega fatlaðan umsækjanda eða ökumann, sbr. lið 8.1. í III. viðauka, eða takmarka útgáfuna með öðrum hætti til að auka öryggi í akstri. Takmörkun skal færa á ökuskírteini sem tákntölu skv. I. viðauka.

22. gr. Gildistími ökuskírteinis.

Gildistími ökuskírteinis skal ákveðinn frá útgáfudegi þess.

Gildistími bráðabirgðaskírteinis er þrjú ár fyrir A1-, A2-, A- og B-flokk.

Gildistími fullnaðarskírteinis fyrir sömu flokka er þar til hlutaðeigandi er orðinn 70 ára, utan ökuskírteinis til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk, sbr. 1. tölulið 4. mgr. Þó er gildistími fullnaðarskírteinis fyrir umsækjanda sem orðinn er:

  1. 70 ára fjögur ár,
  2. 71 árs þrjú ár,
  3. 72 ára tvö ár,
  4. 80 ára eða eldri eitt ár.

Ökuskírteini fyrir AM- og T-flokk skal gefa út til sama tíma og fyrir A1-, A2-, A- og B-flokk.

Gildistími ökuskírteinis er fimm ár fyrir:

  1. farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk,
  2. C1- og C-flokk, þar með talið til vöruflutninga í atvinnuskyni,
  3. D1- og D-flokk, þar með talið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
  4. réttindi til aksturs í atvinnuskyni sem fylgdu eldri ökuréttindum, sbr. 7. gr.,

en þó fyrir umsækjanda sem orðinn er:

  1. 70 ára fjögur ár,
  2. 71 árs þrjú ár,
  3. 72 ára tvö ár,
  4. 80 ára eða eldri eitt ár.

23. gr. Samrit ökuskírteinis.

Sé ökuskírteini glatað, skemmt eða svo slitið að áritun, númer, stimpilmerki, ljósmynd og þess háttar verður ekki sannreynt þegar í stað, skal sækja um samrit skírteinisins ef ætlunin er að nota það áfram.

Skemmt ökuskírteini skal afhent sýslumanni. Hafi ökuskírteini glatast, skal umsækjandi undirrita yfirlýsingu um það. Finnist hið glataða ökuskírteini, skal það þegar afhent sýslumanni.

Sá sem hefur fasta búsetu hér á landi og hefur ökuskírteini, sem gefið er út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í Færeyjum, getur fengið útgefið samrit samkvæmt ákvæðum þessum.

24. gr. Alþjóðlegt ökuskírteini.

Sýslumaður og Félag íslenskra bifreiðaeigenda mega gefa út alþjóðlegt ökuskírteini.

Alþjóðlegt ökuskírteini má gefa út til þess sem hefur gilt íslenskt ökuskírteini og er orðinn 18 ára. Skírteinið gildir í ár frá útgáfudegi þess og tekur einungis til ökutækja sem hlutaðeigandi hefur rétt til að stjórna samkvæmt hinu íslenska ökuskírteini.

Skírteinið veitir þó ekki rétt til að stjórna ökutæki hér á landi.

25. gr. Akstursheimild til bráðabirgða.

Sýslumaður getur veitt þeim akstursheimild til bráðabirgða sem hefur íslenskt ökuskírteini og þeim sem hefur ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í Færeyjum og hefur fasta búsetu hér á landi.

Akstursheimild til bráðabirgða má einnig veita þeim sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og hefur ekki undir höndum tilskilið ökuskírteini, sbr. 29. gr., til að mega stjórna vélknúnu ökutæki hér á landi. Akstursheimild má þá m.a. binda því skilyrði að umsækjandi þreyti próf í aksturshæfni skv. 15. gr.

Akstursheimild má veita við þær aðstæður að umsækjandi:

  1. uppfylli skilyrði til að fá ökuskírteini en það hefur ekki verið gefið út og afhent honum,
  2. hafi glatað ökuskírteini sínu, sbr. 23. gr., og þurfi að stjórna ökutæki,
  3. hafi gleymt ökuskírteini sínu á stað þangað sem ekki verður með sanngirni krafist að hann sæki það,
  4. hafi aðrar sérstakar ástæður sem sýslumaður metur gildar.

Akstursheimild til bráðabirgða skal rituð á eyðublað sem ríkislögreglustjórinn lætur í té. Hún skal vera tímabundin og að jafnaði ekki veitt til lengri tíma en eins mánaðar. Ökumaður skal við akstur hafa akstursheimild meðferðis og einnig viðurkennd persónuskilríki með ljósmynd af sér.

VI. KAFLI Afturköllun ökuréttinda - Útgáfa ökuskírteinis eftir afturköllun ökuréttinda eða sviptingu ökuréttar.

26. gr. Afturköllun ökuréttinda af heilbrigðisástæðum.

Hafi sýslumaður eða lögreglan sérstaka ástæðu til að ætla að skírteinishafi fullnægi ekki lengur skilyrðum varðandi heilbrigði, eiga ákvæði 4. gr. við um athugun þess. Að fenginni niðurstöðu slíkrar athugunar, tekur sýslumaður ákvörðun um hvort afturkalla skuli ökuréttindin skv. 53. gr. umferðarlaga. Sama gildir ef skírteinishafi neitar að taka þátt í slíkri athugun.

Ákveði sýslumaður eftir að athugun hefur farið fram að ökuréttindin skuli takmörkuð, skal nýtt ökuskírteini gefið út.

Byggist ákvörðun um afturköllun á því að skírteinishafi sé háður notkun ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi eða örvandi efna eða sé óreglusamur, má hlutaðeigandi bera ákvörðunina undir dómstóla eftir reglum 68. gr. a. almennra hegningarlaga, krefjist skírteinishafi þess.

27. gr. Afturköllun ökuréttinda vegna skorts á aksturshæfni.

Telji sýslumaður vafa leika á um hvort aksturshæfni skírteinishafa sé fullnægjandi, getur hann ákveðið að skírteinishafi þreyti próf í aksturshæfni skv. 15. gr., eftir því sem sýslumaður ákveður, fyrir B-flokk eða tiltekinn réttindaflokk eða flokka sem skírteinishafi hefur. Neiti skírteinishafi að þreyta próf, getur sýslumaður afturkallað ökuréttindi hans skv. 53. gr. umferðarlaga. Sama gildir, standist skírteinishafi ekki próf.

Ef ökuréttindin eru afturkölluð, þarf viðkomandi að þreyta bóklegt próf fyrir B-flokk og jafnframt verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar til þess að öðlast ökuréttindi á ný.

28. gr. Útgáfa ökuskírteinis eftir afturköllun ökuréttinda eða sviptingu ökuréttar.

Ákvæði 3. gr. gilda eftir því sem við á um útgáfu ökuskírteinis eftir afturköllun eða sviptingu ökuréttinda.

Hafi ökuréttindi verið afturkölluð:

  1. af heilbrigðisástæðum,
  2. vegna notkunar ávana- eða fíkniefna eða annarra sljóvgandi eða örvandi efna,
  3. vegna óreglu,

gildir 4. gr. þegar kannað er hvort umsækjandi uppfylli heilbrigðisskilyrði til að öðlast ökuréttindi á ný.

Hafi ökuréttindi verið afturkölluð með akstursbanni skv. 106. gr. a. umferðarlaga, skal umsækjandi um ökuskírteini sækja nám skv. 13. gr. Sama gildir um byrjanda sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn og sviptur hefur verið ökurétti skv. 3. mgr. 53. gr. umferðarlaga.

Umsækjandi um ökuskírteini skal áður en ökuskírteini er gefið út, þreyta bóklegt próf fyrir B-flokk og jafnframt verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar þegar:

  1. afturköllun ökuréttinda hefur varað í þrjú ár eða lengur vegna upplýsinga um heilbrigði eða vegna notkunar ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi eða örvandi efna eða vegna ónógrar reglusemi,
  2. sýslumaður hefur skv. 27. gr. afturkallað ökuréttindi vegna þess að skírteinishafa skorti næga aksturshæfni,
  3. sýslumaður hefur afturkallað ökuréttindi byrjanda með akstursbanni,
  4. byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, hefur verið sviptur ökurétti,
  5. ökumaður hefur verið sviptur ökurétti í meira en ár.

