Prentað þann 22. nóv. 2024
761/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra.
1. gr.
2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Farsvið opinna frístundafiskiskipa skal takmarkast við hafsvæði allt að 5 mílur frá landi.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. gr. a í lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. júlí 2020.
F. h. r.
Hermann Sæmundsson.
Sigurbergur Björnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.