Prentað þann 2. jan. 2025
845/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni nr. 828/2005.
1. gr.
Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
2. gr.
Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í fyrri málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
3. gr.
Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í fyrri og seinni málsl. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
4. gr.
Í stað orðsins "ríkislögreglustjóri" 1. mgr. 11. gr. og "ríkislögreglustjóra" í seinni málsl. 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur í viðeigandi beygingarfalli: lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
5. gr.
Í stað orðsins "ríkislögreglustjóra" í seinni málsl. 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 5. gr. áfengislaga nr. 75 15. júní 1998, sbr. 1. gr. laga nr. 40 13. maí 2005, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. september 2007.
Björn Bjarnason.
Gunnar Narfi Gunnarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.