Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 21. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 26. sept. 2007
Sýnir breytingar gerðar 26. sept. 2007 af rg.nr. 845/2007

828/2005

Reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni.

1. gr. Almenn ákvæði.

Leyfi ríkislögreglustjóralögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þarf til innflutnings, heildsölu og framleiðslu áfengis í atvinnuskyni.

Reglugerð þessi gildir ekki um þá sem leyfi hafa til reksturs almennra tollvörugeymslna, tollfrjálsra forðageymslna eða frísvæða þar sem áfengi er geymt. Um þá starfsemi gilda ákvæði tollalaga.

Um sendiráð og aðra sem úrlendisréttar njóta gilda ákvæði sérlaga, sbr. þó 5. gr.

2. gr. Skipting leyfa.

Leyfi samkvæmt 1. gr. skiptast í eftirtalda flokka:

  1. Innflutningsleyfi sem veitir heimild til innflutnings og sölu áfengis, sbr. 1. mgr. 5. gr.
  2. Heildsöluleyfi sem veitir heimild til sölu áfengis, sbr. 1. mgr. 5. gr. og innkaupa í því skyni.
  3. Framleiðsluleyfi sem veitir heimild til framleiðslu áfengis. Leyfið veitir ennfremur rétt til innflutnings á áfengi til framleiðslunnar, svo og til sölu áfengis, sbr. 1. mgr. 5. gr.

3. gr. Almenn skilyrði leyfisveitingar.

Leyfi til innflutnings, heildsölu og framleiðslu áfengis skal einungis veitt þeim sem:

  1. stundar í atvinnuskyni innflutning og/eða heildsölu enda hafi hann til þess verslunarleyfi,
  2. stundar í atvinnuskyni framleiðslu áfengra drykkja enda hafi hann til þess iðnaðarleyfi,
  3. stundar veitingarekstur í atvinnuskyni og hefur almennt leyfi til áfengisveitinga, sbr. 14. gr. áfengislaga eða
  4. hefur leyfi til reksturs tollfrjálsrar verslunar.

Leyfi skal einungis veitt þeim sem tilkynnt hefur Hagstofu Íslands um atvinnustarfsemi sína og verið færður á fyrirtækjaskrá samkvæmt lögum um fyrirtækjaskrá og hefur tilkynnt skattstjóra um starfsemi sína samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.

Auk þeirra skilyrða sem um getur í 1. og 2. mgr. verður einstaklingur sem leyfi er veitt að hafa náð 20 ára aldri. Ef umsækjandi er félag með ótakmarkaðri ábyrgð skulu eigendur og framkvæmdastjóri þess vera orðnir 20 ára. Ef um er að ræða félag með takmarkaðri ábyrgð skulu allir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri fullnægja aldursskilyrðinu.

Leyfi skal bundið við nafn og kennitölu leyfishafa. Taki nýr aðili við rekstri skal hann sækja um nýtt leyfi.

4. gr. Umsóknir, gildistími leyfis og gjaldtaka.

Umsókn um leyfi skal senda ríkislögreglustjóralögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og skulu fylgja henni nauðsynleg gögn. Leyfi sem gefið er út í fyrsta sinn gildir í eitt ár. Ef leyfi er endurnýjað er gildistími þess ótímabundinn, sbr. þó 12. gr.

Greiða skal gjald fyrir útgáfu leyfis og endurnýjun þess, svo og eftirlitsgjald, sbr. lög um aukatekjur ríkissjóðs.

5. gr. Sala áfengis.

Handhafa leyfis til innflutnings, heildsölu og framleiðslu á áfengi er einungis heimilt að selja eða afhenda áfengi til:

  1. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins;
  2. þeirra sem heimild hafa til framleiðslu áfengis;
  3. þeirra sem heimild hafa til heildsölu áfengis;
  4. veitingastaða, sem hafa almennt leyfi til áfengisveitinga samkvæmt 14. gr. áfengislaga, þó einungis það áfengi sem slíkt leyfi kveður á um;
  5. fyrirtækja til iðnaðarnota;
  6. þeirra sem leyfi hafa til reksturs tollfrjálsra verslana og tollfrjálsra forðageymslna;
  7. sendiráða og annarra sem njóta úrlendisréttar hér á landi og;
  8. sölu úr landi.

