Prentað þann 22. des. 2024
746/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017.
1. gr.
Við 43. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Við vinnslu umsókna um alþjóðlega vernd skulu stjórnvöld leitast við að forgangsraða meðferð umsókna með tilliti til lögbundinna tímafresta 2. mgr. 74. gr. laganna þannig að mál sem eru nálægt því að uppfylla tímamörk ákvæðisins njóti forgangs.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 23. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 25. júní 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.