Prentað þann 22. des. 2024
794/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum.
1. gr. Innleiðing gerða.
Töluliður 1.2 í 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum, orðist svo:
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/514 frá 14. mars 2019 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar skrána yfir varnartengdar vörur (EES-viðbætir nr. 58, frá 18. júlí 2019, bls. 183-218) sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2019, 14. júní 2019.
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4., 5., og 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, nr. 58/2010, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 6. ágúst 2019.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Sturla Sigurjónsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.