Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 6. maí 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. júlí 2012
Sýnir breytingar gerðar 17. jan. 2008 – 1. júlí 2012 af rg.nr. 19/2008 og 564/2012

810/2006

Reglugerð um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samhæfða evrópska staðla sem teknar hafa verið á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB.

1. gr.

Ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um eftirfarandi samhæfða evrópska staðla á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB skulu öðlast gildi hér á landi.

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2005/323/EB frá 21. apríl 2005 um öryggiskröfur staðla vegna fljótandi frístundatækja - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2006.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2005/718/EB frá 13. október 2005 - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2006.
    Í ákvörðuninni er að finna upptalningu á stöðlum og þar með vörum og vöruflokkum sem falla undir ákvörðunina. Þessar vörur eru:

    EN 913:1996 Fimleikabúnaður - Almennar öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 916:2003 Fimleikabúnaður - Stökkkistur - Kröfur og prófunaraðferðir, þ.m.t. öryggi.
    EN 1129-1:2003 Húsgögn - Beddar sem leggjast saman - Öryggiskröfur og prófun.
    EN 1129-2:2003 Húsgögn - Beddar sem leggjast saman - Öryggiskröfur og prófun - 2. hluti: Prófunaraðferðir.
    EN 1130-1:1996 Húsgögn - Ungbarnarúm og vöggur til heimilisnota - 1. hluti: Öryggiskröfur.
    EN 1130-2:1996 Húsgögn - Ungbarnarúm og vöggur til heimilisnota - 2. hluti: Prófunaraðferðir.
    EN 1400-1:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 1. hluti: Almennar öryggiskröfur og vöruupplýsingar.
    EN 1400-2:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 2. hluti: Tæknilegar kröfur og prófanir.
    EN 1400-3:2002 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Snuð fyrir börn og ungbörn - 3. hluti: Kröfur og prófanir varðandi efnisinnihald.
    EN 1466:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - burðarrúm og standur - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 1651:1999 Svifhlífarbúnaður - Belti - Öryggiskröfur og styrkleikaprófanir.
    EN 1860-1:2003 Tæki, fast eldsneyti og kveikiefni til nota í grill - 1. hluti: Grilltæki sem brenna föstu eldsneyti - Kröfur og prófunaraðferðir.
    EN ISO 9994:2002.
    EN ISO 9994:2002/AC:2004 Kveikjarar - Öryggisákvæði.
    EN 12196:2003 Fimleikabúnaður - Hestar og kubbar - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
    EN 12197:1997 Fimleikabúnaður - Svifrár - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 12346:1998 Fimleikabúnaður - Veggrimlar, reitarimlar og klifurgrindur - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 12432:1998 Fimleikabúnaður - Jafnvægisslár - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
    EN 12491:2001 Svifhlífarbúnaður - Neyðarfallhlíf - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 12586:1999.
    EN 12586:1999/AC:2002 Hlutir til nota við barnaumönnun - Snuðkeðja - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 12655:1998 Fimleikabúnaður - Hringir - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
    EN 13138-2:2002 Flotbúnaður til nota við sundkennslu - 2. hluti: Öryggiskröfur og prófunaraðferðir fyrir flotbúnað sem fólk heldur á.
    EN 13319:2000 Fylgibúnaður til nota við köfun - Dýptarmælar og samstæður dýptar- og tímamæla - Virkni- og öryggiskröfur, prófunaraðferðir.
    EN 13899:2003 Íþróttabúnaður á hjólum - Hjólaskautar - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 14059:2002 Olíulampar til skrauts - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 14344:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Barnastólar á reiðhjól - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    EN 14350-1:2004 Barnavara og vara til nota við umönnun barna - Drykkjaráhöld - 1. hluti: Almennar og tæknilegar kröfur og prófanir.
  3.  Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/502/EB frá 11. maí 2006 - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2007. Ákvörðunin felur tvennt í sér:

    1.  Bann við markaðssetningu einnota kveikjara, sem ekki eru útbúnir barnalæsingu og uppfylla ekki staðalinn EN 13869:2002, Kveikjarar - Barnalæsingar fyrir kveikjara - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    2.  Bann við markaðssetningu nýstárlegra kveikjara (e. novelty lighters), sem uppfylla ekki staðalinn EN 13869:2002, Kveikjarar - Barnalæsingar fyrir kveikjara - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir. Sem dæmi um nýstárlega kveikjara má nefna kveikjara er hafa útlit leikfangabíla eða gsm-síma og bjóða þeirri hættu heim að börn sæki í þá, grunlaus um þá hættu er af þeim stafar.
  4.  Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/496/EB frá 9. ágúst 2011.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 Viðskiptaráðuneytinu, 14. september 2006. 

 Jón Sigurðsson. 

 Kristján Skarphéðinsson. 

Athugasemdir ritstjóra

 Metið sem svo að töluliður sem bætist við 1. gr. skv. 564/2012 verði 4. töluliður út frá fyrri breytingum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.