Fara beint í efnið

Prentað þann 21. des. 2024

Breytingareglugerð

689/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 167/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2011 um sérstök skilyrði og nákvæmar verklagsreglur vegna innflutnings á eldhússáhöldum úr polýamíð- og melamínplasti sem eru upprunnin í Alþýðuveldinu Kína og Hong Kong, eða send þaðan.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði, 2. gr. b, svohljóðandi:

Borðbúnaður, eldhúsbúnaður, önnur búsáhöld og baðbúnaður, úr plasti, sem hafa tollnúmer 3924.1090 og upprunnin eru í Alþýðuveldinu Kína eða yfirráðasvæði þess, skulu sæta sömu skilyrðum og takmörkunum sem fram koma í reglugerð (ESB) nr. 284/2011.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. maí 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.