Leyfishafa er óheimilt að afhenda öðrum áfengi til endursölu hafi sá ekki tilskilin leyfi. Skal leyfishafi leita upplýsinga þar um hjá lögreglustjóra í viðkomandi umdæmi sem veitir upplýsingar um hverjir hafa leyfi samkvæmt reglugerð þessari eða almennt leyfi til áfengisveitinga samkvæmt 14. gr. áfengislaga.

6. gr. Varsla og ábyrgð.

Um vörslu og ábyrgð á ótollafgreiddu áfengi, þ.m.t. áfengi sem tollafgreitt hefur verið til útflutnings, gilda ákvæði tollalaga. Rýrnun áfengisbirgða í vörslu leyfishafa er á ábyrgð leyfishafa.

7. gr. Húsnæði og búnaður.

Húsnæði, sem leyfishafi notar til geymslu og framleiðslu áfengis skal vera nægilega traust til geymslu á öllum algengum varningi og búið þeim öryggis- og/eða eftirlitsbúnaði sem tryggir að óviðkomandi verði ekki veittur aðgangur.

Sá sem leyfi fær til framleiðslu áfengis skal áður en framleiðsla áfengis hefst fullnægja þeim kröfum sem gilda um framleiðslu matvæla, sbr. lög um matvæli, og skal gengið frá framleiðslutækjum og -búnaði, svo sem bruggtækjum, eimingartækjum, leiðslum, átöppunarbúnaði og rennslismælum, þannig að komið verði í veg fyrir óeðlilega rýrnun.

8. gr. Merkingar.

Leyfishafi skal sjá til þess að umbúðir, jafnt innri sem ytri umbúðir, um það áfengi sem framleitt er hér á landi, eða flutt er inn, beri með sér að um áfengi sé að ræða. Á umbúðum skal með skýrum hætti greina hvert áfengisinnihald vörunnar er. Þá skulu umbúðir, jafnt innri sem ytri umbúðir, um áfengi merktar nafni og heimilisfangi framleiðanda eða dreifanda þeirra.

Um merkingar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um matvæli.

9. gr. Bókhald og skráning viðskipta.

Handhafa innflutnings- og/eða áfengisheildsöluleyfis er skylt að halda birgðabókhald fyrir áfengi.

Handhafa framleiðsluleyfis er skylt að halda framleiðsluskýrslur og birgðabókhald fyrir áfengi. Framleiðsluskýrslur skal halda með þeim hætti að hægt sé með auðveldum og öruggum hætti að rekja hverja átöppun á áfengi til einstakra áfengistegunda og umbúða.

Birgðabókhald skal haldið með þeim hætti að hægt sé að rekja sérhverja átöppun eða innkaup frá innflutningsgögnum og innkaupareikningum til færslu í birgðabókhaldi og hvenær sem er bera saman vörubirgðir og niðurstöðu birgðabókhalds. Í birgðabókhaldi skal koma fram á aðgengilegan hátt ráðstöfun birgða vegna sölu innanlands, útflutnings, rannsókna, rýrnunar og skýringar á henni eða annarra atriða.

Leyfishafi skal skrá sérhverja sölu áfengis á sölureikninga til samræmis við ákvæði reglugerðar um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattskyldra aðila.

Leyfishafi skal veita ríkislögreglustjóralögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um heildarsölu sína, skipt niður á viðskiptamenn og tímabil, telji hann slíkt nauðsynlegt vegna eftirlits. Kaupendur áfengis sem um ræðir í 5. gr. skulu halda sérstaka innkaupareikninga í bókhaldi sínu og veita ríkislögreglustjóralögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sams konar upplýsingar um innkaup sín sé þess óskað.

