Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

703/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Hvarvetna þar sem heitið "Lottó 5/40" kemur fyrir í reglugerðinni kemur: Lottó 5/42.

2. gr.

Hvarvetna þar sem "1-40" kemur fyrir í reglugerðinni kemur: 1-42.

3. gr.

Í stað "kr. 130" í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: kr. 150.

4. gr.

Í stað orðanna "með 40 kúlum" í 4. málsl. 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: með 42 kúlum.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "57%" í 1. og 2. málsl. a-liðar kemur: 54,5%.
  2. Í stað 14,5% í c-lið kemur: 13,0%.
  3. Við bætist nýr stafliður sem verður d-liður og orðast svo:
    5,0% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu.
  4. d-liður, sem verður e-liður, orðast svo:
    17,0% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar.
  5. e-liður, sem verður f-liður, orðast svo:
    8,0% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 2 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu.

6. gr.

1. tölul. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

1. Lottó 5/42:

Fimm réttar aðaltölur 1:850.668
Fjórar réttar aðaltölur og bónustala 1:170.134
Fjórar réttar aðaltölur 1:4.598
Þrjár réttar aðaltölur og bónustala 1:2.363
Þrjár réttar aðaltölur 1:128
Tvær réttar aðaltölur og bónustala 1:135

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 26. júní 2022.

Dómsmálaráðuneytinu, 27. maí 2022.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.