Prentað þann 5. des. 2025
762/2025
Reglugerð um reglugerð fjárhæðir greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks.
1. gr.
Hámarksfjárhæðir greiðslna í sorgarleyfi samkvæmt lögum nr. 77/2022, um sorgarleyfi, skulu vera sem hér segir:
- 700.000 kr. á mánuði til foreldra sem verða fyrir barnsmissi fyrir 31. desember 2024.
- 800.000 kr. á mánuði til foreldra sem verða fyrir barnsmissi frá og með 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2025.
2. gr.
Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 16. gr. laga um sorgarleyfi skal nema 197.441 kr. á mánuði.
Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laga um sorgarleyfi skal nema 262.061 kr. á mánuði.
3. gr.
Sorgarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laga um sorgarleyfi skal nema 131.260 kr. á mánuði.
Sorgarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laga um sorgarleyfi skal nema 262.601 kr. á mánuði.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 33. gr. laga nr. 77/2022, um sorgarleyfi, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1452/2024, um fjárhæðir greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 2. júlí 2025.
Inga Sæland.
Bjarnheiður Gautadóttir.
B deild - Útgáfudagur: 3. júlí 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.