VII. KAFLI Erlend ökuskírteini.

29. gr. Gildi erlends ökuskírteinis hér á landi.

Ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í Færeyjum veitir handhafanum rétt til að stjórna sömu ökutækjum hér á landi fyrir AM-, A1-, A2-, A- og B-flokk og það heimilar að stjórna í útgáfulandinu á gildistíma þess, þó ekki lengur en til 70 ára aldurs handhafans. Aldursmörk mega þó ekki vera lægri en kveðið er á um í 6. gr. að því er varðar bifhjól og létt bifhjól.

Ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem er ekki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, svo og ökuskírteini sem gefið er út á grundvelli slíks ökuskírteinis, veitir handhafanum rétt til að stjórna sömu ökutækjum hér á landi og það heimilar að stjórna í útgáfulandinu í allt að einn mánuð eftir að skilyrðum um fasta búsetu er fullnægt, sbr. þó 3. og 4. mgr.

 Erlent ökuskírteini veitir ekki rétt til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni. Það á þó ekki við um rétthafa gilds ökuskírteinis sem gefið hefur verið út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í ríki sem samkvæmt samningi við ESB hefur innleitt ákvæði tilskipunar nr. 2006/126/EB og nr. 2003/59/EB. Veiti erlenda ökuskírteinið hins vegar rétt til að stjórna ökutæki í:

  1. C1- og C-flokki, þar með talið til vöruflutninga í atvinnuskyni,
  2. D1- og D-flokki, þar með talið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,

með annan gildistíma en kveðið er á um í 22. gr. fyrir þá flokka, skal skírteinið endurnýjað eigi síðar en tveimur árum eftir þann dag þá er handhafi þess tók sér fasta búsetu hér.

Ökuskírteini, gefið út í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, veitir ekki heimild til að stjórna vélknúnu ökutæki nema skírteinishafi uppfylli aldursákvæði 6. gr. að því er varðar ökutækið sem ekið er.

Í stað ökuskírteinis gildir akstursheimild til bráðabirgða eða ökuskírteini fyrir ferðamenn, gefin út í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.

Ökuskírteini, gefið út utan Evrópska efnahagssvæðisins, þarf að vera með latneskum bókstöfum eða skírteininu þarf að fylgja þýðing texta þess á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku.

Með ökuskírteini í þessari grein er einnig, eftir því sem við á, átt við erlent alþjóðlegt ökuskírteini.

Erlendur ríkisborgari, sem hefur erlent ökuskírteini og nýtur úrlendisréttar, má stjórna ökutæki hér á landi að því leyti sem ökuskírteinið veitir rétt til.

30. gr. Afturköllun ökuréttinda samkvæmt erlendu ökuskírteini.

Ökuréttindi samkvæmt erlendu ökuskírteini má afturkalla eftir sömu reglum og gilda um íslensk ökuskírteini.

31. gr. Útgáfa íslensks ökuskírteinis í stað samsvarandi erlends ökuskírteinis.

Umsókn um íslenskt ökuskírteini, sem koma skal í stað erlends ökuskírteinis, má afhenda sýslumanni óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu.

 Hafi ökuskírteini verið gefið út í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða útgáfa þess verið byggð á slíku skírteini, skal nýtt ökuskírteini gefið út eigi síðar en mánuði eftir þann dag þá er handhafinn tók sér fasta búsetu hér.

Nú hefur ökuskírteini verið gefið út í ríki sem er ekki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í ríki sem ekki hefur gert samning við Evrópusambandið um að innleiða ákvæði tilskipunar nr. 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni, eða útgáfan er byggð á slíku skírteini. Má þá ekki gefa út ökuskírteini til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni skv. hinu erlenda ökuskírteini.

Gefa má út íslenskt ökuskírteini í stað samsvarandi erlends ökuskírteinis í samræmi við ákvæði V. kafla, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Umsókn skal fylgja:

  1. ljósmynd af umsækjanda, sbr. a-lið 1. töluliðar 2. mgr. 3. gr.,
  2. hið erlenda ökuskírteini,
  3. heilbrigðisyfirlýsing eða læknisvottorð, sbr. b-lið 1. töluliðar 2. mgr. 3. gr., ef erlenda ökuskírteinið er hvorki gefið út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu né í Færeyjum,
  4. skrifleg yfirlýsing um að umsækjandi hafi fasta búsetu hér á landi eða fullnægi að öðru leyti skilyrðum um búsetu, sbr. ákvæði c-liðar 1. töluliðar 2. mgr. 3. gr.,
  5. skrifleg yfirlýsing um að umsækjandi hafi ekki þegar umsókn er lögð fram:

    1. undir höndum ökuskírteini gefið út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu,
    2. sætt takmörkun, annarri en skv. 21. gr., sviptingu eða afturköllun ökuréttinda í ríki, sbr. a-lið.

Nú er íslenskt ökuskírteini gefið út í stað erlends ökuskírteinis sem gefið var út í ríki sem ekki er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Skal þá á íslenska ökuskírteinið ritað nafn þess ríkis. Sama gildir við síðari endurnýjun eða skipti á ökuskírteininu.

Þegar íslenskt ökuskírteini er gefið er út í stað erlends ökuskírteinis sem gefið er út í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, skal erlenda skírteinið endursent útgefanda þess ásamt upplýsingum um að íslenskt skírteini hafi verið gefið út.

Séu liðin meira en tvö ár frá því að ökuskírteini féll úr gildi, sem gefið er út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, má gefa út íslenskt ökuskírteini í stað þess, þreyti umsækjandi próf í aksturshæfni skv. 15. gr.

Þegar íslenskt ökuskírteini er gefið út í stað erlends ökuskírteinis, sem gefið er út í ríki sem ekki er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, þarf umsækjandi að þreyta bóklegt próf fyrir B-flokk og jafnframt verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar. Nú óskar slíkt ríki eftir heimild til þess að gefa megi út ökuskírteini án prófs. Skal Umferðarstofa þá meta hvort skilyrði eru til þess. Við matið þurfa að liggja fyrir nauðsynleg gögn frá stjórnvaldi viðkomandi ríkis varðandi kröfur til ökunáms og ökuprófs. Skal miða við að kröfur til útgáfu ökuskírteinis í hlutaðeigandi ríki séu ekki vægari en kröfur hér á landi og að umferðaraðstæður í ríkinu réttlæti að öðru leyti slíka ákvörðun.

Ef skilyrðin eru uppfyllt, skal heiti viðkomandi ríkis og dagsetningin, þá er mat Umferðarstofu lá fyrir, koma fram í töflu hér að neðan því til staðfestingar.

Nafn ríkis Dagsetning
Japan 26.06.2008

Sýslumaður getur krafist þess að umsækjandi þreyti bóklegt próf fyrir B-flokk og jafnframt verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar skv. 16. gr.:

  1. hafi umsækjandi ekki staðist ökupróf hér á landi,
  2. hafi ökuréttindi hans verið afturkölluð,
  3. hafi hann verið sviptur ökurétti.

Nú hefur sá fengið útgefið erlent ökuskírteini í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða Færeyja sem hefur fasta búsetu hér á landi og dvalið hefur erlendis skemur en í 6 mánuði. Getur hann þá ekki fengið því skipt fyrir íslenskt ökuskírteini.

VIII. KAFLI Löggilding ökukennara.

32. gr. Löggilding.

Sýslumaður löggildir ökukennara fyrir einn eða fleiri ökuréttindaflokka að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Umferðarstofu. Löggilding gildir í 5 ár en þó ekki lengur en ökukennari hefur ökuréttindi.

Umsókn um löggildingu skal að jafnaði lögð fram í því umdæmi þar sem umsækjandi býr.

