Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

794/2024

Reglugerð um breyting á reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 477/2020.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr aukamálsliður, svohljóðandi: sem sæta meðalhófsprófun í viðkomandi fagráðuneyti í samræmi við leiðbeiningar sem ráðherra setur.

2. gr.

A-liður 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Lögverndað starf: Atvinnustarfsemi eða flokkur atvinnustarfsemi þar sem aðgengi að starfi, iðkun starfs eða einn þáttur í iðkun starfs er háð fyrirmælum laga eða stjórnvaldsfyrirmælum um sérstaka menntun og hæfi.

3. gr.

Í stað orðanna "Í þeim tilvikum, sem um getur í a-lið 16. gr." í 4. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur: Þegar sótt er um viðurkenningu til starfa í löggiltum iðngreinum.

4. gr.

Í stað "Menntamálastofnun" í 1. mgr. 28. gr. reglugerðarinnar kemur: ENIC-NARIC skrifstofunni.

2. mgr. 28. gr. fellur niður.

5. gr.

Í stað 1. mgr. 28. gr. a reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/983 frá 24. júní 2015, eins og henni var breytt með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2020/1190 frá 11. ágúst 2020, um málsmeðferð við útgáfu evrópska fagskírteinisins og beitingu viðvörunarkerfisins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB.

2. mgr. 28. gr. a orðast svo: Jafnframt er innleidd með reglugerð þessari framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/907 frá 14. mars 2019, eins og henni var breytt með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/865 frá 23. febrúar 2023, um að koma á fót sameiginlegu námsprófi fyrir skíðakennara skv. 49. gr. b í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

3. mgr. 28. gr. a orðast svo: Einnig er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/958 frá 28. júní 2018 um meðalhófsprófun áður en samþykkt er ný lögverndun starfsgreina sem tekin var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 243/2021 hinn 24. september 2021.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 9. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010 og öðlast þegar gildi.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. júní 2024.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Jón Vilberg Guðjónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.