Fara beint í efnið

Prentað þann 23. jan. 2022

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

823/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 70/2013 um losunarleyfi rekstraraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

Losunarleyfi sem gefin voru út skv. ákvæðum laga nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda halda gildi sínu til 15. ágúst 2014. Rekstraraðilar skulu senda Umhverfisstofnun umsókn um nýtt losunarleyfi skv. reglugerð þessari í síðasta lagi 15. maí 2014.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 8. mgr. 8. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. september 2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hugi Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.