33. gr. Skilyrði löggildingar.

Veita má þeim löggildingu sem:

  1. er orðinn 21 árs,
  2. hefur ekið bifreið að staðaldri síðustu þrjú árin,
  3. hefur staðist próf fyrir ökukennara að afloknu ökukennaranámi.

Umsókn um löggildingu skal fylgja prófskírteini, sbr. 36. gr.

Heimilt er að synja um löggildingu, eigi ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga við. Synjun skal, krefjist ökukennari þess, borin undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. almennra hegningarlaga.

34. gr. Löggildingarflokkar.

Löggildingarflokkar ökukennara eru þrír:

  1. B- og T-flokkur,
  2. AM-, A1-, A2- og A-flokkur,
  3. eftirtaldir flokkar:

    1. farþegaflutningar í atvinnuskyni fyrir B-flokk,
    2. C1- og C-flokkur, þar með talið til vöruflutninga í atvinnuskyni,
    3. D1- og D-flokkur, þar með talið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
    4. BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokkur.

Ökukennari skal hafa löggildingu fyrir B-flokk til að geta fengið löggildingu fyrir réttindaflokka skv. 2. og 3. tölulið og skal auk þess hafa a.m.k. þriggja ára reynslu af akstri bifreiðar/bifhjóls í þeim flokkum.

35. gr. Endurnýjun löggildingar.

Endurnýja má löggildingu fyrir ökukennara að loknum gildistíma hennar:

  1. fullnægi ökukennarinn enn skilyrðum 2. og 4tölul. töluliðar 1. mgr. 33. gr. til útgáfu löggildingar,
  2. hafi hann á löggildingartímabilinu sótt endurmenntunarnámskeið skv. 36. gr. og að jafnaði stundað ökukennslu á tímabilinu skv. staðfestingu Umferðarstofu.

Nú hefur ökukennari ekki stundað ökukennslu að jafnaði á síðasta löggildingartímabili eða meira en ár er liðið frá því að löggilding féll úr gildi. Skal hann þá þreyta próf í ökukennslu í bifreið og skal prófið fara fram á vegum skóla, sbr. 36. gr., áður en löggilding er endurnýjuð. Séu liðin meira en 5 ár frá því löggilding féll úr gildi, skal ökukennari auk þess standast skriflegt próf þar sem hann sannar þekkingu sína á reglum, skipulagi ökunáms og góðum starfsvenjum er tengjast ökukennslu og ökuprófum. Prófið fer fram á vegum skóla, sbr. 36. gr.

Umsókn um endurnýjun löggildingar skal fylgja:

  1. vottorð Umferðarstofu um starfsferil ökukennara við ökukennslu,
  2. staðfesting þess að ökukennari hafi á síðustu 5 árum sótt endurmenntunarnámskeið skv. 36. gr.

36. gr. Ökukennaranám.

Umferðarstofa skal gera samning við skóla á háskólastigi til fimm ára í senn um að þar fari fram ökukennaranám. Í samningi skal kveðið á um tilhögun námsins og hve oft námskeið skuli haldið fyrir tiltekna löggildingarflokka og að námið skuli fara fram samkvæmt námskrá sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir.

Í samningi skal einnig kveðið á um reglulega endurmenntun ökukennara á námskeiði þar sem fjöldi kennslustunda skal vera a.m.k. 35 í 7 stunda lotum.

Ökukennaranámi skal ljúka með prófi, bóklegu og verklegu, sem skiptist þannig:

  1. bóklegt próf:

    1. próf í kennslufræði og sálfræði,
    2. próf þar sem könnuð er þekking á umferðarlöggjöf og á ökutæki og meðferð þess,
    3. próf í bóklegri ökukennslu,
  2. verklegt próf:

    1. próf í verklegri ökukennslu,
    2. próf í aksturshæfni.

Áður en verklegt próf fer fram, skal sýslumaður kanna hvort skilyrðum 1. til 3. töluliðar 1. mgr. 33. gr. er fullnægt. Standist umsækjandi prófið, skal viðkomandi skóli gefa út prófskírteini og senda sýslumanni afrit þess.

37. gr. Undanþága frá námi og prófi - Réttindi í öðru EES-ríki.

Nú sækir sá um löggildingu ökukennara hér á landi sem hefur fengið viðurkenningu til að starfa sem ökukennari í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Skulu þá fylgja umsókn fullnægjandi gögn um viðurkenninguna.

Sýslumaður metur hvort taka skuli viðurkenninguna gilda og í því sambandi:

  1. hvort umsækjandi skuli undanþeginn námi og prófi skv. 3. tölulið 1. mgr. 33. gr. að hluta eða að öllu leyti,
  2. hvort skilyrðum til útgáfu löggildingar sé fullnægt að öðru leyti.

38. gr. Könnun á hæfni og þekkingu - Próf.

Sýslumaður getur ákveðið að ökukennari þreyti próf, eftir atvikum öll próf eða tiltekin próf, skv. 1. og 2. tölulið 3. mgr. 36. gr. enda þyki ástæða til að ætla að ökukennarinn fullnægi ekki lengur kröfum um þekkingu og hæfni til að öðlast löggildingu.

39. gr. Afturköllun löggildingar.

Sýslumaður getur afturkallað löggildingu hafi ökukennari:

  1. ekki staðist próf skv. 36. gr. sem ákveðið er skv. 38. gr.,
  2. verið staðinn að háttsemi sem ekki samrýmist starfi hans eða hann að öðru leyti fullnægir ekki lengur skilyrðum til að öðlast löggildingu sem ökukennari,
  3. verulega brotið gegn eða vikið frá gildandi reglum um ökukennslu eða hann sem forstöðumaður ökuskóla borið ábyrgð á að slíkt hafi átt sér stað við skólann,
  4. verið fundinn sekur um brot gegn ákvæðum umferðarlaga, almennra hegningarlaga eða annarra laga þannig að varðað geti afturköllun löggildingar.

IX. KAFLI Starfsleyfi ökuskóla - Viðurkenning ökugerðis.

40. gr. Starfsleyfi ökuskóla.

Umferðarstofa gefur út starfsleyfi fyrir ökuskóla:

  1. til að halda námskeið, sem er liður í bóklegu ökunámi skv. III. kafla, fyrir:

    1. B- og T-flokk,
    2. AM-, A1-, A2- og A-flokk,
    3. fyrir eftirtalda flokka:

      1. farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk,
      2. C1- og C-flokk, þar með talið til vöruflutninga í atvinnuskyni,
      3. D1- og D-flokk, þar með talið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
      4. BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk.
  2. til að halda námskeið skv. 13. gr.,
  3. til að halda námskeið skv. 14. gr.

Umsókn um starfsleyfi skal leggja fram á eyðublaði sem Umferðarstofa lætur í té.

Skilyrði starfsleyfis:

  1. Faglegur stjórnandi ökuskóla skal vera löggiltur ökukennari.
  2. Ökuskóli skal hafa aðgang að kennslufræðilegri ráðgjöf og skal ráðgjafi hafa kennslufræðilega menntun, vera ökukennari með nám frá skóla á háskólastigi, sbr. 36. gr. eða ökukennari sem hefur lokið sérstöku námskeiði um kennslufræði, hópkennslu og nýsitækni.
  3. Ökuskóli skal leggja fram kennsluskrá og annast innra mat á gæðum kennslu sbr. IX. viðauka. Kennsluskrá skal endurskoða árlega og senda Umferðarstofu fyrir 1. mars ár hvert.
  4. Ökuskólinn skal hafa aðgang að ökutæki sem skráð er til kennslu.
  5. Ökuskóli skal hafa húsnæði þar sem er aðstaða til bóklegrar kennslu og eftir því við á, verklegrar kennslu.
  6. Ökuskóli skal vera skráður í fyrirtækjaskrá.

Fari fram fjarnám á vegum ökuskóla þarf skólinn að hafa yfir að ráða fjarkennslukerfi sem Umferðarstofa viðurkennir.

