Prentað þann 6. des. 2025
806/2025
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi skilgreining í stafrófsröð:
Húsnæðisúrræði: Íbúðarhúsnæði sem gert hefur verið aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks, sbr. lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018.
2. gr.
Við 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist nýr lokamálsliður sem orðast svo:
Umhverfis- og orkustofnun getur jafnframt viðurkennt önnur námskeið sem þau sem stunda húðrof hafa sótt þannig að þau jafngildi því að hafa lokið hæfnisprófi.
3. gr.
Ákvæði 2. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sá sem stundar húðgötun, húðflúrun eða veitir meðferð með nálastungum skal, áður en viðkomandi hefur störf og svo á fimm ára fresti, standast hæfnispróf á viðurkenndu námskeiði í beitingu smitgátar, hreinsun/sótthreinsun/dauðhreinsun búnaðar og öðru sem viðvíkur starfseminni eða hafa lokið námi á heilbrigðissviði, sem felur í sér fræðslu um smitgát og sóttvarnir. Rekstraraðili skal framvísa gögnum þess efnis að starfsfólk uppfylli skilyrði 1. ml.
4. gr.
Í stað orðsins "sambýli" í 36. gr. og hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): húsnæðisúrræði.
5. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 34. gr. þurfa þeir sem starfa við húðrof ekki að framvísa skírteini þess efnis að hafa staðist hæfnispróf fyrr en 1. janúar 2026, eftir því sem við á.
6. gr. Lagastoð, gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laganna.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 2. júlí 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson.
Stefán Guðmundsson.
B deild - Útgáfudagur: 16. júlí 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.