Um bókhald fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga um bókhald.

10. gr. Tölfræðilegar upplýsingar.

Leyfishafi skal senda Hagstofu Íslands skýrslu um framleiðslu og sölu áfengis í því formi sem Hagstofan ákveður.

Skýrsla samkvæmt 1. mgr. skal send 15. janúar, 15. apríl, 15. júlí og 15. október og skal taka til viðskipta á undanfarandi ársfjórðungi en í henni skal gerð grein fyrir framleiðslu og sölu áfengis miðað við tegund, magn í lítrum og hlutfall vínanda í því.

11. gr. Eftirlit.

Lögreglustjóri í því umdæmi þar sem starfsstöð leyfishafa er hefur eftirlit með starfsemi leyfishafa enda hafi ríkislögreglustjórilögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ekki ákveðið að sérstakir eftirlitsmenn á hans vegum annist eftirlitið.

Leyfishafa ber að veita eftirlitsmönnum aðgang að öllum húsakynnum, sem nýtt eru til áfengisframleiðslu og birgðahalds, svo og bókhaldsgögnum er sýna hráefnisnotkun og birgðir vöru. Leyfishafi skal láta eftirlitsmönnum í té fullnægjandi aðstöðu að mati ríkislögreglustjóralögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir sinna eftirlitsstörfum í atvinnuhúsnæði leyfishafa.

Ríkisskattstjóri getur ákveðið að átöppun áfengis skuli fara fram undir eftirliti og skal því aðeins taka tillit til rýrnunar að förgun úrgangsefna og skemmdrar eða gallaðrar óseldrar framleiðslu fari fram undir eftirliti. Hann getur einnig ákveðið að innsigla skuli framleiðslutæki og -búnað, svo og geyma og kúta sem notaðir eru undir áfengi sem selt er í miklu magni, m.a. til veitingastaða. Ríkisskattstjóri ákveður gerð og notkun innsigla. Hann getur sett eftirlitsmönnum nánari starfsfyrirmæli.

Um eftirlit ríkisskattstjóra að öðru leyti gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt.

Um almennt eftirlit lögreglu með framleiðslu, sölu og meðferð áfengis í landinu gilda ákvæði áfengislaga.

Um eftirlit tollstjóra með innflutningi áfengis gilda ákvæði tollalaga.

12. gr. Brottfall leyfis og leyfissvipting.

Hafi leyfisgjald ekki verið greitt til innheimtumanns ríkissjóðs innan 30 daga frá gjalddaga fellur leyfið úr gildi.

Nú missir leyfishafi skilyrði til að fá útgefið leyfi samkvæmt 3. gr. og fellur þá leyfið úr gildi. Leyfishafi skal innan 30 daga frá því leyfi þau, sem vísað er til í 1. mgr. 3. gr., falla úr gildi senda ríkislögreglustjóralögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu staðfestingu á að slíkt leyfi hafi verið endurnýjað.

Verði leyfishafi uppvís að broti gegn ákvæðum áfengislaga, laga um gjald af áfengi, reglugerð þessari eða skilyrðum leyfis, sbr. þó 1. mgr., skal svipta hann leyfi um stundarsakir eða fyrir fullt og allt ef brot er margítrekað eða stórfellt.

Nú hefur leyfi fallið úr gildi eða leyfishafi verið sviptur leyfi og skal honum þá heimilt að selja það áfengi sem framleitt hefur verið eða flutt inn og tollafgreitt áður en leyfið féll úr gildi eða leyfissvipting tók gildi.

13. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 5. gr. áfengislaga nr. 75 15. júní 1998, sbr. 1. gr. laga nr. 40 13. maí 2005, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 176 frá 17. mars 1999 um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni.

 Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 6. september 2005. 

 Björn Bjarnason. 

 Ásgerður Ragnarsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.