Heimila má að ökuskóli haldi námskeið í öðru húsnæði en því sem tilgreint er í starfsleyfi.

41. gr. Skyldur ökuskóla.

Faglegur stjórnandi ber ábyrgð á að nám og kennsla fari fram í samræmi við námskrá og aðrar reglur. Tilkynna skal Umferðarstofu ef nýr faglegur stjórnandi tekur til starfa.

Kennari í ökuskóla skal hafa löggildingu sem ökukennari eða hafa kennaramenntun. Þó má fela sérhæfðum leiðbeinanda kennslu einstakra námsgreina.

Ökuskóli skal:

  1. kynna nemendum, áður en nám hefst, skipulag námsins skv. kennsluskrá og kostnað við námið,
  2. varðveita í þrjú ár:

    1. skrá um námskeið og nemendur og skrá um viðveru nemenda,
    2. úrlausnir prófa,
  3. senda Umferðarstofu kennsluáætlun og stundaskrá a.m.k. viku áður en nám hefst,
  4. tilkynna Umferðarstofu um veigamiklar breytingar á kennslutilhögun a.m.k. viku áður en nám hefst,
  5. senda Umferðarstofu árlega skýrslu um skipulag og starfsemi skóla þar sem fram koma m.a. upplýsingar um fjölda nemenda, nýmæli í starfseminni og frávik frá kennsluskrá á eyðublaði sem Umferðarstofa lætur í té.

42. gr. Afturköllun starfsleyfis ökuskóla.

Umferðarstofa getur afturkallað starfsleyfi ökuskóla ef skilyrði leyfisveitingar eru ekki lengur fyrir hendi eða ökuskóli fer ekki eftir reglum um starfsemi ökuskóla.

43. gr. Viðurkenning ökugerðis - Afturköllun viðurkenningar ökugerðis.

Umferðarstofa viðurkennir ökugerði. Beiðni um viðurkenningu skulu fylgja upplýsingar um staðsetningu ökugerðis og um ábyrgðarmann reksturs þess. Einnig skulu fylgja gögn um skipulag ökugerðisins.

Kennsluáætlun, sem er í samræmi við námskrá, skal liggja fyrir.

Með beiðni um viðurkenningu á ökugerði með sérstökum brautum, sbr. 2. tölulið VI. viðauka, skulu fylgja uppdrættir og upplýsingar um gerð og fjölda brauta og önnur mannvirki, allt að fengnu samþykki byggingaryfirvalda.

Með beiðni um viðurkenningu á rekstri ökugerðis með skrikvagni skulu fylgja uppdrættir sem sýni hvernig æfingum í samræmi við námskrá er komið fyrir með öruggum hætti.

Umferðarstofa getur afturkallað viðurkenningu ökugerðis ef talið er að skilyrði hennar séu ekki lengur fyrir hendi eða ekki hafi verið farið eftir reglum um starfsemi ökugerðis.

X. KAFLI Viðurkenning prófdómara.

44. gr. Viðurkenning.

Umferðarstofa viðurkennir prófdómara til að dæma:

  1. verklegt próf í B-flokki,
  2. verklegt próf í öðrum flokkum en B-flokki,
  3. bóklegt próf í öllum flokkum.

45. gr. Skilyrði viðurkenningar.

  1. Verklegt próf í B-flokki.

    Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar sem:

    1. er orðinn er 24 ára,
    2. fullnægir kröfum um andlegt og líkamlegt heilbrigði sem gerðar eru til ökumanna í hópi tvö, sbr. III. viðauka,
    3. hefur haft gilt ökuskírteini fyrir B-flokk, a.m.k. næstliðin fimm ár og hefur ekið bifreið að staðaldri á þeim tíma,
    4. ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga ekki við um,
    5. hefur lokið a.m.k. fjögurra ára námi að loknum grunnskóla og hlotið menntun með áherslu á kennslu- og uppeldisfræði,
    6. hefur lokið námi og prófi sem fram fer á vegum Umferðarstofu í samræmi við námskrá fyrir prófdómara með fullnægjandi árangri. Námið skal vera bóklegt og verklegt og ljúka með bóklegu og verklegu prófi. Námið skal fara fram í samræmi við námskrá um þjálfun prófdómara sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir.
  2. Verklegt próf í öðrum flokki en B-flokki.

    Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar:

    1. sem hefur gilt ökuskírteini fyrir viðkomandi ökuréttindaflokk,
    2. sem viðurkenndur er skv. 1. tölulið,
    3. hefur dæmt verkleg próf í B-flokki í a.m.k. þrjú ár. Stytta má tímann:

      1. hafi prófdómari a.m.k. 5 ára reynslu af akstri ökutækis í viðkomandi flokki eða
      2. standist hann bóklegt og verklegt próf í þeim flokki með betri árangri en að lágmarki er krafist eða
      3. ljúki hann á ný þjálfun og prófi í samræmi við f-lið 1. töluliðar.
  3. Bóklegt próf í öllum flokkum.

    Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar sem fullnægir skilyrðum a-, c-, d-, e- og f-liðar 1. töluliðar.

    Viðurkenning prófdómara gildir í tvö ár í senn. Endurnýja má viðurkenninguna enda fullnægi prófdómari skilyrðum b-, c- og d-liðar 1. töluliðar og kröfu um endurmenntun skv. 46. gr.

    Sá sem starfar við ökukennslu, má ekki starfa sem prófdómari.

46. gr. Endurmenntun.

Prófdómari skal sækja bóklegt nám á tveggja ára fresti í a.m.k. fjóra daga. Hann skal einnig sækja fimm daga verklegt námskeið á fimm ára fresti. Hver kennsludagur skal vera 7 stundir. Nám skal fara fram í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur og ráðherra staðfestir.

Verði meira en tveggja ára hlé á störfum prófdómara við próf í tilteknum ökuréttindaflokki, skal hann sækja nám skv. þessari grein til að mega dæma í þeim flokki.

47. gr. Eftirlit - Afturköllun viðurkenningar.

Umferðarstofa hefur eftirlit með því að próf fari fram í samræmi við reglugerð þessa og handbók ökuprófa. Skal í því sambandi vera unnt að fylgjast með prófdómara í prófi.

Árlega skal fylgst með störfum prófdómara í a.m.k. 7 prófum, einkum til að kanna hvernig einstök próf eru lögð fyrir og dæmd. Sé niðurstaðan ekki fullnægjandi skal Umferðarstofa krefjast úrbóta. Einnig skal bera saman tölulegar upplýsingar um niðurstöðu prófa hjá hinum ýmsu prófdómurum. Sé ósamræmi, skal kanna ástæður þess og krefjast úrbóta ef þörf krefur.

Leiði eftirlit í ljós að prófdómari fylgi ekki settum reglum skv. reglugerð þessari og handbók ökuprófa, getur Umferðarstofa afturkallað viðurkenningu hans.

XI. KAFLI Ýmis ákvæði.

48. gr. Eftirlit.

Umferðarstofa skal hafa eftirlit með því að starfsemi ökukennara, ökuskóla og ökugerðis, svo og prófdómara, fari fram í samræmi við reglugerð þessa og námskrá. Skal heimsækja ökuskóla og ökugerði a.m.k. einu sinni á ári, fylgjast með kennslu og fara yfir gögn. Að heimsókn lokinni skal viðkomandi send skrifleg greinargerð um skoðunina. Skylt er að láta Umferðarstofu í té upplýsingar sem óskað er eftir og varða starfsemina.

49. gr. Gjaldskrá.

Gjald fyrir útgáfu ökuskírteinis fer eftir lögum um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991.

Í gjaldskrá Umferðarstofu skal kveða á um gjald fyrir:

  1. löggildingu ökukennara,
  2. verklegt próf til ökukennararéttinda,
  3. starfsleyfi ökuskóla,
  4. bóklegt og verklegt ökupróf,
  5. viðurkenningu ökugerðis,
  6. viðurkenningu prófdómara.

