Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

750/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012.

1. gr.

2. gr. orðast svo:

Félagið starfrækir talnagetraunir (lottó) undir heitunum Lottó 5/40, Jóker, Víkingalottó (Lottó 6/48) og EuroJackpot (5/50 + 2/10).

Víkingalottó er starfrækt í samvinnu við eftirgreind talnagetraunafyrirtæki: AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen og Latvia Loto, Lettlandi.

EuroJackpot er starfrækt í samvinnu við eftirgreind fyrirtæki: AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, OlifejaLotto, Litháen, Latvia Loto, Lettlandi, Bremer Toto und Lotto GmbH, Deutsche Klassenlotterie Berlin, Land Brandenburg Lotto GmbH, Lotterie Treuhandgesellschaft mbH Hessen, Lotterie-Treuhandgesellschaft mbH Thüringen, Lotto Hamburg GmbH, Lotto Rheinland-Pfalz GmbH, Lotto-Toto GmbH Sachsen-Anhalt, NordwestLotto Schleswig-Holstein GmbH & Co.KG, Saarland-Sporttoto GmbH, Sächsische Lotto-GmbH, Staatliche Lotterieverwaltung in Bayern, StaatlicheToto-Lotto GmbH Baden-Württemberg, Toto-Lotto Niedersachsen GmbH, Verwaltungsgesellschaft Lotto und Toto in Mecklenburg-Vorpommern mbH, Westdeutsche Lotterie GmbH & Co.OHG, Þýskalandi, De Lotto, Hollandi, Loterija Slovenije, Slóveníu, Sisal, Ítalíu, Tipos National Lottery, Slóvakíu, Sazka Saskova Kancelar a.s., Tékklandi, Szerencsejatec Zrt., Ungverjalandi og Once, Spáni.

2. gr.

  1. Í stað "1 - 8" í 3., 6. og 7. gr.: kemur 1 - 10.
  2. Í stað "1 til 8" í 4. gr. kemur: 1 - 10.

3. gr.

1. og 2. mgr. 12. gr. orðast svo:

Til vinninga fara a.m.k. 50% af verði hverrar raðar. Í EuroJackpot eru 12 vinningsflokkar:

  1. 36% vinningsupphæðar skiptast jafnt milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðaltölur og tvær réttar stjörnutölur.
  2. 8,50% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.
  3. 3,00% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fimm réttar aðaltölur.
  4. 1,00% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðaltölur og tvær réttar stjörnutölur.
  5. 0,90% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.
  6. 0,70% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda fjórar réttar aðaltölur.
  7. 0,60% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðaltölur og tvær réttar stjörnutölur.
  8. 3,10% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.
  9. 3,00% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda tvær réttar aðaltölur og tvær réttar stjörnutölur.
  10. 4,30% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda þrjár réttar aðaltölur.
  11. 7,80% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda eina rétta aðaltölu og tvær réttar stjörnutölur.
  12. 19,10% vinningsupphæðar skiptast jafnt á milli þeirra raða sem innihalda tvær réttar aðaltölur og eina rétta stjörnutölu.

Þau 12% af vinningsupphæðinni, sem þá standa eftir, renna í jöfnunarsjóð sem hefur það hlutverk að tryggja að 1. vinningur sé aldrei undir 10 milljónum evra.

4. gr.

4. tl. 13. gr. orðast svo:

4. EuroJackpot

Fimm réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:95.344.200
Fimm réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:5.959.013
Fimm réttar aðaltölur 1:3.405.150
Fjórar réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:423.752
Fjórar réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:26.485
Fjórar réttar aðaltölur 1:15.134
Þrjár réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:9.631
Tvær réttar aðaltölur og tvær stjörnutölur 1:672
Þrjár réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:602
Þrjár rétta aðaltölur 1:344
Ein rétt aðaltala og tvær stjörnutölur 1:128
Tvær réttar aðaltölur og ein stjörnutala 1:42

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, öðlast gildi 4. október 2014.

Innanríkisráðuneytinu, 29. júlí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.