Hafi Umferðarstofa skv. 6. mgr. 15. gr. falið öðrum að leggja fyrir og dæma próf, gildir gjaldskrá sem viðkomandi verktaki setur að fengnu samþykki Umferðarstofu um gjöld fyrir próf (bóklegt próf og verklegt próf).

50. gr. Skrá um ökuskírteini.

Ríkislögreglustjóri skal halda skrá um útgefin ökuskírteini í samræmi við reglur sem ráðherra setur þar sem fram kemur hvaða upplýsingar skuli færðar í skrána.

51. gr. Viðaukar.

Eftirtaldir viðaukar fylgja reglugerðinni og eru hluti hennar:

  1. ÖKUSKÍRTEINI - TÁKNTALA.
  2. LÁGMARKS PRÓFKRÖFUR.
  3. LÁGMARKSKRÖFUR UM ANDLEGA OG LÍKAMLEGA HÆFNI ÖKUMANNA TIL AÐ STJÓRNA VÉLKNÚNU ÖKUTÆKI.
  4. ÖKUTÆKI SEM NOTUÐ ERU VIÐ KENNSLU OG VERKLEGT PRÓF.
  5. SÉRNÁM OG SÉRÞJÁLFUN - C1-, C-, C1E-, CE-, D1-, D-, D1E- OG DE-FLOKKUR.
  6. ÖKUGERÐI.
  7. AKSTURSMAT.
  8. FÖST BÚSETA.
  9. KENNSLUSKRÁ OG INNRA MAT Á GÆÐUM KENNSLU ÖKUSKÓLA.

52. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2008 og tilskipun nr. 2009/113/EB um breytingu á tilskipun nr. 2006/126/EB.

Með tilskipun nr. 2006/126/EB er felld úr gildi frá og með 13. janúar 2013 tilskipun nr. 91/439/EBE.

Með reglugerð nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 var innleidd tilskipun nr. 2003/59/EB, sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2006.

53. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993 og nr. 138 18. desember 1996, tekur þegar gildi, utan eftirgreindra ákvæða hennar:

Ákvæði þriðja og fjórða töluliðar ökuréttindaflokka 5. mgr. 6. gr. og sömu liðir í töflu í 6. gr. svo og önnur ákvæði reglugerðarinnar að því er varðar A2-flokk, taka gildi 19. janúar 2013.

Jafnframt falla eftirgreindar reglugerðir úr gildi:

  1. Reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini og reglugerðir um breytingu á henni nr. 799/1998, 376/2000, 754/2001, 249/2002, 747/2002, 4/2003, 862/2003, 1054/2004, 781/2005, 159/2006, 682/2006, 760/2006, 245/2007, 612/2007, 1280/2007, 369/2008, 612/2008, 591/2009, 118/2010, 322/2010, 670/2010 og reglugerð nr. 413/2011.
  2. Reglugerð nr. 327/1999 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla og reglugerðir um breytingu á henni nr. 746/2002 og 989/2009.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fram til 19. janúar 2013 gilda eftirfarandi ákvæði um réttindi til að stjórna bifhjóli í A-flokki eins og slíku bifhjóli er lýst í 6. gr. reglugerðar nr. 501/1997, svo og ákvæði í 15. gr. sömu reglugerðar varðandi aldursmörk:

Ökuskírteini fyrir A-flokk veitir ökuréttindi sem hér greinir:

  1. 1. Ökuskírteini fyrir A-flokk (lítið bifhjól) veitir rétt til að stjórna:

    1. tvíhjóla bifhjóli án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 25 kW,
    2. tvíhjóla bifhjóli með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg,
    3. bifhjóli á þremur hjólum,
    4. léttu bifhjóli og
    5. torfærutæki.
  2. Ökuskírteini fyrir A-flokk (stórt bifhjól) veitir rétt til að stjórna:

    1. ökutæki skv. 1. lið,
    2. tvíhjóla bifhjóli án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg, eða vélarafl fer yfir 25 kW og
    3. tvíhjóla bifhjóli með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg.

Ökuskírteini fyrir A-flokk má veita þeim sem er fullra 17 ára. Réttur til að stjórna stóru bifhjóli samkvæmt 2. tölulið 1. mgr., er þó háður því að hlutaðeigandi:

  1. hafi a.m.k. tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls á grundvelli ökuskírteinis fyrir A-flokk,
  2. án þess að hafa tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls á grundvelli ökuskírteinis fyrir A-flokk, sé orðinn 21 árs og hafi síðan staðist verklegt próf á tvíhjóla bifhjóli án hliðarvagns með vélarafl a.m.k. 35 kW eða
  3. án þess að hafa áður öðlast ökuskírteini fyrir bifhjól, sé orðinn 21 árs og hafi stundað ökunám og staðist ökupróf fyrir A-flokk þar sem verklega prófið er tekið á tvíhjóla bifhjóli án hliðarvagns með vélarafl a.m.k. 35 kW.

Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. um að ökunemi hafi lokið þjálfun í ökugerði áður en hann lýkur ökuprófi, skal ákvæði 4. mgr. 26. gr. reglugerðar um ökuskírteini nr. 501/1997 halda gildi sínu til 1. marsjanúar 20122013.

 Innanríkisráðuneytinu, 25. ágúst 2011. 

 Ögmundur Jónasson. 

 Ragnhildur Hjaltadóttir. 

Ökuskírteini – tákntala.

I. KAFLI Fyrirmynd ESB.

1. Efnislegir eiginleikar ökuskírteinis, sem er ökuskírteini að fyrirmynd ESB, skulu vera í samræmi við ISO-staðal 7810 og ISO-staðal 7816-1.

Kortið skal vera úr pólýkarbónati.

Aðferðir við að prófa eiginleika ökuskírteinanna til að staðfesta að þau uppfylli alþjóðlega staðla skulu vera í samræmi við ISO-staðal 10373.

2. Útlitstengdir öryggisþættir ökuskírteinisins.

Eftirfarandi getur ógnað öryggi ökuskírteinis:

a. Framleiðsla falsaðra korta: að búa til nýtt kort sem líkist skjalinu mjög mikið, annaðhvort með því að búa það til frá grunni eða með því að taka afrit af upprunalega skjalinu.

b. Grundvallarbreyting: að breyta inntaki upprunalega skjalsins, t.d. sumum þeirra upplýsinga sem eru prentaðar á skjalið.

Heildaröryggið felst í öllu kerfinu, það er umsóknarferli, yfirfærslu gagna, efninu sem kortið er úr, prenttækni sem notuð er, lágmarki hinna ýmsu öryggisþátta og tengingu skírteinisins við skírteinishafa.

a. Efnið, sem notað er í ökuskírteini, skal varið gegn fölsun með eftirtöldum aðferðum (lögboðnir öryggisþættir):

i. sjálft kortið skal vera matt í útfjólubláu ljósi (UV),

ii. öryggismynstur á bakgrunni, sem á að gera eftirlíkingu með skönnun, prentun eða afritun ógerlega, með því að nota regnbogaprentun með marglitum öryggisprentlitum og jákvæða og neikvæða bakgrunnsmunsturprentun; Mynstrið skal ekki vera í frumlitunum (bláu, blárauðu, gulu og svörtu), það skal innihalda flókin mynstur í a.m.k. tveimur sérstökum litum og innihalda örletur,

iii. þáttum sem breytast eftir birtustiginu og veita fullnægjandi vernd gegn afritun og óheimilum breytingum á ljósmyndinni,

iv. leysigreypingu,

v. á þeim hluta sem er fyrir ljósmynd skal öryggisbakgrunnur og ljósmynd skarast a.m.k. á kantinum (mynstur dofnar).

b. Auk þess skal verjast fölsun á efninu, sem notað er í ökuskírteinið, með a.m.k. þremur eftirtalinna aðferða (fleiri öryggisþættir):

i. prentlit sem ræðst af sjónarhorninu*,

ii. prentlit sem ræðst af hitastiginu*,

iii. sérhönnuðum almyndum*,

iv. breytilegum leysimyndum,

v. útfjólubláum flúrljómandi prentlit, sýnilegum og gagnsæjum,

vi. regnbogaprentun,

vii. stafrænu vatnsmerki á bakgrunni,

viii. infrarauðu eða sjálflýsandi fastlitarefni,

ix. áþreifanlegum rittáknum, táknum eða mynstri*.

c. Aðildarríkjunum er frjálst að bæta við fleiri öryggisþáttum. Fyrst og fremst skal velja aðferðirnar, sem eru merktar með stjörnu, þar eð þær gera löggæslumönnum kleift að kanna gildi kortsins án þess að nota til þess sérstakan búnað.

3. Á ökuskírteininu skulu vera tvær hliðar.

Á framhlið skal vera:

a. orðið „ökuskírteini“, prentað með stóru letri á tungumáli eða tungumálum aðildarríkisins þar sem skírteinið er gefið út;

b. heiti aðildarríkisins þar sem skírteinið er gefið út (valfrjálst);

c. auðkennisstafir aðildarríkisins, sem gefur kortið út;

d. upplýsingar sem lúta sérstaklega að útgefnu ökuskírteini, í þessari röð:

i. kenninafn handhafa skírteinis,

ii. annað nafn/nöfn handhafa skírteinis,

iii. fæðingardagur og -ár og fæðingarstaður,

iv. eftirtalin atriði:

(1) útgáfudagur skírteinisins,

(2) síðasti gildisdagur skírteinisins eða strik ef það gildir í ótakmarkaðan tíma samkvæmt ákvæðum c-liðar 2. mgr. 7. gr. tilskipunar nr. 2006/126/EB,

(3) heiti útgáfuyfirvaldsins (má prenta á bakhliðina),

(4) annað númer en í 5. lið, til nota í stjórnsýslunni (valfrjálst),

v. númer skírteinisins,

vi. ljósmynd af handhafa skírteinis,

vii. undirskrift handhafa skírteinis,

viii. fastur búsetustaður eða póstfang (valfrjálst),

ix. flokkur/flokkar ökutækis/ökutækja sem handhafa skírteinis er heimilt að aka (prenta skal flokka innlendra ökutækja með öðru letri en samræmda flokka);

e. orðin „fyrirmynd ESB“ á tungumáli/tungumálum aðildarríkisins þar sem skírteinið er gefið út og orðið „ökuskírteini“ á öðrum tungumálum ESB, prentuð í bleikum lit þannig að sá litur myndi bakgrunn skírteinisins;

f. upplýsingar um lit:

i. blár (Pantone Reflex Blue),

ii. gulur (Pantone Yellow).

Á bakhlið skal:

a. skrá flokk ökutækis/ökutækja sem handhafa skírteinis er heimilt að aka (prenta skal flokka innlendra ökutækja með öðru letri en samræmda flokka),

b. skrá fyrsta útgáfudag hvers flokks (dagsetninguna skal endurtaka á nýju skírteini ef skipt er um skírteini eða það endurnýjað),

c. skrá síðasta gildisdag hvers flokks,

d. skrá viðbótarupplýsingar/-takmarkanir, með tákntölu fyrir hvern (undir)flokk sem málið varðar.

II. KAFLI Aðlögun íslensks ökuskírteinis að fyrirmynd bandalagsins.

1. Fyrirmynd Evrópusambandsins að ökuskírteini er aðlöguð:

a. Ökuskírteini skal vera af EES-gerð.

b. Í bakgrunni á báðum hliðum ökuskírteinis skulu vera orðin „EES-gerð“ og „ökuskírteini“ á tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins.

c. Á framhlið koma stafirnir „ÍS“ efst til vinstri í stað merkis Evrópusambandsins, mynd af útlínum Íslands neðst til vinstri og skjaldarmerki Íslands neðst til hægri. Röðun 1. og 2.

töluliðar með tilheyrandi texta er breytt og er 2. og 1. töluliður.

d. Á bakhlið vinstra megin er röðun 1. og 2. töluliðar með tilheyrandi texta breytt og er 2. og 1. töluliður. Skjaldarmerki Íslands kemur á milli 1. og 3. töluliðar.

2. Form og efni ökuskírteinis eins og því er lýst í 3. tölulið I. kafla með framangreindri aðlögun:

Framhlið ökuskírteinis.

Framhlið

Bakhlið ökuskírteinis.

Bakhlið

1) A2-flokkur: Tekur ekki gildi fyrr en 19. janúar 2013, sbr. 53. gr. reglugerðarinnar.

2) 13. reitur: Upplýsingar fyrir erlend yfirvöld til að færa á upplýsingar vegna umsýslu þeirra ef skírteinishafinn sest að í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins.

3) 14. reitur: Upplýsingar sem útgáfuríki getur fært inn er varða stjórnsýslu eða upplýsingar sem tengjast umferðaröryggi. Varði upplýsingarnar einhvern þeirra liða sem skilgreindur er í þessum viðauka skal númer liðarins ritað fyrir framan upplýsingarnar. Einnig má með sérstöku skriflegu samkomulagi við skírteinishafa bæta í þessa eyðu upplýsingum sem tengjast ekki umsýslu ökuskírteinisins eða umferðaröryggi. Viðbót sem þessi skal ekki á neinn hátt breyta notkun fyrirmyndarinnar sem ökuskírteinis.

III. KAFLI Tákntala í ökuskírteini.

1. Almennt.

Með tákntölu eru tilgreindar viðbótarupplýsingar, skilyrði og takmarkanir sem varða ökuréttindi.

Með tákntölu eru einnig tilgreindar upplýsingar um ökukennararéttindi.

Með tákntölu er heimilt að tilgreina upplýsingar um að skírteinishafi vilji gefa líffæri sín að honum látnum, enda liggi fyrir um það skrifleg beiðni skírteinishafa, undirrituð í viðurvist sýslumanns.

2. Tákntölur fyrir Evrópska efnahagssvæðið.

Tákntölur nr. 1 - 99 gilda fyrir Evrópska efnahagssvæðið og skulu færðar í dálk 12 á ökuskírteininu, að jafnaði aftan við þann réttindaflokk sem við á. Tákntölur sem eiga við skírteinið í heild skal skrá á svæðið neðan við dálkana 9-12.

01. Leiðrétting sjónar og/eða vörn.

01.01 Gleraugu.

01.02 Snertilinsa (snertilinsur).

01.03 Hlífðargleraugu.

01.04 Ógegnsæ linsa.

01.05 Augnhlíf.

01.06 Gleraugu eða snertilinsur.

02. Heyrnartæki/samskiptastoð.

02.01 Heyrnartæki við annað eyra.

02.02 Heyrnartæki við bæði eyru.

03. Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fætur og hendur.

03.01 Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir hönd eða hendur.

03.02 Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fót eða fætur.

05. Takmarkaður akstur (undirtákntala skal gilda, akstur takmarkaður af læknisfræðilegum ástæðum).

05.01 Akstur takmarkaður við dagsbirtu (t.d. frá einni klukkustund eftir sólarupprás og þar til ein klukkustund er til sólseturs).

05.02 Akstur takmarkaður við radíus innan … km frá heimili skírteinishafa eða eingöngu innan bæjar/svæðis.

05.03 Akstur án farþega.

05.04 Akstur ekki hraðari en ... km/klst.

05.05 Akstur eingöngu leyfður þegar farþegi, sem er handhafi skírteinis, er með í för.

05.06 Akstur takmarkaður við akstur án eftirvagns/tengitækis.

05.07 Akstur óheimill á hraðbraut.

05.08 Ekkert áfengi.

BREYTING ÖKUTÆKIS.

10. Breyttur gírkassi.

10.01 Handskipting.

10.02 Sjálfskipting, sbr. skilgreiningu í 4. mgr. A-liðar 8. gr. reglugerðarinnar.

10.03 Rafknúin skipting.

10.04 Breytt gírstöng.

10.05 Takmörkun á fjölda gíra.

15. Breyttur tengslisbúnaður.

15.01 Breyttur tengslisfetill.

15.02 Handstýrt tengsli.

15.03 Sjálfvirkt tengsli.

15.04 Hlíf framan við tengslisfetil eða tengslisfetill sem leggja má saman eða fjarlægja.

20. Breytt hemlakerfi.

20.01 Breyttur hemlafetill.

20.02 Stækkaður hemlafetill.

20.03 Hemlafetill fyrir vinstri fót.

20.04 Hemlafetill við il.

20.05 Skásettur hemlafetill.

20.06 Handstýrður (breyttur) aksturshemill.

20.07 Aukin virkni aksturshemils – hámarks ástig á hemla.

20.08 Aukin virkni neyðarhemils – neyðarhemill sambyggður aksturshemli.

20.09 Breyttur stöðuhemill.

20.10 Rafknúinn stöðuhemill.

20.11 Fótstiginn (breyttur) stöðuhemill.

20.12 Hlíf fram við hemlafetil eða hemlafetill sem leggja má saman eða fjarlægja.

20.13 Hemill sem er stjórnað með hnénu.

20.14 Rafknúinn aksturshemill.

25. Breyttur búnaður fyrir eldsneytisgjöf.

25.01 Breyttur eldsneytisfetill.

25.02 Eldsneytisfetill við il.

25.03 Skásettur eldsneytisfetill.

25.04 Handstýrð eldsneytisgjöf.

25.05 Eldsneytisgjöf sem er stjórnað með hnénu.

25.06 Aflstýrð eldsneytisgjöf (rafknúin, loftknúin o.s.frv.).

25.07 Eldsneytisfetill vinstra megin við hemlafetil.

25.08 Eldsneytisfetill vinstra megin.

25.09 Hlíf framan við eldsneytisfetil eða eldsneytisfetill sem leggja má saman eða fjarlægja.

30. Breytt sambyggt hemlakerfi og búnaður fyrir eldsneytisgjöf.

30.01 Fetlar hlið við hlið.

30.02 Fetlar í sömu eða nánast sömu hæð.

30.03 Eldsneytisgjöf og hemill sem renna má til.

30.04 Eldsneytisgjöf og hemill sem renna má til og með stoðtæki.

30.05 Eldsneytisfetill og hemlafetill sem leggja má saman eða fjarlægja.

30.06 Hækkað gólf.

30.07 Hlíf við hlið hemlafetils.

30.08 Hlíf fyrir gervilim við hlið hemlafetils.

30.09 Hlíf framan við eldsneytis- og hemlafetil.

30.10 Stuðningur við hæl eða fót.

30.11 Rafknúin eldsneytisgjöf og hemill.

35. Breytt skipulag stjórntækja (rofar fyrir ljós, rúðuþurrkur/-sprautur, flauta, stefnuljós o.s.frv.).

35.01 Beita má stjórntækjum án þess að það skerði öryggi við stjórnun og meðferð ökutækisins.

35.02 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.).

35.03 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki vinstri handar á stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.).

35.04 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki hægri handar á stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.).

35.05 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.) og sambyggðum búnaði fyrir eldsneytisgjöf og hemlun.

40. Breyttur stýrisbúnaður.

40.01 Venjulegt aflstýri.

40.02 Aflstýri með auknu afli.

40.03 Stýri með varabúnaði.

40.04 Lengd stýrissúla.

40.05 Breytt stýrishjól (stærra og/eða með þykkara gripi, með minna þvermáli o.s.frv.).

40.06 Skásett stýrishjól.

40.07 Lóðrétt stýrishjól.

40.08 Lárétt stýrishjól.

40.09 Akstri stýrt með fótum.

40.10 Stýri hefur verið breytt á annan hátt (stýrispinni o.s.frv.).

40.11 Hnúður á stýrishjóli.

40.12 Handspelka á stýrishjóli.

40.13 Með sinaspelku (orthes tenodes).

42. Breyttur baksýnisspegill eða -speglar.

42.01 Úti baksýnisspegill á (vinstri eða) hægri hlið.

42.02 Úti baksýnisspegill á frambretti.

42.03 Aukabaksýnisspegill inni til að fylgjast með umferð.

42.04 Gleiðhornsbaksýnisspegill inni.

42.05 Baksýnisspegill sem gerir ökumanni kleift að fylgjast með blinda svæðinu.

42.06 Rafknúinn úti baksýnisspegill eða -speglar.

43. Breytt ökumannssæti.

43.01 Ökumannssæti komið fyrir í hæð sem veitir ökumanni góða útsýn og er í eðlilegri fjarlægð frá stýrishjóli og fetlum.

43.02 Ökumannssæti lagað að líkama ökumanns.

43.03 Ökumannssæti með stuðning frá báðum hliðum.

43.04 Ökumannssæti með armhvílu.

43.05 Ökumannssæti komið fyrir á lengdri rennibraut.

43.06 Breytt öryggisbelti.

43.07 Öryggisbelti af H-gerð.

44. Breyting bifhjóls (undirtákntala skal gilda).

44.01 Báðum hemlum beitt með einu stjórntæki.

44.02 Handstýrður (breyttur) hemill fyrir framhjól.

44.03 Fótstýrður (breyttur) hemill fyrir afturhjól.

44.04 (Breytt) handfang fyrir eldsneytisgjöf.

44.05 (Breytt) handstýrð gírskipting og handstýrt tengsli.

44.06 (Breyttur) baksýnisspegill eða -speglar.

44.07 (Breytt) stjórntæki (stefnuljós, hemlaljós, …).

44.08 Ökumannssæti er ekki hærra en svo að ökumaður nær samtímis með báðum fótum til jarðar þegar hann situr.

45. Einungis bifhjól með hliðarvagni.

50. Takmarkað við ökutæki/verksmiðjunúmer (verksmiðjunúmer ökutækisins).

51. Takmarkað við tiltekið ökutæki/skráningarmerki (skráningarnúmer ökutækisins).

STJÓRNSÝSLA.

70 Íslenskt ökuskírteini sem gefið er út í stað erlends ökuskírteinis nr. ... sem var gefið út af ... (einkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd, t.d. 70.0123456789.NL).

71 Samrit ökuskírteinis nr. ... (einkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd t.d. 71.987654321.HR).

72 Takmarkað við ökutæki í A-flokki með aflvél ekki yfir 125 sm³ og vélarafl sem fer ekki yfir 11 kW (A1-flokkur).

73 Takmarkað við þrí- og fjórhjóla ökutæki í B-flokki (B1-flokkur).

74 Takmarkað við ökutæki í C-flokki með leyfðri heildarþyngd 7.500 kg eða minni (C1flokkur).

75 Takmarkað við ökutæki í D-flokki með sæti fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns (D1-flokkur).

76 Takmarkað við ökutæki í C-flokki með leyfðri heildarþyngd 7.500 kg eða minni (C1flokkur) með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minni og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins (C1E-flokkur).

77 Takmarkað við ökutæki í D-flokki með sæti fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns (D1-flokkur) með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé:

a. leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minni og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins og

b. eftirvagn/tengitæki ekki notaður til fólksflutninga (D1E-flokkur).

78 Takmarkað við sjálfskipt ökutæki, sbr. skilgreiningu í 54. mgr. A-liðar 8. gr. reglugerðarinnar.

79 Takmarkast við ökutæki sem tilgreint er í sviga, sbr. 1. mgr. 10. gr. tilskipunar 91/439/EBE.

90.01 til vinstri,

90.02 til hægri,

90.03 vinstri,

90.04 hægri,

90.05 fyrir hönd,

90.06 fyrir fót,

90.07 má nota.

95 Réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki í atvinnuskyni; innan sviga skal tilgreina lokadag réttindanna t.d.: 95.01.01.2015.

96 Skírteinishafi hefur lokið þjálfun eða verklegu prófi í samræmi við ákvæði V. viðauka tilskipunar nr. 2006/126/EB.

3. Tákntölur sem eingöngu gilda hér á landi.

Tákntölur 100 og þar yfir gilda innanlands og skulu færðar í dálk 12 á ökuskírteininu, að jafnaði neðan við dálkana 9 - 12. Aftan við tákntölurnar skal innan sviga tilgreina lokadag réttindanna. Þessar tákntölur hafa einungis gildi hér á landi.

100 Réttindi til að stjórna fólksbifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd með eftirvagn/tengitæki.

110 Réttindi til að stjórna bifreið í C-flokki fyrir allt að 5.000 kg farm með eftirvagn/ tengitæki.

400 Réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk.

425 Réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir D-flokk (eftir atvikum D1-flokk).

450 Réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B- og D-flokk (eftir atvikum D1flokk).

500 Löggilding ökukennara fyrir B-flokk.

525 Löggilding ökukennara fyrir AM-, A1-, A2-, A- og B-flokk.

530 Löggilding ökukennara fyrir B-, C1-, C-, BE-, C1E- og CE-flokk.

540 Löggilding ökukennara fyrir AM-, A1-, A2-, A-, B-, C1-, C-, BE-, C1E- og CE-flokk.

550 Löggilding ökukennara fyrir B-, C1-, C-, D1-, D-, BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk.

575 Löggilding ökukennara fyrir AM-, A1-, A2-, A-, B-, C1-, C-, D1-, D-, BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk.

900 Líffæragjöf.

Ökutæki sem notað er við kennslu og verklegt próf.

1. Almennt.

Heimilt er að nota ökutæki, sem viðurkennt er til kennslu og prófs við gildistöku reglugerðar þessarar, til 30. september 2013 þótt það fullnægi ekki ákvæðum viðauka þessa.

Þegar ökutæki, búið kennslubúnaði fyrir gírskiptingu og hemla í samræmi við ákvæði 4. mgr. 2. töluliðar hér á eftir, er notað í öðru skyni en við kennslu eða próf, skal búa þannig um að ekki sé unnt að nota tilgreindan kennslubúnað.

Þegar ökutæki, sem notað er við kennslu eða próf er búið sérstökum hjálparbúnaði, svo sem: a. hallahemli,

 b. stillanlegum hraðatakmarkara,

 c. sjálfvirkum bilskynjara,

 d. veglínuskynjara,

 e. bakkskynjara, bakkmyndavél eða búnaði sem gerir auðveldara að leggja ökutæki,

 f. skal vera unnt að taka búnaðinn úr notkun. Til hjálparbúnaðar telst:

  1.  hallahemill,
  2.  stillanlegur hraðatakmarkari,
  3.  sjálfvirkur bilskynjari,
  4.  veglínuskynjari,
  5.  bakkskynjari, bakkmyndavél eða búnaður sem gerir auðveldara að leggja ökutæki, og
  6.  annar sambærilegur búnaður ökutækis sem notaður er til ökukennslu eða ökuprófs.

2. Ákvæði um gerð og búnað kennslu- og prófökutækis.

Stýri kennslubifreiðar skal vera vinstra megin.

Í kennslubifreið skulu vera speglar fyrir ökukennara: a. baksýnisspegill inni í bifreið,

b. kúptur baksýnisspegill á hægri hlið,

c. flatur spegill til að fylgjast með athygli umsækjanda.

Gerð spegla skv. 1. og 2. tölulið skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.

Í beinskiptri kennslubifreið, fyrir framan sæti sem er við hlið sætis ökumanns (sæti ökukennara), skal vera fótstig fyrir hemla og kúplingu. Notkun fótstigs við sæti ökumanns má ekki geta haft áhrif á notkun fótstigs við sæti ökukennara. Í sjálfskiptri kennslubifreið skal í stað fótstigs fyrir kúplingu vera gírstöng eða annar slíkur búnaður sem er komið þannig fyrir að ökukennari geti rofið aflrás.

Létt bifhjól og bifhjól skulu vera á tveimur hjólum og án hliðarvagns.

Tafla þar sem lýst er lágmarkskröfum sem gerðar eru varðandi ökutæki, sem notað er við kennslu og verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk. (Reglan um heildarþyngd á eingöngu við í prófi):

Ökuréttindaflokkar
Lágmarks:

slagrými

vélar í sm³

vélar- afl

í kW

hraði í km1)

farþega-

fjöldi

lengd

í m

breidd

í m

heildar-

þyngd í kg

leyfð

heildarþyngd í kg

eigin

þyngd í kg

1 AM
2 A1 120 90
3 A2 400 25
4 A 600 40
5 B2) 100 3 3,80 1,45 700
6 BE

eftir-

vagn/

tengitæki

1.250
vagnlest 100
7 B3) 4,40 1,60 1.100
8 C1 80 5,00 5.000
9 C14) 80 5,00 5.000
10 C1E

eftir-

vagn/

tengitæki

800 1.250
vagnlest 80 8,00
11 C 80 8,00 2,40 10.000 12.000
12 CE

eftir-

vagn/

tengitæki

7,50
vagnlest 80 14,00 2,40 15.000 20.000
13 D1 80 5,00 5.000
14 D1E

eftir-

vagn

1.250
vagnlest 80 800
15 D15) 80 5,00 5.000
16 D 80 40 10,00 2,40 10.000
17 DE

eftir-

vagn/

tengitæki

2,40 800 1.250
vagnlest 80
18 T dráttarvél 2.000

eftir-

vagn/

tengitæki

800

1) Sá lágmarkshraði sem ökutækið skal gert til að ná.

2) Bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.

3) Farþegaflutningar í atvinnuskyni, bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.

4) Vöruflutningar í atvinnuskyni.

5) Farþegaflutningar í atvinnuskyni.

Létt bifhjól skal búið baksýnisspeglum á báðum hliðum fyrir ökumann, stefnuljóskerum að framan og að aftan í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja varðandi bifhjól (þungt bifhjól). Bifreið í B-flokki skal búin baksýnisspegli á hægri hlið fyrir ökumann.

Vagnlest í BE-flokki má ekki falla undir B-flokk.

Farmrými eftirvagns/tengitækis í BE-, og C1E-flokki skal vera lokað, a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt bifreiðinni. Farmrýmið má þó vera lítið eitt mjórra en bifreiðin að því tilskildu að baksýn fáist eingöngu með úti baksýnisspeglum bifreiðarinnar.

Farmrými bifreiðar í C1-, C- og CE-flokki skal vera lokað og a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt stýrishúsi.

Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki skal búin læsivörðum hemlum.

Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni skal búin ökurita.

Bifreið í C-flokki skal búin gírkassa með a.m.k. átta gírum áfram.

Í bifreið í D-flokki skal vera a.m.k. 5,5 m milli ása.

Farmrými eftirvagns/tengitækis í D1E- og DE-flokki skal vera lokað og a.m.k. 2 m á breidd og hæð.

3. Sérstök merki á ökutæki.

Ökutæki, sem notað er til ökukennslu, skal búið merki með áletruninni „ÖKUKENNSLA“. Stafir skulu vera svartir á hvítum grunni. Að öðru leyti ákveður Umferðarstofa gerð merkisins. Óheimilt er að nota merkið nema í ökukennslu. Merkið skal sett bæði framan og aftan á kennslubifreið og skal sjást vel. Á kennslubifreið fyrir B-flokk skal merki með áletrun á báðum hliðum sett á þak bifreiðarinnar og skal sjást vel bæði að framan og aftan. Á öðrum kennsluökutækjum skal merki vera að aftan.

Þegar umsækjandi ekur bifhjóli í kennslustund skal hann klæðast vesti í áberandi lit, merktu að aftan með fyrrgreindri áletrun.

Ökutæki, sem notað er í verklegu prófi, má auðkenna með nafni skráðs eiganda/notanda en þó má ekki nota orðin „ökuskóli“, „ökukennsla“, „ökutími“, „ökunám“ eða orð með svipaðri merkingu. Ekki má heldur auðkenna ökutæki með kennslumerki, firmamerki, auglýsingum né neinu því sem auðkennir það sem ökutæki til kennslu.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.